Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 25
Allar skreytingar unnar af fagmönnum
Næg bílastæði (bílastæðahúsið Bergstaðir)
Ekkert gjald um helgar
Að sjálfsögðu bjóðum við upp á aðventusmákökur
Full búð af nýjum gjafavörum
Jól 2001
PS.
Frumsýningu kvikmyndarinnar
um galdrastrákinn Harry Potter
hefur verið beðið með eftirvæntingu
víða um heim, enda spennandi til-
hugsun að sjá hina skemmtilegu
sögu J.K. Rowling lifna við á hvíta
tjaldinu. Um leið hafa margir haft
efasemdir um hversu lifandi sú
mynd yrði í samanburði við bókina
góðu, ekki síst með hinn Hollywood-
vædda leikstjóra Chris Columbus
við stjórnvölinn, en garpurinn sá hef-
ur leikstýrt myndum á borð við
Home Alone I og II, Mrs. Doubtfire
og Stepmom.
En útkoman er hin allra skemmti-
legasta ævintýramynd, sem rifjar
upp skemmtilegar minningar frá
lestri bókarinnar fyrir þá sem það
hafa gert en stendur engu að síður
ein og sér sem kvikmynd. Vegur hér
þungt sú ánægjulega staðreynd að
aðlögun þessarar fyrstu Harry Pott-
er-bókar yfir í kvikmyndahandrit
hefur tekist mjög vel. Það verk var
sett í góðar hendur Steves Kloves,
en hann skrifaði m.a. handrit kvik-
myndarinnar Wonderboys.
Sögurnar um Harry Potter eru að
grunninum til ákaflega sígildur æv-
intýraskáldskapur, þar höfum við
hetjuna og aðstoðarmenn, lærimeist-
ara og hjálparkokka á bandi hins
góða, en svikara, illmenni og hand-
bendi hans á bandi hins illa. Þar eru
hetjan og illmennið spegilmynd
hvort af öðru – og fer hetjan í gegn-
um mjög sígilt ferli köllunar, lær-
dóms, hindrana og prófrauna áður
en hún tekst á við óvininn ein og
óstudd. Hér er á ferðinni frásagn-
arformgerð sem hentar ákaflega vel
til kvikmyndunar og löng hefð er fyr-
ir á þeim vettvangi. Kloves hefur eigi
að síður haft gott nef fyrir því að
staldra vel við réttu atriðin úr bók-
inni – og hlaupa á öðrum – og draga
fram þann sjarma sem Rowling bæt-
ir við hefðina í bókum sínum.
Mörg atriði njóta sín virkilega vel í
sjónrænu formi. Atriðin inni í Hogw-
art-kastalanum eru tilkomumikil,
Quidditch-leikurinn verður æsi-
spennandi og atriðið þar sem vinirn-
ir þrír, þau Harry, Ron og Herm-
ione, leika afdrifaríka skák verður
sérstaklega spennandi.
Sjónrænt útlit kvikmyndarinnar
er mikilvægur þáttur sem hefur tek-
ist mjög vel. Tölvugrafík er notuð
sparlega, og í stað þess að reyna að
líkja um of eftir „veruleikanum“ er
ímyndunum gefinn ævintýralegur
blær.
Leikarar hafa sömuleiðis verið vel
valdir í hlutverk sín. Daniel Radcliffe
er flottur Harry Potter, og Rupert
Grint, sem leikur rauðhausinn Ron
Weasley, og Emma Watson, sem
leikur Hermione Granger, eru
skemmtilegir leikarar. Tom Felton
er þó á mörkum þess að ofleika í
hlutverki Draco Malfoy. Þá hefur úr-
valslið reyndra breskra leikara verið
fengið í hlutverk kennara og annarra
fullorðinna persóna, og fara þar
Richard Harris (í hlutverki Albus
Dumbledore), Maggie Smith (sem
Minerva McGonagall) og síðast en
ekki síst Alan Rickman (í hlutverki
hins dularfulla Snape) á kostum.
Það er eingöngu í örfáum atriðum
sem leiðinda Hollywood-glanstónn-
inn skín í gegn, og virðist Columbus
t.d. hafa fengið að ráða sér sjálfur
með hið sér-hollywoodíska krakka-
kvikmyndaöskur í atriðinu sem vin-
irnir berjast við tröllið. Sömu sögu er
að segja um tónlist Johns Williams,
sem er ófrumleg og oftúlkandi, en
líkt og vinsældir bókanna sýna eru
börn og fullorðnir vel fær um að
túlka tilfinningar og stemmningar
án þess að þar sé leikin undir ýmist
þung eða létt tónlist til útskýringar.
Þegar upp er staðið er Harry
Potter sem sagt hin ánægjulegasta
ævintýramynd, sem börn og full-
orðnir ættu að hafa gaman af.
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó
Leikstjóri: Chris Columbus. Handrit
Steve Kloves, byggt á skáldsögu J.K.
Rowling. Kvikmyndataka: John Seale.
Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk:
Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma
Watson, Richard Harris, Alan Rickman,
Maggie Smith. Sýningartími: 152 mín.
Bandaríkin. Warner Bros., 2001.
HARRY POTTER OG VISKUSTEINNINN
(Harry Potter and the Sorcerer’s Stone)
Skemmtileg
ævintýramynd
Heiða Jóhannsdóttir
GUÐ á hvíta
tjaldinu – trúar-
og biblíustef í
kvikmyndum er
greinasafn þar
sem rakið er
hvernig kvik-
myndagerð-
armenn hafa
löngum unnið
með trúararf mannkynsins og þá
Biblíunnar sérstaklega. Um er að
ræða 14 greinar eftir kvikmynda- og
guðfræðinga. Ritstjórar eru Bjarni
Randver Sigurvinsson, Gunnlaugur
A. Jónsson og Þorkell Ágúst Ótt-
arsson.
Í fyrsta hlutanum er fjallað um
hvernig kvikmyndin getur birst sem
boðberi trúarinnar, í öðrum hlut-
anum er gefið yfirlit yfir helstu
Jesúmyndirnar og fjallað sér-
staklega um svonefnda kristgerv-
inga, þriðji hlutinn er tileinkaður
biblíustefjum, fjórði hlutinn greinir
frá ýmsum trúarhreyfingum í kvik-
myndum og síðasti hluti bókarinnar
er svo tileinkaður pólska kvik-
myndagerðarmanninum Krzysztof
Kieslowski og er fjallað um nokkrar
af þekktustu kvikmyndunum hans.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin er 290 bls., kilja. Verð:
2.980 kr.
Kvikmyndir