Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN landskunni útvarpsmaður og þulur, Pétur Pétursson, sendir frá sér sínu fyrstu bók fyrir þessi jól. Bókin heitir Úr fórum þular, Pétur Pétursson gægist í handraðann. Í bókinni eru greinar margvíslegs efnis sem allar hafa áður birst í Morgunblaðinu. Pétur hefur lifandi áhuga á sagnfræðinni og verður blaðamaður þess strax áskynja þeg- ar innskotssetningar verða að sjálf- stæðum frásögnum. Hugsunin er skýr og sögumaður kemur jafnan aftur að meginþræðinum og heldur utan um hann þar til allar sögur eru sagðar. Marga stóra atburði síðustu aldar lifði hann sjálfur og man eins og þeir hefðu gerst í gær. Pétur segir að áhuga sinn á sagnfræði megi örugglega að stórum hluta rekja til uppvaxtar síns. 105 ára aldursmunur „Þú hefur heyrt talað um mis- eldri, það er að segja kynslóðabil. Foreldrar mínir voru aldraðir þegar ég fæddist. Faðir minn var sextug- ur og móðir mín fertug. Móðir mín lifði mjög í gamalli tíð. Hún var alin upp hjá föður sínum, sem var 65 ár- um eldri en hún, svo þar var allt í grárri forneskju. Hún var framhjá- krakki, eins og sagt er. Hann var hreppstjóri á Hlíðarenda þegar Tómas Sæmundsson deyr og hann tekur út bú hans. Það eru því 105 ár á milli mín og afa míns. Vegna þess hve móðir mín dáði föður sinn þá hafði ég hugann ósjálfrátt mikið í fortíðinni. Hún varð fyrir dálítilli stríðni frá hálf- systkinum sínum vegna þess að hún var framhjákrakki. Hún snerist til varnar og benti á að langamma sín hefði verið dóttir Halldórs Hóla- biskups. Þegar ég heyrði þetta sagði ég: „En elsku mamma, þetta var sautjánhundruð og súrkál. Hver heldurðu að sé að hugsa um slíkt?“ En þegar ég kom svo með dótt- urdóttur mína að sængurstokk hennar þá var þar sami skyldleiki og móðir mín hafði verið að vísa til.“ Vill brenna við að þjóðin gleymi merkisatburðum sínum Í bók Péturs eru 35 sjálfstæðar greinar sem flestar fjalla um nafn- togaða Íslendinga en einnig útlend- inga sem hafa komið við sögu hér- lendis, s.s. tengsl Moltke-ættarinn- ar við Ísland, Íslandsvininn Paul Gaimard og fleiri. Hann fjallar einn- ig í nokkrum greinum um samskipti Dana og Íslendinga á fyrri tíð og nafntogaðir íslenskir listamenn eins og Halldór Kiljan Laxness og Rík- harður Jónsson fá sitt rúm í bók- inni. Pétur kveðst ekki áður hafa sent frá sér bók en hann gaf út fyrir Jón Guðnason prófessor málsskjöl Ólafs Friðrikssonar og ritaði formála. At- burðirnir sem þessu tengjast eru Pétri ofarlega í huga. 23. nóvember síðastliðinn voru einmitt 80 ár liðin síðan Jóhann Jónsson, skipaður sér- stakur lögreglustjóri, fór með 500 manna herliði að Ólafi Friðrikssyni og tók drenginn Natan Friedman. Á þessum tíma, segir Pétur, sem hef- ur sökkt sér ofan í þetta mál með ástríðu sagnfræðingsins, var götum bæjarins lokað, símtöl hleruð, gerð- ar húsrannsóknir, bréf skoðuð og sjúkrastöð sett upp í Gúttó og Iðnó. Pétur segir að það vilji brenna við að þjóðin gleymi svona dögum úr sögu sinni. „Það á að minnast þeirra og hafa fjölbreytta sagnfræðilega umræðu um sögu okkar. Við eigum að muna söguna og draga lærdóm af henni.“ Leikari og hvíslari í Iðnó Í bókinni skrifar Pétur meðal annars um Iðnó út frá hugleiðingum um gamla mynd sem þar var tekin. Hann nafngreinir gesti á myndinni. Aftarlega í salnum er Halldór Lax- ness, sem seinna átti eftir að taka við Nóbelsverðlaununum fyrir bók- menntir. Út frá þessu minnist hann þess að á öðrum tíma, 1. maí 1935, í sama sal, las Halldór á sviðinu upp sögu sína um Þórð gamla halta. Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, og bróðir Pét- urs, stöðvaði lesturinn sem honum þótti um of byltingarkenndur. Pétur segir að seinna hafi Halldór sagt sér í símtali að löngu væri gróið milli sín og Jóns Axels. Hann ætti eiginlega engum manni meira að þakka en Jóni Axel. Hann hefði stórgrætt á sögunni, allt fyrir hans tilverknað. Pétur tengdist Iðnó sterkum böndum alla tíð. Hann tók inntöku- próf í Menntaskólann í Reykjavík en aðstæður leyfðu ekki að hann hæfi nám. Hann var þá farinn að vinna sem sendill í Útvegsbankan- um. Þar störfuðu margir leikarar, m.a. Brynjólfur Jóhannesson og Indriði Waage. „Ég komst inn í þennan töfraheim Leikfélagsins, þá ungur sendill hjá Útvegsbankanum. Það hafði mikil áhrif á mig að fá að vera á æfingum. Ég lék smávegis, m.a. Finn í Manni og konu, tók þar við af Lárusi Pálssyni, og sitthvað fleira, en endaði svo sem hvíslari.“ Friðsamleg samkeppni við Morgunblaðið Pétur stundaði um langt árabil þáttagerð í Ríkisútvarpinu. Um undanfara þess að hann, vinstri- sinnaður maðurinn, fór að skrifa í Morgunblaðið, segir Pétur: „Ein- hvern veginn hljóp snurða á þráðinn milli mín og Ríkisútvarpsins og stjórnendur þar á bæ voru ekki eins áhugasamir um að taka þættina mína. Mér var alltaf brigslað um að vera of pólitískur í mínu starfi hjá útvarpinu. Þegar ég fann þessa tregðu opnaði Morgunblaðið náðar- faðm sinn fyrir greinum mínum og þann vettvang hef ég notað vel.“ Pétur kveðst jafnan haft þá til- hneigingu að leita að einhverju frá- sagnarverðu og unað sér við sín hugðarefni. „Ég byrjaði snemma á því að taka mér mynd í hönd og pæla í því hverjir væru á myndinni, hvort þeir tengdust eða hvað hægt væri að segja um þá. Það er und- arlegt að hverju hægt er að komast ef farið er að hyggja að því. Ég flutti ungur til bæjarins, fimm ára að aldri, haustið 1923, en kynntist snemma þeim sem tóku þátt í verkalýðsmálum og stjórnmálum. Ég fór víða um völl. Ég starfaði í bankanum og síðar í Útvarpinu í miðborginni og þekkti ákaflega marga í gegnum störf mín. Af þessu fólki lærði ég margt og kynntist enn fleirum. Ég fór svo í friðsamlega samkeppni við Morgunblaðið. Mogginn sagði eftir fyrstu kröfu- gönguna 1. maí 1923 að í göngunni hefði verið Héðinn Valdimarsson og 40–50 fullorðnir og börn. Ég vissi hins vegar að það voru miklu fleiri í göngunni. Ég setti mér það mark- mið að nafngreina yfir 100 manns og tókst það. Ég komst að mörgu skemmtilegu í gegnum þessa athug- un mína og þetta varð nokkurs kon- ar tómstundagaman hjá mér.“ Tómstundagaman Péturs, að nafngreina þá sem tóku þátt í fyrstu kröfugöngunni 1. maí, hefur nú orðið honum að efni í næstu bók, sem væntanlega verður gefin út á Akureyri 1. maí á næsta ári. Fram að því geta lesendur horfið á vit frá- sagna Péturs í Úr fórum þular. „Elsku mamma, þetta var sautjánhundruð og súrkál“ Pétur Pétursson þulur hefur sent frá sér sína fyrstu bók, Úr fórum þular. Guðjón Guðmundsson ræddi við Pétur um sagnfræðina, upp- vöxt og nýju bókina. Morgunblaðið/Golli „Við eigum að muna söguna og draga lærdóm af henni,“ segir Pétur Pétursson, en bók hans Úr fórum þular er nýlega komin út. Pétur Pétursson við hljóðnemann. Bókin Úr Fórum þular – Pétur Pét- ursson gægist í handraðann er gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. Bókin er 302 bls. að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.