Morgunblaðið - 28.10.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.10.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/10 – 27/10 ERLENT INNLENT  FÆKKA mun neyð- arskýlum á næstunni en innan Slysavarnafélags- ins Landsbjargar hefur verið ákveðið að loka nokkrum skýlum. Ræður því m.a. slæm umgengni um skýlin við þjóðvegi. Ekkert neyðarskýli verð- ur á heiðum við hring- veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem skýlinu á Öxnadalsheiði hefur verið lokað og skýli Vegagerðarinnar á Holtavörðuheiði verður selt.  LEIÐTOGAR stjórn- arandstöðuflokkanna hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að nefnd allra flokka verði falið að leita leiða til sátta um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða.  LAGÐAR hafa verið fram í byggingarnefnd Reykjavíkur teikningar með fyrirspurn um að breyta verslunarhúsnæð- inu Kjörgarði við Lauga- veg í hótel. Gert er ráð fyrir að reisa viðbót- arhæð á húsið og að her- bergi geti verið 109.  EKKI hefur samist í kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins og hefur félag þeirra aftur boðað þrjú þriggja daga verkföll á næstu vikum.  BAUGUR hefur lýst yf- ir áhuga á að kaupa úti- standandi hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia Group. Verð- hugmyndir eru 63–67 milljarðar króna en fyrir á Baugur 20%. Fengu sýklalyf gegn miltisbrandi FIMMTÁN manns var gefið sýklalyf gegn hugsanlegu smiti miltisbrands sl. mánudag. Fólkið komst í snertingu við hvítt duft sem talið var að gæti inni- haldið miltisbrandsgró þegar tímaritið Economist var opnað á skrifstofum borgarendurskoðunar. Taldi lögreglan ástæðu til að taka á málinu af fullri al- vöru og voru skrifstofurnar lokaðar tímabundið. Verri ávöxtun lífeyrissjóða TÖLUR um ávöxtun lífeyrissjóða landsmanna benda til þess að ávöxtun sjóðanna verði lakari á þessu ári en því síðasta en þá var meðalávöxtun þeirra neikvæð um 0,7%. Er ástæðan ekki síst lækkandi verð á hlutabréfum hér- lendis og erlendis. Meðalávöxtun sjóð- anna var 8,8% árin 1995 til 1999 en hún var þó mjög misjöfn. Tvær konur biðu bana í bílslysi TVÆR konur á þrítugsaldri létust í bílslysi á Nesjavallavegi á föstudag. Voru þær í fólksbíl sem ökumaður virtist missa stjórn á og snerist á veg- inum í veg fyrir jeppa sem kom á móti. Konurnar voru báðar í aftursæti fólks- bílsins. Ökumaður og farþegi slösuð- ust einnig og ökumaður jeppans slas- aðist lítillega. Sendiráð opnað í Japan ÍSLENDINGAR opnuðu sendiráð í Japan á fimmtudag. Sendiherra er Ingimundur Sigfússon og var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra við- staddur. Halldór átti daginn áður óvæntan fund með Koizumi, forsætis- ráðherra Japans. IRA hefur afvopnun í fyrsta sinn BROTIÐ var blað í sögu átakanna á Norður-Írlandi á þriðjudag þegar Írski lýðveldisherinn (IRA) hóf af- vopnun í fyrsta sinn frá því hann hóf vopnaða baráttu sína gegn breskum yfirráðum fyrir 30 árum. Leiðtogar Bretlands, Írlands, Bandaríkjanna og fleiri ríkja fögnuðu ákvörðun IRA og sögðu hana mikil- vægan áfanga í átt að varanlegum friði á Norður-Írlandi. David Trimble, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra n-írsku stjórnarinnar vegna tregðu IRA til að afvopnast, hvatti flokk sinn til að taka aftur upp stjórnarsamstarf við Sinn Fein, stjórnmálaflokk IRA. Jarðgangaslys í Sviss kostaði 11 manns lífið TALIÐ er að ellefu manns hafi farist í miklum eldi sem blossaði upp í St. Gotthards-jarðgöngunum í Sviss á miðvikudag þegar tveir flutningabílar rákust saman. St. Gotthards-göngin eru lengstu vegagöng í Evrópu og einn mikilvæg- asti samgönguhlekkurinn á milli norð- ur- og suðurhluta álfunnar. Björgunarmönnum tókst að ná tök- um á eldinum á fimmtudag. Hitinn í göngunum eftir slysið varð allt að 1.200 gráður, nógu mikill til að bræða málma. Flest fórnarlambanna eru talin hafa kafnað, annaðhvort inni í bílunum eða þegar þau reyndu í örvæntingu að komast á brott af slysstaðnum. Flestir bílanna í göngunum brunnu. „Þetta er hryllingur, eyðileggingin er alger, ólýsanlegur harmleikur,“ sagði forseti Sviss, Moritz Leuenberger. David Trimble  YFIR 350 manns drukknuðu þegar skip með um 400 flóttamenn sökk í grennd við eyjuna Jövu í Indónesíu um síð- ustu helgi. Talið er að fólkið hafi viljað komast til Ástralíu. Flestir hinna látnu voru Írakar, en einnig voru um borð Ír- anar, Afganar, Pakistanar og Alsíringar.  BANDARÍSKAR her- þotur hófu loftárásir á varnarsveitir talibana við Kabúl og fleiri mik- ilvægar borgir í Afganist- an í byrjun vikunnar til að auðvelda bandalagi afganskra andstæðinga talibana, Norðurbandalag- inu, að hefja stórsókn.  BANDARÍKJAHER var gagnrýndur á fimmtudag fyrir að beita umdeildum sprengjum, svonefndum klasa- sprengjum, í árásunum á Afganistan. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að átta óbreyttir borgarar hefðu látið lífið þegar klasasprengjum hefði verið varpað á af- ganskt þorp á mánudags- kvöld.  ÍSRAELSSTJÓRN ákvað á fimmtudag að hefja hægfara brottflutn- ing herliðs síns frá bæjum á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna á Vest- urbakkanum, að því til- skildu að Palestínumenn virtu vopnahléssam- komulag. Ísraelar sendu herliðið inn í sex bæi til að hafa hendur í hári Pal- estínumanna sem myrtu ísraelskan ráðherra. FYRIR um níu árum lauk fram- kvæmdum við um 900 metra lang- an og tæplega þriggja metra háan varnargarð á milli Markarfljóts og Húsadals í Þórsmörk. Þá höfðu sumir á orði að garðurinn væri óþarflega öflugur, en hann er um sex metra breiður efst og breikkar með miklu grjóti neðst í um 10 metra. Garðurinn er samt ekki öfl- ugri en svo að á dögunum brast hann og kom um 150 metra langt skarð í hann vegna vatnselgs í Markarfljóti. Önnur mannvirki á svæðinu sluppu nema hvað skörð komu í veginn og þar sem áður var gróinn sandur er nú urð og grjót og vatnið flæðir víða um, þó að ljóst sé að það hafi verið mun meira þegar mest gekk á. Enginn var viðstaddur þegar ósköpin dundu yfir en talið er að þau hafi átt sér stað einhvern tíma á tímabilinu frá því síðla 14. októ- ber til 16. október sl. Helgi Jó- hannesson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að tvennt hafi getað gerst. Annaðhvort að vatnið í Markarfljóti hafi verið orðið svo mikið að það hafi runnið yfir varn- argarðinn með þeim afleiðingum að hann hafi rofnað eða að vatnið hafi skollið þannig á honum að það hafi grafið undan grjótinu, sem þá hafi sigið og þannig komið skarð í hann. Orkustofnun er með vatnshæð- armæli fyrir ofan Emstrubrýr í Markarfljóti, en gögn þaðan hafa ekki enn verið sótt og fyrr en það hefur verið gert verður ekki hægt að segja til um hvað hafi gerst, að sögn Helga. Hann segir að aldrei hafi séð á garðinum nema hvað einu sinni hafi endinn aðeins aflag- ast. Vel væri fylgst með honum og aldrei hafi verið nein merki um að kaflinn sem brast væri að gefa sig. Þar er smá hlykkur á garðinum og því mæðir einna mest á honum þar. Þegar garðurinn var byggður var mikið landbrot í gangi og þá rann Markarfljótið aðeins vestar, en nú rennur það meðfram garðinum. Hlaup líklegast Óskar Sigurjónsson, „faðir Aust- urleiðar“ og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, átti stóran þátt í því að Vegagerðin og Landgræðslan komu garðinum upp. Hann er gjörkunnugur svæð- inu og eftir að hafa skoðað vegs- ummerki telur hann að um hlaup í ánni hafi verið að ræða. Vegfar- andi hafi líka sagt sér að hann hafi aldrei séð eins mikið í fljótinu og um það leyti sem talið er að varn- argarðurinn hafi látið undan. „Það hlýtur einhver stífla í Emstruánni eða einhvers staðar að hafa losn- að,“ segir hann. Krossá hefur verið erfið yf- irferðar undanfarna daga og ekki á allra færi en þegar komið er fyr- ir Merkurranann sést hvað vatns- elgur Merkurfljótsins hefur farið yfir stórt svæði. Fleiri hundruð metra yfir veginn að hlíðinni og meðfram nýja flugvellinum beggja vegna auk þess sem vatnið hefur runnið meðfram varnargarðinum sunnan megin. Skörð eru í veg- inum og fína efnið hefur runnið úr honum. Ennfremur hefur efni runnið úr varnargarðinum sunnan megin á um 50 metra kafla. Óskar segir að fyrir nokkrum árum hafi verið mikið flóð í fljótinu og þá hafi gamli flugvöllurinn far- ið, en því kennt um að garðurinn hafi ekki verið nógu langur. „Þá voru miklir vatnavextir en garð- urinn hreyfðist ekki,“ segir hann. Austurleið er með nokkra skála í dalnum og sluppu þeir eins og flugvöllurinn. „Fyrst garðurinn fór í sundur hefði getað farið verr,“ segir Óskar en telur samt að húsin séu ekki á hættusvæði. Grjótið í garðinn var tekið hin- um megin við Markarfljót og má reikna með að það verði gert aftur vegna viðgerðarinnar en beðið verður með framkvæmdir þar til vatnsyfirborð fljótsins hefur lækk- að, að sögn Helga Jóhannessonar. Morgunblaðið/Golli Litið yfir skarðið í varnarveggnum. Vatnið flæddi að Merkurrananum til vinstri og beggja vegna flugvallarins. Varnargarður brast í Húsadal í Þórsmörk „Hefði getað farið verr“ Morgunblaðið/Golli Skörð eru á veginum inn í Húsadal og grjót er yfir öllu. Umhverfið í Húsadal í Þórsmörk er ekki eins og áður. Grjót og vatn þar sem áður var gró- inn sandur og 150 metra skarð mynd- aðist í varnargarði sem átti að standast öll hlaup. Steinþór Guð- bjartsson og Kjartan Þorbjörnsson skoðuðu vegsummerki. steg@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.