Morgunblaðið - 28.10.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.10.2001, Qupperneq 26
Í LJÓSI þeirra umræðna sem orðið hafa á und- anförnum vikum um erfiða fjárhagsstöðu einstakra leikhúsa í Reykjavík og óskir þar að lútandi um að þau njóti aukins opinbers stuðnings er kannski rétt að skoða hvað felst í hugtakinu markaðslist sem er þýðing á enska hugtakinu „commercial art“. Hugtakið getur átt við hvers konar listviðburð og segir ekkert um gæðin þar sem skilgreiningin felst eingöngu í eðli fjármögnunarinnar. Markaðsleikhús er leikhús sem byggir starfsemi sína á framlögðu áhættufjármagni einkaaðila, þar sem verkefni eru valin með það í huga að þau njóti hámarks- aðsóknar og skili fjárfestum aftur útlögðum pen- ingum sínum og helst nokkrum hagnaði. Til að þetta megi takast er reynt að hafa allar stærðir jöfn- unnar vel þekktar; velja vinsæl og örugg verkefni, velja þekkta leik- ara og hæfa listræna stjórnendur. Nýlegt og gott dæmi úr tónlistarlíf- inu eru tónleikar José Carreras og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í Laug- ardalshöllinni. Þar voru listræn gæði í hæsta flokki en einkaaðilar lögðu fram fé í því skyni að aðsókn að tónleikunum skilaði þeim hagn- aði. Einkenni á markaðsleikhúss-ýningum í stórborgum Vest-urlanda, s.s. West End í Lond- on og á Broadway í New York, er að þær eru unnar af ýtrustu fag- mennsku og þar má sjá þekktustu leikarana í návígi við áhorfendur. Frumuppfærslur eru þó sjaldgæf- ar, þó helst ef um nýja söngleiki er að ræða, eftir þekkta höfunda, hefðbundin leikrit þurfa að sanna sig rækilega áður en fjárfestar leggja peninga sína í uppfærslur á þeim. Það er ekki tilviljun að þá sjaldan kemur upp sýning á drama- tísku leikriti á Broadway er mark- aðssetning hennar fólgin í ræki- legri undirstrikun á einmitt þeirri staðreynd. Gullöld hinna drama- tísku leikrita á Broadway leið undir lok á 6. áratugnum með Tennessee Williams og Edward Albee, á und- an honum höfðu Arthur Miller og Eugene O’Neill ráðið ferðinni. Að O’Neill undanskildum lifðu þessir höfundar allir sjálfa sig; Miller hef- ur t.a.m. verið óþreytandi gagnrýn- andi amerísks leikhúss og talið það fjandsamlegt skapandi leikritun einmitt vegna hinnar vægðarlausu kröfu um söluhæfni verkanna. Leikhúsrekstur í Bandaríkjunum er gott dæmi um skil milli markaðs- leikhúss og annars konar leik- húsrekstrar. Það er þó ekki eins einfalt og virðist við fyrstu sýn. Í fyrsta lagi verja opinber yfirvöld verulegum fjármunum til stuðnings við listir og fer stuðningurinn að miklu leyti í gegnum stofnunina The National Endowment for the Arts. Leikhúsin skilgreina sig einn- ig á tvo vegu; annars vegar er um að ræða hrein markaðsleikhús eins og fyrirfinnast á Broadway og nán- ast í öllum stærri borgum Banda- ríkjanna. Þá eru önnur leikhús sem njóta styrkja bæði opinberra aðila og úr einkageiranum sem skil- greina sig sem „non-profit theat- res“ en í því felst einfaldlega að leikhúsið sjálft nýtur allra hugs- anlegra tekna sem það aflar, ut- anaðkomandi fjármagn er stuðn- ingur en ekki fjárfesting. Þetta er mjög skýrt og vefst ekki fyrir bandarísku leikhúsfólki þegar efnið ber á góma. Í stærri borgum Evr- ópu hafa ávallt þrifist einkaleikhús sem gera út á hagnað og engum hefur nokkru sinni dottið í hug að þau væru hugsanlegir samkeppn- isaðilar um styrki hins opinbera til listastarfsemi. Hér uppi á Íslandi hafa verið gerðar einstakar tilraunir þar sem einstaklingar hafa lagt peninga sína í uppsetningu leiksýninga í þeim tilgangi einum að ná fjár- munum sínum til baka og gott bet- ur. Þetta hefur tekist í nokkrum til- fellum og dæmi um slíkt eru Litla Hryllingsbúðin sem Hitt leikhúsið sviðsetti í Óperunni 1984, og annað þekkt dæmi er uppfærsla Flug- félagsins Lofts á Hárinu í Óperunni 1995. Sú sýning var reyndar sam- vinnuverkefni við Þjóðleikhúsið þó ólíklegt sé að Þjóðleikhúsið hafi samið um hlutdeild af væntanlegum hagnaði. Bjarni Haukur Þórsson hefur einnig fjárfest í leiksýningum með misjöfnu gengi. Hellisbúinn skilaði sínu til baka og ríflega það en þar á undan hafði verulegt tap orðið á uppsetningu sömu aðila á Trainspotting. Bjarni Haukur er þó dæmi um framleiðanda leiksýninga sem hefur náð allgóðum árangri í fjárfestingum sínum; hann stendur nú að baki sýningunni Með vífið í lúkunum í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Þ ótt íslensku leikhúsin hafiávallt reynt eftir föngum aðfylla í allar eyður markaðs- jöfnunnar með öruggum stærðum hefur oftar en ekki skort á eitt eða fleiri af ofantöldum atriðum í eft- irfylgjusýningarnar til að tryggja örugga útkomu til lengdar. Þannig reyndi Hitt leikhúsið að endurtaka leikinn með sinni næstu sýningu, Rauðhóla-Rannsí, metnaðarfullri sýningu að mörgu leyti, sem ekki náði þeirri aðsókn sem að var stefnt, fjármunir töpuðust og leik- húsið hætti störfum. Flugfélagið Loftur fór fram af miklum krafti eftir sýninguna á Hárinu, standsetti nýtt leikhús í Héðinshúsinu við Seljaveg og nefndi Loftkastalann, en í því sama húsi hafði verið leikstarfsemi um tveggja ára skeið (1993–1995) undir merkjum Leikhúss Frú Emilíu. Flugfélagið Loftur rak kraft-mikla leikhússtarfsemi í Loft-kastalanum, sýningar á borð við Latabæ, Rocky Horror, Fjögur hjörtu, Bugsy Malone og á Sama tíma að ári, nutu mikilla vinsælda og lögðu grunninn að þeirri hug- mynd að hægt væri að reka leikhús hérlendis á markaðsforsendum. Metnaður þeirra til nýsköpunar kom einnig fram í sýningu á nýju íslensku leikriti, Beinni útsendingu, eftir Þorvald Þorsteinsson. Vafa- laust hefur þó stofnkostnaður við leikhúsið aldrei náðst niður og hann myndað grunninn að þeim skulda- hala sem hið sameinaða Leikfélag Íslands dregur nú. Það flækir svo málið og hefur orðið tilefni til endalausra hártog- ana að stofnanaleikhúsin tvö, Þjóð- leikhús og Leikfélag Reykjavíkur, hafa lengstum rekið listræna stefnu sem byggist á lögmáli markaðs- leikhússins að því undanskildu að fjármagnið hefur komið frá op- inberum aðilum en ekki einkaað- ilum. Þannig er síðan til komin krafa Leikfélags Íslands um að sitja við sama borð hvað samkeppn- isaðstöðu varðar. Þeirra krafa er í rauninni sú að fá að vera markaðs- leikhús með stuðningi hins op- inbera. Sjálfstæðu leikhúsin hafa ítrekað vísað til mikillar aðsóknar að sýn- ingum sínum og rökstutt til- verurétt sinn með því. Mikil aðsókn er til marks um vinsældir en segir minna um gæði þeirrar leiklistar sem í boði er. Vandinn er einnig fólginn í því að erfitt getur verið að setja mælistiku á listræn gæði og við bætist að hverjum sýnist sinn fugl fagur í þeim efnum. Þrátt fyrir yfirlýsingar í upphafi um að Flugfélagið Loftur og síðan Leikfélag Íslands væri leikhús sem gæti staðið á eigin fótum án op- inbers stuðnings hefur það í raun aldrei virst vera neitt sérstakt keppikefli þeirra, enda spurning hvaða tilgangi það þjónar að sanna eitthvað í þeim efnum. E kkert sjálfstæðu leikhúsannahefur í raun haft fjárhagslegtbolmagn til að standa við kjarasamninga um ráðningar laus- ráðinna leikara eins og þeir eru við Þjóðleikhús, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar. Þegar þessi leikhús ráða leikara í eitt verkefni, eitt hlutverk, eru honum tryggð laun í fjóra mánuði. Miðað við gildandi kjarasamninga má ætla að kostnaður leikhússins við slíka ráðningu sé í kringum eina milljón króna. Tilboð sjálfstæðu leikhús- anna hafa verið á allt öðrum grunni, verktakalaun upp á tiltekna upphæð sem miðast við 4–6 vikna æfingatíma og sýningarlaun ef vel gengur. Það liggur í augum uppi að allt aðrar tölur eru þar í spilinu og atvinnuöryggi mun minna. Þetta verður að hafa í huga þegar gerður er samanburður á samkeppnishæfi sjálfstæðra leikhúsa við stofn- analeikhúsin. Þó skyldi alls ekki vanmeta þátt sjálfstæðu leikhúsanna í atvinnu- möguleikum leikhúsfólks enda er hann umtalsverður. Hann er þó eðli málsins samkvæmt tilviljanakennd- ari og ótryggari en hinna leikhús- anna. Það er þó lykilatriði í skiln- ingi á þeirri staðreynd að hér í okkar smáa samfélagi er fráleitt að ímynda sér að geti þrifist raunveru- leg markaðslist, sem stendur fylli- lega undir rekstri og getur greitt listamönnum samkeppnishæf laun í þeirri fullvissu að fjárfestinguna megi endurheimta með sölu að- göngumiða á raunverði til almenn- ings. Markaðslist í leikhúsunum Morgunblaðið/KristinnHárið. Sýningin sem hleypti Flugfélaginu Lofti af stokkunum. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is LISTIR 26 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NICOLA Vitale sýnir nokkur mál- verk á Gallerí Gangi. Stíll hans er hreinn og beinn; hlutbundinn en með sterku táknrænu ívafi. Þau sýna sam- anþjappaðan heim líkt og bernska endurminningu. Allt virkar þéttar; samanrekið og litfjörugt; ekki ósvip- að því sem við ímyndum okkur að til- veran líti út í augum smáfólksins. Þá er málaratæknin sem Vitale beitir bernsk að vissu leyti. Hand- bragðið minnir eilítið á myndskreyt- ingu þar sem allt er á sínum stað, vel afmarkað af hverjum lit út af fyrir sig. Hins vegar verður ekki sagt að hér sé um raunsæja túlkun að ræða því til þess er myndsviðið of einfalt og hreint. Raunar má finna margt í verkum Vitale sem minnir á metafísíska list þeirra Carrà og de Cirico, en jafn- framt eru áhrif Domenico heitins Gnoli nokkuð augljós, einkum hvað varðar stærð og nálægð myndefnis- ins. Líkt og í verkum Gnoli er sem nærmynd af ákveðnum smáatriðum þrengi sér út í myndflötinn. Þannig er rýmið í málverkum Vitale þröngt og innilokað. Vitale var uppgötvaður – ef svo má segja – af franska gagnrýnandanum Pierre Restany, þeim sama og stóð þétt á bak við Nýja raunsæið í París, í lok sjötta áratugarins og byrjun þess sjöunda. Það er auðvelt að ímynda sér að fullkomið og hversdagslegt látleysið í myndum listamannsins hafi snortið gagnrýnandann. Reynd- ar er þessi hversdagsleiki einkenn- andi fyrir ákveðna tegund ítalskrar listar, einkum þá sem ætlað er að miðla okkur ævintýri venjulegrar til- veru. Það er einmitt þessi stundlega, ljóðræna kraftbirting sem opinberast mönnum á hverjum degi í formi hins sama, sem þó verður einstæður við- burður sökum þess að aðstæður og hugarfar ná einhverri nýrri vídd á gefnum stað og stund. Þá er sem við sjáum allt í einu hlutina, smáatriðin og samhengi tilverunnar í réttu og skýru ljósi. Það eru þessi uppgötv- unarvænu augnablik daglegrar til- veru sem Nicola Vitale vill fanga og miðla okkur, og gott ef honum tekst það ekki bara þokkalega. MYNDLIST G a l l e r í G a n g u r , R e k a g r a n d a 8 Til októberloka. Opið eftir sam- komulagi í síma 5518797. MÁLVERK NICOLA VITALE Goðsögur hversdagsins Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eitt af málverkum Nicola Vitale í Galleríi Gangi. Halldór Björn Runólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.