Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 19
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 19
FJÖLSMIÐJAN, verkþjálfunar- og
framleiðslusetur fyrir fólk á aldrin-
um 16 til 24 ára, var opnuð með
formlegum hætti á föstudag en hún
hefur aðsetur í húsakynnum smiðj-
unnar að Kópavogsbraut 5 til 7. Þor-
björn Jensson, forstöðumaður Fjöl-
smiðjunnar, segir að markmið
Fjölsmiðjunnar sé að hjálpa fólki á
fyrrnefndu aldursbili sem hvorki
hafi tekist að fóta sig á vinnumark-
aðnum né í skóla.
Í Fjölsmiðjunni fá viðkomandi ein-
staklingar verkþjálfun á ýmsum
sviðum og þegar þeir eru tilbúnir fá
þeir hjálp við að komast á vinnu-
markaðinn eða fara í skóla. Fjöl-
smiðjan er sjálfseignarstofnun sem
sett er upp að danskri fyrirmynd en
að henni standa félagsmálaráðu-
neytið, sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu, Rauði kross Íslands og
Vinnumálastofnun.
Þorbjörn segir mikla þörf fyrir
þau úrræði sem Fjölsmiðjan býður
upp á enda sé alltaf einhver hópur
sem ekki takist að fóta sig á vinnu-
markaðnum eða í skóla. Í Fjölsmiðj-
unni verður boðið upp á verknám í
nokkrum deildum svo sem bíla-
þvottadeild, smíðadeild, eldhúsdeild,
garðyrkjudeild og skrifstofu- og
tölvudeild en þessar deildir hafa þó
ekki allar tekið til starfa. Það mun þó
gerast á allra næstu mánuðum.
Fá laun í samræmi við
atvinnuleysisbætur
Hver sem er á aldrinum 16 til 24
ára getur sótt um að komast að hjá
Fjölsmiðjunni en þegar eru níu
manns komnir til starfa þar og mæta
þau í Fjölsmiðjuna kl. níu á hverjum
virkum morgni og starfa til þrjú. Þau
eru öll á launum sem miðast við at-
vinnuleysisbætur en auk þess er
þeim boðið upp á heitan mat í hádeg-
inu. Segist Þorbjörn gera ráð fyrir
því að Fjölsmiðjan geti sinnt um 20
manns í byrjun janúar en takmarkið
er að hún geti tekið á móti samtals
sextíu manns í framtíðinni.
Þorbjörn segir að starfsemi sem
þessi hafi gefið góða raun í Dan-
mörku en þar sé fólk venjulega um
hálft ár í verkþjálfun áður en það fari
á vinnumarkaðinn eða í skóla. „Hjá
okkur verður enginn rekinn nema
hann brjóti reglur Fjölsmiðjunnar
en við teljum þó æskilegt að einstak-
lingar verði ekki lengur hjá okkur en
í eitt ár.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húsnæði Fjölsmiðjunnar við Kópavogsbraut í Kópavogi.
Meðal fjölmargra gesta við opnun Fjölsmiðjunnar voru Páll Pétursson
félagsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Fjölsmiðjan opn-
uð í Kópavogi
Fyrir ungt
fólk sem
ekki hefur
tekist að
fóta sig
Viðurkenn-
ing fyrir
veitta aðstoð
BRESKI sendiherrann Íslandi,
John Culver mun á þriðjudag af-
henda björgunarsveitinni Súlum á
Akureyri 160 þúsund krónur í við-
urkenningarskyni fyrir veitta aðstoð
við að sækja leifar Fair-Battle flug-
vélar breska flughersins sem brot-
lenti á Norðurlandi árið 1941.
Framlagið er afrakstur fjársöfn-
unar sendiráðsins og starfsfólks þess
og mun renna óskipt til Súlna. Hörð-
ur Geirsson safnvörður á Minjasafn-
inu á Akureyri og Skúli Árnason fyr-
ir hönd Súlna, veita viðurkenning-
unni viðtöku um borð í skólaskipinu
Sæbjörgu.
Flak flugvélarinnar fannst árið
1999 á jökli á hálendinu, milli Öxna-
dals og Eyjafjarðar en Hörður
Geirsson hafði þá leitað hennar í 20
ár.
♦ ♦ ♦