Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 19 FYRSTA áfanga í einkavæðingu Landssímans lauk í gær þegar sölu lauk á 16% heildarhlutafjár fyrirtæk- isins til starfsmanna þess og almenn- ings og opnuð voru tilboð frá fagfjár- festum í 8% hlutafjárins. Alls seldist hlutafé fyrir um 2 milljarða af þeim tæpu 10 milljörðum að kaupverði sem í boði voru eða samtals um 5% af heildarhlutafé Símans og er það ekki nóg til að hægt sé að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands. Tilboð í tilboðshluta hlutafjárút- boðs Símans voru opnuð í gær að við- stöddum bjóðendum. Alls bárust 19 tilboð frá 18 aðilum, að heildarnafn- verði fyrir tæplega 152,3 milljónir króna en að heildarkaupverði fyrir um 879,2 milljónir króna. Alls hljóða tilboðin upp á 2,16% af heildarhlutafé Símans. Þess ber þó að geta að eftir er að kanna hvort tvö tilboðanna eru gild. Hæsta tilboðið í tilboðssölunni hljóðaði upp á gengið 5,815 en það var frá Hótel Egilsstöðum ehf. sem skráði sig fyrir 50 milljóna króna hlut að nafnvirði. Enn er hins vegar ekki ljóst hvort tilboðið er gilt, vegna þess að það var óundirritað. Lægsta gengi í tilboðum fagfjárfesta var 5,70 en vegið meðalgengi tilboðanna var 5,773. Alls skráðu sig um 2.600 manns í útboði á 16% hlutafjár til starfsmanna Landssímans og almennings, fyrir um 1.200 milljónum króna. Heildar- þátttakan í þessum fyrsta hluta út- boðsins er því um 2 milljarðar króna. Að lokinni almennri sölu og tilboðs- sölu verða 25% af hlutafé Landssím- ans seld kjölfestufjárfesti. Samkvæmt skilyrðum Verðbréfa- þings Íslands þurfti að selja 15% af hlutabréfum Landssímans í almennri sölu til að félagið fengi skráningu á þinginu til að tryggja dreifða eignar- aðild. Aðeins seldust hins vegar um 5% hlutafjársins í almenna útboðinu og því fær Landssíminn ekki skrán- ingu á Verðbréfaþingi Íslands. Þann- ig er ljóst að á þriðja þúsund manns eiga nú hlutabréf í óskráðu félagi. Ekki verjanlegt að selja Landssímann á útsölu Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir það hafa komið sér á óvart hversu fáir lífeyrissjóðir og stærri sjóðir tóku þátt í útboðinu og hversu þeir sem tóku þátt í því hafi skráð sig fyrir litlum hlutum. „Ég bjóst við að fleiri myndu nýta sér þetta tækifæri. Menn eru augljóslega varir um sig, enda er markaðurinn greinilega í lægð. Það er hins vegar engan bilbug á okkur að finna. Það liggur fyrir að það er verulegur áhugi fyrir þátttöku í kjölfestusölunni og það skiptir miklu. Nú er þessi áfangi að baki, al- menningur og fagfjárfestar hafa fengið tækifæri til að taka þátt í út- boðinu og nú liggur niðurstaðan fyrir. Næsti áfangi hefst á mánudag en þá kemur í ljós hverjir vilja taka þátt í kjölfestufjárfestasölunni og einka- væðing Landssímans heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.“ Hreinn segir dræma þátttöku í út- boðinu alls ekki sýna að verðlagning Landssímans hafi verið of há. „Það hafa ýmir viðurkennt að verðmatið sé nærri lagi. Margir hafa hins vegar kallað eftir verðlækkun vegna að- stæðna á markaði. Það er ekki verj- anlegt fyrir ríkissjóð að selja Lands- símann á útsölu. Sennilega tekur það lengri tíma að selja fyrirtækið en ætl- að var í fyrstu.“ Hreinn segir að áfram verði unnið að því að fá Landssímann skráðan á Verðbréfaþing Íslands. Hann bendir á að fá og lág tilboð hafi borist í útboði Áburðarverksmiðjunnar fyrir fjórum árum sem síðan hafi verið seld á góðu þegar tækifæri gafst. „Við munum halda áfram að selja hlut í Landssím- anum og hugsanlega hefst þriðji áfangi sölunnar fyrr en ætlað var, jafnvel strax í kjölfar kjölfestusölunn- ar sem átti að hefjast næsta haust. Það er hluti af áhættu sem menn taka í almennu útboði af þessu tagi að ekki náist þau skilyrði sem sett hafa verið fyrir skráningu. Þetta er hins vegar tímabundið ástand að mínu mati. Landssíminn er örugg og góð eign, fyrirtækið er verðmætt og við mun- um halda áfram að reyna að tryggja að það nái skráningu,“ segir Hreinn. Útboðið hefði ekki getað verið á verri tíma Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, segir dræma þátttöku í útboðinu ekki hafa komið sér veru- lega óvart, þótt vissulega sé hún treg- ari en hann átti von á. „Við höfðum skynjað mikla óánægju með verðið á fyrirtækinu, bæði meðal stofnana- fjárfesta og almennings. Við skynjuð- um það hins vegar í kynningarstarf- inu og á viðbrögðum almennt að styrkur Landssímans er óumdeildur og því endurspeglar dræm þátttaka ekki brostnar væntingar gagnvart fyrirtækinu. Þetta er öllu heldur gagnrýni markaðarins á verðlagn- inguna, því þótt verðmæti fyrirtæk- isins sé mikið er verðlagning hluta- bréfa ekki endilega í samræmi við það. Það hefði sennilega ekki verið hægt að finna verri tíma til að fara með fyrirtækið á markað en einmitt núna, allir verðbréfamarkaðir heims- ins hafa fallið um tugi prósenta og það gerði þessa sölu fremur óaðlaðandi út frá verðlagningunni. Meginatriðið er þó það að ríkið er ekki lengur eini eig- andi Landssímans, félagið er orðið al- menningshlutafélag þótt það muni taka einhvern tíma að fá það skráð. Næsta viðfangsefni er að finna kjöl- festufjárfesti fyrir félagið en það hafa komið fram miklar efasemdir meðal stofnanafjárfesta á að ekki lægi fyrir hver myndi taka við stefnumörkun fé- lagsins, með stjórnarmeirihluta og sem kjölfestufjárfestir. Ég trúi því að þegar þeirri óvissu verður létt af að þá komi þessi mál til endurmats hjá fjárfestum,“ segir Þórarinn. Undirbúningur til fyrirmyndar Guðmundur Guðmundsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbanka Íslands sem annaðist útboðið, segir að markaðir séu mjög þungir og erfiðir um þessar mundir. „Það er ljóst að fjárfestar eru hikandi og hafa fallið frá því að taka þátt í út- boðinu vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir á markaðnum. Við teljum eftir sem áður að Landssíminn standi und- ir því verði sem í boði var. Ég tel að allur undirbúningur útboðsins hafi verið til fyrirmyndar og þar er mikil vinna að baki,“ segir Guðmundur. Aðeins seldust um 5% hlutabréfa í fyrsta áfanga einkavæðingar Landssímans Fær ekki skráningu á VÞÍ Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Ragnars, stjórnarmaður í Landssímanum, Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Landssímans, Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður fyr- irtækjaráðgjafar Búnaðarbankans, og Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans, við opnun tilboða í tilboðshluta útboðs Símans í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.