Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 59 H ön nu n & um b ro t eh f. © 20 00 – D V R 08 0 Tilboðsdagar á hreinlætistækjum Heilir sturtuklefar með blöndunartækjum, sturtusetti, botni og lás. 4-6 mm öryggisgler. Verð frá 56.900,- stgr. Sturtuhorn, könntuð, 4-6 mm öryggisgler. Rammar hvítir eða með stáláferð. 65 - 90 cm. á kannt. Kúluleguhjól í öllum brautum. Verð frá 19.900,- stgr. Salerni (WC), með stút í gólf eða vegg, góð seta og festingar fylgja. Verð frá 15.850,- stgr. Sturtuhorn, rúnnuð, 4-6 mm öryggisgler. Rammar hvítir eða með stáláferð. 80 - 90 cm. á kannt. Verð frá 34.900,- stgr. Sturtubaðkarshlífar úr öryggis- gleri. Verð frá 14.670,- stgr. Sturtubotnar, margar gerðir. Verð frá 4.750,- stgr. Handlaugar á vegg eða í borð. Fjölbreytt úrval. Verð frá 3.950,- stgr. Baðkör, margar stærðir. Verð frá 12.467,- stgr. Blöndunartæki f. baðkör. Verð frá 5.159,- stgr. Blöndunartæki fyrir handlaugar. Verð frá 3.819,- stgr. Eldhúsvaskar, einfaldir, tvölfaldir, með eða án borðs. Verð frá 7.360,- stgr. Blöndunartæki fyrir eldhúsvask. Verð frá 3.695,- stgr. Nuddbaðkör úr stáli eða plasti. Bein eða í horn. Verð frá 139.500,- stgr. OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 - trygging fyrir l águ verði! Aðgangur ókeypis Afhending gagna kl. 9.00 Setning: Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Íslands Dr. Katharine Gaskin, Institute for Volunteering Research: Mikilvægi sjálfboðastarfs Kaffihlé Lögreglukórinn Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri hjá Almannavörnum ríkisins: Sjálfboðastarf á neyðar- og hættutímum Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Blóðbankans: Öflun sjálfboðaliða Árni Birgisson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar: Réttarstaða sjálfboðaliða Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri Skátasambands Reykjavíkur: Er sjálfboðastarf úrelt fyrirbæri? Hádegisverður Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands: Ungir sjálfboðaliðar Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands: Sjálfboðastörf og kynhlutverk Ómar H. Kristmundsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands: Kröfur til sjálfboðaliða Pallborðsumræður undir stjórn Garðars Guðjónssonar og Konráðs Kristjánssonar Sjálfboðastörf - fjölbreytt afl í þágu samfélagsins Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Bandalag íslenskra skáta með styrk frá utanríkisráðuneytinu Málþing í tilefni af ári sjálfboðaliðans Hótel Loftleiðir laugardaginn 3. nóvember kl. 9.00-15.00 M Á T T U R I N N & D Ý R Ð I N FÉLAGSÞJÓNUSTAN verður með sinn árlega basar laugardag- inn 3. nóvember kl. 13 í Hraunbæ 105, Reykjavík. Margt muna verður á boð- stólum, s.s. prjónavörur, búta- saumur og fleira. Einnig verða kaffiveitingar. Basar í Hraunbæ TÓNLISTARSKÓLAKENNARAR á Ísafirði og í Bolungarvík hafa ákveðið að efna til uppákomu á Silfurtorgi og í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og einnig við verslunar- miðstöðina í Bolungarvík í dag, föstudag 2. nóvember, kl. 15. Tilgangurinn er að vekja athygli á stöðu mála í verkfalli tónlistar- skólakennara sem hófst í byrjun síðustu viku. Fulltrúum bæjarstjórnanna verður afhent áskorun um að ,,beita áhrifum sínum til að launa- nefnd sveitarfélaga gangi strax til samninga við tónlistarskólakenn- ara af fullri alvöru“. Þá verða flutt stutt ávörp, tónlistarflutningur og fjöldasöngur, segir í fréttatilkynn- ingu. Stuðningur við tónlistarkennara á Silfurtorgi LÝST er eftir vitnum að árekstri milli bifreiðanna SY 755 og PT 944, sem varð á mótum Flatahrauns og Fjarð- arhrauns, þriðjudaginn 9. október sl., um kl. 07.30. Vitni eru beðin um að snúa sér til lögreglunnar í Hafnar- firði, Flatahrauni 11, s. 525 3300. Lýst eftir vitnum UNDANFARIN ár hefur Netstöðin á Granda staðið fyrir nokkuð sér- stæðum „tölvugrúsk“-námskeiðum. Námskeiðin hafa verið liður í því að endurnýta gamlar tölvur til nýrra nota. Nú hafa Námsflokkar Reykja- víkur og Netstöðin hafið samstarf um skipulagningu námskeiðanna, m.a. til að færa þau nær almenningi. Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Námsflokkanna en Net- stöðin sér áfram um kennslu og það sem snýr að endurvinnslu tölvubún- aðar. Þátttakendur á námskeiðunum setja saman sína eigin tölvu úr not- uðum vélahlutum og öðlast þannig innsýn og þekkingu á innri gerð og verkan tækjanna. Sú tölva sem nem- andinn setur saman verður hans eign og ber hann fulla ábyrgð á gangi hennar, hvort heldur hugbúnaði eða vélbúnaði. Þá læra þátttakendur enn fremur að setja upp Linux stýrikerfi ásamt því að kynnast grunnhug- myndum Internetsins og UNIX. Námskeiðin eru ætluð tölvu- áhugamönnum á öllum aldri, segir í fréttatilkynningu. Samstarf Námsflokka og Netstöðvar á Granda GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 5. nóvember kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum fé- lagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir klukkutímagöngu sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálf- unar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði félagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert gjald. Gönguferð um Laugardalinn LIONSKLÚBBURINN Engey heldur sinn árlega flóamarkað laug- ardaginn 3. og sunnudaginn 4. nóv- ember, kl. 13 báða dagana, í Lions- heimilinu í Sóltúni 20, Reykjavík. Á boðstólum verður fatnaður og ýmsir aðrir hlutir, auk þess verður hlutavelta. Allur ágóði af flóamark- aðinum rennur til líknarmála. Engey með flóamarkað RANNSÓKNARDAGUR Háskól- ans í Reykjavík verður haldinn í fyrsta sinn í dag, föstudaginn 2. nóv- ember, kl. 12.15–16. Kennarar og nemendur munu kynna rannsóknir sem unnar hafa verið á undanförnum misserum og rannsóknir sem eru að fara af stað. Rannsóknardagurinn er ætlaður öllu áhugafólki um viðskiptafræði, tölv- unarfræði og fræðum þeim tengd- um. Fólki er velkomið að koma og hlýða á dagskrána. Frá 13.30 til 14.30 verða fulltrúar Fulbright og Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins með kynningu. Bóka- safnið og Rannsóknarmiðstöð HR munu einnig verða með kynningu, segir í fréttatilkynningu. Rannsóknardagur Háskólans í Reykjavík HEILARINN Karina Becker verð- ur með tvö helgarnámskeið í orku- heilun 3.–4. nóvember og 10.–11. nóvember á Nuddstofunni Um- hyggju, Vesturgötu 32, Reykjavík, kl. 10–17. Kynning verður á orku- heilun á Skúlagötu 40, 1. hæð, þriðju- daginn 6. nóv. kl. 19–22. Hún er öll- um opin og aðgangur ókeypis, segir í fréttatilkynningu. Helgarnámskeið í orkuheilun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.