Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 55
með sér ferskan blæ frumkvæðis og
framvarðar í skólastarfi. Þeir sem
tileinkuðu sér þau gildi, voru tilbúnir
að hasla sér völl og takast á við ný
verkefni.
Hans tók að sér skólastjórn í Vest-
urbæjarskólanum í Reykjavík 1958.
Þar fann hann sér nýjan og víðari
vettvang til starfa. Þessi vettvangur
veitti honum tækifæri til starfa að fé-
lagsmálum skólastjóra. Í nóvember
1958 kallaði hann til fundar nokkra
skólastjóra og lagði fram hugmynd
að stofnun Skólastjórafélags Ís-
lands. Markmið félagsins var skýrt
mótað af hans hálfu: að stuðla að um-
bótum í fræðslu- og uppeldismálum
þjóðarinnar, að vinna að aukinni
menntun skólastjóra, að stuðla að
kynningu meðal félagsmanna.
Í þessum félagsskap kynntist ég
nánar hinum félagsdjarfa manni.
Þetta félag í samstarfi við hans nánu
stjórnarmenn, stóð að yfirgrips-
miklu starfi. Þarna fóru fram fagleg-
ar umræður, hvetjandi markmið
voru sett fram og kjarnyrt skoðana-
skipti, alþjóðleg viðhorf kynnt, en
síðast en ekki síst ómetanlegar
ánægjustundir á fundum og ferða-
lögum innanlands og erlendis í
tengslum við námskeiðin.
Í þessu starfi stóð Hans í forystu
ásamt sínum sterku og hugmynda-
ríku stjórnarmönnum að ógleymdri
henni Sigrúnu, hinum trausta bak-
hjarli hans í lífi og starfi. Þessi fé-
lagshópur vann óslitið fram til 1978.
Á þessum tíma voru haldin átta
fræðslu- og kynningarmót skóla-
stjóra.
Síðustu árin sátum við saman í
kyrrð, en þokkalegu annríki á síð-
degi ævihlaupsins sem félagar í
EKKÓ, kór félags kennara á „síð-
degislaunum“. Þar eru saman komn-
ir syngjandi kennarar sem lokið hafa
sínum starfstíma við framfærslu
þegna og þjóðarbús.
Síðasta samkoma okkar var á
samkomu Úrvals-Útsýnar á Hótel
Sögu hinn 19. okt. Þar gekk Hans í
fararbroddi kórsins til söngs. Að
loknu ljúfu klappi sungum við auka-
lagið „Ég að öllum háska hlæ, hafi
Sóns á ströngu. Mér er sama nú
hvort næ nokkru landi eða öngu.“
Þessi heiðursmaður er kvaddur og
lending hans er fyrir löngu tryggð
sem umbun fyrir allt það mikla og
óeigingjarna starf hans að menntun,
menningu og gleði fyrir þjóð sína,
þegna og nánustu félaga.
Innileg samúðarkveðja til fjöl-
skyldunnar. Blessuð sé minning
hans.
Hjörtur Þórarinsson.
Mér er ljúft og sárt í senn að setja
nokkur orð á blað. Göfugmenni er
gengið enn göngu sína í hinzta stað.
Fyrstu kynni okkar Hans heitins
voru á sviði skólamennskunnar sem
kennarar, söngkennarar, kórstjórn-
endur og skólastjórar, kynni sem
urðu ævilöng og aldrei bar skugga á.
Hann var þeim mannkostum
gæddur, sem opnuðu leiðir til beztra
kynna og fölskvalauss vinfengis.
Dagfarslega hóglátur, vinhlýr og yf-
irlætislaus, en samtímis harla glögg-
ur, skipulagður, markviss og ákveð-
inn á sinn fágaða hátt. Þessum
eiginleikum búinn var hann hvers
manns hugljúfi og vinsæll, einnig
meðal nemenda sinna. Ekki var há-
reystin um hann.
Kennslustarfið leit hann alvarleg-
um augum og reisti því háan staðal í
djúpri virðingu fyrir manngildi og
mannkostum. „Þetta starf,“ sagði
hann, „er mikilvægast allra starfa
hvers og eins þjóðfélags næst á eftir
skólamennsku heimilanna, þar sem
fyrsta og allraveigamesta mótun,
fræðsla og stefnumörkun fer fram.
Þar sem grundvöllurinn er byggður
og fyrstu hornsteinarnir lagðir.
Sjáðu, Jón. Við erum bara númer tvö
sem kennarar á eftir foreldrunum
sjálfum, sem eru fyrstu kennarar.
En eigi að síður, sem skólamenn,
meðhöndlum við það dýrmætasta
sem þjóðin á, börnin og unglingana,
mótum þau og mörkum þeim stefnu
inn í framtíðina sjálfum þeim til
blessunar og þjóðfélaginu til far-
sældar. Og þegar til kjarnans er klif-
ið, veltur allt á þessari fyrstu mótun
og veganestinu, sem við gefum.“
Þannig mat hann starf sitt sem
kennari og skólastjóri. Og sammála
vorum við algjörlega um, eins og
hann sagði: „Almennt er börnunum
kennt allt of lítið, þegar hinn ungi
hugarheimur er alopinn fyrir hverj-
um fróðleik sem vera skal, og skjót-
leiki tileinkunarinnar með ólíkind-
um. Þau iðka nefnilega hina
háspekilegu kenningu okkar, að
„móðir alls lærdóms er endurtekn-
ingin“. Og hvað gera smábörnin ann-
að en að tala og masa stanslaust? Og
sjáðu. Þau tileinka sér móðurmálið á
ótrúlega skömmum tíma miðað við
fullorðna, svo ekki sé talað um
roskna, sem ætla að nema ný tungu-
mál.“ … „Já, en verðum við nú ekki
oft nokkuð þreytt á þrotlausu mas-
inu í þeim?“ spurði ég. „Jú, en það
eru mistök okkar,“ svaraði hann.
„Ættum við þá ef til vill að hvetja
þau til að masa meira og meira um
fleira og fleira?“ spurði ég aftur. „Ja,
því ekki það? Sennilega myndu þau
tileinka sér heilmikið annað með
sambærilegum hraða og þau grípa
móðurmálið sjálft,“ svaraði hann …
Þetta var Hans, skólamaðurinn.
Hans unni tónlist mjög, lifði og
hrærðist í henni og kenndi söng alla
ævi og var mikill áhugamaður um al-
mennan söng. Ég minnist þess frá
kennara- og skólastjóraþingum okk-
ar, að hann lagði fram söngvahefti,
sem hann hafði tekið saman til sam-
söngs á mannfundum okkar og
hvatti mjög til að taka lagið. Slíku
hefur hann haldið áfram, framleitt
söngvahefti fyrir ýmsa sönghópa,
ekki síst síðustu árin, einnig fyrir
eldri borgara. Ég vissi til þess, að
hann var nýbúinn að fá sér vandaða
tölvu til að geta unnið þetta verk sem
hraðast og bezt. Segja má, að hann
hafi lifað fyrir sönginn.
Nánust urðu kynni okkar þó, hvað
söng snertir, þegar ég tók að mér að
stjórna kór eftirlaunakennara,
EKKÓ-eftirlaunakennarakórnum.
Í kórsöngnum var hann góður
liðsmaður. Þelmjúk bassaröddin, yf-
irtónarík og hljómþýð féll vel inn og
fyllti upp. Þar var hann heill og
óskiptur sem og í öllu, er hann fékkst
við. Æfingarnar sótti hann óskeikult,
jafnvel þótt lasinn væri og með hita.
Nótur las hann vel, tónnæmur og
söng rétt … Þetta var Hans, tónlist-
arunnandinn.
Er við gengum út að lokinni söng-
æfingu fimmtudaginn 18. október
tjáði hann mér, að nú ætti að senda
hann til Hveragerðis til hressingar
um tíma. „En ef þú þarft á mér að
halda skrepp ég í bæinn og syng með
ykkur. Jólasöngurinn er framundan,
og svo er það árshátíðin,“ sagði
hann. Ég bað hann að hugsa nú bara
vel um sjálfan sig og hvílast frá
körfuhörkunni í mér.
Daginn eftir, hinn 19., sungum við
á Hótel Sögu fyrir ferðaskrifstofurn-
ar Úrval-Útsýn yfir rúmlega 300
manns. Með stafinn sinn í hendi fór
Hans fyrstur inn á söngsvæðið og
sagði um leið og hann gekk framhjá
mér: „Ég læt mig hafa það að standa
á þessum söngpöllum.“ (Venjulega
sat kórinn á söngæfingum, hann orð-
inn þreyttur, enda ekkert ungmenni
lengur.)
Til Hveragerðis fór hann mánu-
daginn hinn 22. Miðvikudagskvöldið
24. gekk hann til náða, en lézt í svefni
þá nótt. Fékk þannig friðsælt andlát
eins og bezt verður á kosið, enda
hvíldin kærkomin eftir langan anna-
saman ævidag. Daginn eftir, fimmtu-
daginn hinn 25., er við mættum til
söngæfingar, fréttum við andlát
hans. Þetta hafði allt gerzt svo skjótt
eitt af öðru aðeins með nokkurra
daga mun, að andlátsfregnin var
okkur öllum í rauninni mikið áfall.
Þessi sívökuli og söngelski félagi
horfinn úr hópnum okkar – og það
svona skjótlega þvert ofan í vonina
að sjá hann endurhresstan til söngs
á ný!
EKKÓ kveður Hans með djúpri
virðingu og innilegu þakklæti fyrir
ómetanlegan og sívökulan stuðning í
söngnum og þann góða félags- og
sönganda sem hann bar jafnan með
sér. Hlýjar samúðarkveðjur sendir
kórinn einnig eftirlifandi ástvinum
hans.
Sjálfur kveð ég þennan dygga og
trausta kórþegn minn með söknuði
og trega, en jafnframt í djúpu þakk-
læti fyrir næmleik hans í að fylgja
mér í túlkun og blæbrigðum, og ekki
sízt fyrir sönggleðina, sem ljómaði af
honum og vakti mér eldmóð.
Blessuð sé minning hans.
Jón Hjörleifur Jónsson.
Þeim fækkar smátt og smátt sem
forystu höfðu um stofnun Skóla-
stjórafélags Íslands. Nú hefur einn
af frumkvöðlunum, Hans Jörgens-
son, kvatt þessa jarðvist.
Þegar Skólastjórafélagið var
stofnað 1960 var Hans skólastjóri við
Vesturbæjarskóla í Reykjavík. Hann
gerðist skólastjóri við þann skóla
1958 en hafði áður lengst af verið
kennari fyrst á Akureyri og síðan á
Akranesi. Á Akranesi var hann virk-
ur í bæjarmálum og sat í bæjarstjórn
í tvö kjörtímabil. Hann var þar í for-
ystu í tónlistarmálum og kom víðar
við í félagsmálum. Hann tók virkan
þátt í skátahreyfingunni og þar hóf-
ust kynni þeirra Vilbergs heitins Júl-
íussonar skólastjóra sem ásamt
Hans á mestan heiður af stofnun
Skólastjórafélagsins. Á fyrsta fundi
félagsins var Hans kjörinn formaður
og gegndi því frá 1960 til 1976 eða
lengur en nokkur annar. Félagið var
þá einkum fagfélag en ekki sjálf-
stætt félag innan Kennarasambands
Íslands eins og nú.
Barátta þessara frumkvöðla
reyndist afar farsæl. Þeim tókst að
sameina nær alla skólastjóra barna-
skólanna undir sinn hatt, en þá var
annað félag fyrir gagnfræðaskólana.
Hans og Vilbergur voru óþreytandi í
því að standa fyrir fræðslumótum fé-
lagsins og voru þau haldin þriðja
hvert ár. Mótin stóðu í vikutíma og
makar skólastjóra mættu með þeim
á þessi mót. Þarna komust á kynni
sem entust alla ævi. Á þessum mót-
um voru alltaf fengnir fyrirlesarar
frá útlöndum sem stóðu framarlega í
skólamálum. Oftast komu þeir frá
einhverju Norðurlandanna og stund-
um voru þessi mót haldin erlendis.
Þetta hafði mjög góð áhrif á sam-
skipti manna og þjappaði stéttinni
saman. Félagið naut virðingar út á
við og verk þess voru vel metin af yf-
irvöldum menntamála.
Mótin sem hér er minnst á eru öll-
um ógleymanleg sem þau sóttu. Það
var ekki síst Hans að þakka sem með
ótrúlegri elju var vakandi og sofandi
yfir því að gera samvistirnar sem
bestar. Hann var góður músíkmaður
og spilaði á orgel og söngheftin sem
hann tók saman og prentaði með nót-
um voru þykkar bækur. Hann æfði
alltaf hóp manna sem voru eins kon-
ar forsöngvarar á þessum mótum.
Þá voru alltaf fjölbreyttar kvöldvök-
ur. Þegar menn voru að efast um að
hlutirnir gengju þá kom Hans alltaf
til skjalanna og sagði að þetta væri
ekki mikið mál, við myndum ná
þessu ef við legðum okkur fram.
Honum var ekki gjarnt að gefast upp
og hans mikla jákvæðni og glaða
lund kom flestu fram sem hann ætl-
aði. Hann átti ríkan stuðning þar
sem Sigrún kona hans var en þau
voru mjög samstillt og höfðu til að
bera mikinn metnað fyrir félagsins
hönd. Blessuð sé minning hennar.
Hans var farsæll skólastjóri sem
stýrði skóla sínum af látleysi og án
hávaða. Vesturbæjarskóli var þá til
húsa í gamla Stýrimannaskólanum
og þótt skólinn væri ekki fjölmennur
miðað við marga barnaskóla þá var
þar oft þétt setinn bekkurinn því
húsakynnin voru þröng. Ég minnist
þess er ég kom þangað í heimsókn
einhverju sinni hve nægjusamur
hann var með vinnuaðstöðu fyrir
sjálfan sig. Hans var þeirrar gerðar
að gera miklar kröfur til sjálfs sín og
hugsa um að standa sig í því sem
honum var trúað fyrir en alltaf jafn
tilbúinn að hliðra til fyrir öðrum.
Hvað kennsluna varðaði þá gat hann
brugðið sér í að kenna flestar grein-
ar. Honum var létt um að taka að sér
tónlistarkennsluna eða söng-
kennsluna eins og hún var kölluð á
þessum árum. Þá lá kennsla í
smíðum vel fyrir honum enda var
hann meistari í húsasmíðum og vann
á yngri árum jafnan við byggingar á
sumrin. Hann var duglegur að afla
sér aukinnar menntunar. Margar
ferðir fór hann utan á námskeið og til
að kynnast skólamálum þar.
Veturinn 1956–57 var hann við
framhaldsnám við Kennaraháskól-
ann í Danmörku og hann sótti öll
fræðslumót Skólastjórafélagsins.
Þegar Hans lét af störfum sem
skólastjóri 1980 hóf hann störf sem
framkvæmdastjóri Samtaka aldr-
aðra við byggingar íbúða fyrir þá.
Þar kom hann ótrúlega miklu í verk.
Reyndar var hann orðinn formaður
þeirra samtaka 1977 eftir að hafa
verið þar í stjórn um nokkurn tíma.
Hann var virkur félagi í Félagi kenn-
ara á eftirlaunum og góður liðsmað-
ur í kór þess félags nánast til dauða-
dags. Áhuginn alltaf samur við sig.
Nú hittir svo á að þann sama dag
og hann er borinn til grafar er að
hefjast aðalfundur Skólastjóra-
félagsins. Ég veit að hann hefði verið
þar viðstaddur eins og jafnan áður
þótt hann væri löngu hættur störf-
um. Kannski fylgist hann með fund-
inum af hærri sjónarhóli. Um leið og
ég færi Hans alúðarþakkir fyrir
fórnfúst en happasælt starf að skóla-
málum flyt ég sérstakar kveðjur frá
stjórn Skólastjórafélags Íslands. Við
Ingibjörg þökkum löng og gleðileg
samskipti um áratuga skeið. Innileg-
ar samúðarkveðjur eru færðar börn-
um og öðrum ættingjum hins látna.
Kári Arnórsson.
Kveðja frá Skólastjóra-
félagi Íslands
Látinn er Hans Jörgensson fyrr-
verandi skólastjóri. Hans var í for-
ystusveit þeirra skólastjóra sem
stóðu fyrir stofnun Skólastjórafélags
Íslands. Á stofnfundi félagsins 12.
júní 1960 var hann kjörinn formaður.
Hann lét af formennsku árið 1976 og
hafði þá veitt félaginu forystu í sex-
tán ár eða lengur en nokkur annar
hefur gert.
Hans var mjög ósérhlífinn maður
og allt hans mikla starf fyrir félagið
var ólaunuð vinna. Hann var einn af
aðalhvatamönnunum að fræðslumót-
um skólastjóra og drifkrafturinn í að
koma þeim á. Þessar samkomur voru
stéttinni mikils virði og sameinuðu
hana í baráttu fyrir bættu skólastarfi
og skerptu vitundina um mikilvægi
stjórnunar í farsælu skólastarfi.
Hann var fulltrúi félagsins í sam-
skiptum við yfirvöld menntamála og
laginn við að leiða mál félagsins til
farsælla lausna.
Skólastjórafélag Íslands stendur í
mikilli þakkarskuld við frumherjana
og ekki síst þá sem mótuðu starfið
fyrstu árin. Hans fylgdist vel með fé-
laginu eftir að hann hafði látið af
störfum og sótti aðalfundi og árshá-
tíðir félagsins til hinstu stundar.
Þannig stendur á í dag að um
sama leyti og útför hans fer fram er
verið að setja aðalfund félagsins. Ég
er þess fullviss að hann verður þar
með okkur í andanum, jafnum-
hyggjusamur og hann var um hag fé-
lagsins.
Fyrir hönd Skólastjórafélags Ís-
lands færi ég honum alúðar þakkir
fyrir fórnfúst og gæfuríkt starf.
Þorsteinn Sæberg, formaður SÍ.
Kveðja frá Samtökum aldraðra
Þegar heiðursmaður lýkur lífs-
göngu sinni er það saga lífsins að
endurtaka sig sem hún hefur ávallt
gert og mun ævinlega gera. En þá er
eðlilegt að horfa til baka og líta yfir
farinn veg.
Þegar hinu raunverulega lífstarfi
Hans Jörgenssonar sem var kennsla
ungmenna og skólastjórn var að
ljúka gerðist hann einn af frum-
kvöðlum Samtaka aldraðra og var
formaður þeirra í ein 12 ár. Það var
tími mikils uppgangs hjá félaginu,
byggðar voru á vegum þess yfir 170
íbúðir í fimm húsum sem allar hafa
þjónað eigendum sínum.
Það hafa því verið ófáar stundirn-
ar sem Hans eyddi til að framgangur
félagsins yrði sem mestur. Fyrst og
fremst sem formaður félagsins en
einnig sem traustur liðsmaður í því
félagi sem varð til við byggingu og
búsetu að Aflagranda 40.
Samtök aldraðra vilja að leiðarlok-
um þakka Hans Jörgenssyni farsæla
forystu og mikilvæga leiðsögn í mál-
efnum aldraðra.
Elsku engillinn
minn. Óskaplega er
sárt að þurfa að kveðja
þig svona fljótt, aðeins
tíu ára lítill bróðir. Við sem áttum
eftir að gera svo margt saman. En
sá tími sem við áttum saman var
yndislegur og minningarnar eru
margar og þær ylja.
Mikið á ég eftir að sakna stund-
anna okkar þegar við kúrðum uppi í
sófa og hlustuðum á Dýrin í Hálsa-
skógi eða Kardemommubæinn. Og
þegar við plöntuðum okkur fyrir
framan sjónvarpið að horfa á Þum-
alínu sem við kunnum utan að, því
Þumalína var uppáhalds myndin þín
og eina myndin sem þú vildir horfa
á.
Þú hafðir mikið skap, elsku Stefán
og ekki varstu alltaf sáttur við mig
þegar ég var að setja á þig spelk-
urnar eða láta þig gera æfingar, þá
léstu mig oft heyra það. Og iðulega
hafðir þú vinninginn og ég tók þig úr
spelkunum og þá kom stríðnin í ljós
því glottið sem kom á eftir var al-
gjört stríðnisglott.
Þú varst mikil félagsvera og mér
fannst yndislegt að horfa á þig innan
um margt fólk, sjá hvað þú naust
þess mikið að vera í miðjum kliðn-
um.
Núna veit ég að þú ert umlukinn
tónlist með hinum englunum, syngj-
andi og spilandi á öll hljóðfæri
himnaríkis, en það var einmitt tón-
STEFÁN
ÞORBJÖRNSSON
✝ Stefán Þor-björnsson fædd-
ist á Héraðshælinu á
Blönduósi 26. maí
1991. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 18.
september síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Hvamms-
tangakirkju 28. sept-
ember.
listin sem gaf þér svo
mikið. Þú ljómaðir all-
ur ef tónlist var spiluð í
kringum þig, stóru fal-
legu augun þín glitruðu
og fallega brosið þitt
var strax komið fram á
varirnar og það var oft
tónlistin sem bjargaði
málunum þegar þér
leið illa. Þá sungum við
fjölskyldan oft fyrir þig
uppáhaldslagið þitt
„Þegar Stebbi fór á
sjóinn“ eða spiluðum á
píanóið og þá var eins
og vanlíðanin hyrfi um
stund og brosið var fljótt að koma.
Elsku Stefán, ég hugsa til þín á
hverjum degi með miklum söknuði.
Þú gafst mér svo mikið. En góðar og
fallegar minningar um yndislegan
dreng munu lifa að eilífu. Minning
þín er skærasta ljósið í mínu lífi.
Ég elska þig.
Stóra systir,
Hafdís Ólafsdóttir.
Já, það er erfitt að kveðja litla
bróður sem varð aðeins 10 ára. En
þú varst mikið fatlaður svo maður
skilur af hverju þú varðst ekki eldri.
Eitthvert kvöldið eftir að þú dóst
var ég farinn að sofa þegar bíllinn
minn fór af stað niðri í herbergi.
Mamma, pabbi og Hafdís héldu að
ég væri með fjarstýrða bílinn minn
en ég var nærri sofnaður. Svo við
fórum niður og þá sáum við að þetta
var brúni bíllinn minn. Við trúðum
því að þetta værir þú.
Svo var ég nýbúinn að læra að
taka slönguna úr mallanum þínum.
Ég var líka nýfarinn að fara aleinn
með þig út að labba.
Ég vona að guð geymi þig.
Ég gleymi þér aldrei.
Þinn stóri bróðir,
Birkir Þór.