Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 22
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 22 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÆSTIR stuðningsmenn talibana í pakistönsku borg- inni Peshawar, skammt frá Khyber-skarði á landa- mærunum að Afganistan, hrópa vígorð gegn Banda- ríkjunum í mótmælagöngu í gær. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum, sem nú hafa farið fram í Peshawar og fleiri borgum í Pakistan í fjóra daga í röð, og brenndu m.a. brúðu sem átti að tákna George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Sögðu mótmælendur heilagt stríð hafið gegn Bandaríkjunum gerðu þau hernaðarárás á Afg- anistan. Reuters Mótmæli í Pakistan HRYÐJUVERKIN í Bandaríkjun- um, sem ollu eignatjóni, sem verð- ur hugsanlega upp undir 2.000 milljarðar ísl. kr., og deyddu hátt í 7.000 manns kostuðu ódæðismenn- ina sjálfa aðeins 20 millj. ísl. króna. Kom það fram í The New York Times í gær. Í fréttinni er vitnað í ónefnda embættismenn og sagt, að útgjöld hryðjuverkamannanna hafi verið flugþjálfun þeirra, sem rændu far- þegaþotunum fjórum; gisting; uppihald; ferðir; bílaleigubílar og ýmis annar tilfallandi kostnaður. Þetta hafi allt kostað 20 millj. kr. en til samanburðar er nefnt, að fyrra sprengjutilræðið í World Trade Center 1993 hafi kostað 4 millj. króna. Blaðið segir, að nú sé leitað manns nokkuð við aldur en hann er talinn hafa átt mikinn þátt í að skipuleggja hryðjuverkin. Ljóst er nú, að þær bætur, sem trygginga- og endurtrygginga- félögum verður gert að greiða, verða þær mestu í sögunni. Þá þykir líka ljóst, að tryggingafélög verði að endurmeta stöðu sína frá grunni vegna hryðjuverkanna. Það þýðir einfaldlega, að iðgjöld verði hækkuð og það jafnvel veru- lega. Dagblaðið New York Times um útgjöld hryðjuverkamannanna Ódæðið kost- aði þá 20 millj. New York. AFP. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa farið fram á það við þingið, að saksóknarar fái að nota upplýsing- ar, sem erlendar ríkisstjórnir veita þeim, og með þeim hætti, sem nú fer í bága við bandarísku stjórn- arskrána. Hefur þetta og fleiri til- lögur í þessa átt vakið nokkurn ugg hjá ýmsum borgararéttinda- samtökum vestra. Bandaríkjastjórn hefur einnig lagt til, að alríkislögreglunni, FBI, verði veitt leyfi til að skrá upplýs- ingar eins og kreditkortanúmer í vörslu netfyrirtækja án dómsúr- skurðar. Í rökstuðningi með því segir, að algengt sé, að fólk noti rangt nafn hjá netþjónustufyrir- tækjum og því sé það aðeins greiðslan sjálf, sem geti veitt upp- lýsingar um rétta nafnið. Eru til- lögurnar raunar miklu víðtækari en hér kemur fram og einkanlega hvað varðar skilgreiningu á hryðjuverkastarfsemi. Gripið verði til allra ráða Ýmis bandarísk samtök, jafnt frjálslynd sem íhaldssöm, telja, að þessar tillögur séu atlaga að rétt- indum borgaranna og gangi í raun lengra en nauðsynlegt sé vegna baráttunnar gegn hryðjuverka- mönnum. Hafa þau sent banda- rískum þingmönnum bréf þar sem þau vara þá við að samþykkja allt, sem stimplað sé „barátta gegn hryðjuverkamönnum“, í þeirri trú, að það muni auka öryggi þegn- anna. John Ashcroft dómsmálaráð- herra sagði í fyrradag, að hann hefði vissulega áhyggjur af al- mennum borgararéttindum en, bætti hann við, „framvegis munum við grípa til allra ráða til að vara við og uppræta samtök á borð við þau, sem stóðu að hryðjuverkun- um“. Þingmenn virðast þó ekki ætla sér að hrapa að neinu og ljóst er, að tillögurnar verða ekki afgreiddar í neinum flýti. „Við erum að reyna að finna einhverja millileið og ég er bjartsýnn á, að það takist,“ sagði Patrick Leahy, formaður dóms- málanefndar öldungadeildarinnar, eftir fund með Ashcroft. Óttast skerðingu almennra réttinda Washington. AP. TALIÐ er nú, að 6.807 manns hafi látið lífið í hryðjuverkaárásunum í síðustu viku í New York, Wash- ington og Pennsylvaníu. Flestir eru Bandaríkjamenn en alls lést eða er saknað fólks frá 60 þjóð- löndum að minnsta kosti. Fer hér á eftir listi yfir fjöldann frá ein- stökum ríkjum öðrum en Banda- ríkjunum en hann getur þó eitt- hvað breyst þegar öll kurl verða komin til grafar. Meðal hinna látnu voru hundruð manna sem játuðu íslamstrú. Argentína 4; Austurríki 40; Ástralía 3; Bangladesh 50; Belgía 1; Brazilía 55; Bretland 250; Búlg- aría 1; Chile 2; Dóminíska lýðveld- ið 31; Egyptaland 4; Ekvador 36; El Salvador 101; Frakkland óvíst; Gambía 1; Ghana óviss fjöldi; Guatemala 5; Guinea óviss fjöldi. Hondúras 4; Hong Kong 19; Indónesía 2; Írland 25; Ísrael 65; Ítalía 10; Japan 44; Jórdanía 1; Kambódía 20; Kanada allt að 40; Kína 3; Kólombía 12, aðrar heim- ildir 295; Kenýa 1; Líbanon 6; Mal- asía 4; Mexíkó 20 en sumar heim- ildir 500. Noregur hugsanlega 1; Nígería 5; Pakistan 201; Paraguay 1; Perú 6; Portúgal 5; Pólland 5; Rússland 117; Senegal óviss fjöldi; Spánn 8; Suður-Afríka 6; Suður-Kórea 15. Sviss 6; Svíþjóð 1; Taíland 2; Taívan 9; Tékkland óviss fjöldi; Tyrkland 120; Uruguay 1; Úkraína 1; Venesúela 3; Zimbabwe 2; Þýskaland 100. Reuters Liðsmenn björgunarsveita að verki í rústum World Trade Center-bygginganna í New York. Nú er opinber tala yfir þá sem óttazt er að hafi farizt þar 6.573 manns. Í hryðjuverkunum í Washington og Pennsylvaníu dóu 234. Líklegt að allt að sjöþúsund manns hafi týnt lífi í hryðjuverkunum Þegnar meira en 60 ríkja New York. AFP. Vilja auknar heimildir til að fylgjast með þegnunum LIÐSAFLI stjórnarandstöðunnar í Afganistan hefur átt undir högg að sækja fyrir talibönum í fimm ár en nú hefur hann fengið nýjan og öflugan banda- mann, Banda- ríkjamenn. Sam- kvæmt heim- ildum í Pakistan hafa fulltrúar beggja nú þegar átt með sér nokkra fundi. Andstæðingar talibana ráða aðeins um 5% landsins en þeir eru gjörkunnugir því og geta veitt Bandaríkjamönnum mikilvæg- ar upplýsingar um hugsanlega dval- arstaði Osama bin Ladens auk þess sem yfirráðasvæði þeirra gæti orðið stökkpallur fyrir bandarískar orr- ustuvélar eða herlið til árása inn í landið. „Við erum með 15.000 manns und- ir vopnum og þeir eru vanir að berj- ast við talibana,“ sagði A.G. Ravan Farhadi, fulltrúi stjórnarandstöð- unnar hjá Sameinuðu þjóðunum, fyrr í vikunni. Heimildir í Pakistan herma, að Bandaríkjamenn og fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi átt með sér fundi og fréttir eru um, að einhverjir Bandaríkjamenn séu eða hafi verið í Norður-Afganistan þar sem þeir hafi átt viðræður við Burhanuddi Rabbani, fyrrverandi forseta landsins. Býr hann í Faiz- abad, höfuðstað Badakhshan-héraðs, sem liggur að Tadsíkístan. Vissu fyrir um hryðjuverkin? Stjórnarandstaðan varð fyrir miklu áfalli tveimur dögum fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum er hinn mikilhæfi foringi hennar, Ahm- ed Shah Massood, var ráðinn af dög- um. Lést hann af völdum sjálfs- morðsárásar tveggja araba, sem þóttust vera fréttamenn, og telja margir, að morðið megi rekja til talibana, sem hafi viljað veikja and- stæðingana kæmi til árása Banda- ríkjamanna. Þá er gengið út frá því, að þeir hafi vitað um hryðjuverkin, sem fremja átti í Bandaríkjunum. Fjendur talib- ana fá nýjan bandamann Islamabad. AP. Burhanuddin Rabbani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.