Morgunblaðið - 28.10.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 28.10.2001, Síða 25
Verkinu er ætlað að sýna and- stæður og tekst vel til í tónlistinni. Þar hrópa tærir tónar kórsins á móti dimmum tilbúnum raftónunum. Staðsetning Hljómeykis og upp- hækkaður pallurinn var ágætis lausn. Kórinn hafði yfir sér mynd- rænt yfirbragð. Hann minnti á dóm- ara í dómsal enda hærra uppi en dansararnir. Einföld staðsetningin gaf kórnum svip dómara sem dæma hvað er blekking og hvað er veru- leiki. Þar tókst vel til með andstæð- ur. Kórinn og rafmagnstónlistin er það sem stendur upp úr í verkinu. Uppsviðs hanga ferhyrningar úr loftinu sem mynda kassa og á sviðinu standa kassar í röð. Dansararnir koma inn á sviðið, tylla sér á kass- ana, glaðbeittir eins og vinir úti í garði á góðum sumardegi. Létt gít- artónlist dunar og einn dansaranna tekur sig út úr hópnum og dansinn hefst. Yfirbragð dansaranna er létt og dansinn er leikandi með endur- teknum einföldum hreyfingum. Kassarnir eru notaðir til að dansa á, sitja á og dansa með. Gleðin heldur áfram þar til hressileg tónlistin stoppar og ljósin slokkna. Fát og fum kemur á dansarana. Þetta var ekki það sem áætlað var en menn bjarga sér og í myrkrinu draga dans- ararnir vasaljós upp úr kössunum. Hefst þá varaáætlunin eða Plan B, sem er gjörningur í kolniðamyrkri með vasaljós. Skuggamyndum er varpað á veggi og loft, líkaminn lýst- ur upp og ljósgeislar gleyptir. Tón- list er samin á staðnum með slætti á kassana eða með því að mynda áhersluhljóð fyrir þá sem dansa. Einn laumar sér annað veifið út úr hópnum með vasaljós og birtist skömmu síðar með stiga, skreyttum vasaljósunum. Rafmagnið kemst á aftur og fyrra andrúmsloft verksins tekur við. Í lok verksins slokkna ljós- in en eftir stendur upplýstur stigas- kúlptúrinn eða Plan B. Þetta dans- verk er andstæða hinna verkanna á undan. Það hefur yfir sér hlýlegt og glaðlegt yfirbragð. Hreyfigerðin í verkinu er mjög einföld og ekki eins krefjandi fyrir dansarana og í verk- unum á undan. Dansararnir endur- taka hreyfingarnar sem er gott fyrir augað þegar þær eru vel fram- kvæmdar. Höfundur kann þá list að semja dansverk fyrir ólíka og mis- langt komna dansara. Dansararnir nutu þess að dansa verkið og fengu karldansararnir loksins notið sín. Gaman var að fylgjast með Guð- mundi Helgasyni sem blómstraði í verkinu. Höfundur er fær hug- myndasmiður og eru hugmyndir hennar oft myndrænar. Þannig tókst vel til með notkun kassanna. Þeir komu skemmtilega út í meðför dans- aranna en voru þess á milli til prýði á sviðinu. Kaflann Plan B hefði mátt stytta. Sumar hugmyndirnar gengu vel upp, eins og skuggamyndirnar og að gleypa ljósið, aðrar voru verkinu ofauknar og þær hefði að skaðlausu mátt fella út. Þetta glaðbeitta, létta og leikandi dansverk var kærkominn endir á at- hyglisverðu danskvöldi Íslenska dansflokksins. Flokkurinn hefur yfir að ráða reyndum og hæfileikaríkum kvendönsurum sem eflast með hverju dansverki. Það verður spenn- andi að fylgjast með nýliðum flokks- ins sem vonandi fá sinn tíma til að aðlagast dansstíl flokksins en það er engum greiði gerður með því að spenna bogann of hátt. Íslenski dansflokkurinn fer ótroðnar slóðir með þessari haustsýningu og heldur áfram að vekja fólki forvitni. Byrj- unin lofar góðu um framhaldið á vetri komanda. Morgunblaðið/Golli „Þetta glaðbeitta, létta og leikandi dansverk var kærkominn endir á athyglisverðu danskvöldi Íslenska dans- flokksins,“ segir meðal annars í umsögninni um sýningu Ólafar Ingólfsdóttur, Plan B. Lilja Ívarsdótt ir Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Dans- arar: Guðmundur Helgason, Guð- mundur Elías Knudsen, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa Johnson, Trey Gillen. PLAN B LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 25 Heimsferðir bjóða nú ein- stakt tækifæri til að komast í sólina fyrir áramótin á hreint ótrúlegum kjörum. Það er 25 stiga hiti á Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið haustsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 49.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 20. nóvember, 23 nætur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 59.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 20. nóvember, 23 nætur. Ferðir til og frá flug- velli, kr. 1800. Út 20. nóvember - Heim 13. des. Aðeins 20 sæti Stökktu til Kanarí 20. nóvember frá kr. 49.905

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.