Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 10

Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALIÐ ER að Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hafa verið fyrsti nú- tímalegi vísindagarðurinn eða þekk- ingarþorpið en sambærilega garða má nú finna víða um heim í nágrenni æðri menntastofnana. Í slíkum þorpum eða kjörnum eru saman- komin ýmis fyrirtæki í þekkingar- iðnaði sem starfa í nánum tengslum við háskóla og þær rannsóknar- stofnanir sem á svæðinu eru. Á næstu árum stendur til að reisa slíkt þekkingarþorp á lóð sem Reykjavík- urborg færði Háskóla Íslands að gjöf á fimmtíu ára afmæli skólans. Fyrirhugað þekkingarþorp mun rísa á suðaustursvæði háskólalóðarinnar og mun samanstanda af samtengd- um byggingum sem hýsa munu jafnt fyrirtæki sem ýmiss konar þjónustu. Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 30 þúsund fermetra byggingum en með samþykki skipu- lagsyfirvalda í samræmi við fyrir- liggjandi skipulagsteikningar af þekkingarþorpinu er gert ráð fyrir að þar geti risið allt að 50 þúsund fermetra byggingar. Ný tekjuöflunarleið farin Í gær boðaði rektor til blaða- mannafundar þar sem hann, auk Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra, Stefáns Ólafssonar, for- manns húsnæðis- og skipulags- nefndar, og Harðar Sigurgests- sonar, fulltrúa þjóðlífs í Háskólaráði, kynnti áform Háskól- ans um byggingu þekkingarþorps- ins. Á fundinum kom m.a. fram að markmið skólans með byggingu þorpsins væru margs konar. Í fyrsta lagi myndu Háskólinn og þekking- arþorpið verða sérstök aflstöð þekk- ingarhagkerfis framtíðarinnar á Ís- landi og með byggingunni fengi Háskólinn þróttmikil og áhugaverð þekkingarfyrirtæki inn í umhverfi sitt. Þá var lögð áhersla á að í seinni tíð hefði verið litið til vísindagarða í auknum mæli sem leiðar til að skapa öflugt nýsköpunarumhverfi. Einnig er vonast til að vísinda- garðarnir verði til þess að samvinna Háskólans og fyrirtækja við rann- sóknir og þróun aukist til muna. Þá kom ennfremur fram að Háskólinn myndi hagnast fjárhagslega á verk- efninu, t.d. með langtíma leigu á húsnæði til fyrirtækja. Í greinargerð Stefáns Ólafssonar, formanns húsnæðis- og skipulags- nefndar sem sett var á laggirnar í tengslum við byggingu þekkingar- þorpsins, kemur fram að hingað til hafi Háskólinn fjármagnað bygging- ar sínar með tekjum af Happdrætti Háskóla Íslands en þær tekjur hafa ekki verið nægar til að halda vexti húsnæðis í samræmi við vaxandi þarfir skólans. Því var álitið nauð- synlegt að leita nýrra leiða til fjár- mögnunar og er bygging þekking- arþorpsins ein þeirra leiða sem Háskólinn kaus að fara. Í fréttatilkynningu frá Páli Skúla- syni, rektor Háskóla Íslands, segir m.a. að ráðgert sé að stofna þróun- arfélag um byggingu vísindagarð- anna og mun Háskólinn bjóða „áhugasömum aðilum samstarf og þátttöku í verkefninu með eignarað- ild að félaginu.“ Hvað er þekkingarþorp? Um allan heim hafa undanfarin ár og áratugi risið þekkingarþorp í lík- ingu við það sem væntanlega mun rísa á lóð Háskóla Íslands. Helsta markmið með uppbyggingu þekk- ingaþorpa er að búa til öflugt ný- sköpunar- og viðskiptaumhverfi svo bæði fyrirtæki sem þar eru með starfsemi sína og viðkomandi há- skólar njóti góðs af. Reynslan sýnir að þekkingarþorp eru vinsælir vinnustaðir ungs menntafólks og slíkt umhverfi gegnir mikilvægu hlutverki í framþróun þekkingar- hagkerfisins. Þekkingarþorp eru talin hafa það fram yfir annað fyr- irtækjaumhverfi að þar starfa sam- an fyrirtæki, háskólar og rannsókn- arstofnanir og eru oft álitin vagga nýsköpunar og rannsókna á þekk- ingarsviði. Fyrirtæki af þekkingarsviði Háskólayfirvöld vonast til að þekkingarþorpið eigi eftir að draga til sín fyrirtæki í þekkingariðnaði en þegar má segja að eitt slíkt sé á um- ræddu svæði, því þar er í byggingu nýtt húsnæði Íslenskrar erfðagrein- ingar. Leitað var fyrirmynda frá ná- grannalöndum við stefnumótun um hvaða tegundir fyrirtækja og há- skólastarfsemi væri best að hafa í vísindagarðinum. Í framtíðinni má gera ráð fyrir að fyrirtæki á sviði upplýsingatækni, tölvutækni, líf- tækni, í hugbúnaðargerð, lyfjafram- leiðslu og léttum efnaiðnaði verði áberandi en reynslan erlendis sýnir að ekki sé gott að hafa mikla sér- hæfingu. „Við erum að fara af stað með kynningu á hugmyndum um þekkingarþorpið og á næstunni munum við með skipulegum hætti kanna áhuga fyrirtækja á að stað- setja sig á svæðinu,“ sagði Stefán. Hann bætti við að nálægð við mið- bæjarsvæði hefði mikið aðdráttarafl og einnig möguleikar á stækkun vís- indagarðsstarfseminnar en víða í næsta umhverfi háskólans eru möguleikar á viðbót við þekkingar- þorpið. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra sagðist vænta þess að þekkingarþorpið gæti haft mikil áhrif á menntun í landinu í framtíð- inni. Með þorpinu væri lagður nauð- synlegur grundvöllur að nánu sam- starfi atvinnulífsins og Háskólans en þróunin hefur víða verið í þá átt á Vesturlöndum undanfarið. Að sögn rektors hefur verkefnið verið í undirbúningi um nokkurt skeið og nú standa yfir viðræður við fagaðila í byggingariðnaði og fjár- málageira en arkitektastofan ASK hefur verið ráðgjafi Háskólaráðs við skipulag svæðisins og útfærslu þekkingarþorpsins. Vonast er til að hönnun einstakra bygginga geti haf- ist í vetur en bygging húsa hefst að- eins ef fjármagn hefur verið tryggt, þ.e. þegar samningum við væntan- lega leigjendur er lokið. Rektor sagðist vonast til að þekk- ingarþorpið yrði vænleg staðsetning fyrir innlend jafnt sem erlend þekk- ingarfyrirtæki, eitt öflugasta fyrir- tæki á Íslandi, Íslensk erfðagreining gæti haft áhrif í þá átt að draga að alþjóðleg fyrirtæki. „Á háskóla- svæðinu er augljóslega hægt að koma fyrir öflugum vísindagarði með góða vaxtarmöguleika sem væri af sambærilegri stærð og margir öflugustu vísindagarðar eða háskólatengd þekkingarþorp á Vesturlöndum.“ Áætlanir um byggingu þekkingarþorps við Háskóla Íslands voru kynntar í gær Góður jarð- vegur til öflugrar nýsköpunar Teikningin sýnir staðsetningu hins fyrirhugaða vísindagarðs. Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, voru meðal þeirra sem skoðuðu líkan af þekkingarþorpinu. DEILDARFUNDUR Lagadeild- ar Háskóla Íslands samþykkti í gær að svipta Vilhjálm Hans Vil- hjálmsson lögfræðing kandídat- stitli og afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við deildina. Jafn- framt samþykkti fundurinn að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við Lagadeild eins og hann hafði óskað eftir að fá að gera. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórn- málafræðingur vakti athygli Laga- deildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við Félagsvísinda- deild Háskólans væri að finna orð- rétta í ritgerð Vilhjálms. Ekkert var vísað til ritgerðar stjórnmála- fræðingsins í ritgerðinni og henn- ar var ekki getið í heimildaskrá. Vilhjálmur bar fyrir sig að hann hefði fengið sent efni frá þriðja að- ili í tölvupósti til frjálsrar notk- unar. Ekki náðist í Pál Sigurðsson, forseta Lagadeildar í gær, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fékk Lagadeild afrit af tölvupóst- inum og kemur þar fram að Úlfar Hauksson sé höfundur textans. Í bréfi sem Úlfar sendi Lagadeild í ágúst kemur fram að Vilhjálmur hafi í fyrra óskað eftir upplýsing- um frá upplýsingafulltrúa ESB um sjávarútvegsstefnu ESBog að fulltrúinn hafi sent ræðu sem Úlf- ar flutti í mars í fyrra á málþingi í Brussel til Vilhjálms, en ræðan var byggð á BA-ritgerð Úlfars og greinum sem birst höfðu eftir hann í tímaritinu Ægi. „Vilhjálmi ætti því að hafa verið fullkomlega ljóst að textinn væri eftir mig og að ég hefði flutt hann opinber- lega,“ segir í bréfi Úlfars. Í tillögunni sem samþykkt var á deildarfundi Lagadeildar og deild- in sendi til fjölmiðla segir: „Deild- arfundur samþykkir, að einkunn fyrir kanídatsritgerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, er nefnist „Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið og sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins og stöðu kvótakerf- isins við hugsanlega aðild Íslands að ESB“, sem hann hlaut 18. maí 2000, ásamt viðurkenningu deild- arinnar á að hann hafi lokið emb- ættisprófi, sæti afturköllun frá deginum í dag að telja. Sú ákvörð- un haggar ekki gildi þeirra ein- kunna, er hann hlaut við deildina í öðrum náms- og prófgreinum. Jafnframt samþykkir deildarfund- ur, að veiting lærdómstitilsins „candidatus juris“ er Lagadeildin veitti honum 24. júní 2000 að af- loknu embættisprófi hans, sæti afturköllun frá sama tíma. Þá sam- þykkir deildarfundur fyrir sitt leyti, að heimila honum að rita kandídatsritgerð að nýju enda full- nægi hann almennum skilyrðum um skráningu og önnur atriði.“ Lögfræðingur sviptur kandídatstitli sínum DREGIÐ hefur jafnt og þétt úr skjálftavirkni í Öxarfirði síðasta sól- arhringinn. Skjálftavirknin á svæð- inu náði hámarki klukkan rúmlega ellefu í fyrrakvöld og mældist stærsti skjálftinn í hrinunni af stærðinni 4,1 á Richter. Skjálftinn fannst allt frá Þistilfirði að Akureyri. Nokkuð öflug jarðskjálftahrina hefur verið í Öxarfirði síðustu daga og náði hún hámarki síðustu tvo sól- arhringa. Sex skjálftar hafa verið yf- ir 3 á Richter en skjálftarnir sem síð- an hafa mælst eru það litlir að fólk finnur ekki fyrir þeim. Upptök skjálftanna hafa verið neðansjávar í Öxarfirði, suðsuðvest- ur af Kópaskeri. Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur og forstöðumaður jarðvís- indadeildar Veðurstofu Íslands, seg- ir skjálftahrinuna óvenjusterka miðað við síðustu ár en hins vegar séu skjálftarnir á stað þar sem jörð hafi oft skolfið áður. „Þetta er mjög virkt jarðskjálfta- svæði og skjálftahrinan nú er ein sú harðasta frá Kröflueldum. Harðasti skjálftinn þá, í janúar 1976, var á svipuðum slóðum og þessi smáhrina er núna en sá skjálfti, Kópaskers- skjálftinn, mældist 6,3 á Richter,“ segir Ragnar en stærð jarðskjálfta- svæðisins er aðeins um tveir til þrír kílómetrar í þvermál. Dregur úr skjálfta- virkni í Öxarfirði MISSAGT var í grein Sturlu Frið- rikssonar í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins, sem jafnframt var vitnað til í leiðara í þriðjudagsblaði, að á Borg á Mýrum væru engar sögulegar upp- lýsingar fyrir ferðamenn. Að sögn Þorbjörns Hlyns Árnasonar, sóknar- prests á Borg, er á staðnum sögu- skilti, sem sett var upp í ágúst 1995 að tilstuðlan Ferðamálasamtaka Borgarfjarðar. Þar er á íslenzku, ensku, dönsku, frönsku og þýzku; sagt frá sögu staðarins og helztu hetjum hans. M.a. er vitnað til kvæð- isins Sonatorreks eftir Egil Skalla- grímsson. Árétting ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.