Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 8

Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Forvarnafræðsla Marita á Íslandi Hættu áður en þú byrjar Forvarnaverkefnið„Hættu áður en þúbyrjar“ er sam- starfsverkefni Lögregl- unnar í Reykjavík, Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík og Marita á Ís- landi. Forsaga verkefnisins á Íslandi er sú að snemma árs 1998 fór rannsóknar- lögreglumaður í forvarna- og fræðsludeild Lögregl- unnar í Reykjavík ásamt starfsmanni Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík í kynnisferð til tveggja Norðurlanda. Meðal þess sem vakti athygli í ferð- inni var fræðsluverkefni í Noregi sem heitir Marita og ber sama heiti og stofn- un í Osló. Maritastofnunin hefur verið starfandi í nokkur ár og hefur það markmið að aðstoða einstaklinga sem háðir eru neyslu vímuefna. Stofnunin hefur meðal annars kostað gerð tveggja kvikmynda sem síðan eru notaðar í fræðslu- starfi í skólum Noregs. Við úrvinnslu á gögnum úr ferðinni kom fram sú hugmynd að byggja verkefni hér á landi að nokkru leyti á þessari norsku hugmynd en aðlaga hana íslensku samfélagi. Magnús Stefánsson, málari og tónlistarmaður, er for- varnafulltrúi hjá Marita á Íslandi. Segðu okkur eitthvað frá verk- efninu, Magnús, tilurð þess og uppruna... „Verkefnið „Hættu áður en þú byrjar“ er sameiginlegt forvarna- átak þriggja aðila, lögreglu, Fé- lagsþjónustunnar og Marita. Marita er nafn á hópi fólks, innan Samhjálpar hvítasunnumanna, sem vinnur að forvörnum, með- ferð og félagslegri þjónustu fyrir fyrrverandi vímuefnaneytendur. Maritastarfið á uppruna sinn í Noregi og er nefnt eftir ungri norskri stúlku sem lét lífið af völdum eiturlyfja. Þetta verkefni hefur verið starfrækt núna í þrjú ár og hefur gefist vel.“ Hvernig fer þetta fram og hvaða aldurshópar njóta góðs af? „Þetta fer þannig fram, að við heimsækjum grunnskóla landsins og höldum fyrirlestra fyrir nem- endur 9. og 10. bekkja. Við tölum einnig við foreldra þeirra nem- enda sem fá fræðsluna í hvert sinn. Fræðslan fer þannig fram, að við byrjum á því að sýna þeim heimildarmynd sem sýnir mjög vel þann heim sem dópistinn lifir í. Síðan er gerð grein fyrir skað- semi þeirra fíkniefna sem eru á markaðinum og síðan reynum við að fá nemendur til að hugleiða af- leiðingar þess að verða háðir fíkniefnum, þ.e. tilfinningalega, andlega, fjárhagslega og líkam- lega. Þá tekur lögreglumaður við og fræðir um hluti sem að lög- gæslunni snúa, samanber saka- vottorð, málaskrá, útivistartíma o.fl. Foreldrar fá sömu fræðslu, nema að þá bætist við fulltrúi frá Félagsþjón- ustunni sem getur svarað fyrir þau úr- ræði og almennt fyrir þá þjónustu sem þau veita foreldrum og forráðamönn- um.“ Hvaða stefna er tekin? „Stefnan er markvisst tekin á að fá unglinginn til þess að taka afstöðu á móti fíkniefnum í hvaða formi sem þau birtast, að brjóta niður þá glansmynd sem ungling- ar hafa oft af þessum fíkniefna- heimi og að gera þeim grein fyrir því að þetta sé ekki töff heldur hrein og klár sýki sem heltekur mann þegar maður verður háður fíkniefnum og breytist mjög fljótt í sjúkdóm sem getur dregið mann til dauða. Við horfumst í augu við staðreyndir á Íslandi í dag og reynum að forðast hræðsluáróð- ur. Einnig viljum við sjá foreldra verða virkari sín á milli í sameig- inlegu forvarnaátaki.“ Hverjar hafa undirtektirnar verið? „Undirtektir hafa verið mjög góðar,“ segir Magnús, „en þess má geta um leið, að síðan fyrsta skólaheimsóknin var farin árið 1998 hefur verið haldinn 321 fundur, bæði með nemendum og foreldrum, og hafa fjölmargir þeirra funda verið haldnir úti á landsbyggðinni. Flestir voru fundirnir árið 1999, 133 talsins. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fræðslunni og hefur gengið erf- iðlega að anna henni sem skyldi.“ Er hægt að mæla árangurinn? „Það er að sjálfsögðu erfitt að mæla árangur í svona starfi vegna þess að við vitum ekki fyr- irfram hvaða unglingar munu leiðast út á þessa braut, en ung- lingarnir gefa okkur góða svörun í umræðum sem oft eiga sér stað eftir fræðsluna og eru mjög nauð- synlegur þáttur til þess að fá ung- lingana til þess að taka þátt í fundunum. Einnig finnst okkur takast vel til með að fá foreldra til þess að íhuga sinn þátt í for- vörnum almennt.“ Verður haldið áfram á sömu braut? „Já, við munum reyna að auka fræðsluna og viljum mjög gjarn- an sjá þessa fræðslu, eða sam- bærilega, fara til yngri nemenda. Kannanir sýna okkur jú, að ald- urinn fer sífellt lækkandi á þeim einstaklingum sem leiðast út í notkun á fíkniefnum og til þess að geta tekist á við þá sorglegu stað- reynd þurfum við að færa fræðsl- una helst niður í 7. bekk.“ Magnús Stefánsson  Magnús Stefánsson er fæddur 17. júní 1959 í Reykjavík, hann ólst upp á Raufarhöfn til 18 ára aldurs, en flutti þá aftur á möl- ina. Magnús er tónlistarmaður og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina, s.s. Utangarðsmönnum, Bodies, Egó, Kikk og Sálinni hans Jóns míns. Hann lærði málaraiðn og starfar í dag sem sjálfstæður at- vinnurekandi, auk þess að vera forvarnafulltrúi hjá Marita. Magnús á tvær dætur, Millu Ósk og Völu Rún, með fyrrverandi sambýliskonu sinni en er í dag kvæntur Þórunni Björk Guð- laugsdóttur. Aldurinn fer sífellt lækkandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.