Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 5

Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 5
Einstök saga úr íslenskum veruleika ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 61 45 Sálfræði einkalífsins er einstakur leiðarvísir í margbrotnu lífi nútímafólks. Í bókinni er fjallað um hvað mótar persónuleika okkar og hvernig við getum tekist á við þann vanda og þau tækifæri sem mæta okkur í einkalífi og starfi. • Hvernig persóna er ég? • Hvernig er heilbrigð fjölskylda? • Hvað einkennir gott samband? • Hvernig myndast ágreiningur í samböndum? • Er til „góður“ skilnaður? • Hverjir eru kostir þess að búa einn? • Sambúð í annað sinn: Hvað reynir á? • Hvernig er breytingaskeið kvenna og karla? • Er hægt að læra á lífið? Höfundar bókarinnar eru með reyndustu sálfræðingum hérlendis. „Bókin er fróðleg, einlæg og aðgengileg. Jafn sjálfsagt og að bursta tennurnar að hvert heimili hafi aðgang að Sálfræði einkalífsins.“ - Edda Heiðrún Backman Hvað er mikilvægt í lífinu? Eiga meira en þúsund milljónir Á Íslandi hefur á undanförnum árum myndast hópur milljarðamæringa. Hverjir eru þessir auðmenn sem eiga meira en þúsund milljónir króna og hvernig urðu milljarðarnir til? Í bókinni er ferill þeirra rakinn í liprum og lifandi texta sem víða er kryddaður sögum úr hörðum og framandi heimi þar sem auðurinn getur margfaldast eða horfið á augabragði. Guðfinna Eydal Álfheiður Steinþórsdóttir Pálmi Jónasson Hér er sögð á einstakan hátt sönn og átakanleg saga úr íslenskum veruleika. Karólína elst upp í skugga geðveiki móður sinnar sem hvílir þungt á heimilinu. Móðirin beitir litlu dóttur sína sjúklegu ofbeldi sem skilur eftir djúp sár. Um leið og fylgst er með storma- samri æsku Karólínu er tregaþrungin saga móðurinnar sögð, konunnar sem gerði líf dóttur sinnar óbærilegt. Sigursteinn Másson skrifar frásögn stúlkunnar sem kemur fram undir dulnefni. 1. PRENTUN UPPSELD 2. PRENTUN Á LEIÐ Í VERSLANIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.