Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 54

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hans Jörgenssonfæddist í Merki- gerði á Akranesi 5. júní 1912. Hann lést á Heilsustofnuninni í Hveragerði 24. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jörgen Hansson, vél- stjóri og smiður, frá Elínarhöfða við Akranes, f. 20. nóv. 1881, d. 8. febrúar 1953, og Sigurbjörg Halldórsdóttir, f. 13. júní 1891 á Austur- völlum á Akranesi, d. 2. sept. 1977. Hans var næst- elstur sex systkina. Þau eru Hall- dór, smiður og útfararstjóri á Akranesi, Sigrún, Björgvin kenn- ari, Ingibjörg og Guðrún, húsmóð- ir og skrifstofumaður. Öll eru þau látin nema Guðrún. Árið 1943 kvæntist Hans Sig- rúnu Ingimarsdóttur, handa- vinnukennara frá Litla-Hóli í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Ingimar Hallgrímsson bóndi þar og kona hans Sigurbjörg Jóns- dóttir. Synir þeirra eru: 1) Jörgen Ingimar Hansson, verkfræðingur, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur. Börn þeirra eru: Sigrún kennari, kennari við Barnaskólann á Ak- ureyri 1938–40, við Bændaskól- ann á Hvanneyri 1940–43 og Barnaskólann á Akranesi 1943– 58. Hann var skólastjóri Vestur- bæjarskóla í Reykjavík 1958–80. Hans var byggingarfulltrúi á Akranesi 1944–47 og bæjar- fulltrúi þar 1950–58, í rafveitu- stjórn og formaður 1946–58. Hann sat í fræðsluráði 1950–58, stofnaði Námsflokka Akraness 1957 og var formaður tónlistarfélags Akra- ness 1957. Hann stjórnaði karla- kór á Akranesi í tvö ár og starfaði í leikfélagi þar. Hann var formað- ur Átthagafélags Akraness 1962– 66, formaður Skátafélags Akra- ness 1952–56, einn af stofnendum St. Georgsgildis Reykjavíkur 1959 og gildismeistari 1961–66. Hann vann að stofnun St. Georgsgildis- ins á Íslandi 1963, var landsgild- ismeistari 1969–1971 og stofnaði Akranesgildið í Reykjavík 1971. Hans var formaður Skólastjóra- félags Íslands frá stofnun þess 1960–76. Hann var fulltrúi þess fé- lags við sameiningu félaga skóla- stjóra og yfirkennara árið 1977. Hann var framkvæmdastjóri og formaður Samtaka aldraðra árin 1977–1990 og stóð m.a. fyrir byggingarframkvæmdum félags- ins. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni fyrir störf að fé- lagsmálum 1. janúar 1992. Útför Hans fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Björgvin rafeinda- virki, Dóra þroska- þjálfi og María líf- fræðingur. 2) Snorri rafeindavirki, kvænt- ur Sigrúnu Jósteins- dóttur. Börn þeirra eru: Jósteinn bifreið- arstjóri, Hans Rúnar leiðbeinandi, Heimir, rafeindavirki, Erla húsmóðir og Snorri nemi. Stjúpbörn: 1) Bryndís Steinþórs- dóttir hússtjórnar- kennari. 2) Örn Stein- þórsson prentari, d. 1980, kvæntur Helgu Kristínu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: Guðfinna Ásdís fóstra, Sigrún Ingibjörg, fata- og textílkennari, Erna Sigurbjörg hárgreiðslu- meistari og Magnús Þór vélfræð- ingur. Langafabörnin eru 22 og langalangafabörnin tvö. Hans ólst upp á Akranesi. Hann tók sveinspróf í húsasmíði 1932, stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugarvatni 1932–34, tók íþrótta- kennarapróf 1936 og tók kennara- próf 1938. Hann lauk meistara- prófi í húsasmíði 1937 og öðlaðist réttindi til að teikna hús til bygg- ingar á Akranesi 1948. Hans var Mér er einkar ljúft að minnast stjúpa míns og góðs vinar Hans Jörgenssonar. Andlát hans kom okk- ur mjög á óvart þó hann nálgaðist 90 ára aldurinn. Hann var nýkominn á Heilsu- stofnunina í Hveragerði, ók þangað á bílnum sínum og ætlaði að vera þar sér til hressingar í nokkurn tíma. Hann vonaðist til að þeir gætu lagað eitthvað á sér bakið, eins og hann tók til orða og brosti góðlátlega. Að baki var annríkistími, m.a. við að skrifa blaðagrein um verndun rjúpnastofnsins. Einnig var hann að venju að taka saman söngbækur og skrifa nótur, sem ætlaðar voru söng- hópum aldraðra o.fl. Lífsviljinn var einstakur og áhuginn á mönnum og málefnum óbilandi. Honum líkaði dvölin vel og hefur ábyggilega aðeins ætlað að leggja sig en svefninn leiddi hann inn í æðri heima. Betri endalok er vart hægt að hugsa sér. Söknuð- urinn er mikill en jafnframt þakklæti fyrir að fá að hafa hann svona lengi hjá okkur. Þegar ég var á fermingaraldri flutti ég til stjúpa míns og móður á Hvanneyri. Þar nutum við Örn bróð- ir minn strax góðrar leiðsagnar hans og reyndist hann okkur ætíð sem góður og traustur vinur. Á Hvanneyri kenndi hann aðal- lega smíðar, söng og íþróttir og vann á sumrin þá og síðar við húsbygg- ingar víða um sveitir Borgarfjarðar. Síðan fluttum við til Akraness þar sem hann og móðir mín gerðust bæði kennarar. Þá átti ég því láni að fagna að kynnast fjölskyldunni í Merki- gerði. Í fyrstu bjuggum við í sama húsi og þau, húsinu sem faðir hans hafði byggt og flutt var í þegar for- eldrar hans giftu sig. Á búskaparár- um þeirra var unnið hörðum höndum og markinu stillt í hóf, það var að annast velferð barna sinna og koma þeim til mennta. Minnisstæðast frá þeim árum er einstök samheldni fjöl- skyldunnar, sönggleði og félagsandi sem þar ríkti og á hátíðum gamal- grónir þjóðlegir siðir sem einkennd- ust af traustri og einlægri trú. Í þeim anda höfðu Sigurbjörg og Jörgen stjórnað heimili sínu frá upphafi. Það veganesti hlutu börn þeirra. En fjöl- skyldan hafði ekki farið varhluta af sorg og mótlæti. Tvær dætur létust úr berklum með árs millibili, Ingi- björg nær 14 ára og Sigrún 23 ára. Árið 1956 tóku þau sig upp stjúpi minn og móðir og fóru bæði til fram- haldsnáms í Kaupmannahöfn og bræður mínir Ingimar og Snorri fóru þar í heimavistarskóla. Oft var minnst þeirra daga sem voru í senn lærdóms- og viðburðaríkir. Lengst af bjó fjölskyldan í Reykjavík. Hann var skólastjóri Vesturbæjarskólans en hún handavinnukennari í Voga- skóla. Á fyrstu árunum voru yngri bræður mínir báðir við nám en Örn hafði lokið námi í prentiðn á Akur- eyri og eignast fjölskyldu þar og fal- legt heimili. Þrátt fyrir erilsaman dag við vinnu og félagsstörf stjúpa míns og móður var alltaf tími til að sinna fjöl- skyldu og vinum. Ógleymanlegar eru stundirnar í Bakkaseli, bústað skóla- stjóra við Þingvallavatn. Þar safnað- ist fjölskyldan saman, stórir og smá- ir. Veitt var í vatninu, leikið sér og safnast saman við arineld á síðkvöld- um. Síðustu búskaparárin bjuggu þau á Aflagranda 40. Þar gafst þeim tími fremur en áður til að njóta líðandi stundar án þess að hafa áhyggjur af verkefnum morgundagsins. Fé- lagsstörfin áttu eftir sem áður hug þeirra. Þau héldu tryggð við gamla skátahópinn, Félag kennara á eftir- launum og ekki síst vini sína úr skólastjóra- og kennarahópnum að ógleymdri fjölskyldunni. Eftir að móðir mín lést árið 1992 og fé- lagsstörfum fækkaði fékk Hans sér tölvu og ljósritunarvél til að vera fljótari að koma hugðarefnum sínum í framkvæmd. Hann stjórnaði söng á Aflagranda, söng í kórum og naut þess að ferðast á bílnum sínum um landið, lesa góðar bækur og fylgjast með þjóðmálum. Hann hafði hugann hjá fjölskyld- unni allri, innan lands og utan. Var ætíð boðinn og búinn að hjálpa okkur og gleðja. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti, virðing og væntum- þykja. Þakklæti til Margrétar góðr- ar vinkonu hans og ferðafélaga. Þakklæti til allra vinanna og söng- félaga. Hópurinn hans, stórir og smáir, kveðja hann og biðja honum guðs blessunar á ókunnum stigum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Bryndís Steinþórsdóttir. Hann Hans bróðir þinn er dáinn. Þessi orð komu mér mjög á óvart, þrátt fyrir að Hans væri á nítugasta aldursári. Hann var svo hress og fullur af lífskrafti. Síðustu helgina sem hann lifði bauð hann mér og Margréti í Íslensku óperuna á Töfra- flautuna eftir Mozart. Hann sótti mig hingað í Kópavoginn og ók mér svo heim um kvöldið. Þetta var ynd- isleg kvöldstund. Ég kvaddi hann að skilnaði og óskaði honum góðrar hressingar í Hveragerði, en þangað fór hann á mánudag. Á miðvikudag hafði hann fengið sér eftirmiðdags- blund, en hann vaknaði ekki af þeim blundi. Við vorum sex systkinin, þrír bræður og þrjár systur. Báðar syst- ur okkar dóu ungar. Ég var lang- yngst og allir bræður mínir farnir að heiman, þegar ég man eftir mér. En þeir komu oft í heimsókn. Það var alltaf svo gaman, þegar Hans kom. Hann var svo einstaklega skemmti- legur og góður bróðir. Mér er minnisstætt að á kreppu- árunum 1938 eða 9 eignaðist vinkona mín gítar. Ég var alveg veik, mig langaði svo í gítar, en ég vissi að það var útilokað. Dag einn kom Hans í heimsókn með þennan fína gítar og gaf mér. Ég held að ég hafi aldrei fengið kærkomnari gjöf. Hann hefur örugglega þurft að neita sér um eitt- hvað til að geta keypt þennan góða grip. En svona var Hans. Elsku bróðir, ég þakka þér fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Guðrún Jörgensdóttir. Við fráfall ættingja og góðs vinar setjast eftirsjá og söknuður að í hug- anum. En góðar og fagrar minningar rifjast upp þegar litið er yfir farinn veg. Þannig er því farið hjá okkur systkinunum frá Sólbakka er við minnumst föðurbróður okkar, Hans Jörgenssonar. Það má segja að hann hafi verið okkur samferða frá því við munum fyrst eftir okkur. Minning- arnar um elskulegan og góðan frænda sem ævinlega bar hag okkar fyrir brjósti eru sveipaðar heiðríkju og birtu. Halldór faðir okkar og Hans voru elstir systkinanna í Merkigerði og voru alla tíð mjög samrýndir og góð- ir vinir. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna og áttu þær margar ánægjulegar samverustundir. Ofarlega í huga okkar eru bernskuminningar tengdar jólunum á Akranesi þegar við vorum að alast upp. Það var fastur liður í jólahaldi fjölskyldunnar á Sólbakka að heim- sækja Hans og Sigrúnu á aðfanga- dagskvöld og þar hittum við einnig afa og ömmu í Merkigerði meðan þeirra naut við. Tilhlökkunin var ætíð jafnmikil þegar við komum til Hans og fjölskyldu. Móttökurnar voru alltaf jafngóðar og mikil var eft- irvæntingin að taka upp jólagjafirn- ar sem við vissum að biðu okkar þar. Það var ávallt eitthvað sem kom skemmtilega á óvart, oft eitthvað sem Hans hafði sjálfur búið til. Sér- staklega er okkur minnisstætt stórt dúkkuhús sem hann smíðaði og við systurnar lékum okkur lengi með. Og ekki má gleyma veitingunum sem bornar voru á borð af alkunnum myndarskap þeirra mæðgna, Sig- rúnar og Bryndísar. Þetta var mikil hátíð, ekki síst þegar Hans settist við orgelið, við sungum öll saman jóla- sálmana og gengum í kringum jóla- tréð. Það voru sannarlega góð og gleðileg jól sem við áttum þar með Hans frænda okkar og fjölskyldu hans og þær samverustundir munu okkur seint úr minni líða. Bernskuminningar okkar um Hans tengjast ekki aðeins hátíðis- stundum í fjölskyldunni heldur einn- ig fleiri þáttum í lífi okkar. Hans var lengi kennari við Barnaskólann á Akranesi og var vinsæll og virtur meðal nemenda og samstarfsmanna sinna. Þar stundaði hann alla al- menna kennslu auk þess að kenna íþróttir, smíði og söng. Hans var röggsamur, skemmtilegur og lifandi kennari og fór oft ótroðnar slóðir í kennslunni. Hann hefur eflaust verið langt á undan sinni samtíð í kennslu- háttum en frá því hann hóf kennslu fyrir rúmum sex áratugum fór hann oft með nemendur sína í vettvangs- ferðir, kenndi þeim að þekkja blóm og jurtir og sjóða úr þeim te. Einnig stoppaði hann upp fugla og kom sér upp fjölbreyttu fuglasafni sem hann notaði við kennsluna. Þá lagði hann mikla áherslu á félagsþroska nem- enda sinna, kenndi þeim að koma fram, leika í leikritum, lesa upp, dansa og syngja enda hafði hann þessa færni ágætlega á valdi sínu en hann var sjálfur ágætur leikari og góður söngmaður. Hans var einstak- lega barngóður og börn virtust lað- ast að honum hvar sem hann fór. Einkum var þó einkennandi fyrir samskipti hans við börn hvað hann hafði sjálfur gaman af þeim og hafði næmt auga fyrir því broslega og skemmtilega í fari þeirra og fram- komu. Þetta kom vel fram í þeim sögum sem hann sagði af samskipt- um sínum við nemendur sína. Þess- ari hlið á frænda okkar kynntumst við systkinin sjálf í Barnaskólanum á Akranesi því við vorum öll svo lán- söm að njóta leiðsagnar hans og kennslu. Nýr kafli í lífi Hans hófst þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og gerðist skólastjóri Vesturbæjarskólans sem þá var til húsa í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Sú yngsta af þeim sem þetta rita varð síðan þeirrar gæfu aðnjótandi að stíga þar sín fyrstu spor sem kennari. Leiðsögn hans á þeim árum var sannarlega góð og fyrir hana ber að þakka. Hans var einstaklega duglegur og fylginn sér við allt sem hann tók sér fyrir hendur og hann hafði lifandi áhuga á mönnum og málefnum. Hann var afar kátur og félagslyndur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann var hæfileikaríkur og tók þátt í ýmsum félagsstörfum á langri ævi, hann var m.a. skátafor- ingi, lék með Leikfélagi Akraness, tók þátt í kórastarfi, bæði sem söng- maður og stjórnandi og stóð að stofnun Námsflokka Akraness. Þá voru honum falin ýmis trúnaðar- störf, m.a. í bæjarmálum á Akranesi, og einnig var hann fyrsti formaður Skólastjórafélags Íslands. Við starfslok settist hann ekki í helgan stein heldur gerðist framkvæmda- stjóri Samtaka aldraðra en þau sam- tök stóðu fyrir byggingu íbúða fyrir eldri borgara. Hann stundaði dans fram á efri ár og var virkur í fé- lagsstarfi aldraðra. Í einkalífi sínu var Hans gæfu- maður. Hann og Sigrún kona hans voru einkar samhent, hún studdi hann í öllum þeim fjölmörgu störfum sem hann tók sér fyrir hendur og átti stóran þátt í að viðhalda góðu sam- bandi milli fjölskyldnanna. Lífsgleðin og krafturinn sem voru svo einkennandi fyrir Hans áttu án efa mikinn þátt í því hve farsæll hann var bæði í störfum sínum sem smið- ur, kennari og síðar skólastjóri og einnig í einkalífi sínu. Þessir eigin- leikar fylgdu honum í tæpa níu ára- tugi, hann hafði þá list á valdi sínu að vera ævinlega ungur í anda og hann hélt reisn sinni til síðasta dags. Að leiðarlokum viljum við systk- inin þakka af hjarta þá alúð og um- hyggju sem Hans frændi veitti okk- ur alla tíð og þann áhuga sem hann sýndi okkur bæði í námi og starfi. Okkur verða ávallt ofarlega í huga þær fjölmörgu góðu stundir sem við áttum saman. Við sendum ástvinum hans öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þau og styrkja nú og ævinlega. Guð blessi minningu Hans frænda okkar. Sigrún Ingibjörg, Sigurbjörg, Ingimar og Guðbjörg. Kveðja frá Bakkaselsfélögum Hans Jörgensen, félagi og vinur okkar, er horfinn á vit feðra sinna rétt í þann mund sem hann hefði fyllt níutíu árin. Hann ásamt Vilbergi Júl- íussyni var helsti hvatamaður að stofnun Skólastjórafélags Íslands. Saman börðust þeir fyrir fjölda hagsmunamála skólastjóra. Eitt af þeim málum var að skapa aðstöðu fyrir skólastjóra til að dvelja um stund að sumrinu í fögru umhverfi í faðmi íslenskrar náttúru og njóta kyrrðar og næðis. Fjármunir voru ekki á lausu til slíkra verka þá. En eftir að þeir höfðu fundið stað við suðurenda Þingvallavatns með all- góðum húsakosti og aðgangi að vatn- inu lagði vel á annan tug skólastjóra í púkk og tryggðu þeir sér nokkra dvalardaga á sumri á þessum fagra stað. Í yfir þrjátíu ár héldum við skólastjórar hópinn um þennan fagra stað sem við nefndum Bakka- sel. Allan þann tíma var Hans drif- fjöðrin í þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar voru til viðhalds staðn- um og endurbóta. Verkkunnátta hans og lagni nýttist með afbrigðum vel í þessum félagsskap því lagni þurfti ekki aðeins til verka heldur líka til að sameina krafta og stilla saman strengi hóps manna sem hver og einn var vanur að ráða í sínum garði. Einn félaga okkar, Hallgrímur Th. Björnsson, ritaði eftirfarandi texta og vísubrot í Bakkaselsdag- bókina 26. júní 1965. Orð hans lýsa vel hug okkar og þakklæti til þeirra félaga: „Nú er liðið að kvöldi síðasta dags okkar hér. Þrátt fyrir aflaleysi í venjulegri merkingu þess orðs höf- um við lifað hér ánægjulegu lífi og aflað andlegra verðmæta, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Hugir okkar, fullir þakklæti, hafa tíðum reikað til þeirra ágætu manna, sem lögðu hendur að verki að bæta og fegra Bakkasel. Enginn meira yndi veit, eða má sér kjósa, en orlofsdvöl í sælli sveit sumar daga ljósa. Þetta fundu framámenn félags skólastjóra. Brutu leið til lausnar senn leist ei ráð að slóra. Hófu leit og loksins þeim lánaðist að finna þráða höll í Grafningsgeim grundvöll óska sinna. Bakkasel nú heitir hún höllin stórra drauma. Undir Hengils breiðri brún á bökkum vatns og strauma. Bakkasel er bygging glæst á bökkum vatnsins góða. Hans og Vilbergs hefur ræst hugsjón meðal þjóða. (H. Th. B.) Hjartans þakkir, Hans, fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur Bakka- selsfélaga þína. Innilegar samúðar- kveðjur til ættingja þinna og sam- ferðafólks. Haukur Helgason. Fyrirvaralaust kvaddi Hans, sá röski heiðurs- og sómamaður. Það eru margir áratugir frá fyrstu kynn- um. Á kennaraþingi á Blönduósi 1949 mætti röskleg framvarðasveit kennara frá Akranesi. Í þeim hópi var Hans Jörgensson. Á Akranesi ríkti sannur skólaandi undir stjórn Friðriks Hjartar. Þessi hópur bar HANS JÖRGENSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.