Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 05.10.2001, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð á Löngum Á dömur Kr. 1.000 Bómullarnærfatnaður 30% afsláttur Laugavegi 40, 101 Rvík - sími 551 3577, fax 561 0484, netfang misty@misty.is STRAUMAR T Í S K U V E R S L U N I N Laugavegur 55, Sími 561 8414. Í hverju felst álagningin? Verið velkomin! Stretsbuxur frá kr. 2.980 stærðin 38 til 48 Þar sem yfirbyggingin er engin! 15% afsláttur aðeins á löngum laugardegi Laugavegi 29, s. 552 4320 Hverfissteinar 2 stærðir. Úrval stýringa margar stærðir fyrir skóla, verkstæði og handverksfólk HEFILBEKKIR Laugavegi 55, sími 561 3377. 20% afsláttur af peysum Flauelisjakki kr. 7.990 Litir: Kamel, svartur Stærðir: S til XL Leðurlíkisjakki kr. 7.990 Litir: Svartur, brúnn, kamel Stærðir: 38-46 Stretsbuxur kr. 3.990 Gallastretsbuxur kr. 4.490 Hlýtt haust Maura vetrarkápur Dragtir og ullarpeysur Laugavegi 63, sími 551 4422 Persónuleg þjónusta ÞREMUR lóðum fyrir almennar leiguíbúðir í Grafarholti var úthlut- að á fundi borgarráðs á þriðjudag. Að sögn Helga Hjörvars, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, er gert ráð fyrir byggingu að minnsta kosti 89 leiguíbúða á lóðunum. Mótás hf. fékk úthlutað lóðum við Þórðarsveig 1 til 9, þar sem 40 íbúðir verða byggðar, og Búseti lóðum við Þor- láksgeisla 6 til 34 þar sem verða um 49 íbúðir. Þetta er fyrsta skrefið í tengslum við átak í byggingu almennra leigu- íbúða sem félagsmálaráðherra hefur kynnt þar sem stefnt er á að reisa 600 leiguíbúðir á almennum leigu- markaði til viðbótar við þær fé- lagslegu íbúðir sem verða byggðar og keyptar á næstu árum. Það sem markar tímamót við þessa úthlutun er að sögn Helga að einkafyrirtæki og stofnanir hafa lýst sig reiðubúin til að byggja, eiga og reka almennt leiguhúsnæði. Lífeyrissjóðirnir, Íbúðalánasjóður og félagsmálaráðuneytið hafa gefið út viljayfirlýsingu um fjármögnun á þessu átaki sem nær til landsins alls. „Við teljum mjög mikilvægt að fyrirtækjum og stofnunum séu sköpuð skilyrði til þess, bæði með lóðaúthlutun og lánafyrirgreiðslum Íbúðalánasjóðs til þess að hér geti þróast almennur leigumarkaður. Þannig fæst valkostur fyrir fólk að leigja eins og að eiga húsnæði og það verður framboð á öruggu leigu- húsnæði til lengri tíma eins og við þekkjum frá nágrannalöndum okk- ar. Það er þess vegna mjög mik- ilvægt að fá félagasamtök og fyr- irtæki til að koma inn og mæta þessum þörfum,“ segir Helgi. Rakur bílskúr leigður á 40 þúsund krónur á mánuði Nýmæli í úthlutuninni er að annar framkvæmdaaðilinn mun leita eftir undanþágum frá núgildandi bygg- ingarreglugerðum þ.e. hvað varðar lágmarksstærðir á einstökum rým- um íbúða. „Þeir hjá Mótási hf. telja að þetta hafi leitt til þess að ný þriggja herbergja íbúð sé 12 til 15 m² stærri en áður var, með tilheyr- andi hækkun á byggingarkostnaði og þar með á leiguverði. Þeir hyggj- ast því byggja íbúðirnar með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Helgi og kveður íbúðirnar því verða til- tölulega litlar og byggðar á ódýran og hagkvæman hátt. „Við munum einnig vera liðlegir í öllum skilmál- um við framkvæmdaraðila enda er mikilvægt að halda byggingarkostn- aði á leiguhúsnæði í lágmarki.“ Helgi segir almenna leigumark- aðinn hafa til þessa verið frekar „gráan“ markað þar sem hafi við- gengist hlutir sem séu langt í frá að vera boðlegir. „Aðstæður og kjör á hinum almenna leigumarkaði eru al- gerlega óviðunandi. Við erum að fá dæmi um raka bílskúra sem eru leigðir út á yfir 40 þúsund krónur á mánuði og fjölskyldur í 13 m² her- bergjum sem borga á þriðja tug þúsunda í mánaðarleigu. Þessu verður að koma í betra horf,“ sagði Helgi. Framkvæmdir við Þórðarsveig og Þorláksgeisla hefjast á næsta ári og er gert ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til útleigu í ársbyrjun 2003. Sex umsækjendur voru um lóð- irnar og mun borgarskipulag í fram- haldinu kanna hvort hægt sé að koma til móts við óskir hinna um- sækjendanna. Um 90 nýjar leiguíbúðir Grafarholt SELTJARNARNESBÆR hyggst áskilja sér rétt til að stækka land- fyllinguna sem gert er ráð fyrir utan við Eiðisgranda Reykjavík- urmegin og ná á inn á land Sel- tjarnarness. Verður fulltrúum bæjarins í Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæð- isins falið að bæta því inn í til- lögur að svæðisskipulaginu. Í tillögu Neslistans sem sam- þykkt var samhljóða á síðasta bæjarstjórnarfundi segir að bær- inn áskilji sér rétt til að stækka landfyllinguna þannig að hún nái lengra frá strönd til samræmis við það sem lagt er til Reykjavík- urmegin og að hún megi ná til vesturs allt þar til kemur að byggð við Víkurströnd. Kemur fram að á landfyllingunum megi gera ráð fyrir bæði íbúðabyggð og þjónustu. Í greinargerð með samþykkt- inni segir að einungis sé um að ræða heimildarákvæði til að gera og skipuleggja stærri landfyll- ingu en þegar er gert ráð fyrir í þeim tillögum sem liggja fyrir. „Tryggir þetta ákveðinn rétt inn- an umrædds svæðis en engar framkvæmdaskyldur á þessu stigi málsins enda þarf málið miklu ít- arlegri umfjöllun fagnefnda áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur,“ segir í greinargerðinni.     0 #  & 1 # %        ! " #$% & ! $! $% '& ( ) ' "  $ ! * &    ( )  *  !+     ! , )  !"# /*&  '%) %' &+ !* $" !"   % - '      '   ,-% '&   $  $%  & %'  $( )  Vilja möguleika á stærri landfyllingu Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.