Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 29 Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is SAMKÓR Kópavogs heldur afmæl- istónleika í Salnum í dag kl. 16, en kórinn er 35 ára. Stjórnandi kórsins er Julian Hewlett, píanóleikari er Jónas Sen og einsöngvarar á tónleik- unum eru þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Þorbergur Skagfjörð Jós- efsson bassi. Á efnisskrá eru íslensk og erlend lög. Samkór Kópa- vogs í Salnum TVÆR sýningar á Píkusögum verða í Bæjarleikhúsinu í Vestmannaeyj- um í dag og á morgun kl. 21. Píkusögur eru eftir bandaríska rithöfundinn Eve Ensler, en það er Sigrún Edda Björnsdóttir sem leik- stýrir Halldóru Geirharðsdóttur, Jó- hönnu Vigdísi Guðmundsdóttur og Sóleyju Elíasdóttur í sýningunni. Píkusögur í Eyjum LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir gamanleikritið Hinn eini sanni eftir Tom Stoppard, í Hjáleigunni, Fé- lagsheimili Kópavogs, í kvöld kl. 22. Leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Guðmarsson og taka níu leikarar þátt í henni. Gamanleikur í Hjáleigunni FYRIR skemmstu bárust Ljós- myndasafni Reykjavíkur að gjöf nokkrar ljósmyndir sem teknar voru í miðbæ Reykjavíkur á síðari hluta 19. aldar og um aldamótin 1900. Ljósmyndirnar verða til sýn- is á Reykjavíkurtorgi, 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, í dag. Um er að ræða 11 myndir og má ætla að séu frá tímabilinu 1880- 1909. Að öllum líkindum eru þær teknar af Sigfúsi Eymundssyni. Reykjavík um aldamótin 1900 SÖNGSVEIT Hafnarfjarðar heldur tónleika í Miklagarði í Skagafirði í kvöld kl. 20. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir. Efnistök kórsins eru lög úr óperum og vínartónlist. Sungið í Miklagarði TÓNLISTARFÉLAG Vestur-Húna- vatnssýslu er tíu ára á þessu ári og efnir af tilefninu til tónleika með ungu húnvetnsku tónlistarfólki í félags- heimilinu Ásbyrgi í dag kl. 15. Gestir á tónleikunum verða ungir línudans- arar, sem koma frá Skagaströnd. Ungt tónlistar- fólk í Ásbyrgi BRYNHILDUR Guðmundsdóttir opnar málverkasýninguna Flökt [taktur einsemd snerting] á Cafe Presto, Hlíðasmára 15 í Kópavogi, í dag kl. 15. Verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 23. nóvem- ber. Hún er opin virka daga kl. 10-23, um helgar kl. 12-18. Málverk á Cafe Presto DANSKI rithöf- undurinn og teikn- arinn Carl Quist Møller segir börn- um nokkrar lyga- sögur í Söguher- bergi Norræna hússins í dag kl. 14, og er það liður í sýningunni Köttur út í mýri. Dagskráin fer fram á dönsku og íslensku með aðstoð Mar- grétar Lóu Jónsdóttur skáldkonu. Þá er Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra næstur ráðherra til að lesa upp í Söguherberginu á morgun kl. 13. Lyga- og ráðherrasögur Sturla Böðvarsson UPPLESTUR úr barnabókum verð- ur á Súfistanum, bókaverslun Máls og menningar, Laugavegi 18, í dag kl. 11. Lesið úr bókunum Dverga- steini eftir Aðalstein Ásberg Sig- urðsson, Spólu systur eftir Gillian Johnson og Þegar Brandur litli týnd- ist eftir Sven Nordquist. Lesið úr barnabókum GERT/ógert er yfirskrift einkasýn- ingar Önnu Eyjólfsdóttur sem hún opnar í báðum sölum Listasafns ASÍ í dag kl. 16. Í miðjum Ásmund- arsal hefur hún komið fyrir tveim- ur líkönum úr krossviði, annars vegar af salnum sjálfum og hins vegar af Gryfjunni. Líkönin eru í hlutfallinu 1 á móti 10. Inni í þess- um líkönum hefur hún komið fyrir tillögum að tveimur verkum, ann- ars vegar um pólitík og hins vegar um umhverfi. „Líkan Ásmundarsals er verk sem fjallar um pólitík. Þar er ég að vinna með ráðherrana í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Í lík- ani Gryfju er tillaga að verki sem er nokkurs konar samræða milli mín og borgarumhverfisins,“ segir Anna. Í neðri sal safnsins, Gryfju, er hluti af fyrri verkum Önnu. Þetta er fimmta einkasýning Önnu en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur til 4. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Morgunblaðið/Kristinn Anna Eyjólfsdóttir við eitt líkana sinna í Ásmundarsal. Fjallar um pólitík og umhverfi MENNINGARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.