Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 31 KARLAKÓRINN Heimir í Skaga- firði og Álftagerðisbræður halda sameiginlega útgáfutónleika í Há- skólabíói á morgun kl. 16 í tilefni af nýjum geislaplötum sem þeir eru að gefa út. Sönghóparnir skagfirsku hafa ekki áður haldið sameiginlega útgáfutónleika, enda ekki verið með plötur á sama tíma fyrr en nú. Þetta er sjötta plötuútgáfa Heimis og fjórða geislaplatan í sögu kórs- ins en bræðurnir frá Álftagerði eru að koma út með sína þriðju plötu. Kynnir á tónleikunum verður Örn Árnason leikari. Á plötu Heimis, Stíg fákur létt, eru bæði íslensk og erlend lög, far- ið er víða í lagavali og efni sótt í þekktar óperur svo og rammíslensk kór- og einsöngslög. Einsöngvarar með kórnum á plötunni eru Sigfús og Óskar Péturssynir, Einar Hall- dórsson og Ólafur Kjartan Sigurð- arson, fyrsti fastráðni söngvari Ís- lensku óperunnar. Á plötu bræðranna, sem verið er að leggja lokahönd á, eru einkum íslensk lög, bæði sígildar söngperlur og nýjar lagasmíðar við undirleik hljóðfæra- leikara. Heimir og Álftagerðisbræður munu halda útgáfutónleika í Gler- árkirkju á Akureyri 10. nóvember. Útgáfutónleikar Heimis og Álftagerðisbræðra „ÞAÐ er nægilegt rými fyrir alls konar tónlist í henni veröld,“ segir Headington í Sögu vestrænnar tón- listar og er þá að beina orðum sínum til þeirra, er aðeins sjá vit í tiltekinni tónlist en telja alla aðra einkis virði. Það eru til margar stílgerðir popp- tónlistar og sama má segja um svo nefnda klassíska tónlist en saman eiga öll þessi tónlistarform heima hér í heimi og tengjast margvísleg- um fjölskylduböndum, er byggja til- ivist sína á sameiginlegri sköpunar- og tjáningarþörf, er tekur á sig margvíslegar myndir eftir þjóð- félagsaðstæðum, uppeldi, þjálfun og menntun, er kristallast svo í hæfi- leikum einstaklinga. Hver mann- eskja hefur frjálst val en má ekki undir neinum kringumstæðum ætla sig eina hafa valið rétt, því aðrar val- leiðir manna eru jafn réttar. Marg- breytileikinn í listsköpun manna hef- ur oft valdið harðvítugum deilum og oftar en ekki hefur það sem mönnum hefur fundist á stundum reynst marklaust er tímar liðu. Í nútímatónlist fer fram margvís- legt uppgjör og kaldhömruð aðferða- fræðin hefur vikið fyrir tilfinninga- seminni og má segja að klassísk nútímatónskáld hafa lært það af popptónlistinni, sem, þegar öllu er á botninn hvolft, hefur haldið uppi sterkri tilfinningatúlkun, þótt mörg- um virðist hún á köflum í grófara formi. Tilfinning er margslungið fyrir- bæri og má segja að tilfinningin fyrir fallegri samhljóman og margræðri samskipan í lagferli hafi einkennt verk Finns Torfa Stefánssonar er var frumflutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í gærkvöldi. Í heild er verkið hægferðug, falleg lofgjörð og minna vinnuaðferðir Finns Torfa á kammertónlist, á móti einstaka „tutti“-köflum, er að sumu leyti hljóma sem hjarðljóð þar sem hljómmynd verksins minnir annars vegar á kyrrð náttúrunnar en á móti að heyra má hana einstaka sinnum rumska af svefni, ógnþrunginn nátt- úrukaftinn langt að úr undirdjúpun- um. Fallegt verk er var vel flutt. Annað verkið á efnisskránni var marimbukonsertinn Gitimalya (1974) eftir Takemitsu, skemmtilegt verk, þar sem leikið var með blæ- brigði hljóðfæranna í stuttum tón- myndum á móti samfelldu tónmálinu fyrir marimbuna, Einleikur Steef van Oosterhout var hreint út sagt glæsilegur og sérlega gott jafvægi í styrk á milli hljómsveitar og einleik- ara, jafnvel þar sem marimbaleikur- inn notaði allt styrkleikasvið hljóð- færisins. Í tveimur „kadensum“ sýndi Oosterhout hvers hann var megnugur, ekki aðeins tæknilega heldur í því að gefa tónlistinni inntak og „músisera“ sérlega fallega. Lokaverkið, Dauði og eldur, eftir Tan Dun, var mikið ævintýri í leik með hljóð, snilldarlega samið og mjög vel flutt undir stjórn Her- manns Bäumer. Það hefst á einrödd- uðum leik á selló og kontrabassa og síðan taka að heyrast alls konar stak- tóna ískurhljóð og „gizzando“, er oft minnti á væl, þá mátti heyra gróft og sterkt tóntak á móti sérlega veikum og fjarrænum stefbrotum og einnig lögðu hljóðfæraleikararnir til alls konar munnhljóð og jafnvel „purr“. Undir lokin var vitnað í klassísk stef- brot og niðurlagið var sérlega áhrifa- mikið, eins einfalt og það var, einn liggjandi tónn í sellóum og kontra- bössum, sem jókst að styrk, er síðan dó svo aftur út, er skapaði sérkenni- lega stemmningu, áður en sjálft nið- urlagið kom nokkuð óvænt. Snjallt verk sem var sérlega vel flutt undir vökulli stjórn Hermanns Bäumer. Í heild voru þetta skemmtilegir tón- leikar þar sem gat að heyra frum- flutning á fallegu og ljóðrænu verki eftir Finn Torfa Stefánsson, skemmtilegt einleiksverk, sem var afburða vel leikið af Steef van Oost- erhout og að lokum hljóðleik úr „húsi fáránleikans“, sem á sér samsvörun í myndtilraunum Paul Klee og jafnvel mætti telja nærri veruleika Salva- dors Dali, þar sem hið ótrúlega og af- færða varð heillandi skemmtilegt. Jón Ásgeirsson Heillandi konsert TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Flutt voru verk eftir Toru Takemitsu, Tan Dun og frumflutt verk eftir Finn Torfa Stefánsson. Einleikari; Steef van Oosterhout. Stjórnandi; Hermann Bäumer. Fimmtu- dagurinn 1. nóvember 2001. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness voru afhent í fimmta sinn í Þjóðmenningarhúsinu í gær og komu þau í hlut Bjarna Bjarnasonar fyrir skáldsöguna Mannætukonan og maður hennar. Pétur Már Ólafs- son, formaður dómnefndar og út- gáfustjóri Vöku-Helgafells, veitti Bjarna verðlaunaféð sem nemur 500.000 krónum auk verðlaunapen- ings og verðlaunaskjals. Um leið af- henti hann Bjarna fyrsta eintak skáldsögunnar sem út kom hjá Eddu – miðlun og útgáfu í gær. Bjarni hefur áður sent frá sér skáldsögur, smásögur, ljóð og leik- rit, alls ellefu skáldverk á tólf árum. Í þakkarávarpi sínu ræddi hann margbreytileika bókmenntanna og sýndi fram á með einföldum dæmum hversu rík uppspretta túlkunar og ólíkra framsetningarleiða býr í frá- sögninni. Þegar blaðamaður spurði Bjarna um þýðingu verðlaunanna fyrir hann sem rithöfund, sagði hann þau mik- ilvæg, og væri þá sérstaklega um fjárhagslegan ávinning að ræða. „Það má segja að bækurnar sem ég skrifa höfði ekki beinlínis til mjög fjölmenns hóps lesenda. Verðlauna- féð og kynning bókarinnar er mér því mikilvæg, og gefur mér færi á að halda áfram að einbeita mér að skrif- unum,“ segir Bjarni. Hann segir um samtímasögu með fantasíuívafi að ræða, eins konar leynilögreglusögu þar sem tekist er á um merkingu mannætukonunnar. Á þeysireið um samtímann Það er Vaka-Helgafell sem stend- ur að Bókmenntaverðlaunum Hall- dórs Laxness í samráði við fjöl- skyldu Nóbelsskáldsins og er megintilgangur þeirra að efla og stuðla að endurnýjun íslenskrar frá- sagnarlistar. Ræddi Pétur Már í ræðu sinni fyrir afhendingu verð- launanna það hlutverk sem Halldór Laxness hafði um að efla sjálfsvirð- ingu og menningarlega meðvitund þjóðarinnar, með gagnrýnum skrif- um sínum, enda væri það tilgangur bókmennta að hafa vakandi auga með sínum samtíma og hefð. Þá kynnti Pétur Már niðurstöðu dóm- nefndar og afhenti Bjarna Bjarna- syni verðlaunin. Í umsögn dómnefndar um verð- launabókina segir: „Mannætukonan og maður hennar er viðburðarík skáldsaga þar sem farið er með les- andann á þeysireið um samtímann. Bókin er í dulargervi glæpasögu en ber skýr merki ástarsögu, þjóðsögu og hryllingssögu enda þótt höfund- urinn snúi út úr öllum þessum bók- menntagreinum. Hér er á ferð æv- intýraleg skáldsaga þar sem saman fara frjótt ímyndunarafl og rík frá- sagnargáfa svo úr verður magnað og óvenjulegt bókmenntaverk.“ Í dómnefnd sátu auk Péturs Más Ármann Jakobsson íslenskufræð- ingur og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntagagnrýnandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Bjarnason tekur við Laxnessverðlaununum úr hendi Péturs Más Ólafssonar hjá Vöku-Helgafelli. Bjarni Bjarnason hlýtur Laxnessverðlaunin „Magnað og óvenju- legt bókmenntaverk“ SUMAR myndir er ekki mörg- um orðum eyðandi á, og er Lucky Numbers ein af þeim. Nú er hún Nora Ephron búin að gera eina lé- lega myndina í viðbót eftir að sú síðasta, Hanging Up, var alveg óþolandi. Þótt hún hefði þar úrvals leikara með sér klikkaði hún samt og í þessari mynd er það sama upp á teningnum. Travolta og Kudrow eru vinalegir og vinsælir leikarar, en það eru þau ekki í þessari mynd. Þau eru leiðinleg og erfitt að hafa með þeim nokkra samúð, enda nautheimsk í þokkabót. Hvort þau eru mjög góðir leikarar er annað mál. Tim Roth og Mich- ael Rapaport eru virtir leikarar, sem þó eiga betri takta en skötuhjúin, en ættu að hafa vit á því að bendla sig ekki við hana Noru, þótt hún eigi góðar myndir að baki, einsog handitið að When Harry met Sally og handrit og leikstjórn myndarinnar sem kreisti mörg kvenmannshjörtu á sínum tíma Sleepless in Seattle. Í Lucky Numbers segir frá vin- sæla veðurfréttamanninum Russ Richards, sem John Travolta leik- ur. Hann kemst í peningavandræði og gerist því glæpsamlegur. Með lottóstelpuna Crystal, eða Kudrow, upp á arminn, kemur hann sér í óefni og nú er að koma sér út úr vandræðunum. Og það gengur illa. Óþolandi illa, og það ekki fyndið, heldur pirrandi. Þessi mynd er ein- hver undarleg blanda af svartri sögu og gríni, sem vill eitthvað blandast illa saman. Kekkir hér, kekkir þar. Kekkir hér, kekkir þar KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórn: Nora Ephron. Handrit: Adam Resnick. Kvikmt.: John Lindley. Aðalhlutverk: John Travolta, Lisa Kudrow, Tim Roth og Michael Rapaport. 105 mín. USA 2000. United International Pictures. LUCKY NUMBERS (HAPPATÖLUR)  Hildur Loftsdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.