Morgunblaðið - 02.12.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 02.12.2001, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni HUGVEKJA ÞÁ ER nýtt kirkjuár byrjað og jólin að koma, eina ferðina enn. Orðið aðventa er dregið af latnesku orð- unum Adventus Dom- ini, sem þýða „koma Drottins“. Aðventan hefst með 4. sunnudegi fyrir jóladag, sem að þessu sinni ber upp á 2. desember. Þessi árstími var löngum – og er reyndar víða enn – kall- aðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, t.d. ekki kjöt. Aðventukransinn, sem víða ber fyrir augu um þessar mundir, byggist á norður- evrópskri hefð. Hið sí- græna greni táknar líf- ið, sem er í Kristi. Logandi kertin benda til komu meistarans, ljóss- ins sem aldrei slokknar. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið; það minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins, er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehems- kertið; athyglinni er hér beint að þorpinu, sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirða- kertið; snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu, á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan engla- kertið, og minnir okkur á þá, sem báru mannheimi fregnirnar. Fyrir marga er aðventan kær- komin tilbreyting frá amstri hversdagsins, og þeir reyna af fremsta megni að umvefja þennan boðskap hennar um frið og góðan hug til samferðamannanna, með því að sækja helgistundir og róa sig þannig niður fyrir sjálfa hátíð ljóssins. En aðrir eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og efnið, og kannski aldrei meira en ein- mitt núna. Til er saga um gamla konu á Ítalíu, sem hét La Befana. Sagt er að vitringarnir þrír frá Aust- urlöndum – Kaspar, Melkíor og Baltasar – hafi komið við hjá henni forðum, og boðið henni að slást með í förina til Betlehem, að sjá nýfædda konunginn. En hún sagðist ekki hafa neinn tíma, hún væri að gera hreint í bústað sín- um. Og vitringarnir héldu því sína leið, einir. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að gamla konan áttaði sig á boði þeirra félaga, hvað það í raun merkti. Og hún tók á rás á eftir þeim, með svuntuna blakt- andi eins og fána í vindi, og sópinn á annarri hendi. En það dugði ekki til. Hún fann hvorki vitr- ingana né Jesúbarnið. Og það er sagt, að hún reiki enn um götur borganna og leiti. Og önnur saga, þessari lík, en úr nútímanum, er til. Aðventan er komin í öllu sínu veldi, og það er verið að undirbúa komu jóla- barnsins. Lítill drengur horfir á foreldri sín vera að þvo og pússa í sífellu, og hraðinn er gífurlegur og spennan yfirþyrmandi. Hann biður þau um að lesa fyrir sig jóla- sögu. En fær þau svör, að það sé enginn tími. Jólin séu að koma. Vill hann ekki bara setjast niður og teikna? Jesú, til dæmis? Og honum er fengið blað og litir. Eftir drykklanga stund er myndin tilbúin. Og aftur spyr hann pabba og mömmu, hvort þau vilji nú ekki lesa fyrir sig. En svarið er eins og fyrr. Elsku vin- urinn, það er verið að undirbúa jólin. Vill hann ekki teikna aðra mynd? Jólaundirbúninginn, til dæmis? Nokkur stund líður, og myndin er tilbúin. Og aftur reynir drengurinn að fá þau til að lesa fyrir sig. En allt er við það sama. Og við hverja spurningu og neitun festist ný mynd á blaðið. Loks kemur að því, að mamma og pabbi taka sér pásu, úrvinda af þreytu, og nota þá tækifærið og biðja um að fá að sjá, hvað dreng- urinn sé búinn að teikna og lita. En þau reka upp stór augu, er þau sjá blaðið. Þar er urmull lítilla mynda, hver um aðra þvera: mamma að sópa, pabbi að negla, mamma að skúra, pabbi að skipta um ljósaperu, mamma að ryk- suga, pabbi að fara út með ruslið, mamma að vaska upp, pabbi að leggja sig... „Já, en hvar er myndin af Jesú?“ er spurt. Og drengurinn svarar: „Ja, sko, hún lenti undir öllum hinum. Ég byrjaði á því að teikna hann, en svo teiknaði ég aðra mynd, og svo fleiri, og allt í einu var Jesús horfinn.“ Mamma og pabbi litu hvort á annað, og gáfu sér nú loksins tíma með drengnum sínum, og lásu fyrir hann jólasöguna. Ég held að við getum auðveld- lega séð okkur í þessum fullorðnu persónum þremur: hinni ítölsku La Befana í byrjun 1. aldar, og svo mömmu og pabba við upphaf 21. aldarinnar, jafn upptekin við fánýta hluti og við í raun erum jafnan. Auðvitað er nauðsynlegt að snurfusa heimilið, ryksuga og þvo og skúra, en það má ekki koma niður á hinum meiri gildum lífsins og sannari verðmætum. Megi þessar sögur tvær búa í huga okkar nú í upphafi jólaföst- unnar og síðan áfram um jólin og yfir, svo við gleymum nú ekki hinu raunverulega tilefni þessa mikla umstangs, þ.e.a.s. fæðingu Jesú. Gleðilega aðventu. Aðventa Á aðventunni búum við okkur undir komu jólanna, ekki bara með alls- herjarþrifum og innkaupum, heldur einnig með því að gefa okkur tíma fyrir börnin og hinn innri mann. Sigurður Ægisson fjallar um nauðsyn þess að hafa jafnvægi þarna á milli. saeson@islandia.is Morgunblaðið/Sverrir KOLBEINN Ó. Proppé, fulltrúi Reykjavíkurlistans í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, mót- mælti harðlega opnun Hafnarstrætis í austur á fundi nefndarinnar á fimmtudag. Í bókun sem hann lagði fram segir Kolbeinn að full ástæða hafi verið fyr- ir lokuninni á sínum tíma, mengun á svæðinu hafi verið óviðunandi og um- ferðin hafi truflað rekstur Strætis- vagna Reykjavíkur. „Það skýtur skökku við að borg- aryfirvöld skuli vinna þvert gegn þeirri stefnu, sem samþykkt var í Staðardagskrá 21 fyrr á þessu ári, en þar var skýrt kveðið á um að vinna ætti að því að strætisvagnar fengju forgang í umferðinni. Með umræddri ákvörðun borgarráðs er stefnt í þver- öfuga átt. Það ber að harma að svo skammur tími hafi liðið frá því að borgaryfirvöld samþykktu metnaðar- fulla áætlun í umhverfismálum þar til að þau brutu þvert gegn henni. Hér er verið að fórna hagsmunum um- hverfis og umferðaröryggis fyrir lítt skilgreinda hagsmuni kaupmanna í miðbænum,“ segir í bókun Kolbeins. Hrannar B. Arnarsson, formaður nefndarinnar, lagði á móti fram bók- un þar sem hann sagði það fráleitt að opnun Hafnarstrætis í austur væri í andstöðu við Staðardagskrá 21. „Þvert á móti tel ég að með því að heimila hægri umferð um þessi gatnamót sé dregið úr óþarfa akstri og því dregið úr mengun og slysa- hættu í miðbænum. Þá er rétt að benda á að umrædd opnun er hugsuð í tilraunaskyni og verða áhrif hennar því metin að henni lokinni. Verði þau í líkingu við forspá Kolbeins verður að sjálfsögðu brugðist við til samræm- is.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks létu bóka að þau fögnuðu sinnaskiptum formannsins. Fulltrúi R-listans mótmælti opnun Hafn- arstrætis Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur FÉLAG starfsfólks í bókabúðum hefur í tvígang sent kvörtun til Sam- keppnisstofnunar vegna bókaaug- lýsinga Hagkaupa. Kvartanirnar hafa að vísu verið sendar stofnuninni undir nafnleynd en einn stjórnar- manna í félaginu, sem ekki vildi koma fram undir nafni, staðfesti að það hefði staðið að kvörtununum. Í fyrra tilvikinu auglýstu Hagkaup í Morgunblaðinu 23. nóvember sl. af- slátt á nokkrum bókum. Ein þeirra var auglýst á 40% afslætti en félagið hélt því fram að afslátturinn hefði aðeins verið 22%. Samkeppnisstofn- un leitaði svara hjá Hagkaupum og fékk þau svör frá lögmanni fyrirtæk- isins að um mistök hefði verið að ræða sem beðist var afsökunar á. Þau svör voru látin gilda og mun stofnunin ekki aðhafast frekar. Samkeppnisstofnun barst svo önnur kvörtun á föstudag vegna bókaauglýsingar í Morgunblaðinu sama dag frá Hagkaupum. Félag starfsfólks í bókabúðum bendir þar á að uppgefið verð einnar bókar fyrir afslátt sé rangt, Hagkaup hefðu ekki áður selt bókina á því verði þar sem hún hefði alls staðar verið á tilboði sem bók nóvembermánaðar. Að sögn Önnu Birnu Halldórsdóttur hjá Samkeppnisstofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verður við þessari kvörtun. Kvartað undan bóka- auglýsingum Hagkaupa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.