Morgunblaðið - 22.09.2001, Síða 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Málmey fer í dag.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjudag kl. 17.30.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43. María
Marteinsdóttir, fótaað-
gerðafræðingur byrjar
1. okt. Pantanir í síma
691-0659.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Ganga kl. 10, rúta frá
miðbæ kl. 9:50. Á
mánudag verður fé-
lagsvist kl. 13. Á þriðju-
dag verður saumar og
brids. Pútt á vellinum
við Hrafnistu kl. 14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga kl. 10-
13. Matur í hádeginu
Haustlitaferð til Þing-
valla í dag, laugardag,
22. september, kvöld-
verður og dansleikur í
Básnum. Leiðsögn Pál-
ína Jónsdóttir og Ólöf
Þórarinsdóttir. Brottför
frá Ásgarði Glæsibæ kl.
14. Sunnudagur: Fé-
lagsvist kl. 13.30. Dans-
leikur kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Brids kl.
13. Þriðjudagur: Skák
kl. 13 og alkort spilað
kl. 13.30. Námskeið í
framsögn og upplestri
hefst fimmtudaginn 27.
september kl. 16.15.
Kennari Bjarni Ingv-
arsson. Skráning hafin
á skrifstofunni. Heim-
sókn og fræðslukynning
hjá Íslenskri erfða-
greiningu föstudaginn
28. september. Brottför
frá Ásgarði Glæsibæ kl.
14. Ath. takmarkaður
fjöldi þátttakenda.
Skráning hafin á skrif-
stofu FEB. Brids nám-
skeið byrjar mið-
vikudagskvöldið 3.
október kl. 19.30 í Ás-
garði Glæsibæ, kennari
Ólafur Lárusson, upp-
lýsingar og skráning á
skrifstofu.Silfurlínan er
opin á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10-12.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10-16 s.
588-2111.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Snyrti-
námskeið byrjar 25.
sept. kl. 9. Spænska
hefst 27. sept. kl. 12.15.
Leshringur á Bókasafni
Garðabæjar byrjar 1.
okt kl. 10.30. Búta-
saumur byrjar 3. okt.
kl. 16 í Garðaskóla.
Leshringur á Bókasafni
Álftaness byrjar 10.
okt. kl. 15. Nánar
www.fag.is. Sími 565
6622.
Gerðuberg. Sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug á vegum ÍTR
á mánudögum og
fimmtudögum kl. 19.30,
umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Boccia á þriðju-
dögum kl. 13 og
föstudögum kl. 9.30,
umsjón Óla Kristín
Freysteinsdóttir. Allar
veitingar í veitingabúð
Gerðubergs. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Púttað verð-
ur á Listatúni í dag,
laugardag, kl. 11. Mæt-
um öll og reynum með
okkur.
Vesturgata 7. Hálfs-
dagsferð. Fimmtudag-
inn 27. sept. kl. 13. Far-
ið verður á sýningu á
útskurðarverkum eftir
Siggu á Grund sem tek-
ur á móti hópnum í Sjó-
minjasafni Íslands í
Hafnarfirði. Ekið verð-
ur til Krísuvíkur. Krísu-
víkurkirkja skoðuð.
Kaffiveitingar í Bláa
lóninu, skoðunarferð
um Grindavík. Leið-
sögumaður Nanna
Kaaber, athugið tak-
markaður fjöldi, sækja
þarf farmiðana fyrir
þriðjudaginn 25. sept.
Haustfagnaður verður
fimmtudaginn 11. októ-
ber, kvöldverður,
skemmtiatriði, söngur,
dans og fleira. Nánar
auglýst síðar, upplýs-
ingar í síma 562-7077.
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1 og Hæð-
argarður 31. Farin
verður haustlitaferð í
Bása við Þórsmörk 27.
sept. ef veður leyfir.
Hafa skal með sér nesti
til dagsins, hlý föt og
góða skó. Leið-
sögumaður Helga Jörg-
ensen. Lagt af stað frá
Norðurbrún 1 kl. 8.30
og síðan teknir farþeg-
ar í Furugerði og Hæð-
argarði. Skráning í
Norðurbrún í síma 568-
6960, Furugerði í síma
553-6040 og í Hæð-
argarði í síma 568-3132.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Opið hús
kl. 14.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti
Hverfisgötu 105, Nýir
félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Bústaðakirkja, starf
aldraðra hefst með
haustferð miðvikudag-
inn 26. sept. kl. 13 frá
kirkjunni. Skráning og
upplýsingar fyrir 25
sept. hjá kirkjuverði s.
553-8500 eða Sigrúnu s.
864-1448.
Kvenfélag Óháða saf-
aðarins. Félagsfundur
verður haldinn í
Kirkjubæ þriðjudaginn
2. okt kl. 20.30. Fund-
arefni: Kirkjudagurinn.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi: Í
Vestmannaeyjum: hjá
Axel Ó. Láruss. skó-
verslun, Vest-
mannabraut 23, s. 481-
1826. Á Hellu: Mosfelli,
Þrúðvangi 6, s.487-5828.
Á Flúðum: hjá Sólveigu
Ólafsdóttur, Versl.
Grund s. 486-6633. Á
Selfossi: í versluninni
Íris, Austurvegi 4, s.
482-1468 og á sjúkra-
húsi Suðurlands og
heilsugæslustöð, Ár-
vegi, s. 482-1300. Í Þor-
lákshöfn: hjá Huldu I.
Guðmundsdóttur, Odda-
braut 20, s. 483-3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi. Í
Grindavík: Bókabúð
Grindavíkur, Vík-
urbraut 62, s. 426-8787.
Í Garði: Íslandspósti,
Garðabraut 69, s. 422-
7000. Í Keflavík: Bóka-
búð Keflavíkur Penn-
anum, Sólvallagötu 2, s.
421-1102 og hjá Ís-
landspósti, Hafnargötu
89, s. 421-5000. Í Vog-
um: hjá Íslandspósti b/t
Ásu Árnadóttur, Tjarn-
argötu 26, s. 424-6500, í
Hafnarfirði: Bókabúð
Böðvars, Reykjavík-
urvegi 64, s. 565-1630
og hjá Pennanum-
Eymundssyni, Strand-
götu 31, s. 555-0045.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum í Reykjavík:
Skrifstofu LHS, Suð-
urgötu 10, s. 552-5744,
562-5744, fax 562-5744,
Laugavegs Apóteki,
Laugavegi 16, s. 552-
4045, hjá Hirti, Bón-
ushúsinu, Suðurströnd
2, Seltjarnarnesi, s.
561-4256.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Á Akranesi: Bóka-
skemmunni, Stillholti
18, s. 431-2840, Dalbrún
ehf., Brákarhrauni 3,
Borgarnesi og hjá El-
ínu Frímannsd., Höfða-
grund 18, s.431-4081. Í
Grundarfirði: Hrann-
arbúðin, Hrannarstíg 5,
s. 438-6725. Í Ólafsvík
hjá Ingibjörgu Pét-
ursd., Hjarðartúni 1, s.
436-1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Austfjörðum.
Á Seyðisfirði: hjá Birgi
Hallvarðssyni, Botna-
hlíð 14, s. 472-1173. Á
Neskaupstað: blóma-
búðin Laufskálinn,
Kristín Brynjarsdóttir,
Nesgötu 5, s. 477-1212.
Á Egilsstöðum: Blóma-
bær, Miðvangi, s. 471-
2230. Á Reyðarfirði: hjá
Grétu Friðriksd.,
Brekkugötu 13, s. 474-
1177. Á Eskifirði: hjá
Aðalheiði Ingimund-
ard., Bleikárshlíð 57, s.
476-1223. Á Fáskrúðs-
firði: hjá Maríu Ósk-
arsd., Hlíðargötu 26, s.
475-1273. Á Hornafirði:
hjá Sigurgeir Helga-
syni, Hólabraut 1a, s.
478-1653.
Minningakort Breið-
firðingafélagsins eru til
sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Í dag er laugardagur 22. septem-
ber, 265. dagur ársins 2001. Haust-
jafndægur. Orð dagsins: Flý þú
æskunnar girndir, en stunda rétt-
læti, trú, kærleika og frið við þá,
sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.
(II.Tím. 2, 22.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 kræsni, 8 hefur gagn af,
9 innihaldslaus, 10 söng-
flokkur, 11 skjóða, 13
nytjalönd, 15 fjöturs, 18
kona, 21 spil, 22 skjóta af
byssu, 23 ókurteisir
menn, 24 gata í Reykja-
vík.
LÓÐRÉTT:
2 ávallt, 3 hafa áhrif, 4
skjálfa, 5 tekur, 6 stúlka,
7 tölustafur, 12 kaffibæt-
ir, 14 ílát, 15 sjávar, 16
svínakjöt, 17 deilur, 18
hárs, 19 sigruð, 20 drjóla.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 atlot, 4 belgs, 7 dúkur, 8 regin, 9 næm, 11 form,
13 orga, 14 ógnar, 15 hrár, 17 matt, 20 ári, 22 lofar, 23
liðna, 24 tæran, 25 tunna.
Lóðrétt: 1 andóf, 2 lýkur, 3 turn, 4 barm, 5 lægir, 6
sunna, 10 ærnar, 12 mór, 13 orm, 15 hollt, 16 álfar, 18
arðan, 19 tjara, 20 árin, 21 illt.
VIÐ hjónin ókum upp á
Akranes nýlega. Við heim-
sóttum byggðasafnið
þeirra í Görðum. Þetta er
skemmtilegt safn og vel
upp sett og mikinn fróðleik
þar að finna. Í safninu var
okkur bent á að skoða
safnaskálann, sem nýlega
var opnaður þar við hliðina.
Í skálanum er safn Land-
mælinga Íslands, íþrótta-
safn og síðast en ekki síst
safn, sem nefnist Steinaríki
Íslands.
Þarna er ákaflega fallegt
safn, mjög skemmtilega
uppsett og ótrúlega fjöl-
breytt. Það vakti undrun
okkar hversu mikið úrval
var þarna af íslenskum
steinum.
Ekki skemmdi það
hversu umsjónarmaður
safnsins var fús að fræða
okkur um það, sem þarna
bar fyrir augu.
Í steinasafninu er veit-
ingastofa og fengum við
okkur kaffi þar og gæddum
okkur á gómsætum tertum.
Enginn er svikinn af að
fara þarna inn og viljum við
þakka kærlega fyrir okkur.
Næst tökum við barna-
börnin með til að sýna þeim
gamla tímann og þetta
stórgóða steinasafn.
Ferðalangar.
Um braggalíf ’30–’55
Í KASTLJÓSI Sjónvarps-
ins í gærkveldi var rætt við
ungan kvikmyndagerðar-
mann vegna frumsýningar
myndar hans um braggalíf í
Reykjavík.
Þar skýrði hann ásókn
fólks í að fá inni í bröggum
með því, að nánast ekkert
hefði verið byggt af íbúðar-
húsnæði í Reykjavík aldar-
fjórðunginn 1930 til 1955.
Ekki höfðu hinir jafn-
ungu viðmælendur hans
neitt við þetta að athuga.
Ég vona, að heimildaöflun
piltsins við gerð myndar-
innar hafi ekki verið unnin
af sömu hroðvirkni og hann
hefur viðhaft við að afla sér
þessara upplýsinga. Raun-
ar getur hann alls ekki hafa
leitað í smiðju til neins eftir
þessum fróðleik og tæpast
haft fyrir því að kynna sér
fólksflutninga innanlands á
stríðsárunum og eftir þau,
hvað þá hinar miklu bygg-
ingaframkvæmdir í bænum
einmitt þennan aldarfjórð-
ung. Að vísu mátti á pilt-
inum skilja, að hann byggi
utanlands, en tæpast afsak-
ar það slíka fáfræði hjá
manni, sem þykist vera að
gera heimildarkvikmynd
um ákveðið tímabil í sögu
Reykjavíkur.
Vigfús Magnússon,
Stigahlíð 42, R.
Ágrafin
hvaltönn
ÉG hef áhuga á að eignast
(kaupa) hvaltönn með
ágröfnu seglskipi á hvorri
hlið. Ég hef sérstakan
áhuga á þeirri tegund sem
sjómenn skáru í á 19. öld
eftir hvalveiðileiðangra.
Þeir sem gætu liðsinnt mér
vinsamlega hafið samband
við:
D. Jones,
16 Lastingham Court,
Laleham Road, Staines,
Middlesex TW 18-INW
England. U.K.
Maðurinn í Keflavík
MAÐURINN í Keflavík
sem hringdi út af gefins
sófa sl. miðvikudag er beð-
inn að hafa samband aftur í
síma 554-1830.
Tapað/fundið
Treck-reiðhjól
í óskilum
BLÁTT Treck-reiðhjól
fannst við Tómasarhaga.
Upplýsingar í síma 552-
7056.
Fjallahjól týndist
við Bónus
SVART WHEELER 5800-
fjallahjól með skrautmerki
á hnakki og brúngylltum
framgaffli týndist hjá Bón-
usversluninni við Smiðju-
veg sl. laugardag. Skilvís
finnandi láti vita í síma 690-
6278 eða 557-9096.
Dýrahald
Kettlingur fannst
í Heiðarási
GULBRÖNDÓTTUR
kettlingur, 3-5 mánaða
fannst í Heiðarási í Árbæj-
arhverfi. Eigandi hafi sam-
band í síma 899-4107.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Steinaríki
fallegt safn
Morgunblaðið/Billi
Verið er að rífa bragga við Rauðavatn.
Víkverji skrifar...
HALLÓ,“ heyrðist í hinum endalínunnar, „þetta er hjá Halló,
okkur langar að kynna þér nýju
gjaldskrána okkar ...“ Klukkan var
níu að kveldi dags og Víkverji ósköp
sybbinn eftir langan dag. Hann
kunni þó ómögulega við að vera
ókurteis og spurði því hvort ekki
væri bara hægt að kynna sér málið á
Netinu. „Jú, jú, mikil ósköp,“ sagði
röddin og kvaddi pent. Víkverji var
bara nokkuð ánægður með hversu
auðveldlega þetta sölumannssímtal
gekk fyrir sig.
Kvöldið eftir gall í símanum á ný.
Að þessu sinni var það betri helm-
ingur Víkverja sem tók upp tólið.
„Halló,“ gall í viðmælandanum,
„okkur langar að kynna ...“ Óvitandi
af símtalinu frá kvöldinu áður lofaði
betri helmingurinna að kynna sér
málið og þakkaði fyrir sig.
Viku síðar í miðjum pastarétti þar
sem fjölskyldan nýtti tímann til að
reifa viðburði dagsins: „Halló, ertu
búin að kynna þér ...?“ Það má eig-
inlega segja að það hafi fokið örlítið í
Víkverja enda var þetta í þriðja sinn
á rúmri viku sem halló-röddin var
skyndilega komin inn á heimili hans,
óboðin, fyrir utan það að Halló hafði
einnig laumað sér í póstkassann ein-
hvurn daginn. Víkverji lét því duga
að þessu sinni að segja snubbótt:
„Takk, við erum að borða.“ Halló
skildi sneiðina og baðst afsökunar.
x x x
HALLÓ var þó ekki af baki dott-inn. Tveimur tímum síðar, mitt
í afskaplega spennandi kvikmynd í
sjónvarpinu var hann enn kominn á
línuna og sótti nú fast að fá að vita
hvað Víkverja og/eða maka hans
fyndist um nýju gjaldskrána.
Það jaðraði við að Víkverji fyndi til
stolts yfir að vera svo óstjórnlega
eftirsóttur viðskiptavinur að Halló
legði svona mikið á sig til að ná til
hans en á hinn bóginn var ekki laust
við að honum fyndist sem um hrein-
ustu ofsóknir væri að ræða. Hann af-
réð því að frábiðja sér fleiri símtöl og
verður því að lifa án hinnar nýju
gjaldskrár Halló um sinn.
x x x
REYNDAR finnst Víkverja meðólíkindum hversu sölumenn
hinna ýmsu fyrirtækja víla ekki fyrir
sér að brjóta friðhelgi heimilisins
með stöðugum símhringingum og er
ágengnin orðin slík að fórnarlömbin
– þeir sem hringt er í – verða að
grípa til örþrifaúrræða á borð við
hreinan og kláran dónaskap til að
losna við að eyða lunganum úr kveld-
inu í símablaður við bláókunnugt
fólk.
Þetta er sérstaklega hvimleitt í
ljósi þess að sá tími sem nútímamað-
urinn hefur til að njóta næðis á heim-
ili sínu í faðmi fjölskyldunnar er í
mörgum tilfellum ákaflega takmark-
aður og því um dýrmætar mínútur
að ræða.
Víkverji getur ekki hugsað sér
leiðinlegri máta en að eyða þeim í
slík símtöl og hefur því gert það að
ófrávíkjanlegri reglu að kaupa aldrei
neitt það sem reynt er að selja hon-
um í gegn um síma.
Þannig snúast símsöluherferðirn-
ar ávallt upp í andhverfu sína – að
minnsta kosti í Víkverja tilfelli.
Hann hefur nefnilega þurft að neita
sér um fjöldann allan af afskaplega
freistandi vörum og tilboðum, sem
hann hefði eflaust rokið á, ef ekki
hefði komið til boðflennusímtal sem
rauf notalega kyrrð að kveldi dags.
Hvort líf hans sé snauðara fyrir
vikið skal hins vegar ósagt látið.