Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMilan Stefán Jankovic spáir í úrslitaleik ÍBV og ÍA / B3 Kvennasveit Kjalar til Frakk- lands í EM í golfi / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r22. s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 1 LÍTIÐ sem ekkert miðaði í sam- komulagsátt í kjaradeilu sjúkraliða og viðsemjenda þeirra, ríkisins, sveit- arfélaga og sjálfseignarstofnana, á fundum samningsaðila í gær. Náist ekki samkomulag um nýjan kjara- samning fyrir 1. október nk. munu um 700 sjúkraliðar sem starfa hjá sjúkra- húsum og heilsugæslustöðvum um land allt og tveimur sjálfseignarstofn- unum, Grund og Ási í Hveragerði, hefja þrjú þriggja daga verkföll um mánaðamótin auk þess sem uppsagn- ir um hundrað sjúkraliða hjá ríkinu munu taka gildi. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, kveðst þó í samtali við Morgunblaðið vongóður um að samn- ingar náist áður en boðaðar verkfalls- aðgerðir hefjast. „Ég er mjög bjart- sýnn á að samningar náist fyrir þann tíma,“ segir hann. „Ég held að það sé mjög sterkur vilji í þá átt hjá stjórn- endum spítalanna sem og hjá for- manni Sjúkraliðafélags Íslands.“ Aðspurður segir Magnús að komi til verkfalls muni það koma verst nið- ur á starfsemi skurð- og lyflækninga- deilda Landspítalans – háskóla- sjúkrahúss. „Ef ekki sér til lands í þessari deilu fyrir miðja næstu viku verðum við að fara að semja starf- semina að því.“ Mikilvægt að deilan leysist Magnús ítrekar þó að hann treysti því að deilan leysist áður en grípa þurfi til slíkra aðgerða. „Það er mik- ilvægt fyrir spítalana að deilan leys- ist. Um er að ræða mikilvægan hóp starfsmanna fyrir spítalana og viljum við leggja mikið á okkur til þess að ekki þurfi að koma til verkfalla.“ Að- spurður tekur hann þó fram að báðir aðilar þurfi að láta af kröfum til að samningar náist. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að lítið sem ekkert hefði miðað í samkomulagsátt á fundum samninga- nefnda félagsins og samninganefnda ríkisins, launanefndar sveitarfélaga og fulltrúa sjálfseignarstofnana á fundum þeirra í gær. Hún segir að boðaðar verkfallsaðgerðir og upp- sagnir muni ná til samtals um 800 sjúkraliða en um 1.500 félagar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Aðspurð segir hún að enn sé ekki búið að fara yfir undanþágubeiðnir frá stofnunum sem lenda í verkfallsaðgerðum og því sé ekki vitað hve margir af þeim sjúkraliðum sem boðað hafa verkfall muni fá undanþágu til að starfa í verkfallinu. „Undanþágunefndin vinnur að því þessa dagana.“ Kristín segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilunni en aðspurð segir hún að sjúkraliðar hafi frá árinu 1994 miðað launakjör sín við kjör lögreglu- manna og tollvarða. Segir hún að sjúkraliðar hafi dregist nokkuð aftur úr þessum stéttum auk þess sem þeir hafi ekki notið sama launaskriðs og aðrar heilbrigðisstéttir að undan- förnu. Næstu fundir deilenda í kjaradeil- unni hafa verið boðaðir á mánudag og þriðjudag. Ekkert miðar enn í samkomulagsátt VASAHNÍFUR og myndir af Osama bin Laden, Hitler og Mussol- ini fundust í farangri spænsks manns, sem kom með flugvél frá Grænlandi til Reykjavíkur á fimmtu- dag. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Ís- lands, þótti maðurinn grunsamlegur auk þess sem lögregla í Grænlandi hafði haft afskipti af honum og var því ákveðið að leita í farangri manns- ins áður en hann færi um borð í vél- ina. Sérvitringur Búið var að taka hnífinn af mann- inum auk þess sem hann hafði ekki aðgang að neinum handfarangri en allur farangur hans var settur í hólf. Lögreglan í Reykjavík tók á móti manninum við komuna til Reykja- víkur og segir Jón Karl að í ljós hafi komið að maðurinn væri „spænskur sérvitringur“. Að sögn Jóns Karls fannst þó ein- hverjum farþegum uppákoman óþægileg. Vasahnífur og myndir tekin af Spánverja HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt skipstjóra til að greiða 400 þúsund krónur í sekt fyrir fiskveiðibrot með því að hafa lagt úr höfn til fiskveiða á fiskiskipi, sem hafði leyfi til veiða með dagatakmörk- unum, án þess að tilkynna Fiski- stofu um upphaf veiðiferðarinnar. Var dómur Héraðsdóms Vest- fjarða frá 26. apríl sl. þar með staðfestur. Bar því við að ekki hefði ver- ið unnt að ná símasambandi Skipstjórinn sætti ákæru ríkis- saksóknara fyrir fiskveiðibrotið og bar því við að ekki hefði verið unnt að ná símasambandi á þeim stað þar sem hann lagði úr höfn. Hæstiréttur taldi hins vegar að ákærða hefði borið að sjá svo um að honum væri fært að tilkynna um upphaf veiðiferðar sinnar er hann lét úr höfn í umrætt sinn. Taldi Hæstiréttur að það væri á ábyrgð ákærða að ásetja sér að halda úr höfn án þess að fullnægja skýlausri skyldu sinni. Dóminn kváðu upp hæstarétt- ardómararnir Haraldur Henrýs- son, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Verjandi ákærða var Jakob R. Möller hrl. en Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sótti málið. Tilkynnti ekki upphaf veiðiferðar Dæmdur til að greiða 400 þús. króna sekt Sérútbúinn gripaflutn- ingavagn Morgunblaðið/Ásdís Ingólfur Helgason bílstjóri t.v. ásamt Herluf Nelsen, fyrrverandi eiganda vagnsins. HINGAÐ til lands hefur verið flutt- ur allsérstakur vagn. Vagninum, sem getur verið einnar, tveggja eða þriggja hæða, allt eftir þörfum, er ætlað það hlutverk að flytja skepn- ur og hefur sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga keypt bílinn af Herluf Nelsen sem flutti hann inn til lands- ins. Vagninn er sérútbúinn til flutn- inga á skepnum, er um 13,5 metrar að lengd og getur flutt um 400 lömb eða 80 nautgripi í einu. Brynning- artæki, loftræstikerfi og mögu- leikar á að skipta vagninum í hólf er meðal þess búnaðar sem miðast að því að sem best fari um skepn- urnar á ferðalagi þeirra á leið til slátrunar. Gólfin í vagninum eru stillanleg og því er hægt að hafa vagninn ým- ist einnar, tveggja eða þriggja hæða eftir því hvaða dýrategund er verið að flytja og hversu margar skepnurnar eru. Vagninn var áður notaður til að flytja dýr milli Austurríkis og Spán- ar og var hann margoft sótthreins- aður og þrifinn áður en leyfi fékkst til að flytja hann hingað til lands. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði tvo menn um tvítugt í fjög- urra vikna gæsluvarðhald í gær, að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Mennirnir voru handteknir eftir inn- brot í húsnæði Vegagerðarinnar við Borgartún aðfaranótt föstudags. Innbrotsþjófarnir komust inn í húsið af vinnupalli á fjórðu hæð og höfðu á brott með sér tækjabúnað og pen- inga. Mennirnir eru grunaðir um fleiri innbrot og þjófnaði. Annar mannanna er á skilorði. Við húsleitir lögreglu í kjölfar handtöku mann- anna, fundust munir, sem þeir verða látnir gera grein fyrir. Þá handtók lögreglan síðdegis í gær þriðja manninn, sem talinn er tengjast málunum. Dæmdir í fjögurra vikna gæslu- varðhald DÓMARAFUNDUR í Hæstarétti hefur hafnað kröfu Ástráðs Haraldssonar, lögmanns Alþýðu- sambands Íslands, um að allir dómarar Hæstarétt- ar víki sæti í máli sem ASÍ höfðaði gegn íslenska ríkinu. Málið varðar lögmæti laga sem stjórnvöld settu á verkfall sjómanna fyrr á þessu ári. Alþingi setti lög um miðjan maí sem bundu enda á verkfall sjómanna. Samkvæmt lögunum átti Hæstiréttur að tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem tæki ákvarðanir um kjaramál sjómanna. Dóm- urinn var skipaður í júní og kvað hann upp úrskurð mánuði síðar. ASÍ höfðaði mál á hendur ríkinu og krafðist þess m.a. að lögin næðu ekki til þriggja að- ildarfélaga sem ekki áttu í verkfallsátökum og að viðurkennt yrði að lögin fælu í sér ólögmæta skerð- ingu á samningsfrelsi og verkfallsrétti þeirra fé- laga sem voru í verkfalli. Héraðsdómur Reykjavík- ur hafnaði öllum kröfunum. Málinu var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar. Lögmaður ASÍ taldi að með skipan Hæstaréttar á mönnum í gerðardóm samkvæmt lögum sem um er deilt í málinu, hefðu dómendur réttarins komið að framkvæmd laganna og það leiddi til vanhæfis í skilningi einkamálalaga. Dómarafundur í Hæstirrétti hafnaði þessum rök- um. Dómarar sem dæma munu í málinu eru hæsta- réttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Er- lendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Braga- son, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Kröfu Alþýðusambandsins um að dómarar víki sæti var hafnað ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.