Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALIÐ ER að Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hafa verið fyrsti nú- tímalegi vísindagarðurinn eða þekk- ingarþorpið en sambærilega garða má nú finna víða um heim í nágrenni æðri menntastofnana. Í slíkum þorpum eða kjörnum eru saman- komin ýmis fyrirtæki í þekkingar- iðnaði sem starfa í nánum tengslum við háskóla og þær rannsóknar- stofnanir sem á svæðinu eru. Á næstu árum stendur til að reisa slíkt þekkingarþorp á lóð sem Reykjavík- urborg færði Háskóla Íslands að gjöf á fimmtíu ára afmæli skólans. Fyrirhugað þekkingarþorp mun rísa á suðaustursvæði háskólalóðarinnar og mun samanstanda af samtengd- um byggingum sem hýsa munu jafnt fyrirtæki sem ýmiss konar þjónustu. Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 30 þúsund fermetra byggingum en með samþykki skipu- lagsyfirvalda í samræmi við fyrir- liggjandi skipulagsteikningar af þekkingarþorpinu er gert ráð fyrir að þar geti risið allt að 50 þúsund fermetra byggingar. Ný tekjuöflunarleið farin Í gær boðaði rektor til blaða- mannafundar þar sem hann, auk Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra, Stefáns Ólafssonar, for- manns húsnæðis- og skipulags- nefndar, og Harðar Sigurgests- sonar, fulltrúa þjóðlífs í Háskólaráði, kynnti áform Háskól- ans um byggingu þekkingarþorps- ins. Á fundinum kom m.a. fram að markmið skólans með byggingu þorpsins væru margs konar. Í fyrsta lagi myndu Háskólinn og þekking- arþorpið verða sérstök aflstöð þekk- ingarhagkerfis framtíðarinnar á Ís- landi og með byggingunni fengi Háskólinn þróttmikil og áhugaverð þekkingarfyrirtæki inn í umhverfi sitt. Þá var lögð áhersla á að í seinni tíð hefði verið litið til vísindagarða í auknum mæli sem leiðar til að skapa öflugt nýsköpunarumhverfi. Einnig er vonast til að vísinda- garðarnir verði til þess að samvinna Háskólans og fyrirtækja við rann- sóknir og þróun aukist til muna. Þá kom ennfremur fram að Háskólinn myndi hagnast fjárhagslega á verk- efninu, t.d. með langtíma leigu á húsnæði til fyrirtækja. Í greinargerð Stefáns Ólafssonar, formanns húsnæðis- og skipulags- nefndar sem sett var á laggirnar í tengslum við byggingu þekkingar- þorpsins, kemur fram að hingað til hafi Háskólinn fjármagnað bygging- ar sínar með tekjum af Happdrætti Háskóla Íslands en þær tekjur hafa ekki verið nægar til að halda vexti húsnæðis í samræmi við vaxandi þarfir skólans. Því var álitið nauð- synlegt að leita nýrra leiða til fjár- mögnunar og er bygging þekking- arþorpsins ein þeirra leiða sem Háskólinn kaus að fara. Í fréttatilkynningu frá Páli Skúla- syni, rektor Háskóla Íslands, segir m.a. að ráðgert sé að stofna þróun- arfélag um byggingu vísindagarð- anna og mun Háskólinn bjóða „áhugasömum aðilum samstarf og þátttöku í verkefninu með eignarað- ild að félaginu.“ Hvað er þekkingarþorp? Um allan heim hafa undanfarin ár og áratugi risið þekkingarþorp í lík- ingu við það sem væntanlega mun rísa á lóð Háskóla Íslands. Helsta markmið með uppbyggingu þekk- ingaþorpa er að búa til öflugt ný- sköpunar- og viðskiptaumhverfi svo bæði fyrirtæki sem þar eru með starfsemi sína og viðkomandi há- skólar njóti góðs af. Reynslan sýnir að þekkingarþorp eru vinsælir vinnustaðir ungs menntafólks og slíkt umhverfi gegnir mikilvægu hlutverki í framþróun þekkingar- hagkerfisins. Þekkingarþorp eru talin hafa það fram yfir annað fyr- irtækjaumhverfi að þar starfa sam- an fyrirtæki, háskólar og rannsókn- arstofnanir og eru oft álitin vagga nýsköpunar og rannsókna á þekk- ingarsviði. Fyrirtæki af þekkingarsviði Háskólayfirvöld vonast til að þekkingarþorpið eigi eftir að draga til sín fyrirtæki í þekkingariðnaði en þegar má segja að eitt slíkt sé á um- ræddu svæði, því þar er í byggingu nýtt húsnæði Íslenskrar erfðagrein- ingar. Leitað var fyrirmynda frá ná- grannalöndum við stefnumótun um hvaða tegundir fyrirtækja og há- skólastarfsemi væri best að hafa í vísindagarðinum. Í framtíðinni má gera ráð fyrir að fyrirtæki á sviði upplýsingatækni, tölvutækni, líf- tækni, í hugbúnaðargerð, lyfjafram- leiðslu og léttum efnaiðnaði verði áberandi en reynslan erlendis sýnir að ekki sé gott að hafa mikla sér- hæfingu. „Við erum að fara af stað með kynningu á hugmyndum um þekkingarþorpið og á næstunni munum við með skipulegum hætti kanna áhuga fyrirtækja á að stað- setja sig á svæðinu,“ sagði Stefán. Hann bætti við að nálægð við mið- bæjarsvæði hefði mikið aðdráttarafl og einnig möguleikar á stækkun vís- indagarðsstarfseminnar en víða í næsta umhverfi háskólans eru möguleikar á viðbót við þekkingar- þorpið. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra sagðist vænta þess að þekkingarþorpið gæti haft mikil áhrif á menntun í landinu í framtíð- inni. Með þorpinu væri lagður nauð- synlegur grundvöllur að nánu sam- starfi atvinnulífsins og Háskólans en þróunin hefur víða verið í þá átt á Vesturlöndum undanfarið. Að sögn rektors hefur verkefnið verið í undirbúningi um nokkurt skeið og nú standa yfir viðræður við fagaðila í byggingariðnaði og fjár- málageira en arkitektastofan ASK hefur verið ráðgjafi Háskólaráðs við skipulag svæðisins og útfærslu þekkingarþorpsins. Vonast er til að hönnun einstakra bygginga geti haf- ist í vetur en bygging húsa hefst að- eins ef fjármagn hefur verið tryggt, þ.e. þegar samningum við væntan- lega leigjendur er lokið. Rektor sagðist vonast til að þekk- ingarþorpið yrði vænleg staðsetning fyrir innlend jafnt sem erlend þekk- ingarfyrirtæki, eitt öflugasta fyrir- tæki á Íslandi, Íslensk erfðagreining gæti haft áhrif í þá átt að draga að alþjóðleg fyrirtæki. „Á háskóla- svæðinu er augljóslega hægt að koma fyrir öflugum vísindagarði með góða vaxtarmöguleika sem væri af sambærilegri stærð og margir öflugustu vísindagarðar eða háskólatengd þekkingarþorp á Vesturlöndum.“ Áætlanir um byggingu þekkingarþorps við Háskóla Íslands voru kynntar í gær Góður jarð- vegur til öflugrar nýsköpunar Teikningin sýnir staðsetningu hins fyrirhugaða vísindagarðs. Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, voru meðal þeirra sem skoðuðu líkan af þekkingarþorpinu. DEILDARFUNDUR Lagadeild- ar Háskóla Íslands samþykkti í gær að svipta Vilhjálm Hans Vil- hjálmsson lögfræðing kandídat- stitli og afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við deildina. Jafn- framt samþykkti fundurinn að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við Lagadeild eins og hann hafði óskað eftir að fá að gera. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórn- málafræðingur vakti athygli Laga- deildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við Félagsvísinda- deild Háskólans væri að finna orð- rétta í ritgerð Vilhjálms. Ekkert var vísað til ritgerðar stjórnmála- fræðingsins í ritgerðinni og henn- ar var ekki getið í heimildaskrá. Vilhjálmur bar fyrir sig að hann hefði fengið sent efni frá þriðja að- ili í tölvupósti til frjálsrar notk- unar. Ekki náðist í Pál Sigurðsson, forseta Lagadeildar í gær, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fékk Lagadeild afrit af tölvupóst- inum og kemur þar fram að Úlfar Hauksson sé höfundur textans. Í bréfi sem Úlfar sendi Lagadeild í ágúst kemur fram að Vilhjálmur hafi í fyrra óskað eftir upplýsing- um frá upplýsingafulltrúa ESB um sjávarútvegsstefnu ESBog að fulltrúinn hafi sent ræðu sem Úlf- ar flutti í mars í fyrra á málþingi í Brussel til Vilhjálms, en ræðan var byggð á BA-ritgerð Úlfars og greinum sem birst höfðu eftir hann í tímaritinu Ægi. „Vilhjálmi ætti því að hafa verið fullkomlega ljóst að textinn væri eftir mig og að ég hefði flutt hann opinber- lega,“ segir í bréfi Úlfars. Í tillögunni sem samþykkt var á deildarfundi Lagadeildar og deild- in sendi til fjölmiðla segir: „Deild- arfundur samþykkir, að einkunn fyrir kanídatsritgerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, er nefnist „Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið og sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins og stöðu kvótakerf- isins við hugsanlega aðild Íslands að ESB“, sem hann hlaut 18. maí 2000, ásamt viðurkenningu deild- arinnar á að hann hafi lokið emb- ættisprófi, sæti afturköllun frá deginum í dag að telja. Sú ákvörð- un haggar ekki gildi þeirra ein- kunna, er hann hlaut við deildina í öðrum náms- og prófgreinum. Jafnframt samþykkir deildarfund- ur, að veiting lærdómstitilsins „candidatus juris“ er Lagadeildin veitti honum 24. júní 2000 að af- loknu embættisprófi hans, sæti afturköllun frá sama tíma. Þá sam- þykkir deildarfundur fyrir sitt leyti, að heimila honum að rita kandídatsritgerð að nýju enda full- nægi hann almennum skilyrðum um skráningu og önnur atriði.“ Lögfræðingur sviptur kandídatstitli sínum DREGIÐ hefur jafnt og þétt úr skjálftavirkni í Öxarfirði síðasta sól- arhringinn. Skjálftavirknin á svæð- inu náði hámarki klukkan rúmlega ellefu í fyrrakvöld og mældist stærsti skjálftinn í hrinunni af stærðinni 4,1 á Richter. Skjálftinn fannst allt frá Þistilfirði að Akureyri. Nokkuð öflug jarðskjálftahrina hefur verið í Öxarfirði síðustu daga og náði hún hámarki síðustu tvo sól- arhringa. Sex skjálftar hafa verið yf- ir 3 á Richter en skjálftarnir sem síð- an hafa mælst eru það litlir að fólk finnur ekki fyrir þeim. Upptök skjálftanna hafa verið neðansjávar í Öxarfirði, suðsuðvest- ur af Kópaskeri. Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur og forstöðumaður jarðvís- indadeildar Veðurstofu Íslands, seg- ir skjálftahrinuna óvenjusterka miðað við síðustu ár en hins vegar séu skjálftarnir á stað þar sem jörð hafi oft skolfið áður. „Þetta er mjög virkt jarðskjálfta- svæði og skjálftahrinan nú er ein sú harðasta frá Kröflueldum. Harðasti skjálftinn þá, í janúar 1976, var á svipuðum slóðum og þessi smáhrina er núna en sá skjálfti, Kópaskers- skjálftinn, mældist 6,3 á Richter,“ segir Ragnar en stærð jarðskjálfta- svæðisins er aðeins um tveir til þrír kílómetrar í þvermál. Dregur úr skjálfta- virkni í Öxarfirði MISSAGT var í grein Sturlu Frið- rikssonar í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins, sem jafnframt var vitnað til í leiðara í þriðjudagsblaði, að á Borg á Mýrum væru engar sögulegar upp- lýsingar fyrir ferðamenn. Að sögn Þorbjörns Hlyns Árnasonar, sóknar- prests á Borg, er á staðnum sögu- skilti, sem sett var upp í ágúst 1995 að tilstuðlan Ferðamálasamtaka Borgarfjarðar. Þar er á íslenzku, ensku, dönsku, frönsku og þýzku; sagt frá sögu staðarins og helztu hetjum hans. M.a. er vitnað til kvæð- isins Sonatorreks eftir Egil Skalla- grímsson. Árétting ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.