Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 59
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 59
H
ön
nu
n
&
um
b
ro
t
eh
f.
©
20
00
–
D
V
R
08
0
Tilboðsdagar á hreinlætistækjum
Heilir sturtuklefar með
blöndunartækjum, sturtusetti,
botni og lás. 4-6 mm öryggisgler.
Verð frá 56.900,- stgr.
Sturtuhorn, könntuð, 4-6 mm
öryggisgler. Rammar hvítir eða
með stáláferð. 65 - 90 cm. á
kannt. Kúluleguhjól í öllum
brautum. Verð frá 19.900,- stgr.
Salerni (WC), með stút í gólf eða
vegg, góð seta og festingar fylgja.
Verð frá 15.850,- stgr.
Sturtuhorn, rúnnuð, 4-6 mm
öryggisgler. Rammar hvítir eða
með stáláferð. 80 - 90 cm. á
kannt. Verð frá 34.900,- stgr.
Sturtubaðkarshlífar úr öryggis-
gleri. Verð frá 14.670,- stgr.
Sturtubotnar, margar gerðir.
Verð frá 4.750,- stgr.
Handlaugar á vegg eða í borð.
Fjölbreytt úrval.
Verð frá 3.950,- stgr.
Baðkör, margar stærðir.
Verð frá 12.467,- stgr.
Blöndunartæki f. baðkör.
Verð frá 5.159,- stgr.
Blöndunartæki fyrir handlaugar.
Verð frá 3.819,- stgr.
Eldhúsvaskar, einfaldir, tvölfaldir,
með eða án borðs.
Verð frá 7.360,- stgr.
Blöndunartæki fyrir eldhúsvask.
Verð frá 3.695,- stgr.
Nuddbaðkör úr stáli eða plasti.
Bein eða í horn.
Verð frá 139.500,- stgr.
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
- trygging fyrir l
águ verði!
Aðgangur ókeypis
Afhending gagna kl. 9.00
Setning: Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Íslands
Dr. Katharine Gaskin, Institute for Volunteering Research:
Mikilvægi sjálfboðastarfs
Kaffihlé
Lögreglukórinn
Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri hjá Almannavörnum ríkisins:
Sjálfboðastarf á neyðar- og hættutímum
Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Blóðbankans:
Öflun sjálfboðaliða
Árni Birgisson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi
Slysavarnafélagsins Landsbjargar:
Réttarstaða sjálfboðaliða
Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri Skátasambands Reykjavíkur:
Er sjálfboðastarf úrelt fyrirbæri?
Hádegisverður
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands:
Ungir sjálfboðaliðar
Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands:
Sjálfboðastörf og kynhlutverk
Ómar H. Kristmundsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands:
Kröfur til sjálfboðaliða
Pallborðsumræður undir stjórn Garðars Guðjónssonar
og Konráðs Kristjánssonar
Sjálfboðastörf
- fjölbreytt afl í þágu samfélagsins
Ráðstefnan er haldin
í samvinnu við
Slysavarnafélagið
Landsbjörg og Bandalag
íslenskra skáta
með styrk frá
utanríkisráðuneytinu
Málþing í tilefni af ári sjálfboðaliðans
Hótel Loftleiðir
laugardaginn 3. nóvember kl. 9.00-15.00
M
Á
T
T
U
R
I N
N
&
D
Ý
R
Ð
I N
FÉLAGSÞJÓNUSTAN verður
með sinn árlega basar laugardag-
inn 3. nóvember kl. 13 í Hraunbæ
105, Reykjavík.
Margt muna verður á boð-
stólum, s.s. prjónavörur, búta-
saumur og fleira. Einnig verða
kaffiveitingar.
Basar í Hraunbæ
TÓNLISTARSKÓLAKENNARAR
á Ísafirði og í Bolungarvík hafa
ákveðið að efna til uppákomu á
Silfurtorgi og í Stjórnsýsluhúsinu
á Ísafirði og einnig við verslunar-
miðstöðina í Bolungarvík í dag,
föstudag 2. nóvember, kl. 15.
Tilgangurinn er að vekja athygli
á stöðu mála í verkfalli tónlistar-
skólakennara sem hófst í byrjun
síðustu viku.
Fulltrúum bæjarstjórnanna
verður afhent áskorun um að
,,beita áhrifum sínum til að launa-
nefnd sveitarfélaga gangi strax til
samninga við tónlistarskólakenn-
ara af fullri alvöru“. Þá verða flutt
stutt ávörp, tónlistarflutningur og
fjöldasöngur, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Stuðningur við
tónlistarkennara
á Silfurtorgi
LÝST er eftir vitnum að árekstri milli
bifreiðanna SY 755 og PT 944, sem
varð á mótum Flatahrauns og Fjarð-
arhrauns, þriðjudaginn 9. október sl.,
um kl. 07.30. Vitni eru beðin um að
snúa sér til lögreglunnar í Hafnar-
firði, Flatahrauni 11, s. 525 3300.
Lýst eftir vitnum
UNDANFARIN ár hefur Netstöðin
á Granda staðið fyrir nokkuð sér-
stæðum „tölvugrúsk“-námskeiðum.
Námskeiðin hafa verið liður í því að
endurnýta gamlar tölvur til nýrra
nota. Nú hafa Námsflokkar Reykja-
víkur og Netstöðin hafið samstarf
um skipulagningu námskeiðanna,
m.a. til að færa þau nær almenningi.
Skráning á námskeiðin fer fram á
skrifstofu Námsflokkanna en Net-
stöðin sér áfram um kennslu og það
sem snýr að endurvinnslu tölvubún-
aðar. Þátttakendur á námskeiðunum
setja saman sína eigin tölvu úr not-
uðum vélahlutum og öðlast þannig
innsýn og þekkingu á innri gerð og
verkan tækjanna. Sú tölva sem nem-
andinn setur saman verður hans eign
og ber hann fulla ábyrgð á gangi
hennar, hvort heldur hugbúnaði eða
vélbúnaði. Þá læra þátttakendur enn
fremur að setja upp Linux stýrikerfi
ásamt því að kynnast grunnhug-
myndum Internetsins og UNIX.
Námskeiðin eru ætluð tölvu-
áhugamönnum á öllum aldri, segir í
fréttatilkynningu.
Samstarf Námsflokka
og Netstöðvar á Granda
GIGTARFÉLAG Íslands stendur
fyrir gönguferð um Laugardalinn
laugardaginn 5. nóvember kl. 11 og
verður gengið frá húsakynnum fé-
lagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir
klukkutímagöngu sem ætti að henta
flestum. Einn af kennurum hópþjálf-
unar gengur með hópnum og sér um
létta upphitun í byrjun og teygjur í
lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði
félagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert
gjald.
Gönguferð um
Laugardalinn
LIONSKLÚBBURINN Engey
heldur sinn árlega flóamarkað laug-
ardaginn 3. og sunnudaginn 4. nóv-
ember, kl. 13 báða dagana, í Lions-
heimilinu í Sóltúni 20, Reykjavík.
Á boðstólum verður fatnaður og
ýmsir aðrir hlutir, auk þess verður
hlutavelta. Allur ágóði af flóamark-
aðinum rennur til líknarmála.
Engey með
flóamarkað
RANNSÓKNARDAGUR Háskól-
ans í Reykjavík verður haldinn í
fyrsta sinn í dag, föstudaginn 2. nóv-
ember, kl. 12.15–16.
Kennarar og nemendur munu
kynna rannsóknir sem unnar hafa
verið á undanförnum misserum og
rannsóknir sem eru að fara af stað.
Rannsóknardagurinn er ætlaður öllu
áhugafólki um viðskiptafræði, tölv-
unarfræði og fræðum þeim tengd-
um. Fólki er velkomið að koma og
hlýða á dagskrána.
Frá 13.30 til 14.30 verða fulltrúar
Fulbright og Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins með kynningu. Bóka-
safnið og Rannsóknarmiðstöð HR
munu einnig verða með kynningu,
segir í fréttatilkynningu.
Rannsóknardagur
Háskólans í
Reykjavík
HEILARINN Karina Becker verð-
ur með tvö helgarnámskeið í orku-
heilun 3.–4. nóvember og 10.–11.
nóvember á Nuddstofunni Um-
hyggju, Vesturgötu 32, Reykjavík,
kl. 10–17. Kynning verður á orku-
heilun á Skúlagötu 40, 1. hæð, þriðju-
daginn 6. nóv. kl. 19–22. Hún er öll-
um opin og aðgangur ókeypis, segir í
fréttatilkynningu.
Helgarnámskeið
í orkuheilun