Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 29

Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 29 Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is SAMKÓR Kópavogs heldur afmæl- istónleika í Salnum í dag kl. 16, en kórinn er 35 ára. Stjórnandi kórsins er Julian Hewlett, píanóleikari er Jónas Sen og einsöngvarar á tónleik- unum eru þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Þorbergur Skagfjörð Jós- efsson bassi. Á efnisskrá eru íslensk og erlend lög. Samkór Kópa- vogs í Salnum TVÆR sýningar á Píkusögum verða í Bæjarleikhúsinu í Vestmannaeyj- um í dag og á morgun kl. 21. Píkusögur eru eftir bandaríska rithöfundinn Eve Ensler, en það er Sigrún Edda Björnsdóttir sem leik- stýrir Halldóru Geirharðsdóttur, Jó- hönnu Vigdísi Guðmundsdóttur og Sóleyju Elíasdóttur í sýningunni. Píkusögur í Eyjum LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir gamanleikritið Hinn eini sanni eftir Tom Stoppard, í Hjáleigunni, Fé- lagsheimili Kópavogs, í kvöld kl. 22. Leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Guðmarsson og taka níu leikarar þátt í henni. Gamanleikur í Hjáleigunni FYRIR skemmstu bárust Ljós- myndasafni Reykjavíkur að gjöf nokkrar ljósmyndir sem teknar voru í miðbæ Reykjavíkur á síðari hluta 19. aldar og um aldamótin 1900. Ljósmyndirnar verða til sýn- is á Reykjavíkurtorgi, 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, í dag. Um er að ræða 11 myndir og má ætla að séu frá tímabilinu 1880- 1909. Að öllum líkindum eru þær teknar af Sigfúsi Eymundssyni. Reykjavík um aldamótin 1900 SÖNGSVEIT Hafnarfjarðar heldur tónleika í Miklagarði í Skagafirði í kvöld kl. 20. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir. Efnistök kórsins eru lög úr óperum og vínartónlist. Sungið í Miklagarði TÓNLISTARFÉLAG Vestur-Húna- vatnssýslu er tíu ára á þessu ári og efnir af tilefninu til tónleika með ungu húnvetnsku tónlistarfólki í félags- heimilinu Ásbyrgi í dag kl. 15. Gestir á tónleikunum verða ungir línudans- arar, sem koma frá Skagaströnd. Ungt tónlistar- fólk í Ásbyrgi BRYNHILDUR Guðmundsdóttir opnar málverkasýninguna Flökt [taktur einsemd snerting] á Cafe Presto, Hlíðasmára 15 í Kópavogi, í dag kl. 15. Verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 23. nóvem- ber. Hún er opin virka daga kl. 10-23, um helgar kl. 12-18. Málverk á Cafe Presto DANSKI rithöf- undurinn og teikn- arinn Carl Quist Møller segir börn- um nokkrar lyga- sögur í Söguher- bergi Norræna hússins í dag kl. 14, og er það liður í sýningunni Köttur út í mýri. Dagskráin fer fram á dönsku og íslensku með aðstoð Mar- grétar Lóu Jónsdóttur skáldkonu. Þá er Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra næstur ráðherra til að lesa upp í Söguherberginu á morgun kl. 13. Lyga- og ráðherrasögur Sturla Böðvarsson UPPLESTUR úr barnabókum verð- ur á Súfistanum, bókaverslun Máls og menningar, Laugavegi 18, í dag kl. 11. Lesið úr bókunum Dverga- steini eftir Aðalstein Ásberg Sig- urðsson, Spólu systur eftir Gillian Johnson og Þegar Brandur litli týnd- ist eftir Sven Nordquist. Lesið úr barnabókum GERT/ógert er yfirskrift einkasýn- ingar Önnu Eyjólfsdóttur sem hún opnar í báðum sölum Listasafns ASÍ í dag kl. 16. Í miðjum Ásmund- arsal hefur hún komið fyrir tveim- ur líkönum úr krossviði, annars vegar af salnum sjálfum og hins vegar af Gryfjunni. Líkönin eru í hlutfallinu 1 á móti 10. Inni í þess- um líkönum hefur hún komið fyrir tillögum að tveimur verkum, ann- ars vegar um pólitík og hins vegar um umhverfi. „Líkan Ásmundarsals er verk sem fjallar um pólitík. Þar er ég að vinna með ráðherrana í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Í lík- ani Gryfju er tillaga að verki sem er nokkurs konar samræða milli mín og borgarumhverfisins,“ segir Anna. Í neðri sal safnsins, Gryfju, er hluti af fyrri verkum Önnu. Þetta er fimmta einkasýning Önnu en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur til 4. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Morgunblaðið/Kristinn Anna Eyjólfsdóttir við eitt líkana sinna í Ásmundarsal. Fjallar um pólitík og umhverfi MENNINGARMÁL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.