Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 45

Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 45 Kvöldmessa pró- fastsdæmisins í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 23. sept., verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti Grensás- safnaðar, sr. Ólafi Jóhannssyni. Við útdeilingu aðstoða prestur heyrn- arlausra, sr. Miyako Þórðarson, og skóladjákni KSH, Ragnhildur Ás- geirsdóttir. Þessi messa er sameig- inleg messa allra safnaðanna í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra í tilefni af því að fastir liðir kirkju- starfsins eru nú komnir í gang að nýju eftir sumarhlé en sameiginleg- ar messur við upphaf vetrarstarfs hafa verið haldnar í prófastsdæm- inu um árabil. Messuformið er mjög einfalt en lagt upp úr því að eiga helga stund í húsi Drottins til að stilla saman strengi í lofgjörð og bæn og taka við Drottni sjálfum í orði hans og heilögu sakramenti. Að messu lokinni verður á boðstólum kaffi og meðlæti. Ánægjulegt væri að sem flest fólk kæmi, úr öllum sóknum prófastsdæmisins og því margvíslega kristilega félags-, líkn- ar- og þjónustustarfi sem hér er unnið. Fríkirkjan Hafn- arfirði – breyttur guðsþjónustutími Í VETUR verða guðsþjónustur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði annan hvern sunnudag kl. 13. Vakin er at- hygli á þessum breytta messutíma sem vonandi verður til þess að sunnudagurinn nýtist þeim betur sem mæta til guðsþjónustu. Verður fyrsta guðsþjónustan á þessum breytta messutíma á morgun, sunnudaginn 23. september. Þá verða kvöldvökur haldnar í kirkj- unni eitt sunnudagskvöld í mánuði kl. 20 og verður fyrsta kvöldvakan sunnudaginn 30. september. Nú er barnastarf kirkjunnar í Fríkirkj- unni Hafnarfirði hafið að nýju kl. 11 alla sunnudagsmorgna í vetur. Ein- ar Eyjólfsson. Fermingarbörn við messu í Hallgrímskirkju MESSA og barnastarf verður í Hallgrímskirkju sunnudag. Báðir prestar safnaðarins þjóna við mess- una. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Eins og und- anfarin ár er sá háttur hafður á að börnin eru með í messunni fram að prédikun en fá þá fræðslu, söng og bænir við sitt hæfi. Fermingarbörn vetrarins verða boðin velkomin til starfa í messunni en þau og for- eldrar þeirra eru sérstaklega hvött til þátttöku í þessari messu. Eftir messu verður stuttur fundur um fermingarfræðsluna. Í lok ágúst var fermingarnámskeið sem flest ferm- ingarbörnin tóku þátt í. Þessi hópur hittist áfram í vetur en þau sem ekki voru með á námskeiðinu fá hefðbundna fræðslu sem hefst með messu sunnudagsins. Alfa-námskeið í Neskirkju KYNNINGARKVÖLD verður haldið í Neskirkju mánudaginn 24. september kl. 19. Sagt er frá nám- skeiðinu í fyrirlestri og að honum loknum eru umræður og fyrir- spurnir yfir kaffibolla og loks skráning. Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Hvert kvöld hefst á léttum kvöld- verði. Að honum loknum er fyrir- lestur, umræðuefni útskýrt og rætt í hópum. Einu sinni á námskeiðinu er farin helgarferð. Námskeiðið veitir innsýn í grundvallaratriði kristinnar trúar. Án efa eiga efn- istök og uppbygging dagskrár sinn þátt í hversu vinsælt Alfa-nám- skeiðið er. Þetta er annað Alfa- námskeiðið í Neskirkju en yfir 50 manns skráðu sig á námskeiðið á liðnu ári. Alfa er upprunnið hjá Holy Trinity Bromton kirkjunni í London. Áætlað er að á þessu ári verði haldin 20.000 námskeið í meira en 120 löndum. Alfa hefur verið þýtt á a.m.k. 44 tungumál og þau skipta hundruð þúsundum sem sótt hafa Alfa-námskeið. Verð: Námskeið, vinnubók, helgarferð með fæði og létt máltíð öll kvöldin 8.900 kr. Skráning í Neskirkju í s. 511 1560, á netfanginu neskirkja- @neskirkja.is og á kynningarkvöld- inu. Fyrirlesari er séra Örn Bárður Jónsson. Kirkjudagur Langholtssafnaðar ÁRLEGUR kirkjudagur Lang- holtssafnaðar verður sunnudaginn 23. september. Hátíðamessa verður kl. 11 og tekur barnastarfið einnig þátt í upphafi messunnar en síðan fer unga fólkið inn í safnaðarheimili með Gunnari og Bryndísi. Sérstakir gestir á þessum kirkjudegi verða djassleikararnir Sigurður Flosason saxófónleikari og Kjartan Valdi- marsson píanóleikari. þeir munu fyrst spila á undan messunni en síðan flytja með Kór Langholts- kirkju þætti úr verki Duke Ellinton „Sacred Concert“. Það verk er Kór Langholtskirkju að æfa ásamt Re- quiem eftir Nils Lindberg, og verða verkin flutt á tónleikum 24. nóv- ember ásamt Stórsveit Reykjavík og einsöngvurum. Við messuna verður séra Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir boðin velkomin til þjónustu í söfnuðinum en þeirri þjónustu mun hún gegna tímabundið við hlið sóknarprests. Eftir messuna geta kirkjugestir fengið sér vöfflur og kaffi í safnaðarheimilinu sem und- irbúið er af kvenfélaginu og kostar vöfflukaffið 250 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börnin. Vetrarstarfið í Langholtskirkju er nú allt komið af stað og verður hægt að kynna sér starfið eftir messuna. Sóknarprestur. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni FYRSTA æðruleysismessa hausts- ins verður í Dómkirkjunni sunnu- daginn 23. september kl. 20:30. Messan er sem jafnan tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólfspora- leiðinni. Úr hópi þess kemur ein- hver og segir reynslusögu úr lífi mörkuðu af baráttu og von. Hörður Torfason söngvaskáld kemur fram og heiðrar samkomuna með söng sínum. Anna Sigríður Helgadóttir og Bæðrabandið sjá að öðru leyti um tónlist. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir leiðir samkomuna, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleið- ingu og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir fyrirbæn. Í lokin er veitt fyr- irbæn og blessun með smurningu. Barna- og æsku- lýðssamvera í Fríkirkjunni BARNA- og æskulýðssamvera í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnu- dag.. Stundin er á venjulegum messutíma klukkan 11. Eftir sam- verustundina verður að vanda farið niður að tjörn og öndunum gefið brauð. Fermingarbörn þessa og síð- asta árs ásamt fjölskyldum hvött til að mæta. Æskulýðsstarfið í vetur (2001–2002). Eftir stundina verður sérstakur fundur með fermingar- börnum þessa og síðasta árs í safn- aðarheimilinu þar sem farið verður yfir dagskrá vetrarins. Sjáumst hress og í stuði. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Kvöldguðsþjón- ustur með nýrri tónlist í Seljakirkju VETRARSTARF Seljakirkju er nú óðara að taka á sig mynd. Hluti af myndinni eru lofgjörðarguðsþjón- ustur með nýrri tónlist þriðja sunnudagskvöld í mánuði. Þorvald- ur Halldórsson söngvari sér um tónlistina en prestar Seljakirkju þjóna fyrir altari. Þess má geta að Þorvaldur er ráðinn af söfnuðum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra til að þjóna þeim í tónlist og söng. Fyrsta guðsþjónustan með þessu formi verður sunnudagskvöldið 23. september og hefst kl. 20. Fólk er hvatt til að kynna sér þessa nýjung í safnaðarstarfi Seljakirkju. Haustlitaferð aldraðra í Neskirkju FÉLAGSSTARF aldraðra í Nes- kirkju hefst á ný í dag laugardaginn 22. september kl. 13. Farið verður í haustlitaferð til Þingvalla. Ekið til baka um Grafning. Kaffiveitingar í Ingólfshvoli. Þátttaka tilkynnist á skrifstofunni í síma 511-1560 milli kl. 10-12. Safnaðarstarf Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldusamvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13.30–15.30 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. SÚ tíð er liðin að fólk spyrji sig hvort Guð fari í sumarfrí. Þegar litið er yfir sumarsviðið í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra blasa víða við fullar kirkjur af börnum og unglingum. Sumarnámskeið voru haldin í mörgum kirknanna við mikla gleði foreldra og barna, og þrjár sóknir héldu ferming- arnámskeið vikuna fyrir skóla- byrjun. Þau sóttu á þriðja hundrað ungmenna úr Dómkirkju-, Hall- gríms- og Nesprestaköllum. Í Hall- grímskirkju var tekið á móti á sjötta hundrað vinnuskólakrökk- um á fjölmörgum listadögum skól- ans með áherslu á heim kirkjulist- arinnar. Þá áttu sömuleiðis ótalin leikjanámskeiða- og leikskólabörn erindi í kirkjuna og þáðu lifandi fræðslu um sr. Hallgrím Pét- ursson og frú Guðríði. Nýjung: Þorvaldur Halldórsson í útrás. Nú á haustdögum er nýtt verkefni að fara af stað í samvinnu við Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þorvaldur Halldórsson söngvari hefur verið ráðinn til prófastsdæmanna tveggja í vetur og mun hann heimsækja hvern söfnuð mánaðarlega. Alls tilheyra átján kirkjur þessu svæði og hefur Þorvaldur þegar skipulagt fjöl- breytta dagskrá vetrarins að mestu leyti í samráði við stað- arpresta. Sem dæmi um það sem þegar hefur verið gert má nefna að skólabyrjunarmessa var haldin 26. ágúst við þvottalaugarnar í samstarfi við sóknarprest Laug- arneskirkju. Þá var eldri borg- urum boðið til súpu og söng- samveru í Háteigskirkju fyrsta sunnudag í september að lokinni messu. Hlutverk Þorvaldar á slík- um stundum er að leggja til ramma og laða að með tónlist sinni en prestar og djáknar annast að mestu hið talaða orð. Þarna er á ferðinni útrás kirkjunnar þar sem saman fer léttleiki, glaðværð og helgihald. Hefur þetta fyr- irkomulag gefist vel, t.a.m. í Ár- nes- og Rangárvallaprófasts- dæmum á liðnu sumri, þar sem gamlar dægurperlur liðu til lofts í bland við sálma- og gospelsöng á tjaldstæðum og töðugjöldum. Feðrafræðsla 13. okt. Þá er einnig vert að geta nýjungar sem sóknarpresturinn í Grensáskirkju stendur fyrir nú á haustdögum, nánar tiltekið laugardaginn 13. október, í samvinnu við fleiri. Þar er á ferð feðrafræðsla, en hug- myndin að henni sprettur af könn- un Gunnars J. Gunnarssonar sem leiðir í ljós að trúarleg staða drengja er mun lakari en telpna. Þykir brýnt að höfða sérstaklega til feðra um að gangast við þeirri ábyrgð sinni að ala skírð börn sín upp til kristinnar trúar, einkum drengina sem hafa fyrirmynd sína að þessu sem öðru leyti í föður sín- um. Barna- og æskulýðsstarf. Eitt fremsta hlutverk kirkjunnar er, eins og við vitum, að styðja við trú- aruppeldi heimilanna með marg- víslegri starfsemi. Það er gott að geta sagt frá því að starf fyrir börn og ungmenni, allt frá hvít- voðungum til 10. bekkinga, er með miklum blóma hér í prófastsdæm- inu. Sums staðar er starfið jafnvel í fullum gangi allt árið, en víðar markar september upphaf ýmissa fastra liða. Á bilinu sjötíu til átta- tíu slíkir hópar koma saman til samveru í viku hverri, að ótöldum spurningabörnunum. Þar er að finna foreldra-/ungbarnamorgna, sunnudagaskóla, barnakóra, 6–8 ára, 8–9 ára og 10–12 ára hópa, 910- og 112-klúbba, krílakór, stúlknakór, drengjakór, ævin- týraklúbb, unglingaklúbb, kirkju- prakkara, unglingakór, leikhóp og æskulýðshópa fyrir 8. bekk og 9.– 10. bekk, svo nokkuð sé nefnt. Tónlistarstarf. Sem dæmi um gróskumikið tónlistarstarf má nefna Bústaðakirkju (www.kirkja.is) en þar starfa, auk kirkjukórs og kammerkórs, stúlknakór fyrir 10–16 ára, barna- kór fyrir 7–9 ára, englakór, sem er fyrir 5–6 ára, bjöllukór og hljóm- sveit ungmenna. Starf meðal for- eldra hins unga kirkjutónlist- arfólks er einnig víða öflugt og gott. Samstarf við skóla eykst með hverju ári. Þannig má nefna að Dómkirkjan (www.domkirkjan.is), hefur í nokkur ár komið að skóla- dagvistinni í Vesturbæjarskóla með þeim hætti að boðið er upp á kirkjustarf á dagvistartímanum. Svo er einnig í fleiri kirkjum, t.d. Neskirkju (www.neskirkja.is) og Laugarneskirkju. Miðborgarstarfið. Þriðjudaginn 2. október nk. hefst nýr kafli í mið- borgarstarfi KFUM/K og kirkj- unnar þegar kristilegt kaffihús verður opnað í Austurstræti. Þar verður m.a. boðið upp á kaffi- húsakvöld á trúarlegum nótum fyri 16–20 ára á fimmtudögum. Næturstarf verður frá miðnætti til kl. 3 bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags í samstarfi við Sam- hjálp og Maríta. Kolaportsmess- urnar halda að sjálfssögðu velli, fjórða hvern sunnudag kl. 14. Fullorðinsfræðsla. Starf fyrir fullorðna er að færast í aukana innan prófastsdæmisins. Í Hall- grímskirkju (www.hallgrims- kirkja.is) eru fræðslumorgnar kl. 10 á sunnudögum, þar sem lögð er áhersla á vandaða fyrirlestra um málefni kirkju og þjóðfélags. Þá verður boðið upp á samtalshóp um hirðisbréf biskups á miðvikudags- kvöldum í október. Einnig verður starfræktur sorgarhópur þar frá miðjum október í samstarfi við Nýja dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Hjónastarf hefur verið í bæði Neskirkju og Bústaðakirkju. Full- orðinsfræðsla Laugarneskirkju (bls. 650 í textavarpinu) hefur fest sig í sessi á þriðjudagskvöldum kl. 20 og þar eru einnig starfræktir svokallaðir 12 spora hópar á mánudagskvöldum. Í Áskirkju er löng hefð fyrir biblíuleshópum á fimmtudagskvöldum kl. 20, en slíkur hópur hefur göngu sína nú um miðjan október. Þá er ótalið öldrunarstarf í öllum kirkjum. Ein nýjung í því starfi eru svokallaðir endurminningahópar í Langholts- kirkju. Kvöldmessur. Kvöldmessur eru í prófastsdæminu hvert sunnu- dagskvöld yfir vetrartímann. Fyrsta sunnudag mánaðarins er messað í Hallgrímskirkju og Nes- kirkju, annan sunnudag er djass- messa í Laugarneskirkju, þann þriðja æðruleysismessa í Dóm- kirkjunni og messa með léttu sniði í Grensáskirkju og loks er rétt að minna á Tómasarmessuna í Breið- holtskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Helgistundir og hádegisbænir Í mörgum kirkjum prófastsdæm- isins eru kyrrðar- og bænastundir á virkum dögum. Alla virka morgna eru morgunbænir í Laug- arneskirkju kl. 6.45–7.05. Í Hall- grímskirkju eru fyrirbænamessur á þriðjudögum kl. 10.30 og sömu daga eru lofgjörðarstundir í Laug- arneskirkju kl. 21. Í Neskirkju og Háteigskirkju eru kvöldbænir á miðvikudögum kl. 18. Þá er íhug- unarstund í Háteigskirkju á fimmtudögum kl. 19 og í fram- haldi af henni Taizé-messa kl. 20 (www.hateigskirkja.is). Kyrrðarstundir í hádegi eru alla virka daga, á mánudögum í Frið- rikskapellu, á þriðjudögum í Grensáskirkju og Áskirkju, mið- vikudaga í Langholtskirkju, Sel- tjarnarneskirkju og Dómkirkjunni og loks á fimmtudögum í Laug- arneskirkju og Hallgrímskirkju. Opin hús, ýmist fyrir aldraða eða alla aldurshópa, eru einnig víða starfrækt virka daga. Þannig er nú lífið í kirkjunni þinni. Vertu velkomin(n). Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur. Blómlegt starf í Reykjavíkurpró- fastsdæmi vestra Grensáskirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.