Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 23
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 23
Fjöldi annarra nýjunga, t.d.
Power A dagkrem og kornamaski.
Kynning fimmtudag til laugardags.
Veglegir kaupaukar og prufur.
Hafnarfirði, s: 555 2615 Laugavegi, s: 511 4533
HELENA RUBINSTEIN
haustlitirnir komnir
BRETAR vilja að ríki heims bind-
ist samtökum um að bankar og
aðrar fjármálastofnanir komi í veg
fyrir að hryðjuverkamenn geti not-
fært sér þjónustuna og átt inn-
stæður á reikningum. Vilja þeir
þrýsta á Sviss og önnur ríki um að
taka þátt í að kanna grunsamlega
reikninga og veita öðrum þjóðum
reglulega upplýsingar um þá. Til-
lögurnar verða ræddar á ráðherra-
fundi Evrópusambandsins um
næstu helgi. Bretar ætla að sögn
BBC að hvetja Sameinuðu þjóð-
irnar til að herða enn viðskipta-
legar refsiaðgerðir gegn talibana-
stjórninni í Afganistan til að koma
í veg fyrir að hægt sé að flytja
þaðan fé til annarra landa. Sér-
fræðingur sem ritað hefur bók um
auðkýfinginn Osama bin Laden,
sem grunaður er um að vera leið-
togi hryðjuverkamanna og býr í
Afganistan, sagði í samtali við
bandarísku sjónvarpsstöðina CNN
í fyrradag að bin Laden geymi
ekki fé sitt í bönkum vegna þess
að samkvæmt lögum strangtrú-
aðra múslíma eru vextir bannaðir.
„Svisslendingar verða að gera
það sem nauðsyn krefur og við
teljum brýnt að fleiri þjóðir, sem
samkvæmt hefðum hafa lagt
áherslu á bankaleynd, viðurkenni
einnig að þar sem tryggja ber
jafnt frelsi sem öryggi verði lána-
stofnanir að vera reiðubúnar að
skýra frá grunsamlegum viðskipt-
um sem gætu tengst starfsemi
hryðjuverkamanna,“ sagði Gordon
Brown fjármálaráðherra í samtali
við BBC. Hann sagði að Bretar
hefðu þegar lokað bankareikningi
hjá Barclays-bankanum í London
vegna slíkra grunsemda. Reikn-
ingurinn mun hafa verið notaður
af manni sem talinn er hafa verið
tengdur Osama bin Laden. Þess er
nú beðið að reikningseigandinn
verði framseldur til Bandaríkjanna
frá Bretlandi.
Alþjóðleg eftirlitsstofnun?
Brown sagði að búinn hefði ver-
ið til listi af hálfu stjórnvalda yfir
nokkra bankareikninga er lána-
stofnunum í Bretlandi bæri að
kanna vandlega. En önnur ríki
þyrftu að grípa til sams konar að-
gerða.
„Við viljum sameinað átak til að
stöðva fjárstreymi til hryðjuverka-
manna. Einhvers staðar fá þeir
fjárstuðninginn og peningana taka
þeir af reikningum sem við getum
lokað,“ sagði Brown. Ein af til-
lögum Breta gengur út á að komið
verði upp alþjóðlegri eftirlitsstofn-
un er fylgist með því að öll ríki af-
hendi upplýsingar um hreyfingar á
fé sem gætu tengst hryðjuverka-
mönnum, jafnvel þótt peningarnir
komi frá lögmætum aðilum.
Breska lögreglan mun fá aukið
svigrúm til að kanna bankareikn-
inga jafnvel þótt ekki liggi fyrir
sannanir um tengsl við hryðju-
verkahópa. Að sögn BBC er slík-
um aðferðum þegar beitt á Norð-
ur-Írlandi.
Einnig er talið að Bretar muni
þrýsta á um að Evrópusambandið
staðfesti sem allra fyrst tillögur
um aðgerðir gegn peningaþvætti
en þær eru nú til umfjöllunar hjá
þingi sambandsins.
Fallið á hlutabréfum KLM
Enn er verið að kanna hvort
hugsanlegt sé að hryðjuverkahóp-
ar eða aðilar tengdir þeim hafi
notað fyrirfram vitneskju sína um
flugránin í liðinni viku til að hagn-
ast á hlutabréfamörkuðum. Eftir-
litsráð verðbréfamarkaðarins í
Amsterdam í Hollandi kannar nú
að beiðni fjármálaráðherrans,
Gerrits Zalms, gaumgæfilega
ástæður þess að verð á bréfum í
flugfélaginu KLM féll skyndilega
vegna mikillar sölu rétt fyrir at-
burðina í Bandaríkjunum 11. sept-
ember. Ekki hefur verið skýrt frá
því hvaða sjóðir hafi einkum selt
bréf í fyrirtækinu en þau féllu um
12% á þrem dögum fyrir árásirnar
mannskæðu á World Trade Center
og varnarmálaráðuneytið, Penta-
gon, í Bandaríkjunum.
Leitin að liðsmönnum og peningum hryðjuverkahópa
Bretar vilja setja skorð-
ur við bankaleynd
London. AP.
Reuters
Osama bin Laden
ÞÝZKA leyniþjónustan gerir ráð
fyrir því að íslamskir hryðju-
verkahópar í Þýzkalandi séu fær-
ir um að fremja hvenær sem er
allt að 30 tilræði sambærileg við
þau sem framin voru í Bandaríkj-
unum í liðinni viku, eftir því sem
fullyrt er í grein í nýjasta hefti
þýzka vikuritsins Der Stern.
Í greininni segir að leyniþjón-
ustan telji að í Þýzkalandi sé að
finna um 30 „hreiður“ meintra
hryðjuverkamanna „í biðstöðu“.
Þessa menn, sem ekkert hefðu
látið á sér bera hingað til, væri
hvenær sem er hægt að virkja til
að framkvæma hryðjuverk.
Sterkar vísbendingar eru um að í
árásunum í New York og Wash-
ington hafi tekið þátt menn, sem
bjuggu árum saman „í biðstöðu“ í
Þýzkalandi og lögðu þar stund á
háskólanám.
Voker Bouffier, innanríkisráð-
herra þýzka sambandslandsins
Hessen, vísaði á bug frétt dag-
blaðsins Die Welt um að öfga-
sinnaðir samherjar Osama bin
Ladens ættu sér bækistöð í
Frankfurt am Main – í formi
bílasölu í eigu líbansks innflytj-
anda.
Hinn 26. desember 2000 hand-
tók lögreglan í Frankfurt fjóra
meinta íslamska hryðjuverka-
menn og einn til viðbótar í apríl
sl. Mikið magn vopna var gert
upptækt við handtökurnar. Hinir
handteknu eru grunaðir um að
hafa áformað hermdarverkatil-
ræði á jólamarkaðinn í Strass-
borg.
Um 30 meint
„hreiður“ í
Þýzkalandi