Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 50

Morgunblaðið - 02.12.2001, Page 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur á morgun. Fréttir Bókatíðindi 2001. Núm- er sunnudagsins 2. des. er 14.148 og mánudags- ins 3. des. er 25.274. Mannamót Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 10 púttvöll- urinn opinn, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 10 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Á morgun púttað í Bæj- arútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Sunnud: Félagsvist kl. 13.30. Verðlaunaafhend- ing. Síðasta félagsvistin fyrir jól. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyr- ir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla, framhald, kl. 19. og byrjendur kl. 20.30. Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtud 6. des., panta þarf tíma. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10– 16, s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 14 fé- lagsvist. Aðventu- skemmtun í dag 2. des. kl. 14–16. Fjórar nýjar bækur kynntar, tónlist. Félagsstarfið, Furu- gerði. Aðventuskemmt- un verður 6. des. og byrjar kl. 20. Veislu- stjóri Gunnar Þorláks- son, hugvekja sr. Krist- ín Pálsdóttir, smásaga Jónína H. Jónsdóttir, söngur Ágústa Ágústs- dóttir. Furugerðiskór- inn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmunds- dóttur. Hátíðarkaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30–14.30 banka- þjónusta. Í dag er myndlistarsýning Bryn- dísar Björnsdóttur opin kl. 13–16, listamaðurinn á staðnum. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, frá kl. 9, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20 skapandi skrif. Hand- verksmarkaður verður í Gjábakka þriðjud. 4. des. og hefst kl. 13. Þar verða til sölu ýmsar gjafa- og jólavörur. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 13, brids, kl. 11 mynd- mennt, kl. 12 myndlist, kl. 20.30 félagsvist. af- mælisfagnaður verður 5. des. kl. 14. Helga Ingv- arsdóttir spilar og syng- ur, Helga Þorleifsdóttir flytur frumsamin ljóð, afmæliskaffi. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. kl. 13.30 gönguferð. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl.12 bókasafn. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15-13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Jólafagnaður verður fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl, 17.30. Skráning í s. 562- 7077. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 sund, kl. 13 handmennt, glerbræðsla, leikfimi og spilað. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristni- boðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, mánu- dagskvöldið 3. sept. kl. 20. Benedikt Arnkelsson sér um fundarefnið. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Eftirlaunadeild Póst- mannafélagsins. Fé- lagsmenn, munið að- ventufagnaðinn á Grettisgötu 89 kl. 14 mánudag 2. des. Kvenfélags Garða- bæjar. Jólafundurinn verður á Garðaholti þriðjudaginn 4. des. kl. 20.30. Kvenfélag Lágafells- sóknar. Jólafundurinn verður í Hlégarði mánu- daginn 3. des. kl. 19.30. Krisín Bjarnadóttir seg- ir frá jólum í Afríku. Jóhahlaðborð. Munið eftir jólapökkunum. Kvenfélags Seljasókn- ar, jólafundurinn verður haldin í kirkjumiðstöð- inni þriðjud. 4. des. kl. 19.30. Hugvekja, upp- lestur úr nýrri bók, jóla- matur, jólalögin sungin. Munið eftir jólapakk- anum. Skráning hjá Sæ- dísi í s. 557-3702 eða 696-3702. Kvenfélags Bústaða- sóknar heldur jólafund í safnaðarheimilinu mánudaginn 10. desember kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 3. desember til Erlu Levy, s. 897-5094, Guðríðar, s. 568-5834 og Elínar, s. 553-2077. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Jólafundurinn verður í Skútunni, Hólshrauni 3, í kvöld kl. 20. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju. Jólafund- urinn verður mánud 3. des. kl. 20: Séra Helga Soffía Konráðsdóttir segir frá jólahaldi í Jap- an. Þorvaldur Hall- dórsson flytur jólalög. Jólaföndur. Jólalegar veitingar. Kvenfélagið Keðjan, jólafundurinn verður haldinn í Lækjarbrekku, laugard. 8. des. kl. 12. Jólahlaðborð. Tilk. þátt- töku til Oddnýjar, s. 557-6669, eða Unnar Maríu, s. 587-2444. Kvenfélag Hreyfils. Jólafundurinn verður miðvikud. 5. des. kl. 19. Tilkynnið þátttöku í s. 899-2119 eða s.553-6288, fyrir þriðjud. 4. des. Munið pakkana. Kvenfélag Laug- arnessóknar jólafundur er á morgun 3. des kl. 20 í safnaðarheimilinu munið jólapakka og málshætti. Breiðfirðingafélagið. Fjórði dagur í fjögurra daga keppni. Í dag er sunnudagur 2. desember, 337. dagur ársins 2001. Jólafasta/ aðventa. Orð dagsins: Lofaður sé Drottinn, hrópa ég, og ég frelsast frá óvinum mínum. (Sálm. 18, 4.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 planta, 4 loðskinns, 7 ílátin, 8 trassar, 9 nóa, 11 vitlaus, 13 grein, 14 ófull- komið, 15 kúnst, 17 mátt- ar, 20 gyðja, 22 rotin, 23 brennur, 24 dagsláttu, 25 heyið. LÓÐRÉTT: 1 landræmur, 2 gljúfrin, 3 meðvitund, 4 kák, 5 lát- in, 6 harma, 10 hús, 12 að- gæsla, 13 saurga, 15 blítt, 16 úrkoma, 18 iðngrein- in, 19 benin, 20 klettanef, 21 feiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 flakkarar, 8 bokka, 9 tínir, 10 fár, 11 tjara, 13 aurar, 15 hosan, 18 hluta, 21 ala, 22 fleðu, 23 ruddi, 24 flatmagar. Lóðrétt: 2 lukka, 3 krafa, 4 aftra, 5 annir, 6 ábót, 7 frár, 12 róa, 14 ull, 15 höfn, 16 svell, 17 naust, 18 harka, 19 undra, 20 alin 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... UPPELDI, tímarit um börn ogfleira fólk, er skemmtilegt blað og í nýjasta heftinu kennir ýmissa grasa. Víkverji hefur stundum lýst áhyggjum sínum af óhóflegri sykur- neyslu barna, og stenst því ekki freistinguna að birta hér stutta frétt sem er í umræddu hefti blaðsins, undir fyrirsögninni Lúka af sykur- molum í nesti! Greinin er svohljóðandi: „Það myndu líklega fæstir foreldr- ar setja lúku af sykurmolum í nest- isboxin hjá börnunum sínum. Í flest- um gerðum af jógúrti, skyri og sykruðum drykkjum er mjög mikið magn af viðbættum sykri. Framleið- endur tilgreina sjaldnast magn við- bætts sykurs en hægt er að fletta því upp í næringarefnatöflum í „Nær- ingargildi matvæla“, sem gefið er út af Námsgagnastofnun og Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins. Í sykruðu jógúrti eru 6–10 grömm af viðbættum sykri í hverjum 100 grömmum. Í 180 gramma dós eru þá 5–8 sykurmolar. Í kakómjólkurfernu eru tæplega 13 sykurmolar og í fernu af sykruðum ávaxtadrykk eru 12 sykurmolar. Það sem kemur kannski mest á óvart er að sykur- hlutfallið í þessum vörum er ákaf- lega svipað og í sykruðum kóla- drykkjum og frostpinnum. Að vísu innihalda flestar þessar vörur ýmis næringarefni, sem ekki er að finna í gosdrykkjum. Barn, sem drekkur eina fernu af kakómjólk eða sykr- uðum ávaxtadrykk og borðar eina í meðallagi sykraða jógúrt, er búið að innbyrða jafngildi 18–19 sykur- mola.“ Þetta finnst Víkverja ótrúlegar staðreyndir. x x x VÍKVERJI hefur hlustað mikið átónlist undanfarið, bæði gamla og nýja, og það hefur komið honum skemmtilega á óvart hve vel sumt af gömlu tónlistinni hefur elst. Sem dæmi ná nefna frábærar plötur eins og Lifun með Trúbroti (sem er svo gömul að Víkverji vill helst ekki muna það) og Drög að sjálfsmorði með Megasi, tvöfaldan tónleikadisk sem tekinn var upp í Menntaskól- anum við Hamrahlíð í nóvember 1978. Fyrsta stóra Stuðmannaplatan, Sumar á Sýrlandi, frá 1975 er einnig feikilega skemmtilegur gripur og Víkverji verður sífellt hrifnari af Debut, fyrstu breiðskífu Bjarkar; þar er frábær plata á ferðinni. Síðast en ekki síst er plata sem Víkverji hefur notið að hlusta á síðustu vik- urnar og telur hreina snilld. Þar er um að ræða fyrstu plötu sveitarinnar Sigur Rósar, sem drengirnir kalla Ágætis byrjun. Hún ber sannarlega nafn með rentu, og raunar hefði ver- ið óhætt að taka mun dýpra í árinni. x x x Í UPPELDI, sem áður er nefnt,rakst Víkverji á góða sögu, sem hann fær hér lánaða: Magnús, tveggja og hálfs árs, fór með afa sínum í kartöflugarðinn í vor að setja niður kartöflur. Nú í haust fóru þeir að taka upp kartöflurnar og Magnús varð mjög hissa á hvað kart- öflunum hafði fjölgað. Nokkrum dögum síðar kom afi hans að honum úti í garði þar sem hann var að pota tómum sælgætispoka niður í holu í jörðinni. „Hvað ertu að gera?“ spyr afi. „Ég er að setja niður nammipoka og þá kemur fullt af nammi í hann, alveg eins og kom hjá þér,“ svaraði sá litli hæstánægður. Á rauðu ljósi AF hverju eru nýju um- ferðarljósin á Fífuhvamms- veginum svona illa stillt? Það bregst ekki að á þess- um fernum ljósum þarf maður yfirleitt alltaf að stoppa a.m.k. tvisvar á leið sinni fram hjá Smáralind. Er þetta hugsað svo að maður geti örugglega virt fyrir sér Smáralindina með- an beðið er á rauðu ljósi? Það er alltént ekki verið að hugsa um þá sem þurfa bara að keyra framhjá. Einn óánægður úr Lindarhverfinu. Hver veit um Val og Björk? VELVAKANDA hefur borist bréf frá Allan Johnston í Kanada. Er All- an að leita að Val og Björk Magnússon sem voru með honum í háskóla í Saska- toon, Saskatchewan, í byrj- un áttunda áratugarins. Segir Allan að hann og kona hans, Judi, hafi verið þar á sama tíma og hafi þau hitt þetta fólk nokkrum sinnum. Sagðist Allan hafa séð í sjónvarpinu umfjöllun um Ísland og varð það til þess að hann langaði að ná sambandi við þetta fólk. Ef einhver getur hjálpað Allan þá vinsamlega hafið samband við hann í síma 306-733-2006 á daginn, 306- 733-2030 á kvöldin eða á netfanginu allan@ajagra- .com Söknum kaffistofunnar VIÐ vinkonurnar fórum fyrir 3 vikum í Listasafn Ís- lands að skoða sýningu Gunnlaugs Schevings. Eftir góðan dag ætluðum að að koma við í kaffistofunni og gæða okkur á fínu meðlætu og njóta góðrar þjónustu en urðum fyrir sárum von- brigðum þegar við uppgötv- uðum að rekstri kaffistof- unnar var hætt. Ég hugsa að þetta eigi við um fleiri sýningargesti. Er það ein- dregin ósk okkar að kaffi- stofunni verði aftur komið á laggirnar fyrir sýningar- gesti. Ásdís. Hvar fást gúmmískór? VEIT einhver hvar hægt er að fá gúmmískó með hvít- um botni nr. 48? Þeir sem geta gefið uppl. hringi í síma 436 6949. Tapað/fundið Silkislæða týndist FORLÁTA silkislæða, 14 ára gömul, kínversk, týnd- ist sl. þriðjudag, líklega í kringum Skeifuna. Slæðan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 1731. Fundarlaun. Lyklar í óskilum 2 LYKLAR samhangandi á spjaldi fundust 28. nóv. í Ármúla rétt fyrir kl. 18. Uppl. hjá miðbæjarlögregl- unni. Nokia GSM týndist í Kringlunni SVARTUR Nokia 3310 GSM-sími týndist fyrir mánuði í Kringlunni. Skil- vís finnandi hringi í síma 581 3304. Dýrahald Hvolpur fæst gefins HVOLPUR fæst gefins. 5 mánaða. Blanda af Border- Collie og Labrador. Uppl. í síma 565 4623 og 848 7519. Monsa er týnd MONSA sem er brún- bröndótt læða, bæði með ól og eyrnamerkt, 01G77, týndist frá Lyngbrekku í Kópavogi sunnudaginn 25. nóv. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 564 5915. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Í MORGUNBLAÐINU var nýlega frétt um unglinga sem réðust á menn við Há- skólabíó. Á sama tíma var einnig frétt um unglinga sem réðust að fatlaðri konu í bíl í Garðabæ og er ég sú kona. Ég er með ákveðin skilaboð til móður drengs- ins sem var nefbrotinn við Háskólabíó. Segist hún ætla að kæra árásina á son sinn en mér finnst að með því sé hún að gefa öðrum unglingum þau skilaboð að það sé í lagi að ráðast á bláókunnugt fólk sér til skemmtunar vegna þess að það sé alltaf hægt að kæra þetta fólk fyrir að bregðast við. Stóra spurningin er: Eiga unglingar að komast upp með að ráðast á fólk sér til skemmtunar eða finnst foreldrum að það sé í lagi? Hvert stefnir? Á ég að láta gott heita, af því að ég er fullorðin, að láta ungling komast upp með að ráðast á mig af því að hann er unglingur? Þetta er þróun sem þarf að stoppa og á ekki að láta unglinga komast upp með þetta. Guðrún Jóhannsdóttir, Túngötu 20, Bessast.hr. Röng skilaboð til unglinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.