Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 36

Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 36
HM 2002 Í KNATTSPYRNU 36 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dregið var í átta riðla og komasttvo lið úr hverjum riðli áfram í 16-liða úrslit. Ef Frakkar komast þangað mun bíða þeirra erfitt verk- efni, þar sem þeir mæta liði úr „Dauðariðlinum,“ eða F-riðli, sem leikinn verður í Jap- an. Þar eru tveir fyrrverandi heims- meistarar England og Argentína, ásamt Svíum og hinu skemmtilega liði Nígeríumanna. David Beckham, fyrirliða Englands, varð að ósk sinni – að mæta Argentínumönnum á HM, þannig að hann fái tækifæri að hefna ófaranna frá HM í Frakklandi 1998, en þá var hann rekinn af leik- velli í leik gegn Argentínu, sem varð til þess að margra mati, að Englend- ingar urðu úr leik. Englendingar undir stjórn sænska þjálfarans Sven Göran Eriksson, glíma við Svía. Þegar Englendingar og Svíar gerðu jafn- tefli á Old Trafford á dögunum, 1:1, og náðu ekki að leggja Svía að velli í fyrsta skipti í 33 ár, sagði Sven Gör- an: „Við verðum að bíða aðeins leng- ur, eða þar til við vinnum þá í heims- meistarakeppninni næsta sumar.“ Sven Göran fær tækifæri til að standa við orð sín, þegar England og Svíþjóð mætast 2. júní í Saitama í Japan. Ef Englendingar komast áfram úr riðlinum, geta þeir leikið gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Fyrir helgina sagði Thierry Henry, mið- herji Frakklands og Arsenal, að hann vildi vera laus við að mæta Englendingum á HM. „Englending- ar eru með geysilega sterkt lið, sem ég óttast,“ sagði Henry. Hér á síðunni eru allar upplýs- ingar um gang mála á HM í Suður- Kóreu og Japan. Hvernig riðlarnir eru skipaðir – rauðir riðlar í Suður- Kóru, bláir í Japan, leikdagar og tímasetning leikja að íslenskum tíma, en flestir leikir eru leiknir kl. 6.30 og 11.30 um morgun að íslensk- um tíma. Þá má sjá úr hvaða riðlum þjóð- irnar mætast í 16-liða úrslitum og fram að úrslitaleik. Upplýsingar eru um hvar leikið verður og hvað marga áhorfendur leikvellirnir taka og á kortinu má sjá borgirnar, sem leikið er í. Þess má geta að borgin Pusan í Suður-Kóreu er einnig nefnd og skrifuð Busan, en við mun- um halda okkur við Pusan, en þess má til gamans geta að þar kepptu Íslendingar í siglingum – á bátnum Leifi heppna – á Ólympíuleikunum í Suður-Kóreu 1988. Heimsmeistarar Frakka hefja titilvörnina gegn Senegal í Seoul England í „dauða- riðli“ Reuters Knattspyrnugoðið Pele, sem varð þrisvar heimsmeistari – 1958, 1962 og 1970, aðstoðaði við HM-dráttinn í Pusan í gær. Hér réttir hann Michel Zen-Ruffinen, framkvæmdastjóra Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, kúlu sem hafði að geyma nafn einnar þátttökuþjóðar. HEIMSMEISTARAR Frakka hefja vörn sína á heimsmeistaratitlinum með því að leika við Senegal í Seoul föstudaginn 31. maí 2002. Með þessum þjóðum í A-riðli eru Uruguay og Danmörk. Dregið var í riðla í heimsmeistarakeppninni í gærmorgun í Pusan í Suður-Kóreu. Fjórir gamalkunnir leikmenn í sögu HM tóku þátt í drættinum – Brasilíumaðurinn Pele, Hollendingurinn Johann Cruyff, Frakkinn Michael Platini og Kamerúnmaðurinn Roger Milla.                          !"# $ %& ' " & $" &  $  ! %    #    5898                      %( )( 6" -" ! ! "  4"& &"  &8 " ! ! * ! !# ! - :;8  2!!& ! "!!0"! Keppnisvellirnir á HM í Suður-Kóreu og Japan eru á eftirtöldum stöðum. Talan seg- ir til um hve marga áhorfendur völlurinn tekur í sæti. Japan Sapporo ............................................... 42.122 Miyagi.................................................. 49.281 Niigata................................................. 42.700 Ibaraki ................................................. 41.800 Saitama................................................ 63.060 Yokohama............................................ 70.564 Shizuoka .............................................. 50.600 Osaka ................................................... 45.409 Kobe..................................................... 42.000 Oita....................................................... 43.254  Allir vellirnir voru teknir í notkun í ár, nema í Yokohama 1997 og Osaka 1996. Suður-Kórea Seoul ....................................................62.618 Inchon.................................................. 52.179 Suwon .................................................. 43.468 Taejon.................................................. 41.439 Chonju ................................................. 42.477 Kwangju .............................................. 42.757 Taegu ................................................... 70.140 Ulsan.................................................... 42.152 Pusan ...................................................62.686 Sogwipo ...............................................42.256  Allir vellirnir hafa verið teknir í notkun á síðustu vikum. HM-VELLIR 16-liða úrslit Laugardagur 15. júní í Sogwipi í S-Kóreu: 1. Sigurvegari E - Annað sætið B ..........6.30 Laugardagur 15. júní í Niigata í Japan: 2. Sigurvegari A - Annað sætið F ........11.30 Sunnudagur 16. júní í Oita í Japan: 3. Sigurvegari F - Annað sætið A ..........6.30 Sunnudagur 16. júní í Suwon í S-Kóreu: 4. Sigurvegari B - Annað sætið E ........11.30 Mánudagur 17. júní í Kwangju í S-Kóreu: 5. Sigurvegarinn G - Annað sætið D......6.30 Mánudagur 17. júní í Kobe í Japan: 6. Sigurvegari C - Annað sætið H........11.30 Þriðjudagur 18. júní í Miyagi í Japan: 7. Sigurvegari H - Annað sætið C..........6.30 Þriðjudagur 18. júní í Taejon í S-Kóreu: 8. Sigurvegari D - Annað sætið G ........11.30 8-liða úrslit Föstudagur 21. júní í Shizuoka í Japan: C: Sigurvegari 2 - Sigurvegari 6 ............6.30 Föstudagur 21. júní í Ulsan í S-Kóreu: A: Sigurvegari 1 - Sigurvegari 5 ..........11.30 Laugardagur 22. júní í Kwanhju í S-Kóreu: B: Sigurvegari 4 - Sigurvegari 8 ............6.30 Laugardagur 22. júní í Osaka í Japan: D: Sigurvegari 3 - Sigurvegari 7 ..........11.30 Undanúrslit Þriðjudagur 25. júní í Seoul í S-Kóreu: Sigurvegari A - Sigurvegari B .............11.30 Miðvikudagur 26. júní í Saitama í Japan: Sigurvegari C - Sigurvegari D .............11.30 Leikur um þriðja sætið Tapliðin í undanúrslitum leika í Taegu í Suður-Kóreu laugardaginn 29. júní kl. 11. ÚRSLITALEIKUR Úrslitaleikurinn fer fram í Yokohama í Japan sunnudaginn 30. júní kl. 11. ÚRSLIT Leikið í Saitama, Kobe, Yokohama, Oita, Osaka og Shizuoka í Japan. Japan Belgía Rússland Túnis 4. júní (Þ): Japan - Belgía ..........................9 5. júní (Mi): Rússland - Túnis ...............6.30 9. júní (S): Japan - Rússland...............11.30 10. júní (Má): Túnis - Belgía ........................9 14. júní (Fö) Túnis - Japan......................6.30 14. júní (Fö) Belgía - Rússland...............6.30 H-RIÐILL Leikið í Seoul, Ulsan, Pusan, Taegu, Suwon og Inchon í Suður-Kóreu. Frakkland Senegal Úrúgvæ Danmörk 31. maí (Fö): Frakkland - Senegal .......11.30 1. júní (L): Úrúgvæ - Danmörk.................9 6. júní (Þ): Frakkland - Úrúgvæ ..........6.30 6. júní (Þ): Danmörk - Senegal...........11.30 11. júní (Fi): Senegal - Úrúgvæ..............6.30 11. júní (Fi): Danmörk - Frakkland.......6.30 A-RIÐILL Leikið í Pusan, Kwangju, Chongju, Taegu, Taejon, Sogwipo í Suður-Kóreu. Spánn Slóvenía Paragvæ Suður-Afríka 2. júní (S): Paragvæ - S-Afríka.............7.30 2. júní (S): Spánn - Slóvenía................11.30 7. júní (Fö): Spánn - Paragvæ ...................9 8. júní (L): S-Afríka - Slóvenía .............6.30 12. júní (Mi) S-Afríka - Spánn ..............11.30 12. Júní (Mi) Slóvenía - Paragvæ .........11.30 B-RIÐILL Leikið í Ulsan, Kwangju, Inchon, Suwon, Seoul og Sogwipo í Suður-Kóreu. Brasilía Tyrkland Kína Kosta Ríka 3. júní (Má): Brasilía - Tyrkland ...............9 4. júní (Þ): Kína - Kosta Ríka ...............6.30 8. júní (L): Brasilía - Kína ...................11.30 9. júní (S): Kosta Ríka - Tyrkland.............9 13. júní (Fi) Kosta Ríka - Brasilía ..........6.30 12. júní (Fi) Tyrkland - Kína ..................6.30 C-RIÐILL Leikið í Pusan, Suwon, Taegu, Kwangju, Inchon og Taejon í Suður-Kóreu. Suður-Kórea Pólland Bandaríkin Portúgal 4. júní (Þ): S-Kórea - Pólland .............11.30 5. júní (Mi): Bandar. - Portúgal.................9 10. júní (Má): S-Kórea - Bandar.............6.30 10. júní (Má): Portúgal - Pólland..........11.30 14. júní (Fö) Portúgal - S-Kórea ..........11.30 14. Júní (Fö) Pólland - Bandar. ............11.30 D-RIÐILL Leikið í Niigata, Sapporo, Ibaraki, Sait- ama, Shizuoka og Yokohama í Japan. Þýskaland Sádí-Arabía Írland Kamerún 1. júní (L): Írland - Kamerún ...............6.30 1. júní (L): Þýskaland - S-Arabía .......11.30 5. júní (Mi): Þýskaland - Írland..........11.30 6. júní (Fi): Kamerún - S-Arabía...............9 11. júní (Þ) S-Arabía - Írland................11.30 11. júní (Þ) Kamerún - Þýskaland........11.30 E-RIÐILL Leikið í Saitama, Ibaraki, Kobe, Sapporo, Miyagi og Osaka í Japan. Argentína Nígería England Svíþjóð 2. júní (S): England - Svíþjóð ...............5.30 2. júní (S): Argentína - Nígería ............9.30 7. júní (Fö.): Svíþjóð - Nígería..............6.30 7. júní (Fö.): Argentína - England .....11.30 12. júní (Mi.) Svíþjóð - Argentína...........6.30 12. júní (Mi.) Nígería - England.............6.30 F-RIÐILL Leikið í Niigata, Sapporo, Ibaraki, Miyagi, Oita, Yokohama í Japan. Ítalía Ekvador Króatía Mexíkó 3. júní (Má): Króatía - Mexíkó.......6.30 3. júní (Má): Ítalía - Ekvador.......11.30 8. júní (L): Ítalía - Króatía ..................9 9. júní (S): Mexíkó - Ekvador ........6.30 13. júní (Fi) Ekvador - Króatía .....11.30 13. júní (Fi) Mexíkó - Ítalía............11.30 G-RIÐILL Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.