Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 33 D A U Ð A D A N SI N N eftir August Strindberg á Litla sviði Borgarleikhússins kl. 20.00 fimmtudag og laugardag Leiklestur á Kröfuhöfum laugardag kl. 17.00. „Erlingur Gíslason dró upp stórskemmtilega mynd af persónu sinni“ Sveinn Haraldsson í Mbl. um Dauðadansinn í Borgarleikhúsinu ÞÓRUNN Eva Hallsdóttir opnar sýningu sína sem hún nefnir Lím- band í Galleríi Nema hvað, Skóla- vörðustíg 22c, í dag kl. 17. Þórunn er nemandi á þriðja ári myndlist- ardeildar LHÍ. Sýningin stendur til 9. nóvem- ber. Nemandasýning Íslensk grafík, Hafnarhúsi Sýningu Bjarna Björgvinssonar, Stefnumót, lýkur á sunnudag. Opið frá kl. 14-16. Handverk og hönnun Sýningunni Ljóslifandi, í sýning- arsal Handverks og hönnunar í Að- alstræti 12, lýkur á sunnudag. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 12-17. Sýningum lýkur HELGA Unnarsdóttir leirkerasmið- ur opnar „Stutt“ sýningu í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg, 16 í dag, föstudag, kl. 15 og mun hún þá kynna verk sín. Helga útskrifaðist úr keramik- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands vorið 1999. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Gallerí Reykjavík er opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 11-18, sunnudaga kl. 13-16. Sýningunni lýk- ur 10. nóvember. Stuttsýning í Gall- eríi Reykjavík BJÖRK Jóhannsdóttir opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í Safnhúsi Borgarfjarðar á morgun kl. 14. Þetta er fjórða einkasýning Bjarkar og nefnist hún Af ljósi. Verkin eru öll unnin á árinu 2001. Myndefnið er tvenns konar. Annars vegar er um að ræða verur af ljósi og hins vegar náttúrumyndir þar sem myndefnið er maður í ljósi náttúrunnar. Sýningin er opin virka daga kl. 13– 18, en til kl. 20 á þriðjudögum og fimmtudögum. Sýningin stendur til 30. nóvember. Verur af ljósi í vatnslita- myndum TVEIR kórar eldri borgara halda sameiginlega tónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði á morgun kl. 17. Kórarnir eru Gleðigjafarnir frá Höfn í Hornafirði og Gaflarakórinn frá Hafnarfirði. Eldri borgarar syngja ÞAÐ var gaman að heyra Greg Hopkins stjórna Stórsveit Reykja- víkur að nýju, en í maí 1999 stjórnaði hann Stórsveitinni á þrusutónleikum í Iðnó, þar sem Duke Ellington var fyrirferðarmikill á efnisskránni. Ekki var síður gaman að heyra Stór- sveitina í Kaffileikhúsinu, en þar hef- ur hún leikið einu sinni áður; verk Sigurðar Flosasonar undir stjórn Daniles Nolgårds. Það „sándar“ nefnilega feikivel í Kaffileikhúsinu og þegar best lét negldu trompetarnir mann niðrí sætið einsog maður átti að venjast á Basie-tónleikum. Það kemur engum lengur á óvart þegar maður segir að Stórsveit Reykjavíkur sómi sér hvar sem er í hópi evrópskra stórsveita frekar en Sinfóníuhljómsveit Íslands í sam- bærilegum selskap og einsog Greg Hopkins gat um í kynningum sínum var Stórsveitin þetta kvöld í hlut- verki túlkanda sígildra stórsveitar- verka, því útsetningar úr fórum Woody Hermans voru fyrirferðar- miklar á tónleikunum. Woody er einn fremsti hvíti stórsveitargaur djass- sögunnar og „hjarðir“ hans, en það nafn gaf hann gjarnan sveitum sín- um, margar sögufrægar, ekki síst sú sem kennd er við bræðurna fjóra; saxófónsveit hans sem skipuð var Stan Getz, Zoot Sims, Herbie Stew- art og Serge Chaloff og með Woody sló Stan Getz í gegn með Early Aut- umn. Það var á dagskrá í Kaffileik- húsinu og Sigurður Flosason og Jóel Pálsson með saxófónsólóana, en kannski var ljóðrænn sóló Ástvaldar Traustasonar toppurinn í því verki. Ýmis fleiri verk meistaraútsetjara Hermans, Ralph Burns, voru á dag- skrá, s.s. rúmban hans fræga Bijou og Apple Honey eftir Herman, en eitthvað heyrðist mér hafa verið átt við útsetningu Burns – trúlega end- urrituð af Nat Pierce. Sveitin lék skemmtilega útsetningu eftir Nat á Sister Shady Horace Silvers og Jóel Pálsson í aðalhlutverki og vandanum vaxinn að venju. Bestur var Jóel þó í útsetningu Gregs á Infant eyes Wayne Shorters. Greg er ástríðufullur stórsveitar- stjórnandi og fínn útsetjari. Margir hefðbundnir stórsveitarútsetjarar sem mikið eru leiknir nú til dags fara í mínar fínustu, en Greg býr yfir jafn næmun skilningi á tónsmíðum nú- tímadjassleikara og tilfinning hans er fyrir hinni klassísku djasstórsveit. Það sannaðist í túlkun hans og sveit- arinnar á Shades of Jay eftir Joe Henderson. Þar blés hann líka fauta- fínan trompetsóló, en hann lék um langt árabil á trompet í sveitum Woody Hermans og Buddy Richs. Ekki verður skilið við þessa stór- skemmtilegu tónleika án þess að minnast á flutninginn á After you’ve gone. Greg kynnti Björn R. Einars- son til leiks, og hafði komist að því að hann lék með Jack Hanna, sem lengi var trommari Woody Hermans, á Keflavíkurvelli. Fékk hann Björn og Sigurð Flosason, sem blés í klarinett, til að leika með sér og hrynsveitinni dixílandútsetningu af laginu áðuren stórsveitin tók við. Skemmtilegt að heyra kappann BRE, sem stofnaði fyrstu djasshljómsveit sína fyrir 45 árum, blása enn með glæsibrag. Stórsveit Reykjavíkur hefur stefnt uppá við til þessa og tónleikarnir með Greg Hopkins sanna að fleyið sem Sæbjörn Jónsson ýtti úr vör fyrir meira en áratug siglir beitivind til nýrra afreksstranda. Hopkins stjórnar Herman DJASS K a f f i l e i k h ú s i ð Birkir Freyr Matthíasson, Einar Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson, Ei- ríkur Orri Ólafsson og Örn Haf- steinsson trompetar; Björn R. Ein- arsson, Eyþór Kolbeins, Samúel Jón Samúelsson og David Bobroff básúnur, Ólafur Jónsson, Stefán S. Stefánsson, Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Sturlaugur Björnsson saxófónar, klarinettur og flautur, Ástvaldur Traustason píanó, Ed- vard Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassi og Jóhann Hjör- leifsson trommur. Stjórnandi: Greg Hopkins, sem einnig blés í flyg- ilhorn og trompet. Miðvikudags- kvöldið 31.10. 2001. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Vernharður Linnet STRINDBERG-hópurinn og Leik- félag Reykjavíkur standa sameig- inlega að þremur leiklestrum á verkum Strindbergs á Litla sviði Borgarleikhússins í nóvembermán- uði. Leiklestrarnir eru í tengslum við sýningu á Dauðadansinum og verður sá fyrsti á morgun kl.17 þegar Kröfuhafar verða lesnir. Kröfuhafa skrifaði Strindberg í ágúst 1888. Verkið kallar hann „tragikómedíu“. Í verkinu er lýst ástarþríhyrningi milli tveggja karla og einnar konu; hjónanna Adólfs og Teklu og fyrrverandi eig- inmanns hennar, Gústafs. Gústaf hefur aldrei sætt sig við að Adólf tæki frá honum konuna. Hann ákveður að ná sér niðri á þeim og gera þau hlægileg. Hann nær haldi á Adólfi dag einn á með- an Tekla er ekki heima, veiðir hann í gildru. Adólf skal fá að sjá hversu veikur og lítilmótlegur hann er og að Tekla hafi aldrei elskað hann. Þegar Gústaf ætlar að leika sama leik við Teklu og Adólf sér hún fljótlega við honum – en þó ekki fyrr en skaðinn er skeður. Hér skoðar Strindberg á kóm- ískan hátt hvort tveir jafnvígir ein- staklingar geti átt farsælt hjóna- band. Hann skoðar einnig hvort veikur og sterkur einstaklingur geti gengið saman og veltir upp spurningunni um hvað gerist þegar annar makinn er gefandi og hinn þiggjandi. Getur verið að sá tími komi að þiggjandinn hætti að bíða eftir að honum verði gefið og fari bara að taka það sem honum sýnist? Leikarar sem taka þátt í leik- lestrinum eru Gunnar Hansson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Morgunblaðið/Ásdís Leikararnir Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Gunn- ar Hansson og standandi er leikstjórinn, Gunnar Gunnsteinsson. Kómískur ástar- þríhyrningur Á HUGVÍSINDAÞINGI sem Hug- vísindastofnun og Guðfræðistofnun efna til í Háskóla Íslands í dag og á morgun verða fluttir 64 fyrirlestrar. Þinginu er ætlað að gefa háskóla- fólki, nemendum jafnt sem kennur- um og öllum öðrum áhugamönnum um hugvísindi, kost á að heyra og sjá það sem efst er á baugi í hugvísind- um við Háskóla Íslands. Að sögn Jóns Ólafssonar forstöðu- manns Hugvísindastofnunar er þetta í fjórða sinn sem Hugvísinda- þing er haldið. „Undanfarin ár hefur þingið vakið mikla athygli og verið fjölsótt. Það hefur glögglega komið í ljós að það sem háskólakennarar eru að fást við í rannsóknum sínum á sviði íslenskra og alþjóðlegra bók- mennta, sagnfræði, guðfræði, heim- speki og fleiri greina vekur áhuga langt út fyrir háskólasamfélagið. Áhrif háskólaumræðu á þjóðfélags- og stjórnmál koma einnig glögglega í ljós á þingi sem þessu,“ segir Jón. Þingið hefst í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 13 í dag með fyrirlestri Eriks Skyum-Nielsen, bókmennta- fræðings, en hann er afkastamikill þýðandi íslenskra bókmennta á dönsku. Mun hann fjalla um viðtökur íslenskra bókmennta í Danmörku. Skyum-Nielsen mun velta því fyr- ir sér hvort það sem þýtt er á dönsku gefi rétta mynd af fjölbreytni ís- lenskra samtímabókmennta. Þá mun hann fjalla um spurningarnar: Hvaða höfundar verða fyrir valinu? Hverjir eru ekki þýddir? Hvað segja dönsku textarnir um ólík viðhorf til bókmenntaþýðinga og hvaða strauma má einkum greina í þýðing- unum? Þrír aðrir fyrirlestrar verða þennan fyrri dag þingsins: Böðvar Guðmundsson talar um bréf Vestur- heimsfara til fjölskyldu og vina á Ís- landi, Eyjólfur Kjalar Emilsson tal- ar um uppruna viljahugtaksins í vestrænni heimspeki og Ástvaldur Ástvaldsson talar um minnisgeymd fólks sem ekki hefur ritmál. Á morgun verða flestir fyrirlestr- ar haldnir í málstofum. Morgunmálstofur hefjast kl. 9.30 en síðdegismálstofur kl. 14. Þrír lengri fyrirlestrar verða einnig haldnir: Gunnar Karlsson ræðir um löggjafarvald og dómsvald í íslenska þjóðveldinu, Guðmundur Hálfdanar- son talar um þjóðerni og hnattvæð- ingu og Kristján Árnason talar um uppruna Eddukvæða og dróttkvæða. Þessir fyrirlestrar verða í hátíðasal en málstofur verða í Árnagarði, Odda, Nýja-Garði og Lögbergi. Frá kl. 14–17.30 verður haldið málþing um þýðingar Eriks Skyum- Nielsens í stofu 101 í Odda. Hugvísinda- þing í Há- skóla Íslands SÍÐASTA atriðið á Menningarhátíð Eystrasaltsríkjanna á Norðurlönd- um, sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu, eru sembaltónleikar Ainu Kalnciemu sem fram fara í kvöld kl. 20. Aina er einn fremsti semballeik- ari Lettlands. Á efnisskránni eru sónata eftir Dm Bortnianski, Kantata eftir Pet- eris Vasks, tvö verk eftir I.P.N. Roy- er og 5 sónötur eftir D. Scarlatti. Aina fæddist í Ríga og hóf tónlist- arnám sitt þar. Hún útskrifaðist með láði sem einleikari á sembal frá pí- anó- og orgeldeild tónlistaháskólans í Sankti Pét- ursborg. Kalnciema hefur farið í tónleikaferða- lög um öll lýð- veldi Sovét- ríkjanna fyrrverandi, Evrópu þvera og endilanga, Bandaríkin, Kanada og Ástralíu. Hún er sérfræð- ingur í gömlum hljómborðshljóðfær- um og kennir á sembal við lettneska tónlistarháskólann jafnframt því að stjórna bæði Bach-tónlistarmiðstöð- inni í Ríga og Sembal leikarasam- bandi Lettlands. Aina hefur leikið bæði eldri tónlist og samtímatónlist inn á margar hljómplötur og komið fram með mörgum hljómsveitum. Sembaltón- leikar í Nor- ræna húsinu Aina Kalnciema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.