Morgunblaðið - 22.09.2001, Síða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 23
ÞING Rússlands, Dúman, hefur
samþykkt umdeilt lagafrumvarp,
sem miðar að því að innleiða tak-
markaða einkaeign á landi þar
eystra. Ráðamenn í Moskvu hafa síð-
ustu tíu árin reynt að koma þessari
lagabreytingu á en án árangurs. Nú
er þess vænst að efri deild þingsins
samþykki lögin.
Algjör ringulreið hefur einkennt
eignarrétt á landi í Rússlandi síðustu
árin. Þessu hefur m.a. fylgt mikil
spilling auk þess sem erlendir fjár-
festar hafa hræðst Rússland af þess-
um sökum. Lögin taka til sölu á landi
sem ekki er nýtt til landbúnaðar.
Kommúnistar hafa ákaft barist gegn
þeim með þeim rökum að lögunum
nýju fylgi að land komist í hendur út-
lendinga og glæpamanna.
Rússnesk lög um
einkarétt á landi
Moskvu. AP.
ARNOLD Rüütel var á sérstökum
kjörfundi eistneska þingsins í gær
kjörinn arftaki Lennarts Meri í emb-
ætti forseta Eistlands. Kom sigur
Rüütels nokkuð á óvart, en hann er
fyrrverandi kommúnisti og var á
sovéttímanum forseti eistneska ráð-
stjórnarþingsins.
Rüütel hafði sigur í annarri um-
ferð kosninganna á keppinautnum
Toomas Savi, sem er núverandi
þingforseti og kemur úr hinum borg-
aralega Umbótaflokki. Rüütel fékk
186 atkvæði, tveimur fleiri en nauð-
synleg voru til að hljóta tilskilinn
meirihluta á kjörfundi þar sem sátu
hinir 101 meðlimir eistneska þings-
ins og 266 fulltrúar sveitarstjórna
landsins. Savi hlaut 155 atkvæði í
lokaumferðinni. Tvö atkvæði voru
ógild, 23 auð og einn kjörmaður var
fjarverandi vegna veikinda.
Vinsæll til sveita
Hinn hvíthærði Rüütel, sem er 73
ára að aldri, er umdeildur meðal
þjóðar sinnar vegna þess ferils sem
hann átti sem stjórnmálamaður á
sovéttímanum. Þó er langt síðan
hann sneri opinberlega baki við
kommúnismanum og gegndi forystu-
hlutverki í baráttu Eista fyrir því að
endurheimta sjálfstæði sitt frá
Moskvuvaldinu.
Fyrir fáeinum vikum var Rüütel
ekki spáð velgengni í kosningunum,
en hann er vinsæll meðal almennra
borgara í Eistlandi, einkum í dreif-
býli, en þar líta margir á hann sem
heiðvirðan mann sem ekki lætur
draga sig út í pólitískt baktjalda-
makk. Margir kjörfundarfulltrúa
komu úr dreifbýlissveitarfélögum.
Rüütel segist styðja markmið
Eistlands um að fá aðild að Evrópu-
sambandinu og NATO, en hann og
ýmsir aðrir vinstrisinnaðir stjórn-
málamenn hafa kvartað yfir því að of
miklu púðri sé eytt í aðlögunina að
Evrópusamstarfinu en félagslegum
vandamálum heima fyrir ekki sinnt
sem skyldi.
Síðara fjögurra ára kjörtímabil
„Íslandsvinarins“ Lennarts Meris
rennur út hinn 7. október nk., en
ákvæði stjórnarskrárinnar hindruðu
að hann gæti gefið kost á sér áfram.
Meri hafði fyrir kosningarnar ekki
dregið dul á andúð sína á þeim mögu-
leika að fyrrverandi kommúnisti yrði
arftaki sinn.
Hinn 367 manna kjörfundur var
kallaður saman í gær eftir að þinginu
mistókst að fá niðurstöðu í forseta-
kjör í fyrra mánuði. Fjórir frambjóð-
endur voru í kjöri í gær og féllu tveir
þeirra úr leik eftir fyrri umferð at-
kvæðagreiðslunnar. Í síðari umferð-
inni stóð valið aðeins á milli Rüutels
og Savis.
Nýr forseti kjörinn í Eistlandi
Rüütel tekur
við af Meri
Tallinn. AFP.
BREZKA stjórnin ákvað í gær að
bregða aftur á sama ráð og fyrir sex
vikum til að halda lífinu í sáttaum-
leitunum á Norður-Írlandi milli kaþ-
ólskra lýðveldissinna og sambands-
sinnaðra mótmælenda með því að
leysa n-írsku heimastjórina upp í
einn sólarhring, en með því hafa deil-
endur sex vikur til viðbótar til að
leysa deiluna um afvopnun Írska lýð-
veldishersins (IRA). Nýi fresturinn
rennur út 3. nóvember.
Norður-Írland
Nýr frestur
Belfast. AP.
MIKIL sprenging, sem líklegast
þykir að hafi verið slys, rústaði í
gær áburðarverksmiðju í borginni
Toulouse í Suðvestur-Frakklandi.
Átján létu lífið, 15 til 20 var saknað
og um 650 manns voru lagðir inn á
sjúkrahús, að því er talsmenn yf-
irvalda greindu frá. Hér bera
slökkviliðsmenn slasaðan verka-
mann á börum úr rústum verk-
smiðjunnar.
Afl sprengingarinnar var það
mikið að brot úr gluggum verk-
smiðjubyggingarinnar þeyttust
marga kílómetra frá henni og
þykkur rauðleitur mengunarreyk-
ur lagðist yfir borgina.
Verksmiðjusvæðið var lokað af
og nærliggjandi skólar, sjúkrahús
og önnur hús rýmd. Var borgar-
búum ráðlagt að halda kyrru fyrir
heima hjá sér í öryggisskyni.
AP
Sprenging í verk-
smiðju í Toulouse