Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 35

Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 35 gæti verið einföld skýring. Í júní 1999 var enginn George W. Bush forseti Bandaríkjanna. Hins vegar hafði frambjóðandi með sama nafni boðið sig fram til forseta og átti í höggi við demókratann Al Gore, sem meðal annars hafði ákaft leitað eftir stuðn- ingi hinna öflugu samtaka hvalvernd- arsinna, sem vaða í peningum frá þeim Bandaríkjamönnum, sem jafn- vel láta gabbast til að „ættleiða“ hvali. Einhverjum í kosningabaráttu George W. Bush hefur þótt það snjallræði að vinna hylli slíkra sam- taka með veitingu einhvers konar medalíu, að öllum líkindum án þess að aðgæta, að þessi samtök hefðu far- ið yfir strikið í ofstæki sínu og átt að- ild að hryðjuverkum í vina- og banda- lagsríki Bandaríkjanna. Svo að ég gef nú ekki mikið fyrir þessa „ljós- glætu“. Hins vegar er sjálfsagt fyrir Wat- son að notfæra sér þessa verðlauna- veitingu fyrir rétti, svo og meintar stuðningsyfirlýsingar Bills Clintons og bandarískra þingmanna. Hvergi í grein minni fór ég fram á framsal Pauls Watsons til Íslands, en fagna því, ef hann hefur kjark til þess að gefa sig fram sjálfviljugur. Hitt taldi ég einsætt, að eftir ein- róma samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem skuldbatt öll aðildarríkin, 189 að tölu, til að „neita hryðjuverkamönnum um pen- inga, stuðning og skjól“, sé Banda- ríkjastjórn ekki lengur stætt á því að leyfa Sea Shepard að skrá sig hjá op- inberum aðilum sem „góðgerðasam- tök“ með víðtæk skattfríðindi, auk þess sem framlög einstaklinga eða fyrirtækja til hryðjuverkastarfsemi þeirra eru þannig undanþegin skatti. Og þar sem nú hefur komið í ljós að Morgunblaðið er víðlesnara en ég hugði í Bandaríkjunum er kannski rétt að ljúka þessari grein með því að benda George W. á það, til vinsam- legrar íhugunar þegar hann má vera að, hvort ekki einhver hafi farið offari í kosningabaráttuteymi hans með því að láta hann hengja medalíu á þenn- an ofstækisfulla umhverfissinna, og hvort ekki væri rétt að draga hana til baka svo að lítið bæri á. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. kennslu í íslensku og vestur-ís- lenskum fræðum þar og bæta að- stöðu bókasafnsins. Frá næstu ára- mótum verður íslenskukennsla við skólann studd með árlegu framlagi. Á síðustu árum hefur verið óskað eftir meiri stuðningi við kennslu í nútímaíslensku í Þýskalandi og Austurríki og leitað eftir stuðningi frá Japan. Ennþá hefur ekki verið tekin afstaða til beiðna þessara enda er unnið að endurskoðun á stuðningi við íslenskukennslu er- lendis í kjölfar þess að mennta- ráðuneytið lét gera úttekt á kennslu í nútímaíslensku við er- lenda háskóla að frumkvæði Nor- dalsstofnunar. En í úttektinni var lögð áhersla á að styrkja enn frek- ar íslenskukennslu erlendis heldur en nú er gert. Á fjárlögum fyrir ár- ið 2001 hefur stofnunin 3,7 milljónir til þessa málaflokks og mennta- málaráðuneytið greiðir um 1,8 milljónir til launa sendikennara í Lundúnum. Fjarkennsla í íslensku fyrir útlendinga Í úttektinni á íslenskukennslu er- lendis er jafnframt lögð áhersla á að að koma á fjarkennslu í íslensku með samvinnu kennara í Háskóla Íslands og sendikennara í íslensku erlendis. Eins og oft hefur verið bent á háir kennsluefnisskortur kennslu í íslensku sem erlendu máli. Til að takast megi að fjar- kenna útlendingum íslensku þyrfti að búa til fjarkennsluefni á Netinu. Nú hefur fengist fjármagn bæði hér á landi og við Wisconsinháskóla í Madison í Bandaríkjunum til að hrinda því í framkvæmd. Nokkrir undirbúningsfundir hafa þegar ver- ið haldnir og er vonast til að vinna við námsefnið hefjist í ágústlok á þessu ári. Framtíð íslensks máls er ekki að- eins undir því komin að þeir sem eiga það að móðurmáli kunni að gæta þess heldur einnig að útlend- ingar vilji nema málið. Við verðum að efla kennslu í íslensku fyrir út- lendinga, hvort heldur það er hér á landi eða erlendis. Það er í sam- ræmi við aukna áherslu á alþjóða- samstarf og gæslu hagsmuna okkar erlendis að styrkja hvers konar menningarsamskipti. Einnig er það í samræmi við íslenska málstefnu að veita sem flestum sem besta kennslu í íslensku, hvort sem þeir eru fæddir Íslendingar, útlendingar sem hafa flust til landsins eða er- lendir ríkisborgarar sem vilja læra íslensku þar sem þeir telja sig hafa gagn og gaman af því. Höfundur er forstöðumaður Stofn- unar Sigurðar Nordals. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is TT390 tveggja sneiða brauðrist - electronic 4.990.- kr TT990 fjögurra sneiða brauðrist - electronic 6.490.- kr BL306 blandari 1 liter - 300 wött 4.990.- kr SK950 þráðlaus hraðsuðuketill 7.990.- kr FP676 matvinnsluvél 17.900.- kr KM400 Classic hrærivél - 750 wött 38.900.- kr R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090 Heimsferðir eru stoltar af að kynna nýjan gististað sinn á Kanaríeyjum í vetur. Við getum nú boðið Los Tilos gististaðinn á frábærum kjörum, en við höfum einnig tryggt okkur viðbótargistingu á San Valentin Park, Green Field og Hótel Neptuno. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 737-800 vélum FUTURA flugfélagsins án millilendingar. Verð kr. 48.605 Vikuferð, 3. jan., hjón með 2 börn, Green Sea. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 63.205 Vikuferð, 10. jan., hjón með 2 börn, Los Tilos. Verð kr. 96.450 2 í íbúð, Los Tilos, 10. jan, 2 vikur. Beint flug alla fimmtudaga í vetur Við tryggjum þér lægsta verðið Vikuleg flug alla fimmtudaga Brottfarir: 13. des. viðbótarsæti 20. des. 11 sæti 27. des. 37 sæti 3. jan. 11 sæti 10. jan. 27 sæti 17. jan. viðbótarsæti 24. jan. viðbótarsæti 7. feb. uppselt 14. feb. 14 sæti 21. feb. uppselt aðrar dags. viðbótarsæti Los Tilos á Kanarí í vetur frá kr. 63.205 Nýr fararstjóri Heimsferða á Kanaríeyjum Við bjóðum Auði Sæmundsdóttur velkomna til starfa hjá Heimsferðum. Los Tilos Neptuno Green Field

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.