Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 22
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
22 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÆSTIR stuðningsmenn talibana í pakistönsku borg-
inni Peshawar, skammt frá Khyber-skarði á landa-
mærunum að Afganistan, hrópa vígorð gegn Banda-
ríkjunum í mótmælagöngu í gær. Þúsundir tóku þátt í
mótmælunum, sem nú hafa farið fram í Peshawar og
fleiri borgum í Pakistan í fjóra daga í röð, og brenndu
m.a. brúðu sem átti að tákna George W. Bush Banda-
ríkjaforseta. Sögðu mótmælendur heilagt stríð hafið
gegn Bandaríkjunum gerðu þau hernaðarárás á Afg-
anistan.
Reuters
Mótmæli í Pakistan
HRYÐJUVERKIN í Bandaríkjun-
um, sem ollu eignatjóni, sem verð-
ur hugsanlega upp undir 2.000
milljarðar ísl. kr., og deyddu hátt í
7.000 manns kostuðu ódæðismenn-
ina sjálfa aðeins 20 millj. ísl.
króna. Kom það fram í The New
York Times í gær.
Í fréttinni er vitnað í ónefnda
embættismenn og sagt, að útgjöld
hryðjuverkamannanna hafi verið
flugþjálfun þeirra, sem rændu far-
þegaþotunum fjórum; gisting;
uppihald; ferðir; bílaleigubílar og
ýmis annar tilfallandi kostnaður.
Þetta hafi allt kostað 20 millj. kr.
en til samanburðar er nefnt, að
fyrra sprengjutilræðið í World
Trade Center 1993 hafi kostað 4
millj. króna.
Blaðið segir, að nú sé leitað
manns nokkuð við aldur en hann
er talinn hafa átt mikinn þátt í að
skipuleggja hryðjuverkin.
Ljóst er nú, að þær bætur, sem
trygginga- og endurtrygginga-
félögum verður gert að greiða,
verða þær mestu í sögunni. Þá
þykir líka ljóst, að tryggingafélög
verði að endurmeta stöðu sína frá
grunni vegna hryðjuverkanna.
Það þýðir einfaldlega, að iðgjöld
verði hækkuð og það jafnvel veru-
lega.
Dagblaðið New York Times um
útgjöld hryðjuverkamannanna
Ódæðið kost-
aði þá 20 millj.
New York. AFP.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
hafa farið fram á það við þingið, að
saksóknarar fái að nota upplýsing-
ar, sem erlendar ríkisstjórnir veita
þeim, og með þeim hætti, sem nú
fer í bága við bandarísku stjórn-
arskrána. Hefur þetta og fleiri til-
lögur í þessa átt vakið nokkurn
ugg hjá ýmsum borgararéttinda-
samtökum vestra.
Bandaríkjastjórn hefur einnig
lagt til, að alríkislögreglunni, FBI,
verði veitt leyfi til að skrá upplýs-
ingar eins og kreditkortanúmer í
vörslu netfyrirtækja án dómsúr-
skurðar. Í rökstuðningi með því
segir, að algengt sé, að fólk noti
rangt nafn hjá netþjónustufyrir-
tækjum og því sé það aðeins
greiðslan sjálf, sem geti veitt upp-
lýsingar um rétta nafnið. Eru til-
lögurnar raunar miklu víðtækari
en hér kemur fram og einkanlega
hvað varðar skilgreiningu á
hryðjuverkastarfsemi.
Gripið verði til allra ráða
Ýmis bandarísk samtök, jafnt
frjálslynd sem íhaldssöm, telja, að
þessar tillögur séu atlaga að rétt-
indum borgaranna og gangi í raun
lengra en nauðsynlegt sé vegna
baráttunnar gegn hryðjuverka-
mönnum. Hafa þau sent banda-
rískum þingmönnum bréf þar sem
þau vara þá við að samþykkja allt,
sem stimplað sé „barátta gegn
hryðjuverkamönnum“, í þeirri trú,
að það muni auka öryggi þegn-
anna. John Ashcroft dómsmálaráð-
herra sagði í fyrradag, að hann
hefði vissulega áhyggjur af al-
mennum borgararéttindum en,
bætti hann við, „framvegis munum
við grípa til allra ráða til að vara
við og uppræta samtök á borð við
þau, sem stóðu að hryðjuverkun-
um“.
Þingmenn virðast þó ekki ætla
sér að hrapa að neinu og ljóst er, að
tillögurnar verða ekki afgreiddar í
neinum flýti. „Við erum að reyna
að finna einhverja millileið og ég er
bjartsýnn á, að það takist,“ sagði
Patrick Leahy, formaður dóms-
málanefndar öldungadeildarinnar,
eftir fund með Ashcroft.
Óttast skerðingu
almennra réttinda
Washington. AP.
TALIÐ er nú, að 6.807 manns hafi
látið lífið í hryðjuverkaárásunum í
síðustu viku í New York, Wash-
ington og Pennsylvaníu. Flestir
eru Bandaríkjamenn en alls lést
eða er saknað fólks frá 60 þjóð-
löndum að minnsta kosti. Fer hér
á eftir listi yfir fjöldann frá ein-
stökum ríkjum öðrum en Banda-
ríkjunum en hann getur þó eitt-
hvað breyst þegar öll kurl verða
komin til grafar. Meðal hinna
látnu voru hundruð manna sem
játuðu íslamstrú.
Argentína 4; Austurríki 40;
Ástralía 3; Bangladesh 50; Belgía
1; Brazilía 55; Bretland 250; Búlg-
aría 1; Chile 2; Dóminíska lýðveld-
ið 31; Egyptaland 4; Ekvador 36;
El Salvador 101; Frakkland óvíst;
Gambía 1; Ghana óviss fjöldi;
Guatemala 5; Guinea óviss fjöldi.
Hondúras 4; Hong Kong 19;
Indónesía 2; Írland 25; Ísrael 65;
Ítalía 10; Japan 44; Jórdanía 1;
Kambódía 20; Kanada allt að 40;
Kína 3; Kólombía 12, aðrar heim-
ildir 295; Kenýa 1; Líbanon 6; Mal-
asía 4; Mexíkó 20 en sumar heim-
ildir 500.
Noregur hugsanlega 1; Nígería
5; Pakistan 201; Paraguay 1; Perú
6; Portúgal 5; Pólland 5; Rússland
117; Senegal óviss fjöldi; Spánn 8;
Suður-Afríka 6; Suður-Kórea 15.
Sviss 6; Svíþjóð 1; Taíland 2;
Taívan 9; Tékkland óviss fjöldi;
Tyrkland 120; Uruguay 1; Úkraína
1; Venesúela 3; Zimbabwe 2;
Þýskaland 100.
Reuters
Liðsmenn björgunarsveita að verki í rústum World Trade Center-bygginganna í New York. Nú er opinber tala
yfir þá sem óttazt er að hafi farizt þar 6.573 manns. Í hryðjuverkunum í Washington og Pennsylvaníu dóu 234.
Líklegt að allt að sjöþúsund manns
hafi týnt lífi í hryðjuverkunum
Þegnar meira
en 60 ríkja
New York. AFP.
Vilja auknar heimildir til að fylgjast með þegnunum
LIÐSAFLI stjórnarandstöðunnar í
Afganistan hefur átt undir högg að
sækja fyrir talibönum í fimm ár en
nú hefur hann
fengið nýjan og
öflugan banda-
mann, Banda-
ríkjamenn. Sam-
kvæmt heim-
ildum í Pakistan
hafa fulltrúar
beggja nú þegar
átt með sér
nokkra fundi.
Andstæðingar
talibana ráða aðeins um 5% landsins
en þeir eru gjörkunnugir því og geta
veitt Bandaríkjamönnum mikilvæg-
ar upplýsingar um hugsanlega dval-
arstaði Osama bin Ladens auk þess
sem yfirráðasvæði þeirra gæti orðið
stökkpallur fyrir bandarískar orr-
ustuvélar eða herlið til árása inn í
landið.
„Við erum með 15.000 manns und-
ir vopnum og þeir eru vanir að berj-
ast við talibana,“ sagði A.G. Ravan
Farhadi, fulltrúi stjórnarandstöð-
unnar hjá Sameinuðu þjóðunum,
fyrr í vikunni. Heimildir í Pakistan
herma, að Bandaríkjamenn og
fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi
átt með sér fundi og fréttir eru um,
að einhverjir Bandaríkjamenn séu
eða hafi verið í Norður-Afganistan
þar sem þeir hafi átt viðræður við
Burhanuddi Rabbani, fyrrverandi
forseta landsins. Býr hann í Faiz-
abad, höfuðstað Badakhshan-héraðs,
sem liggur að Tadsíkístan.
Vissu fyrir um hryðjuverkin?
Stjórnarandstaðan varð fyrir
miklu áfalli tveimur dögum fyrir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum er
hinn mikilhæfi foringi hennar, Ahm-
ed Shah Massood, var ráðinn af dög-
um. Lést hann af völdum sjálfs-
morðsárásar tveggja araba, sem
þóttust vera fréttamenn, og telja
margir, að morðið megi rekja til
talibana, sem hafi viljað veikja and-
stæðingana kæmi til árása Banda-
ríkjamanna. Þá er gengið út frá því,
að þeir hafi vitað um hryðjuverkin,
sem fremja átti í Bandaríkjunum.
Fjendur talib-
ana fá nýjan
bandamann
Islamabad. AP.
Burhanuddin
Rabbani