Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 19 FJÖLSMIÐJAN, verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir fólk á aldrin- um 16 til 24 ára, var opnuð með formlegum hætti á föstudag en hún hefur aðsetur í húsakynnum smiðj- unnar að Kópavogsbraut 5 til 7. Þor- björn Jensson, forstöðumaður Fjöl- smiðjunnar, segir að markmið Fjölsmiðjunnar sé að hjálpa fólki á fyrrnefndu aldursbili sem hvorki hafi tekist að fóta sig á vinnumark- aðnum né í skóla. Í Fjölsmiðjunni fá viðkomandi ein- staklingar verkþjálfun á ýmsum sviðum og þegar þeir eru tilbúnir fá þeir hjálp við að komast á vinnu- markaðinn eða fara í skóla. Fjöl- smiðjan er sjálfseignarstofnun sem sett er upp að danskri fyrirmynd en að henni standa félagsmálaráðu- neytið, sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu, Rauði kross Íslands og Vinnumálastofnun. Þorbjörn segir mikla þörf fyrir þau úrræði sem Fjölsmiðjan býður upp á enda sé alltaf einhver hópur sem ekki takist að fóta sig á vinnu- markaðnum eða í skóla. Í Fjölsmiðj- unni verður boðið upp á verknám í nokkrum deildum svo sem bíla- þvottadeild, smíðadeild, eldhúsdeild, garðyrkjudeild og skrifstofu- og tölvudeild en þessar deildir hafa þó ekki allar tekið til starfa. Það mun þó gerast á allra næstu mánuðum. Fá laun í samræmi við atvinnuleysisbætur Hver sem er á aldrinum 16 til 24 ára getur sótt um að komast að hjá Fjölsmiðjunni en þegar eru níu manns komnir til starfa þar og mæta þau í Fjölsmiðjuna kl. níu á hverjum virkum morgni og starfa til þrjú. Þau eru öll á launum sem miðast við at- vinnuleysisbætur en auk þess er þeim boðið upp á heitan mat í hádeg- inu. Segist Þorbjörn gera ráð fyrir því að Fjölsmiðjan geti sinnt um 20 manns í byrjun janúar en takmarkið er að hún geti tekið á móti samtals sextíu manns í framtíðinni. Þorbjörn segir að starfsemi sem þessi hafi gefið góða raun í Dan- mörku en þar sé fólk venjulega um hálft ár í verkþjálfun áður en það fari á vinnumarkaðinn eða í skóla. „Hjá okkur verður enginn rekinn nema hann brjóti reglur Fjölsmiðjunnar en við teljum þó æskilegt að einstak- lingar verði ekki lengur hjá okkur en í eitt ár.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæði Fjölsmiðjunnar við Kópavogsbraut í Kópavogi. Meðal fjölmargra gesta við opnun Fjölsmiðjunnar voru Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Fjölsmiðjan opn- uð í Kópavogi Fyrir ungt fólk sem ekki hefur tekist að fóta sig Viðurkenn- ing fyrir veitta aðstoð BRESKI sendiherrann Íslandi, John Culver mun á þriðjudag af- henda björgunarsveitinni Súlum á Akureyri 160 þúsund krónur í við- urkenningarskyni fyrir veitta aðstoð við að sækja leifar Fair-Battle flug- vélar breska flughersins sem brot- lenti á Norðurlandi árið 1941. Framlagið er afrakstur fjársöfn- unar sendiráðsins og starfsfólks þess og mun renna óskipt til Súlna. Hörð- ur Geirsson safnvörður á Minjasafn- inu á Akureyri og Skúli Árnason fyr- ir hönd Súlna, veita viðurkenning- unni viðtöku um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Flak flugvélarinnar fannst árið 1999 á jökli á hálendinu, milli Öxna- dals og Eyjafjarðar en Hörður Geirsson hafði þá leitað hennar í 20 ár. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.