Morgunblaðið - 02.11.2001, Síða 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is
Sýnd kl. 3.30 og 5.40.
Sýnd kl. 4. Með íslensku tali
Miðasala opnar kl. 15
Sýnd kl. 8 og 10.15.
Varúð!!
Klikkuð kærasta!
E.P.Ó.
Kvikmyndir.com
Empire
SV Mbl
DV
Rás 2
MOULIN
ROUGE!
Hausverkur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.10. B. i. 16.
Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um
klikkaðar kærustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans
þegar kærastan er að eyðileggja ævinlangan vinskap?
Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri!Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.
Í KVÖLD
halda félögin
KFUM og
KFUK sína
árlegu haust-
tónleika en
þeir fara fram
í húsi félag-
anna við
Holtaveg. Í
framtíðinni er
stefnan tekin
á að halda
tvenna tón-
leika árlega,
eina á vori og
eina á hausti.
Fram kem-
ur hljómsveit-
in Rut en hún
er að koma
saman aftur
eftir 26 ára hlé og hafa meðlimir
verið í óðaönn undanfarið að dusta
rykið af gömlum slaggígjum og
trumbum. Einnig treður ungsveitin
Sheep upp og systurnar Erla og
Rannveig Káradætur munu syngja.
Að síðustu koma þau Bjarni Gunn-
arsson og Helga Vilborg Sigurjóns-
dóttir fram og flytja gamla söngva
með tilheyrandi djasssveiflu. Svo
verða einhverjir leynigestir á ferli
líka.
Það er ekki á hverjum degi sem
aldarfjórðungsgamlar sveitir koma
fram á nýjan leik og setti Morg-
unblaðið sig því í samband við Gunn-
ar Jóhannes Gunnarsson, einn með-
lima Rutar.
„Hljómsveitin hefur ekki hist síð-
an hún hélt tónleika í gömlu húsi á
Holtaveginum í apríl ’75,“ segir
Gunnar. „Reyndar fórum við líka
norður til Akureyrar að spila í sama
mánuði en þar með var sagan öll.“
Gunnar, sem nú er starfandi lektor
við Kennaraháskóla Íslands, segir
þá hafa verið unga stráka að leika
sér með uppáhaldstónlistina sína.
Þeir hafi aðallega verið í einhvers
konar þjóðlagarokki, með viðkomu í
Bítlunum og Stones.
„En við notuðum hana til að fást
við kristinn boðskap og viðhorf, þá í
textum.“
Hann segir þá ekkert vera svo
ryðgaða eftir öll þessi ár.
„Þetta smellur saman þegar menn
fara að fikta við strengina. Við höfð-
um þó orð á því á æfingum að senni-
lega væri skynsamlegast að flytja
lögin aðeins hægar,“ segir hann
hlæjandi.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og mun
allur ágóði þeirra renna til uppbygg-
ingar tónlistarmála innan KFUM og
KFUK.
Hausttónleikar
KFUM og KFUK
Hljómsveitin Sheep í stuði.
FÖRÐUNARSKÓLINN NO NAME
og Naglaskólinn Professionails
héldu hina vestrænu hrekkjavöku
hátíðlega í fyrsta sinn um síðustu
helgi.
Þá gafst nemendum tækifæri til
að spreyta sig á því að vinna sam-
an að hugmynd og útfæra hana á
fyrirsætum. Neglurnar voru í fant-
asíustíl og förðunin í samræmi við
það. Útkoman var stórskemmtileg
og hrekkjavökunni til mikils sóma.
Ákveðið hefur verið að gera
þetta að árlegum viðburði og
væntanlega verður markið sett
enn hærra að ári.
Förðunarskóli NO NAME og
Naglaskólinn Professionails eru til
húsa í Bolholti 6, 4. hæð. Kristín
Stefánsdóttir, snyrti- og förð-
unarmeistari, stofnaði Förð-
unarskóla NO NAME árið 1997 og
frá þeim tíma hafa útskrifast yfir
500 förðunarfræðingar. Skólinn
kennir tísku- og ljósmyndaförðun
á tólf vikum og hægt er að fara í
framhaldsnám í leikhús- og kvik-
myndaförðun í aðrar 14 vikur.
Nemendur snyrtiskólanna að setja upp hrekkjuandlit og -neglur.
„Haustboði“: Förðun eftir Ey-
rúnu Jónsdóttur og neglur eftir
Rakel Guðbjörnsdóttur.
Þetta verk heitir „Ísdrottning-
in“ og eru neglur og förðun eftir
Kristínu Böðvarsdóttur.
Neglur og farði í hrekkjustíl