Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 35 Margur á sér hulinn harm, hjartað viknað getur. Enginn sér í annars barm af því hyggjum betur. Þessi vísa flaug í huga mér er ég frétti að hún Freyja frænka mín og jafnaldra væri dáin, því við frænk- urnar elskuðum báðar vísur og oft sendi hún mér vísur sem henni þóttu fallegar og eru þær nú orðnar margar og vel geymdar í bók. Mig setti hljóða þegar elsku besta frænka mín og föðursystir, Jóhanna móðir hennar, hringdi í mig snemma á mánudag og sagði að nú væri blessunin hún Freyja sín dáin. Hún hafði dáið í svefni á heimili sínu um nóttina. Margt flýgur um huga manns þegar svona fréttir berast. Aldrei er maður tilbúinn að taka þeim. Fólk á besta aldri er hrifið burt þótt mikil veikindi hefðu steðjað að. Snemma lágu leiðir okkar Freyju saman, sjö ára vorum við þegar við lékum okkur fyrst saman. Þá fór pabbi minn með mig til Reykjavíkur því ég þurfti að fara á spítala og var þar nokkuð lengi að mér fannst, en það stytti mér stundirnar að fá þær Jóhönnu og Freyju í heimsókn, því ekki er maður nú stór í sér þegar á spítala er komið og hvað þá fyrir barn. En tilhugsunin að fá svo að fara á Rauðarárstíginn til þeirra og vera þar nokkra daga var svo mikil að hitt gleymdist, vera umvafin þeim kærleika, léttleika og um- hyggju sem þar ríkti er ólýsanlegt. Pabbi minn og Jóhanna móðir Freyju voru mjög náin, þess vegna mynduðust kannski svona náin tengsl á milli okkar þótt leiðin væri löng á milli Reyðarfjarðar og Reykjavíkur. Freyja ólst upp í Reykjavík og bjó þar lengst af. Ég ætla ekki að fara að rekja hennar æviferil, held- ur minnast minnar yndislegu og glöðu frænku sem ég skipaði sess hjá og var mér ómetanlegt. Freyja var þessi hjartahlýja og hugsunar- sama kona sem vildi allt fyrir alla gera ef hún mögulega gat, mátti ✝ Freyja Ágústs-dóttir Welding fæddist í Reykjavík 30. september 1957, hún lést 10. septem- ber sl. á heimili sínu. Freyja ólst upp í Reykjavík og bjó þar lengst af. Hún var dóttir hjónanna Jó- hönnu Þórólfsdóttur frá Sjólyst í Reyðar- firði og Ágústar Snorrasonar Weld- ing frá Reykjavík, sem nú er látinn. Freyja var næst- yngst af sex systkinum, þau eru: Kjartan, Sigurður, María, Þórólf- ur og yngst er Linda. Systurnar eru búsettar í Bandaríkjunum en bræðurnir í Reykjavík. Freyja lætur eftir sig einn son, Ágúst Halldórsson, og litla sonar- dóttur. Útför Freyju fór fram þriðjudaginn 18. september síð- astliðinn frá Fossvogskirkju. aldrei sjá aumt hjá neinum sínum nán- ustu, hlúði að öllu og þá sérstaklega var hún góð við mömmu sína, betri en nokkur annar leyfi ég mér að segja. Jóhanna setti allt sitt traust á Freyju, hún hlúði að mömmu sinni eins vel og hún gat al- veg fram á síðasta dag, kom eða hringdi í hana 2-3 á dag því hún vissi að mamma hennar var oft veik fyrir hjartanu þótt hún kvartaði aldr- ei. Það er ekkert að mér, sagði hún og hló, og gerir enn þegar ég heyri í henni. Ekki hefur lífið alltaf verið dans á rósum hjá Freyju og oft um grýttar götur að fara og oft voru daprir og dimmir dagar hjá henni, hún eign- aðist einn yndislega góðan dreng, hann Ágúst sem hún dekraði og dáði. Hún ól hann að mestu leyti ein upp því hún og barnsfaðir hennar slitu sambandinu þegar hann var ungur. Við Freyja héldum miklu sambandi frá bernsku og til skamms tíma, oft kom það upp að hún þurfti að stappa stálinu í frænk- una að austan, eins og hún sagði, alltaf tilbúin að taka á móti mér þegar ég var í mínum óteljandi ferð- um suður. Þá var hún úti á flugvelli, tók utanum mig með sínu trausta og fasta faðmlagi, var svo ráðagóð og hlý og vildi úr öllu böli bæta. Alltaf var farið beint á Rauðarárstíginn til elsku frænku og í pönnukökur sem biðu mín alltaf, þar vildi ég alltaf eiga samastað meðan ég stoppaði, mér leið svo vel hjá þeim. Freyja gekk ekki heil til skógar í mörg ár. Erfið veikindi voru oft til þess að hún gat ekki stundað vinnu seinni ár. Þegar hún taldi sig nokk- uð góða tók hún meirapróf og rútu- próf og keyrði með ferðafólk á sumrin og síðan strætó um tíma. Það líkaði henni vel og öllum líkaði vel við hana, en svo kom að því að hún þoldi það ekki. Síðan kom að því sem hún og aðrir vildu ekki trúa að alvarlegur vágestur hefði bankað uppá, vágestur sem spyr ekki um aldur heldur kemur og leggur alltof marga að velli í blóma lífsins, en sem betur fer hafa margir betur. En þegar eitthvað er búið að vera lengi að er manneskjan svo ómáttug að berjast. Kraftarnir þverra og eft- ir er bara kona sem verður að sætta sig við að tíminn styttist sem hún mun lifa hér. Freyja var mjög trúuð, trúði á Guð sinn og aðra verndara sem hún talaði oft til og bað fallegar bænir bæði fyrir sér og sínum; móður sinni sem aldrei fór úr hennar huga. Bænirnar hennar hjálpuðu henni oft, eins og hún sagði, en síðasta ár vissi hún aðhverju stefndi, hún mundi þurfa að kveðja þennan heim alltof ung. Vitandi það að það yrði erfitt fyr- ir þá sem mundu sjá á eftir henni yf- ir móðuna miklu, hennar einkason og litla ömmubarnið sem hún hafði eignast og hún vissi að mamma hennar væri bæði orðin fullorðin og lasburða, það yrði svo erfitt fyrir þau. Söknuðurinn hjá þeim er mikill en samt skynjum við að allar þján- ingarnar sem hún er búin að þola svo miklar, að nú líði henni betur. Þetta erfiða dauðastríð er búið hjá Freyju, nú svífur hún vonandi um með sínum englum og verndurum. Við verðum að trúa því að hún muni geta haldið verndarhendi yfir elsku- legri móður sinni, syni og sonar- dóttur og öllum vinum sínum. Ég trúi að þér, elsku frænka, líði vel, mér þykir sárt að leiðir okkar og samband lágu sundur seinni ár og það er of seint fyrir mig að bæta úr því, en ég veit að þú fylgist með mér og mínum litla ljósgeisla sem ég eignaðist fyrir 6 árum. Ég hefði vilj- að að þú hefðir fengið að sjá hana öðruvísi en á mynd hjá mömmu þinni, en lífið er bara svona og ég veit að þú fyrirgefur mér það. Við áttum margar góðar og gleðilegar stundir og hláturinn var oft mikill hjá okkur, við báðar háværar og kraftmiklar. Ég vil þakka þér, elsku Freyja frænka mín, fyrir allar gleðistund- irnar með þér og alla þá væntum- þykju sem þú sýndir mér alltaf. Minningin um þig mun lifa í mínum huga og ég veit að bókin mín með öllum ljóðunum og vísunum sem þú gafst mér mun ylja mér um hjarta- rætur. Þú varst einstök og enginn kemur í þinn stað, þú hefur skipað þinn sess og þar er nú tómarúm, eft- ir verður bara minningin ein um góða, umhyggjusama konu sem nú er horfin. Þessi vísa er kveðja mín til þín. Þó að lífið þyki kalt og þrjóti vinarfundir, hlýjar manni eftir allt ýmsar gleði stundir. Elsku Jóhanna mín, Ágúst og systkini, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð verði með ykkur á þessar sorgarstundu. Guð blessi minningu Freyju Ágústdóttur Welding. Dagbjört Briem Gísladóttir. Reyðarfirði. Ég heyrði strax að eitthvað mikið var að í símtali milli sambýlismanns míns og vinar okkar, ég heyrði að þar fóru mjög slæmar fréttir á milli. Símtal sem boðar aðeins eitt, ein- hver er dáinn. Ég sat taugaóstyrk á meðan og innra með mér fann ég fyrir mikilli ónotatilfinningu. Ég gleymi aldrei þegar samtali þeirra lauk og sambýlismaður minn horfði um stund á mig með rauna- svip og sagði við mig „hún Freyja er dáin“. Allt virtist hverfa í burtu, ég titraði og skalf og tárin streymdu eins og foss úr augum mér. Ég fyllt- ist ótrúlegri vantrú að þú elsku hjartans Freyja mín værir búin að kveðja þennan heim svona skyndi- lega og svona óvænt. Svona frétt fær tímann til að stöðvast og allt, hvað sem það heitir og kallast í þessum lífsins ólgusjó, skiptir allt í einu engu máli. Ég trúði þessu ekki þótt ég vissi að satt væri. Og ég réð ekki við þau átakan- legu viðbrögð sem nú brutust fram. Ég veit ekki hvernig ég ætti að minnast þín hér í fátæklegri kveðju og þakkargrein um og til þín, því ótal minningarbrot hvert öðru dýr- mætara en nokkru sinni fyrr fylla huga minn og í stað þess að telja hér upp mannkosti þína sem svo oft er gert í minningargreinum þá vil ég minnast þín á þann hátt sem stend- ur efst í minningum mínum um þig. Fyrir um fimm árum urðum við sökum sameiginlegra örlaga nánari en ég gæti nokkurn tímann sagt um aðra persónu, við gengum sama veginn og vorum samferða hvern dag, hverja stund í langan tíma og þessi tími gaf okkur það að kynnast á allt annan hátt en gengur og ger- ist. Við stóðum saman, grétum sam- an, hlógum saman og sögðum hvor annari alla okkar lífsins sögu í smá- atriðum og við deildum saman öllum tilfinningum sem í huga og hjarta okkar bjó þannig að við urðum mjög nánar vinkonur og treystum hvor á aðra og deildum saman mörgu sem var í senn hræðilega erfitt en einnig líka mörgum góðum stundum þar sem að við sátum og spjölluðum og gátum síðan líka hlegið út í eitt heilu dagana tvær saman. Okkar ótrúlega nána vináttusam- band hófst á mjög erfiðum tímamót- um en þetta vináttuband okkar fleytti okkur oft í gegnum þann súra raunveruleika sem lífið getur verið. Ég get ekki minnst þín nema að minnast á sennilega þá tærustu og skýrustu minningu sem ég á af þér og sú minning kom upp í huga mér sterkust allra annara minninga um þig og eru þær þó allar mér svo dýr- mætar nú þegar þú ert farin burt. Þessi minning tengist því þegar ég leitaði til þín þegar mér leið illa og var í þungum hugarþönkum og að fá mig til þess að brosa þannig þenkjandi var gjörsamlega ómögu- legt og ekkert nema kraftaverk gat framkallað það. En þú, bara mann- eskja eins og allir aðrir í kring, sem einnig varst að ganga eigin þrauta- göngu kunnir að framkalla bros og ekki bara það heldur hlátur hjá mér þegar ég var langt niðri. Það sem þú gerðir var að setja lag með þínum uppáháldstónlistar- manni, sjálfum Elvis Presley, lag sem frægt er og heitir „Are you lonesome tonight“ á fóninn. En þetta var sú útgáfa af þessu gull- fallega lagi þar sem sjálfur konung- ur rokksins fær ótrúlega smitandi hláturskast meðan hann reynir að syngja þetta lag, sem tekið er upp á tónleikum. Ég gat ekki stillt mig og ekki heldur þú og áður en ég vissi vorum við byrjaðar að skellihlæja og allt volæði hvarf. Þessari aðferð beittir þú oft þeg- ar þú sást að ég var niðurdregin og þarfnaðist uppörvunar og aldrei klikkaði þetta litla en samt stóra kraftaverk þitt til þess að laga, bæta og efla hugarástand mitt. Þótt öðrum þyki þetta léttvægt smáatriði þá einhverra hluta vegna stendur það ofar öllu öðru sem þú gafst og veittir mér á þessum tíma. Ég vissi það ekki fyrr en ég var far- in að átta mig á ísköldum veru- leikanum um skyndilegt fráfall þitt. Ég get ekki komið öllu að sem ég vildi geta sett saman um það sem þú varst og hve vel þú reyndist mér og það er kaldhæðnislegt að við mann- fólkið sjáum oftast ekki fyrr en ein- hver er allur hve mikilvægur og dýrmætur sá hinn sami er. Elsku Freyja mín ég kveð þig nú og það með tregatárum en um leið líka af ríku þakklæti fyrir að hafa kynnst þér og átt þig sem vinkonu. Örlögin höguðu því þannig að við mættumst og kynntumst á erfiðum tímum í lífi okkar beggja og þú hef- ur örugglega verið valin mér við hlið þá vegna þess að þú varst hæf- ust. Að lokum vil ég votta mína dýpstu samúð til ættingja, aðstand- enda og vina Freyju. Guð blessi minningu elsku vin- konu minnar Freyju Welding og ég kveð þig með þökk fyrir allt og allt Hvíl í friði. Þín vinkona, Anna Herdís Eiríksdóttir. FREYJA ÁGÚSTSDÓTTIR WELDING Nú hefur elskuleg Gunna afasystir mín kvatt þessa veröld – södd lífdaga. Kynni okkar frænkna hófust fyrir tæpum 27 árum við nokkuð einkennilegar en þó óumflýjanlegar aðstæður. Þannig var að eldra fólkið í fjöl- skyldunni fyrir vestan var að kveðja veröldina hvert á fætur öðru á u.þ.b. einu og hálfu til tveimur árum og frændgarðurinn syðra kom vestur að fylgja ætt- mennum sínum síðasta spölinn. Það var fríður og föngulegur hóp- ur, hávær, hláturmildur og skemmtilegur (sem aðeins hljóðn- aði meðan á athöfninni stóð), sem mætti vestur til þess arna. Í þessum góða hópi var hún Gunna mín og við þessar aðstæður bundumst við tryggðaböndum sem aldrei rofnuðu eftir það, og seinna átti ég því láni að fagna að fá að búa hjá henni einn vetur þegar ég var í Versló og síðar meir um GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Guðrún Hall-dórsdóttir fæddist á Mábergi á Rauðasandi 24. apríl 1908. Hún lést á Landspítal- anum í Fossvogi 13. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. ágúst. stundarsakir. Mikið lifandis ósköp var notalegt að vera undir verndar- væng hennar. Hún dekraði svo við frænku, t.d. fór hún út í bakarí á morgn- ana og keypti nýbök- uð rúnnstykki svo stelpurófan fengi nú eitthvað volgt með morgunkaffinu. Kaffi og kringlur – það er nokkuð sem fylgir minningunni um Gunnu mína, það eru nefnilega óteljandi kaffilítrarnir og kringlurnar sem við höfum látið saman ofan í okkur í eldhús- króknum á Spítalastígnum. Ég held að ég geti fullyrt að Spít- alastígur 6 og Gunna hafi verið fastur punktur í tilveru systkina hennar og fjölskyldna þeirra um margra ára bil, því þar var alltaf mikill gestagangur – enda gott og gaman að koma. Frá þessari fíngerðu og fallegu konu geislaði mikil hjartahlýja og kærleikur. Öllum fannst þeir vel- komnir til hennar, jafnt fólki sem dýrum, kettirnir hennar, og smá- fuglarnir sem fóðraðir voru á vet- urna á skúrþaki, allir voru vel- komnir. Ég heyri í huganum ávarp hennar til mín, „Sólveig mín“. Frásagnarhæfileikar hennar voru einstakir, allt varð ljóslifandi þegar hún rifjaði upp gömlu dag- ana á Rauðasandi og það gerði hún oft þegar við hittumst – og mikið hlógum við, enda varð hún háöldr- uð. Sagt er að hláturinn lengi lífið, það hefur hann örugglega gert í hennar tilviki. Fyrir mörgum árum greindist hún með krabbamein sem varð til þess að hún missti röddina og síðar varð hún nokkr- um sinnum mikið veik en hristi það allt af sér (þess vegna held ég þetta með hláturinn). Oft varð Ásgarður á Patreksfirði umræðuefni okkar, báðar áttum við minningar um það hús. Hún og Jens, maður hennar, byggðu húsið sem foreldrar mínir eignuðust síð- ar. Það var henni mjög kært að húsið væri innan fjölskyldunnar, og svei mér þá ef það er ekki svo- lítið Gunnulegt þar – að minnsta kosti allur gestagangurinn – líkt og á Spítalastígnum. Ýmsar minningar hrannast upp í huganum nú þegar leiðir skilur (um tíma). Aðrir hafa eða munu gera lífshlaupi hennar skil, en ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka henni samfylgdina. Ég er viss um að þeir sem eru farnir á undan hafa tekið vel á móti henni, kannski með kaffi og kringlum, allavega er ég viss um að hlátra- sköllin óma vítt og breitt og hver veit nema þau séu farin að syngja saman, rétt eins og í gömlu dagana þegar við hin gátum líka verið með. Að lokum votta ég fjölskyldu Gunnu mína dýpstu samúð og til þín, Dísa, kærar þakkir fyrir frá- bæra umönnun hennar, þegar hún gat ekki lengur séð um sig sjálf. Sólveig frænka Aradóttir. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.