Morgunblaðið - 02.12.2001, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
3. desember 1991: „Líkt og
búist hafði verið við, reyndist
yfirgnæfandi meirihluti
Úkraínumanna hlynntur því
að segja skilið við Sovétríkin í
þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri
er fram fór um helgina.
Landsmenn hundsuðu af-
dráttarlausar viðvaranir
Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sov-
étforseta, sem sagt hafði að
stuðningur við sjálfstæðisyf-
irlýsingu stjórnvalda myndi
hafa hinar alvarlegustu af-
leiðingar. Þessi niðurstaða er
enn einn naglinn í líkkistu
miðstjórnarvaldsins í Kreml
og staðfesting þess að sov-
éska heimsveldið er liðið und-
ir lok. Valdagrunnur Gorb-
atsjovs, sem aldrei var
traustur, er nú veikari en
nokkru sinni fyrr og tilraunir
hans til að bjarga sovéska
ríkjasambandinu, sem banda-
lagi laustengdra fullvalda
lýðvelda, hafa enn sem komið
er ekki borið árangur. Þótt
líklegt verði að telja að Úkr-
aínumenn séu tilbúnir til að
eiga samstarf á efnahagssvið-
inu við fyrrum lýðveldi Sov-
étríkjanna sýna yfirlýsingar
stjórnvalda í Úkraínu, að þar
telja menn hugmyndir Gorb-
atsjovs um takmarkaða mið-
stýringu Moskvuvaldsins
tímaskekkju. Óvissa ríkir því
um framtíð Míkhaíls Gorb-
atsjovs Sovétforseta.“
. . . . . . . . . .
2. desember 1981: „Vinstri
meirihlutamönnum í Reykja-
vík hafa verið mjög mislagðar
hendur við stjórn borg-
arinnar og greinilegt er, að
taugaveiklunin magnast nú í
herbúðum þeirra. Sigurjón
Pétursson, forseti borg-
arstjórnar og forystumaður
Alþýðubandalagsins, á eink-
um í vök að verjast. Öllum
Reykvíkingum er ljóst, að
hann vill aðför að eignarrétti
borgarbúa og svipta þá um-
ráðarétti yfir íbúðum sínum,
sem búa í „of stóru“ húsnæði.
Sigurjón Pétursson ritar
grein í Þjóðviljann á sunnu-
daginn, sem ber yfirskriftina
„vélrænt flokkseinræði
íhaldsins var afnumið“. Fyr-
irsögnin og greinin öll er
einkar góð staðfesting á því,
hve áberandi mistökin eru
hjá forvígismönnum vinstri
meirihlutans.“
. . . . . . . . . .
3. desember 1971: „Í gær-
morgun tókst samkomulag
milli samninganefnda verka-
lýðsfélaganna og vinnuveit-
enda um frestun hins boðaða
verkfalls til nk. sunnudags til
þess að frekari tími gefist til
samningaviðræðna. Þessari
frestun verkfallsins munu all-
ir landsmenn fagna, og vænt-
anlega er hún vísbending um,
að deiluaðilar hafi nú nálgazt
svo sjónarmið hvor annars,
að verulegar líkur séu á lausn
kjaradeilunnar án verkfalla.
Verkföll eru alltaf slæm og
öllum til tjóns, launþegum,
atvinnuvegunum og þjóð-
arbúinu í heild. En verkfall í
desember er þó öllu verst,
enda sérstaks eðlis, og er því
mikið fagnaðarefni, ef tekst
að forða því.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SJÓNARMIÐ STIGLITZ
Það er vissulega fengur að þvífyrir okkur Íslendinga, aðSeðlabankinn hefur fengið
Joseph Stiglitz Nóbelsverðlauna-
hafa í hagfræði til þess að gera út-
tekt á íslenzka hagkerfinu og setja
fram sín sjónarmið í því sambandi.
Stiglitz er heimskunnur hagfræð-
ingur, sem hefur gegnt ábyrgðar-
miklum störfum, sem efnahagsráð-
gjafi Clintons, aðalhagfræðingur
Alþjóðabankans í Washington og há-
skólakennari. Hins vegar fer ekki á
milli mála, að hann er jafnframt
mjög umdeildur hagfræðingur eins
og brottför hans frá Alþjóðabank-
anum sýndi m.a. og þeir eru til, sem
gefa lítið fyrir skoðanir hans.
Í Morgunblaðinu í gær var skýrt
frá skoðunum Joseph Stiglitz á ís-
lenzkum efnahagsmálum og verður
ekki annað sagt en þeir sem mesta
ábyrgð bera á hagstjórn okkar kom-
ist nokkuð vel frá þeirri gagnrýnu
umfjöllun. Þannig telur hann að
upptaka verðbólgumarkmiða og af-
nám vikmarka krónunnar hafi verið
skynsamleg stefnubreyting.
Sumar tillögur Stiglitz um aðgerð-
ir til þess að draga úr viðskiptahall-
anum eru ekki líklegar til að njóta
fylgis hér. Hann nefnir hækkun
vörugjalda á varanlegar neyzluvörur
og skatta á fjármagnsflutninga. Í
báðum tilvikum er um að ræða ráð-
stafanir, sem mörgum mundu þykja
keimlíkar hagstjórnaraðferðum
fyrri ára, oggangi gegn þeim hug-
myndum um frelsi í viðskiptum, sem
hafa orðið grundvöllur efnahags-
stefnu ríkisstjórna í rúman áratug.
Meiri hljómgrunnur er áreiðan-
lega fyrir öðrum hugmyndum Stig-
litz eins og t.d. þeim að setja tak-
mörk á hraða útlánaaukningar ein-
stakra banka með ýmiskonar reglum
t.d. um hærri eiginfjárkröfur, hærri
innborganir í innlánstryggingar-
kerfi o.s.frv.
Athyglisverð er sú skýring, sem
Stiglitz setur fram á viðskiptahall-
anum. Hann segir: „Viðskiptahall-
inn, sem Ísland býr við um þessar
mundir, virðist því hvorki vera til
kominn vegna fjárlagahalla né af of
háu gengi krónunnar. Tveir þriðju
hlutar af viðskiptahalla áranna
1997-2000 skýrast af minnkandi
sparnaði einkaaðila og einn þriðji af
aukinni fjárfestingu. Gríðarleg
aukning útlána á þessum árum
bendir til þess að aukið frelsi í fjár-
magnsflutningum hafi að verulegu
leyti valdið viðskiptahalla undanfar-
inna ára.“
Síðan segir Joseph Stiglitz: „En
er sú staðreynd að viðskiptahallinn
á rætur sínar að rekja til hegðunar
einkaaðila til marks um það, að ríkið
þurfi ekkert að aðhafast vegna hall-
ans? Nei, ekki endilega. Þegar betur
er að gáð á ríkið nefnilega meiri þátt
í viðskiptahallanum en virðist vera
við fyrstu sýn. Að svo miklu leyti
sem markaðsaðilar telja gengið vera
fast líta þeir á það sem tryggingu,
sem ýti undir erlendar lántökur.
Bankakerfið er að hluta til í eigu
ríkisins og erlendir lánardrottnar
hafa tilhneigingu til þess að trúa því
að ríkið muni bjarga mikilvægum
bönkum ef þeir lenda í vandræðum.
Stjórnvöld hafa þar að auki áhrif á
væntingar einkaaðila um framtíðar-
tekjur. Þar sem viðskiptahallinn er
almennt talinn vera áhættuþáttur
hvað fjármálakreppur varðar getur
mikill viðskiptahalli aukið líkurnar á
kreppu, þótt hann sé góðkynja, ein-
ungis vegna þess að markaðsaðilar
hafa ótta af þeirri reynslu að sam-
band sé milli viðskiptahalla og fjár-
málakreppu.“
Ef þessi greining Stiglitz er rétt
er alla vega ljóst að hverju við eig-
um að beina kröftum okkar í hag-
stjórn á næstu mánuðum og miss-
erum.
V
LADÍMÍR Pútín, forseti
Rússlands, hefur baðað sig
í sviðsljósinu með vestræn-
um leiðtogum eftir árás
hryðjuverkamanna á
Bandaríkin 11. september
og nýtt skeið virðist vera
að hefjast í samskiptum
Rússa við Vesturlönd. Það var ekki að sjá að það
væri í vændum dagana fyrir hryðjuverkin. Þá
voru fréttir af fyrirhuguðum æfingum rússneska
flughersins á Norður-Atlantshafi í brennidepli.
Varnarliðið hafði í hyggju að fylgjast grannt með
þessum æfingum. Vakti bæði athygli að tilkynn-
ing um æfingarnar barst seint og á sama tíma
stóð yfir kafbátaleitaræfing Atlantshafsbanda-
lagsins. Útilokaði Stanislav E. Pokrovskí, stað-
gengill sendiherra Rússa á Íslandi, ekki að sam-
band gæti verið milli æfinganna.
Æfingar Rússana hófust hins vegar aldrei.
Eftir að hryðjuverkamenn réðust á World Trade
Center í New York og bandaríska varnarmála-
ráðuneytið var æfingunum aflýst og Pútín hóf
sókn á nýjum vettvangi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði þessi
mál að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti á há-
degisverðarfundi Varðbergs og Samtaka um
vestræna samvinnu á Hótel Sögu í dag, laug-
ardag, þegar hann benti á að hryðjuverkin hefðu
hvatt ríki til að sameina kraftana og skapað
tækifæri til að bæta samskipti: „Þannig eru nú
til umræðu í Atlantshafsbandalaginu hugmyndir
um að koma á nánari tengslum þess og Rúss-
lands en fyrir voru með samstarfssamningi
þeirra frá árinu 1997. Mikilvægt er að nýta öll ný
tækifæri til samstarfs við Rússland á tilteknum
sviðum eins og varðandi varnir gegn hryðjuverk-
um. Jafnframt verður auðvitað að gæta þess að
bandalagið geti áfram tekið eigin ákvarðanir á
eigin forsendum, enda er ekki verið að leggja til
að Rússar fái neitunarvald.“
Forseti Rússlands hefur undanfarnar vikur
verið á fundum með ýmsum leiðtogum Vestur-
landa og að auki rætt við Robertson lávarð,
framkvæmdastjóra NATO. Pútín var ekki seinn
að bjóða hjálp Rússa í baráttunni við hryðju-
verkamenn. Um leið komu fram hugmyndir um
að auka hlut Rússa í samstarfinu við Atlants-
hafsbandalagið, sem hingað til hefur byggst á
samráði, en nú er verið að leita leiða til að Rúss-
ar eigi þátt í að taka ákvarðanir á ákveðnum
sviðum. Þar hefur sérstaklega verið talað um
fernt; leitar- og björgunaraðgerðir vegna nátt-
úruhamfara, baráttu gegn útbreiðslu sýkla- og
efnavopna og kjarnorkuvopna, aðgerðir gegn
hryðjuverkastarfsemi og jafnvel möguleikann að
líta á endurskipulagningu herja. Það vakti mikla
athygli þegar haft var eftir Robertson lávarði
eftir að hann hafði rætt við Pútín í Moskvu fyrir
rúmri viku að Rússar myndu hugsanlega fá neit-
unarvald. Kanadamaðurinn Yves Brodeur, sem
tók við starfi talsmanns Atlantshafsbandalagsins
af Jamie Shea, segir hins vegar í samtali við
Morgunblaðið í dag, laugardag, að ekki komi til
greina að veita Rússum neitunarvald: „Banda-
lagsríkin eiga enn eftir að setjast niður og
ákveða hvað beri að gera,“ sagði Brodeur. „Við
höfum því ekki lagt fram tillögu fyrir Rússa því
að við höfum ekki ákveðið hvernig halda eigi
málinu áfram. Það er einnig ljóst að ákvörðun
um að koma á verklagi til að taka sameiginlegar
ákvarðanir mun ekki útiloka rétt NATO og að-
ildarríkjanna 19 til að ákveða hvað bandalaginu
sé fyrir bestu og því er allt tal um neitunarvald
Rússa út í hött.“
Mun draga úr
tortryggni
Rússa vegna
stækkunar?
Talsmaðurinn sagði
hins vegar að Rússar
hefðu ekki í huga að
nota þetta aukna sam-
starf í annarlegum til-
gangi, til dæmis til að
draga úr krafti Atl-
antshafsbandalagsins. Þá mundi NATO ekki
leggja út í viðræður, sem dæmdar væru til að
renna út í sandinn og því væri ekki verið að tala
um neitunarvald: „Það er einfaldlega ekki raun-
hæft að ætla að Rússar myndu geta komið í veg
fyrir ákvarðanir aðildarríkjanna nítján til efl-
ingar hagsmunum bandalagsins. Þess utan tóku
Rússarnir skýrt fram í viðræðunum fyrir viku að
þeir vildu ekki ræða hernaðarmál, þeir vildu ekki
verða meðlimir í NATO, hvorki gegnum fram-
dyrnar, né bakdyrnar, og litu ekki á þetta sem
leið til að lama NATO. Þeir væru ekki að leitast
eftir neitunarvaldi og þeir vissu að þeir fengju
það ekki.“
Það mun skýrast í næstu viku hvernig sam-
skipti NATO og Rússa munu þróast, en Brodeur
gaf til kynna að fundur utanríkisráðherra Atl-
antshafsbandalagsins í Reykjavík í vor gæti orð-
ið sögulegur fyrir þær sakir að þar tækju Rússar
í fyrsta skipti þátt í nýju hlutverki, en einnig
vegna þess að grunnur yrði lagður að ákvörð-
uninni um næsta skrefið í stækkun NATO. Í því
sambandi sagði hann þótt ekki kæmi það fram í
viðtalinu við hann í Morgunblaðinu í dag, laug-
ardag, að aukið samstarf við Rússa kynni að
draga úr tortryggni þeirra ef til þess kæmi að
Eystrasaltsríkjunum yrði hleypt inn í Atlants-
hafsbandalagið.
„Það gæti greitt fyrir,“ sagði hann. „Hins veg-
ar er ljóst að stækkunin mun eiga sér stað hvað
sem gerist, jafnvel þótt það sé Rússum þvert um
geð. Mun þeim líka það? Nei. Þeir eru ekkert að
fela að þeim finnst stækkun enn óþarfi, en þeir
gera sér grein fyrir því að þeir hafa ekkert neit-
unarvald og öllum þjóðum heimsins er frjálst að
ganga í þau bandalög, sem þær vilja. En ef til vill
myndu þeir eiga auðveldara með að sætta sig við
stækkun NATO með bættum samskiptum og
vettvangi til að taka sameiginlegar ákvarðanir.“
Brodeur játti því einnig að ágreiningur væri
meðal rússneskra stjórnvalda um það hversu
langt ætti að ganga í samstarfi við NATO.
„Rússarnir verða að greiða úr því,“ sagði
hann. „Rússar eru í sömu stöðu og við. Við erum
í könnunarferli og afstaða NATO hefur ekki ver-
ið formlega ákveðin. Ríkin 19 hafa ekki tekið af-
stöðu til tillagnanna, sem eru á borðinu. Sama á
við um Rússana. Pútín er ekki einræðisherra og
það eru mismunandi sjónarmið í landi hans. Ég
held að það sé rétt að ætla að það séu ýmis öfl í
rússnesku þjóðfélagi, sem munu ekki líta þetta
mjög jákvæðum augum. Það hefur verið kurr í
röðum hersins á þeirri forsendu að hernum væri
stefnt í hættu ef það væri of mikið opnað gagn-
vart vestrinu. Hann þarf að eiga við sitt fólk og
komast að niðurstöðu um það hvað menn vilji og
hversu langt eigi að fara.“
Timothy J. Colton, prófessor í stjórnmála-
fræði við Harvard-háskóla, og Michael McFaul,
aðstoðarprófessor í stjórnmálafræði við Stan-
ford-háskóla, skrifa grein í nýjasta hefti tíma-
ritsins Foreign Affairs þar sem þeir fjalla um
samskiptin við Rússa eftir 11. september. Þeir
segja að samkeppni Bandaríkjanna við Sovétrík-
in hafi mótað seinni hluta síðustu aldar og hið
nýja samband við Rússland muni ákvarða útlín-
ur aldarinnar, sem nú er hafin. Þeir benda á að
forseti Rússlands og rússneska þjóðin hafi sýnt
Bandaríkjamönnum öflugan stuðning eftir
hryðjuverkin og gott persónulegt samband Pút-
íns og George Bush Bandaríkjaforseta hafi kom-
ið í ljós þegar forseti Rússlands varð fyrstur
þjóðarleiðtoga til að ræða við Bush eftir árás-
irnar. Þeir benda einnig á að meðal Rússa sé
mikill samhugur með Bandaríkjamönnum eftir
hryðjuverkin og samkvæmt einni skoðanakönn-
un líti 85 af hundraði Moskvubúa svo á að þeim
hafi ekki aðeins verið beint gegn Bandaríkja-
mönnum heldur öllu mannkyni.
Colton og McFaul segja að Pútín hafi vissu-
lega gildar ástæður fyrir því að vilja snúa bökum
saman við Bandaríkjamenn. Hann sé mjög
áfram um að tengja baráttu Bandaríkjamanna
við hryðjuverk við baráttu Rússa við uppreisn-
armenn í Tsjetsjníju. Sú tenging sé reyndar ekki
án verðleika því að Osama bin Laden hafi bæði
stutt hryðjuverk í Bandaríkjunum og Rússlandi.
Reyndar hafa ýmsir lýst yfir áhyggjum sínum
af því að Rússar nýttu sér hið nýja ástand til að
fá frjálsar hendur í Tsjetsjníju, en herferð þeirra
þar hefur verið sérstaklega blóðug. Yves Brod-
eur sagði að slíkar áhyggjur væru ástæðulausar.
Robertson lávarður hefði rætt málefni Tsjetsjn-
íju við Pútín og tekið skýrt fram að NATO áttaði
sig á vanda Rússa í Tsjetsjníju, en gæti ekki fall-
ist á aðferðir þeirra til að kljást við hann.
Þrýst á Pútín
að fara í
gamla farið
Í greininni í Foreign
Affairs, sem var skrif-
uð áður en tillögurnar
um aukið samstarf
komust á núverandi
stig, segja Colton og
McFaul að hvað sem samstarfi Rússa við Vest-
urlönd líði séu rússneskir hermenn og leyniþjón-
ustumenn farnir að þrýsta á Pútín um að hugsa
um alþjóðastjórnmál með gamla laginu. Líta eigi
veru hermanna NATO í Mið-Austulöndum með
tortryggni og hafa eigi meiri áhyggjur af öryggi
Íraks, en Bandaríkjanna.
Höfundarnir segja í greininni að það sé hins
vegar misskilningur að Rússar hafi snúið baki
við hugmyndum um lýðræði þrátt fyrir það
ófremdarástand, sem ríkt hefur í Rússlandi eftir
hrun Sovétríkjanna. Hins vegar sé Rússland síð-
ur en svo búið að klára umskiptin frá alræði til
lýðræðis og Bandaríkjamenn verði að gera sér
grein fyrir því að snar þáttur í að tryggja að
Rússar verði í hópi bandamanna þeirra sé að