Morgunblaðið - 22.09.2001, Page 12

Morgunblaðið - 22.09.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BISKUP Íslands, herra Karl Sigur- björnsson, hefur ákveðið að leggja til við dóms- og kirkjumálaráðherra, að sr. Sigurður Ægisson verði skipaður sóknarprestur á Siglufirði. Eins og kom fram í Morgunblaðinu s.l. mið- vikudag varð ekki eining í valnefnd um val á umsækjanda og var málinu því skotið til biskups. Sigurður hefur áður þjónað á Djúpavogi, í Bolungarvík og á Grenj- aðarstað, auk þess að gegna stöðu aðstoðarprests í Lurøy í Norður- Noregi um tveggja ára skeið. Auk sr. Sigurðar sóttu guðfræð- ingarnir Þórður Guðmundsson, Halldóra Ólafsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson um stöðuna. Skipað er í stöðuna frá og með 1. október næstkomandi. Siglufjarðarprestakall Biskup ger- ir tillögu um skipun SIGURÓLI Geirsson, organisti og tónlistar- kennari, lést á Heil- brigðisstofnun Suður- nesja fimmtudaginn 20. september sl. Hann fæddist í Kefla- vík 19. maí 1950, sonur hjónanna Margrétar Eyjólfsdóttur og Geirs Þórarinssonar, vél- stjóra og organista við Keflavíkurkirkju. Siguróli útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með tón- menntakennarapróf og blásarakennarapróf. Hann kenndi tónmenntir og hljóðfæraleik við marga skóla, s.s. í Hafnarfirði, Njarðvík, Keflavík og Grindavík. Siguróli stjórnaði einnig mörgum lúðrasveitum á tónlistarferli sínum, bæði við skóla og utan þeirra. Auk þessa var hann stjórnandi ýmissa kóra, s.s. Æskulýðskórs Keflavíkurkirkju, Selkórsins, Karlakórs Keflavíkur, Karlakórsins Þrasta, Frímúrarakórsins og barna- og kirkjukóra. Hann hóf feril sinn sem organisti við Njarðvíkurkirkjur og síðar við Keflavíkur- kirkju eftir að faðir hans lét af störfum. Kór Keflavíkurkirkju söng inn á hljómplötu undir stjórn Siguróla og kom platan út árið 1988. Siguróli útsetti mikið af tónlist fyrir hljóðfæraleikara og kóra auk þess að semja tónlist. Í nýj- ustu útgáfu sálmabók- ar íslensku þjóðkirkjunnar er lag við sálm nr. 709 eftir Siguróla. Árið 1990 flutti hann til Grindavíkur og tók við stöðu skólastjóra Tónlistar- skólans þar og organistastarfi við Grindavíkurkirkju, en þeim störf- um gegndi hann þar til hann varð fyrir hörmulegu slysi 20. desember 1998. Siguróli lætur eftir sig eiginkonu, Vilborgu Sigurjónsdóttur, og fóst- urson. Siguróli Geirsson, organisti og tónlistar- kennari, látinn Andlát LANDSVIRKJUN kynnti tillögu að matsáætlun vegna Norðlingaöldu- veitu með kynningarfundi í opnu húsi í Árnesi síðastliðinn fimmtudag, 20. september, og daginn áður á Laugalandi í Holtum. Um 30 manns nýttu sér þetta tækifæri til að ræða við fulltrúa og ráðgjafa Landsvirkj- unar á fundinum í Árnesi. Kynning- arfundirnir eru fyrstu skrefin í mats- ferli vegna framkvæmdanna en áætlað er að því ferli ljúki í mars– apríl á næsta ári. Ljóst er að íbúar í Gnúpverjahreppi hafa efasemdir um framkvæmdina. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að vatnsborð Norðlingaöldulóns verði í 575 metrum yfir sjávarmáli en við það teygir lónið sig inn á neðsta hluta friðlandsins í Þjórsárverum. lónið er myndað með tveimur stíflum sem báðar eru utan friðlandsins. Að- alstíflan er einn kílómetri að lengd og 26 metra há, hin stíflan er yfir- fallsstífla undir rótum Norðlinga- öldu. Gert er ráð fyrir að vatnsborð verði stöðugt í lóninu yfir sumartím- ann og að vatn renni þá á yfirfalli út í farveg Þjórsár og reiknað er með að ásýnd fossa í farvegi árinnar niður að Sultartangalóni verði svipuð og er í dag. Úr Norðlingaöldulóni verður vatni miðlað um 13 kílómetra jarðgöng í Sauðafellslón ofan Þórisvatns. Dælustöð verður í jarðgöngunum en hún er nauðsynleg eigi vatnsborð lónsins að vera í 575 metra hæð þar sem Þórisvatn er í 577 metra hæð yf- ir sjávarmáli. Á kynningarspjöldum kom fram að hagkvæmni Norðlingaölduveitu er veruleg sem felst í því að vatn úr Norðlingaöldulóni fer um fjórar virkjanir í stað þess að renna eins og nú er beint í Sigöldulón. Fulltrúar Landsvirkjunar lögðu áherslu á það að tilgangur kynning- arinnar væri að leita eftir ólíkum skoðunum og að koma málinu á framfæri. Þó svo fjöldi þeirra sem komu á kynningarfundinn í Árnesi hafi ekki verið nema 25–30, segir það ekkert um áhuga fólks í Gnúpverja- hreppi og nærsveitum á þessari framkvæmd. Óhætt er að segja að meirihluti hreppsbúa sé andvígur Norðlinga- ölduveitu. Um það vitna fundir sem haldnir hafa verið og skoðanakönnun sem gerð hefur verið meðal hrepps- búa. Þeir sem rætt var við á fund- inum um álit á framkvæmdunum vitnuðu til þessara þátta. Það mun vera ný staða hjá Landsvirkjun að glíma við því áður hefur ekki komið upp nein veruleg andstaða við virkj- unaráform á Þjórsár-Tungnaár- svæðinu. Þá er ljóst að framkvæmd- in fær mun betri viðtökur austan við lónið, í Ásahreppi. Fólk horfir helst til þess að gróður fer undir vatn og telur sig ekki hafa fengið vissu fyrir því hvernig vatnið mun hegða sér við bakkana, hvort um landbrot verði að ræða. Þá óttast menn mögulega jarðvegseyðingu út frá bökkunum þar sem þurrlendi er auk þess sem sumir eru hugsi yfir því að lónið muni fyllast á um 100 ár- um. Af viðtölum við fólk má ráða að hreppsbúar þekkja vel til aðstæðna og margir hafa farið um þetta svæði meðal annars í fjallaferðum. „Það er ólýsanlegt að fara þarna um ríðandi. Þetta svæði er svo sérstakt að það er ekkert skrýtið þótt fólk sé á móti lón- inu og vilji halda því óbreyttu,“ sagði Aðalsteinn Guðmundsson úr Skeiða- hreppi. Már Haraldsson úr Gnúp- verjahreppi, sem sæti á í Þjórsár- veranefnd, sagði að áhugahópur fólks hefði sett fram hugmyndir um að stækka friðlandið í Þjórsárverum alveg niður að Sultartangalóni. Nátt- úruvernd ríkisins hefði sent hrepps- nefnd hugmyndina til umsagnar og hún vildi að hugmyndin yrði skoðuð. Öllum þeim sem rætt var við var umhugað um gróðursvæðið í Eyva- feni og þegar nánar var spurt kom fram að fólk vildi helst láta svæðið ósnortið. Sumir eru mjög harðir í af- stöðu sinni og segja framkvæmdina hryðjuverk gagnvart landinu. Sá sem sagði þau orð upphátt fékk góð- ar móttökur frá fulltrúum Lands- virkjunar sem hlustuðu og buðust til að útskýra öll efnisatriðin á kynning- arspjöldunum sem komið var upp á dansgólfinu í Árnesi. Næsti kynningarfundur verður í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bú- staðaveg í Reykjavík í dag, 22. sept- ember, klukkan 13–17. Matsáætlun um Norðlingaölduveitu til kynningar Efasemdir hjá Gnúpverjum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Tenglahópur sem tekur þátt í matsvinnunni um Norðlingaölduveitu. Jónas Jónsson, Ásahreppi, Agnar Olsen, Landsvirkjun, Heimir Hafsteinsson, Djúpárhreppi, Aðalsteinn Guðmundsson, Skeiðahreppi, Guðjón Jónsson, VSÓ, Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar, og Már Haraldsson, Gnúpverjahreppi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fulltrúar Landsvirkjunar útskýra efnisatriði á kynningarspjöldum. Í KJÖLFAR mikillar umræðu um ritstuld í lagadeild Háskóla Íslands við samningu lokaritgerðar við deild- ina, sem varð til þess að fyrrverandi nemandi var sviptur kandídatstitli, hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands ákveðið að leggja fram tillögu við Háskólaráð um að gefnar verði út leiðbeiningar fyrir háskólastúdenta um frágang lokaverkefna. „Við viljum að gerðar verði al- mennar reglur og leiðbeiningar um hverjar kröfur til lokaverkefna við Háskóla Íslands eru,“ segir Þorvarð- ur Tjörvi Ólafsson, formaður Stúd- entaráðs. „Síðan er hægt að hugsa sér að hver deild aðlagi þær reglur eftir því sem við á.“ Þorvarður Tjörvi segir að engar slíkar leiðbeiningar séu til og hingað til hafi það jafnvel verið í höndum umsjónarmanns lokaverkefnis að greina stúdentinum frá því hverjar kröfurnar væru. Hins vegar hafa einstakar skorir gefið út leiðbeining- ar og reglur um frágang lokarit- gerða. Þorvarður Tjörvi segir að misjafnt sé því eftir deildum og jafn- vel leiðbeinendum hvaða kröfur séu gerðar til lokaritgerða. „Það er líka misjafnt eftir deildum hvort boðið er upp á kennslu í ritgerðasmíð og til dæmis er því ekki að fagna í laga- deild.“ Þorvarður Tjörvi segist ætla að ræða við Pál Sigurðsson, forseta lagadeildar, á næstunni og hvetja hann til að beita sér fyrir því að slíkt námskeið verði tekið upp við deild- ina. „Félagsvísindadeild setti nýlega fram reglur í fyrsta skipti varðandi kröfur deildarinnar til meistaraverk- efna og ég fagna því. En vonandi fylgja svipuð rit um B.A.-verkefni í kjölfarið.“ Háskólaráð fundar næst á mánu- dag og hyggst Stúdentaráð þá leggja þessar tillögur fram. Prófdómari fari yfir öll verkefni Þá telur Stúdentaráð einnig nauð- synlegt að prófdómari verði fenginn til að fara yfir öll lokaverkefni há- skólastúdenta auk leiðbeinanda. Misjafnar kröfur til lokaritgerða í HÍ Samræma þarf leiðbeiningar ♦ ♦ ♦ GUÐBJÖRN Gunnarsson (Bubbi) opnar höggmyndasýn- ingu í Listhúsi Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5, í dag, laugardag, kl. 16. Þetta er áttunda einka- sýning Bubba, en hann hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér og er- lendis. Megin þema í verkum Bubba eru andstæður íslenskrar nátt- úru í deiglu tímans, jarðlögin, eldur og ís tvinna sögu land- náms. Að þessu sinni tekur Bubbi fyrir fjallstoppana og kallar hann sýninguna Toppar. Efnið sem hann notar er svart- ur granít-steinn sem kemur frá eyjunni Bornholm. Sýningin er opin virka daga 10-18, laugardaga 11-16 og lýk- ur 9. október. Högg- myndir í Listhúsi Ófeigs FERÐAFUÐA er heiti á sýningu á smámyndum „miniatúrum“ sem opnuð verður í Slunkaríki á Ísa- firði í dag, laugardag. Ferðafuða þýðir hringja eða sylgja, eða það sem lokar hringnum, og er valið sem yfirskrift þar sem það felur í sér það ferðalag hringinn í kring- um landið sem þessari sýningu er ætlað að fara. Verkin á sýningunni eru unnin sérstaklega fyrir hana og há- marksstærð verka er 15X15 cm og verður sett upp í áföngum. Frá Ísafirði fer sýningin í Ketilhúsið á Akureyri, síðan austur á Seyðis- fjörð, þá til Vestmannaeyja og endað í Reykjavík. Á hverjum stað verður listamönnum á staðnum eða úr byggðarlaginu boðið að taka þátt í sýningunni. Það eru 35 listamenn sem eru þátttakendur auk 6 listamanna úr röðum heimamanna. Áætlað er að ferðalaginu ljúki vorið 2003 og þá verði verkin orðin yfir 200. Umsjónarmenn sýningarinnar, sem stendur til 7. október, eru Ólöf Nordal og Harpa Björnsdótt- ir. Langferð smámynda hefst í Slunkaríki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.