Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 14
SUÐURNES
14 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMNINGUM vegna stækkunar
Fjölbrautaskóla Suðurnesja er að
ljúka og standa vonir til að hægt
verði að hefjast handa við nýja við-
byggingu á næsta ári. Ólafur Jón
Arnbjörnsson, skólameistari FSS,
segir stækkunina mjög brýna enda
hafi nemendum fjölgað jafnt og þétt
síðustu árin. Þar að auki sé von á
verulegri fjölgun nemenda eftir tvö
ár, þegar fjölmennir árgangar koma
upp úr grunnskólum á Suðurnesjum.
Ólafur segir að menn séu búnir að
ná sátt um stærð viðbyggingarinnar
og samþykki menntamálaráðuneytis-
ins og sveitarfélaga á Suðurnesjum
liggi fyrir. Gert er ráð fyrir framlagi
vegna byggingarinnar á fjárlögum en
hins vegar hefur ekki verið gengið frá
formlegum samningum, að sögn
Ólafs.
Samkvæmt samkomulaginu sem
nú liggur fyrir er gert ráð fyrir allt að
3.000 fermetra viðbyggingu. „Megin-
hugmyndin er einnig sú að láta fara
fram nauðsynlegar breytingar á eldri
hlutanum, sem er úr sér genginn, og
þar þarf að fara í endurbætur,“ segir
Ólafur.
Nemendum mun fjölga
um 150 á hverju ári
Búið er að byggja nokkrum sinn-
um við skólann frá því að FSS tók til
starfa árið 1976. Nemendafjöldi er nú
kominn upp í 760 í dagskóla auk hátt í
200 nemenda í öldungadeild. „Nem-
endum hefur fjölgað stöðugt, eins og
á svæðinu öllu, þar sem fjölgun hefur
verið yfir landsmeðaltali síðustu árin.
Síðan er það, sem gerir þetta mál
brýnt, að eftir tvö ár byrja að koma
inn mjög stórir árgangar og næstu
tíu árin þar á eftir úr grunnskólum.
Hingað koma um 85% af hverjum ár-
gangi og það er um 25% fjölgun í ár-
göngum í grunnskólum. Þá erum við
að tala um 150 nemenda fjölgun hér
næstu fjögur árin á eftir og þá verð-
um við ansi illa sett. Þannig að það er
mjög brýnt að fara í þetta núna og
það sýna því allir stuðning, jafnt
ráðuneyti menntamála sem Suður-
nesjamenn,“ segir Ólafur.
Hann segir að nú sé verið að und-
irbúa frágang við lokagerð samnings
um framkvæmdir til að leggja fyrir
þá aðila sem fjármagna bygginguna,
þ.e. ríkið og sveitarfélög á Suðurnesj-
um. „Ég er að gera mér vonir um að
gengið verði frá samningum nú á
haustdögum og hægt verði að byrja á
næsta ári og helst í vor.“
Samningum að ljúka vegna stækkunar FSS
Stækkun brýn vegna
fjölgunar nemenda
Morgunblaðið/Þorkell
Fjölbrautaskóli Suðurnesja í Reykjanesbæ.
Reykjanes
NEMENDAFÉLAG Fjölbrautaskóla
Suðurnesja opnaði í gær nýja heima-
síðu félagsins. Vefslóðin er http://
www.nfs.is og leysir hún af hólmi
eldri síðu sem var ekki eins góð og
lítið notuð. Ellert Hlöðversson, for-
maður nemendafélagsins, segist
mjög ánægður með árangurinn.
„Það sem hægt er að finna á síð-
unni eru fréttir af starfi félagsins,
hvað er á döfinni og myndir af liðn-
um atburðum. Þá verður vefkosn-
ing, þar sem sett verður fram ný
spurning í hverri viku og gestir síð-
unnar geta valið um svör. Afmæl-
isbarn dagsins í skólanum verður
valið, en einnig verða þarna
grunnupplýsingar um NFS; hverjir
sitja í stjórnum og ráðum, ásamt
hlutverki og lögum félagsins,“ segir
Ellert.
Hvernig kviknaði hugmyndin að
heimasíðunni?
„Heimasíða NFS var fyrst sett upp
fyrir þremur árum, en síðurnar hafa
fram til þessa verið lítið kynntar og
ekki nógu aðgengilegar nemendum.
Við erum nú að reyna að bæta úr því.
Síðan er gagnagrunnstengd og því
auðvelt að uppfæra hana, auk þess
sem hún er viðhaldslítil og verður því
væntanlega mikið notuð.“
Hver er tilgangur síðunnar?
„Við erum í samvinnu við skólann
að reyna að efla tengsl og byggja
upp og efla jákvæða ímynd hans
með því að gera hann sýnilegri. Við
opnum með þessu skólann fyrir um-
heiminum og sýnum allt það upp-
byggilega og skemmtilega starf sem
hér fer fram,“ segir Ellert og vill að
lokum þakka gjorby.internet fyrir
að útvega lén fyrir síðuna og Ástþóri
Inga Péturssyni sem bjó hana til.
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Ellert Hlöðversson, formaður NFS, er ánægður með nýju heimasíðuna.
Nemendur FSS
opna nýja heimasíðu
Reykjanesbær
SLÖKKVILIÐ Brunavarna Suður-
nesja æfði í fyrrakvöld reykköfun
og björgun úr fimm hæða nýbygg-
ingu við Aðalgötu í Reykjanesbæ.
Að sögn Jóns Guðlaugssonar, vara-
slökkviliðsstjóra, þótti tilvalið að
halda æfingu í byggingunni á þessu
byggingarstigi og var húsið fyllt af
reyk og fórnarlömbum úr Björg-
unarsveitinni Suðurnes komið fyrir
víðsvegar um húsið.
Slökkviliðinu barst síðan tilkynn-
ing í gegnum neyðarlínuna með
hefðbundnum hætti. Þegar á stað-
inn var komið voru reykkafarar
sendir inn í bygginguna til að leita
að fórnarlömbunum og þá var
körfubíll slökkviliðsins notaður til
að bjarga fólki af efri hæðum húss-
ins.
Æfingin miðaði að því að æfa
reykkafara í að vinna í margra
hæða fjölbýlishúsum og sjá hvernig
gengi að rýma slíkt húsnæði og
bjarga fólki út með tækjabúnaði
slökkviliðsins af efri hæðum, þegar
ekki væri hægt að fara eftir stiga-
göngum og hefðbundnum leiðum.
„Það má segja að æfingin hafi
tekist vel. Húsið er í byggingu og
aðstæður voru því erfiðar en þetta
tókst vel. Það var mikill reykur
settur þarna inn, sviðsreykur sem
er hættulaus þannig að óhætt var
að láta fólk bíða þarna eftir björg-
un. En hann er þó það þéttur að
reykkafarar sáu ekki handa sinna
skil,“ sagði Jón.
Meðal þess sem var sett í svið í
æfingunni var að bjarga einstak-
lingi undan bretti sem hrunið hafði
yfir viðkomandi, sem reyndar var
dúkka, og þurfti að losa hann und-
an okinu. Til þess voru notaðir loft-
púðar og önnur tæki til þess að
lyfta þungum hlutum og þurftu
slökkviliðsmenn að vinna með
reykköfunartækjum og öðrum bún-
aði.
Nýr slökkviliðsbíll
á leið til landsins
Æfingin vakti nokkra athygli
vegfarenda og segir Jón að sumir
hefðu spurt hvort um raunveruleg-
an eldsvoða væri að ræða, enda
reykurinn mikill. Hann segir hins
vegar að fólk sé ekki óvant því að
sjá slökkviliðið á ferðinni við æfing-
ar. Meðal annars er nýlokið árlegu
átaki í öllum leikskólum Reykja-
nesbæjar, þar sem skólarnir eru
rýmdir og starfsfólk frætt um
brunavarnir og viðbrögð í eldsvoða.
Að sögn Jóns er slökkviliðið að
verða vel búið tækjum eftir að
þriggja ára átaki í þeim efnum var
hrundið í framkvæmd. „Það hefur
gengið mjög vel og hefur verið
staðið myndarlega að því,“ segir
Jón. Hann segir að í dag fari í skip
í Noregi nýr slökkviliðsbíll frá Ros-
enbauer í Noregi, sem ætti að vera
kominn til landsins eftir vikutíma.
Að sögn Jóns er um að ræða öfl-
ugan Scania slökkviliðsbíl sem
koma mun sér vel fyrir Brunavarn-
ir Suðurnesja á komandi árum.
Brunavarnir Suðurnesja með æfingu við Aðalgötu
Fólki bjargað úr
fimm hæða byggingu
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
„Fórnarlambi“ bjargað undan bretti sem hrunið hafði yfir viðkomandi.
Reykjanesbær
FJÖLDI ungra knattspyrnumanna
mætti í Festi í Grindavík á dög-
unum. Tilefnið var uppskeruhátíð
eftir árið en alls stunduðu ríflega
230 knattspyrnumenn af báðum
kynjum knattspyrnu lungann úr
árinu.
Veitt voru ýmis verðlaun. Þá er
orðið ljóst hverjir þjálfa þessa efni-
legu krakka fyrir næsta sumar en
það eru Milan Stefán Jankovic og
Jón Ólafur Daníelsson. Jón Ólafur
tekur til starfa í byrjun janúar en
verið er að ganga frá ráðningu
hans sem þjálfara kvennaflokka, 7.
flokks, 6. flokks og 5. flokks
drengja. Milan Stefán Jankovic
mun sjá um þjálfun 4. flokks, 3.
flokks og 2. flokks karla og afreks-
hóps.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Margir fengu verðlaun og viðurkenningar á uppskeruhátíð yngri knattspyrnumanna í Grindavík.
Mikið af efni-
legum knatt-
spyrnumönnum
Grindavík
REYKJANESBÆR mun styrkja
Norðuróp sérstaklega vegna óperu-
sýningar félagsins í bæjarfélaginu.
Menningar- og safnaráð treysti sér
ekki til að veita Norðurópi styrk af
sínu takmarkaða ráðstöfunarfé við
úthlutun á því á dögunum en hvatti
bæjarstjórn til að styrkja óperuhóp-
inn sérstaklega. Var vísað til þess að
óperuveislan í haust hefði verið mikil
og jákvæð auglýsing fyrir bæinn sem
menningarbæ og sjálfsagt að bregð-
ast við á jákvæðan og hvetjandi hátt.
Bæjarráð hefur af þessu tilefni lagt
til að 300 þúsund kr. aukafjárveiting
verði veitt til menningar- og safnar-
áðs og því falið að afgreiða erindið.
Norðuróp
fær styrk
Reykjanesbær