Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞESSARI grein verður fjallað um sam- starf fyrirtækja og annarra velunnara og Háskólans á Akureyri um uppbyggingu upp- lýsingatækni við há- skólann. Mikilvægi upplýsingatækni fyrir metnaðarfullt háskóla- starf eykst sífellt og stöðugt eru gerðar meiri kröfur til háskóla um að þessum þætti sé sinnt meira en áður. Þekking í upplýsinga- tækni þróast mjög hratt og fjárfesting í upplýsingatækni er kostnaðarsöm. Fyrir háskóla er mik- ilvægt að hafa samstarf við fram- sækin fyrirtæki um uppbyggingu þekkingar á þessu sviði og að fá fjár- hagslegan stuðning við þá þætti sem háskólinn ræður ekki einn við. Ekki er um að ræða að fyrirtæki fjár- magni uppbyggingu sem ætti að vera á könnu ríkisvaldsins heldur er verið að leita eftir fjármagni til að styðja sérstök átaksverkefni sem skila sér til atvinnulífsins í landinu í einu eða öðru formi. Samvinna Háskólans á Akureyri og fyrirtækja á sviði upplýsinga- tækni hefur beinst að eftirfarandi sviðum: Að byggja upp nýja fræði- lega þekkingu, auka útbreiðslu þekkingar sem fyrir er, m.a. með fjarnámi, og styrkja innviði háskól- ans til að standa undir fyrrnefndum verkefnum. Ný fræðileg þekking Samstarf Háskólans á Akureyri og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) undir forystu Kára Stefánssonar hefur leitt til þess að ný deild, upplýsingatæknideild, hóf starfsemi sína við háskólann í ágúst sl. Í deildinni er fyrst um sinn um að ræða nám í tölvunarfræði til B.Sc.- gráðu. Námstími eru 6 misseri eða 3 ár og um 30 nemendur stunda nám við deildina. Í náminu er megin- áhersla lögð á forritun, kerfishönnun, gagna- grunna, stýrikerfi og raunhæf verkefni. Auk deildarforseta, dr. Mark O’Brien, hafa verið ráðnir þrír há- skólakennarar að deildinni. Þeir eru allir frá Bretlandi og hafa flutt þaðan til Akureyrar til að taka þátt í upp- byggingu deildarinnar. Sérstakur samningur var gerður milli háskól- ans og ÍE um aðkomu ÍE að upp- byggingu kennslu og rannsókna við deildina. Þar kemur m.a. fram að ÍE sér til þess að fastráðnir kennarar við deildina séu á markaðslaunum hverju sinni. ÍE greiðir því hluta af launum kennara en samhliða störf- um sínum fyrir háskólann vinna þeir að rannsóknum fyrir ÍE. Á þennan hátt næst mikil samvirkni milli kennslu og rannsókna. Framlög ein- staklinga hafa ennfremur skipt miklu máli um uppbyggingu upplýs- ingatæknideildarinnar. Hæst ber þar að nefna framlag Björns Rúriks- sonar en hann gaf háskólanum fimm milljónir kr. til að koma á fót stöðu háskólakennara í upplýsingatækni. Forsvarsmenn tölvufyrirtækja, m.a. á Akureyri, hafa einnig veitt hinni nýju deild mikilvæga ráðgjöf. Fjarnám og gagnasmiðja Haustið 1998 var ákveðið að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði á Ísafirði og Egilsstöðum þar sem notast yrði við gagnvirkan myndfundabúnað til að miðla kennslu. Sífellt bætist við þá möguleika sem ný tækni færir kennurum við að miðla þekkingu til nemenda sinna og nú eru kennarar Háskólans á Akureyri í síauknum mæli farnir að nýta þessa fjölbreyttu möguleika. Fyrirtæki og stofnanir víða um land hafa látið í té mikilsverðan fjár- stuðning sem nýttur hefur verið til að útvega sérhæfðan búnað til fjar- náms við háskólann. Í fjarnáminu er vefurinn notaður í sívaxandi mæli samhliða fjarfunda- búnaði. Má þar nefna notkun WebCT námsumhverfis á vef þar sem kennarar geta bæði sett inn flest það námsefni sem þeir nýta í kennslu sinni og verið í netsamskipt- um við nemendur, hvort sem er í gegnum umræðuvef eða tölvupóst. Fræðigreinar sem kenndar eru til fjarnámsstaða víða um land eru: Hjúkrunarfræði, BS Leikskólakennaranám, BEd Rekstrarfræði, BS Auk þessa er meistaranám í hjúkrunarfræði og kennaradeild og kennsluréttindanám rekið að hluta til með fjarnámssniði. Í fjarnáminu er ýmist um að ræða fullt nám í dag- skóla eða nám sniðið að þörfum þeirra sem stunda vilja nám sam- hliða starfi. Í mörgum tilvikum er fjarnám Háskólans á Akureyri rekið í samstarfi við fræðslumiðstöðvar í héraði sem starfrækja öflugt stuðn- ingskerfi fyrir fjarnemendur á við- komandi svæði. Í eftirfarandi töflu koma m.a. fram upplýsingar um staðsetningu fjarnáms og fjölda nemenda. Til að auðvelda störf kennara og nemenda sem tengjast upplýsinga- tækni hefur gagnasmiðju verið kom- ið á fót við háskólann. Meginhlut- verk gagnasmiðjunnar er að veita nemendum og starfsfólki háskólans aðgang að sérhæfðum tækjakosti, hugbúnaði og leiðsögn sem gerir þeim kleift að hagnýta upplýsinga- tækni við nám, kennslu og rannsókn- ir. Gagnasmiðjan gegnir lykilhlut- verki við starfrækslu fjarkennslu háskólans. Mikið af búnaði gagna- smiðjunnar hefur verið útvegað með fjárframlögum frá fyrirtækjum og stofnunum. Góðvinir Háskólans á Akureyri Í ársbyrjun 2000 hófst söfnunar- átak til að efla notkun upplýsinga- tækni við Háskólann á Akureyri. Söfnunarátakið nefnist „háskólanám til fólksins í landinu“. Forystumenn átaksins eru Björn Jósef Arnviðar- son, sýslumaður, og Pétur Bjarna- son, framkvæmdastjóri. Undirtektir fyrirtækja og einstaklinga hafa verið afar góðar. Söfnunarfénu hefur verið varið til að styðja þróunarverkefni á sviði fjarkennslu og upplýsinga- tækni, útvega fullkomnari búnað til fjarkennslu og efla tölvukost háskól- ans. Í söfnuninni kom í ljós mikill áhugi á því að til væri formlegur fé- lagsskapur sem einbeitti sér að því að efla enn frekar vöxt og viðgang Háskólans á Akureyri. Óformlegur hópur stuðningsmanna háskólans vinnur nú að því að stofna samtök sem munu bera nafnið „Góðvinir Há- skólans á Akureyri“. Markmið góð- vina eru annars vegar að auka tengsl háskólans við brautskráða nemend- ur og aðra þá sem bera hag hans fyr- ir brjósti og hins vegar að styrkja og efla háskólann eftir fremsta megni, fjárhagslega og faglega. Stefnt er að því að starfsemi góðvina háskólans verði formlega hafin í ársbyrjun 2002. Háskólanám og upplýsingatækni Þorsteinn Gunnarsson HA Óformlegur hópur stuðningsmanna háskól- ans, segir Þorsteinn Gunnarsson, vinnur nú að því að stofna sam- tök sem bera nafnið „Góðvinir Háskólans á Akureyri“. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Fjarnám 2001-2002 Hjúkr- unarfr. Leik- skólafr. Rekstrar- fr. Meistaranám hjúkrunarfr. Meistaranám Kennarard. Kennslu- réttindi Alls Egilsstaðir 1 10 19 30 Hornafjörður 1 10 11 Ísafjörður 9 37 46 Kópavogur 23 23 Neskaupstaður 8 8 Patreksfjörður 13 13 Reykjanesbær 8 20 22 50 Sauðárkrókur 4 4 Selfoss 8 30 38 Vestmannaeyjar 16 16 Ekki staðbundið 10 24 32 61 127 Fjarnemar alls 34 68 147 24 32 61 366 ÞAÐ er hollt fyrir Reykvíkinga að rifja upp hvernig viðskilnað- ur sjálfstæðismanna var l994. Borgarsjóður átti hvorki fyrir rekstr- argjöldum né fjárfest- ingum. Fyrirtækjum borgarinnar hafði verið att út í óarðbærar fjár- festingar eins og Perl- una, sem kostaði á nú- virði 2.500 milljónir króna og hefur síðan kostað Reykvíkinga þar að auki 100 milljónir á ári eða 1.000 milljónir síðan l991. Jafnvel varmaorkuverið á Nesjavöllum var óarðsöm framkvæmd, þótt nauðsyn- legt hafi verið að reisa það. Undir forystu Reykjavíkurlistans var ákveðið að reisa raf- orkuver á Nesjavöllum, sem skilar um 800 milljóna króna tekjum á þessu ári og þær munu vaxa síðan árlega uns þær verða tæplega 2.000 milljónir árlega eftir fáein ár. Þessi framkvæmd er því sannkölluð gullnáma, auk þess, sem hún var gífurleg lyftistöng fyrir atvinnulífið, því að hún gerði Norðuráli kleift að hefja starfsemi hér á landi. Enn á ný er Orkuveita Reykjavík- ur að undirbúa virkjun. Að þessu sinni á Hellisheiði. Sú virkjun kemur til með að efla atvinnulífið á nýjan leik og stuðla að áframhaldandi lág- um orkugjöldum á höfuðborgarsvæð- inu með sama hætti og Orkuveitan hefur stuðlað að lægra verði á fjar- skiptamarkaðnum með starfsemi Línu.Nets. Fjárhagsstaða Reykjavíkur er af- ar sterk um þessar mundir og skuldir á hvern Reykvíking lægri en almennt gerist hjá sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Á sama tíma er verið að tryggja undirstöður atvinnulífsins með arðbærum fjárfestingum innan- lands sem erlendis og má minna á í því sambandi útrásarverkefni Orku- veitunnar í Peking, þar sem ráðgert er að reisa hitaveitu í tengslum við Ólympíuleikana 2008. Perlan og Nesja- vallavirkjun Alfreð Þorsteinsson Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Borgin Fjárhagsstaða Reykja- víkur, segir Alfreð Þor- steinsson, er afar sterk um þessar mundir. Evrópusambandið hefur frá því 1999 lagt áherslu á að móta sam- eiginlega stefnu í varn- ar- og öryggismálum. Ákveðið hefur verið að koma á fót 60 þúsund manna herliði á næstu þremur árum og er nú leitað að hlutverki fyrir það sem ekki rekst á við skyldur Atlantshafs- bandalagsins. Helst hefur mönnum dottið í hug að baráttusveitir ESB mætti senda á átakasvæði í því skyni að stilla til friðar. Eftir 11. september er einnig rætt um þær í sambandi við baráttu gegn starfsemi hryðjuverkamanna. ESB-hernum er ekki ætlað að vera fastaher, en aðildarríkin myndu leggja honum liðsveitir í samræmi við verkefni á hverjum tíma. ESB-her og neyðarhjálp Það er ekki viðfangsefni þessarar greinar að leggja mat á þessi áform heldur er tilgangur hennar að vekja athygli á því að samkvæmt svoköll- uðum „Petersburg áformum“ eiga hersveitir ESB að inna af hendi verk- efni í friðargæslu, svo sem mannúðar- starf, rýmingu svæða og neyðarhjálp. Þetta leiðir hugann að því að herafli hefur gegnt æ stærra hlutverki í hjálpar- og neyðarstarfi eftir að kalda stríðinu lauk. Víða er rekinn áróður fyrir því að herinn sé hentug skipulagseining og vel í stakk búinn til þess að sinna mannúðar- og hjálparstarfi. Þá hafa ýmsir litið á það sem kjörið verkefni fyrir aðgerðarlitla NATÓ-heri að þeir sinni hjálpar- og uppbyggingarstarfi. Nauðsynlegt er að átta sig á því að það getur haft margvís- lega ókosti í för með sér að blanda saman her- rekstri og hjálparstarfi. Til þess að vernda óhlutdrægni og ótak- markaðan aðgang hjálparstarfsmanna að hættusvæðum ber að forðast að blanda neyð- arhjálp saman við póli- tísk eða hernaðarleg markmið. Engu að síður stöndum við frammi fyrir því að hernaðar og hjálparstarf eiga sér oft stað samhliða og sam- tímis. Herrekstur og hjálparstarf Síðastliðið vor héldu APODEV – sem er samstarfsvettvangur lút- erskra hjálparsamtaka í Evrópu – og Evrópudeild CARITAS – hjálpar- samtaka kaþólsku kirkjunnar – ráð- stefnu í Genf þar sem rætt var um hlutverk herja og hjálparsamtaka í neyðarástandi. Niðurstaða hennar var sú að herir og hjálparstofnanir yrðu að hafa samskipti: Samvinna er stundum nauðsynleg til þess að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna og þeirra hópa sem hjálpin þarf að ná. Einnig getur flutningsgeta herja ráð- ið úrslitum í upphafi hjálparstarfs. Þessi niðurstaða er í góðu samræmi við ályktun trúarsamfélaga, sem fjöll- uðu um svipað efni árið 1994 og sam- þykktu svokölluð Mohonk-viðmið fyr- ir mannúðaraðstoð í flóknum neyðar- tilvikum. Þar er fjallað um tengsl stjórnmála, mannúðarstarfs og hern- aðar. Meginboðskapur Mohonk-við- miðanna er þessi: Umboð og hlutverk séu eins skýrt afmörkuð og kostur er. Leitað sé samvinnu og samlegðar- áhrifa til að ná árangri. Hernaðaryfirvöld hafa úr meiri fjármunum að spila heldur en Sam- einuðu þjóðirnar og hjálparsamtök, og hið sama má segja um flutnings- og afkastagetu. Þau skortir hins veg- ar stefnu, reynslu og hæfni í mann- úðarstarfi, enda er það ekki eiginlegt hlutverk þeirra. Í Afghanistan hefur Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna og ACT – heimssamtök evang- elískra hjálparstofnana, CARITAS, Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn haft þúsundir hjálparstarfsmanna á sínum vegum í 15 ár. Oftast hefur starf þeirra verið unnið við gleymsku heimsins. Ljóst er að verði ekki byggt á þeirri reynslu og þekkingu sem safnast hefur fyrir, þegar uppbygg- ingarstarf hefst í Afghanistan, er hætta á tvíverknaði, mistökum og só- un fyrir hendi. Gjörólík uppbygging Eins og áður segir geta herir komið að gagni í hjálparstarfi. En þeir eru ákaflega kostnaðarsamir og íhlutun- arher samanstendur auk þess af út- lendingum sem hafa með sér aðfluttar birgðir. Þeir eru háðir pólitískum fyr- irmælum, hafa fyrirskipað verk að vinna og eru í lagskiptri tignarröð sem býður heim mikilli skriffinnsku. Hjálparstarf, t.d. á vegum kirkj- unnar eða Rauða krossins, hefur allan kostnað í lágmarki, kaupir eins mikið af heimamönnum og hægt er og vinn- ur með og samhliða heimamönnum og samtökum þeirra. Það stjórnast af siðferðilegum vilja, er pólitískt óháð og byggir á aðildar- og þátttökuskipu- Vandi hjálpar- starfs í hernaði Einar Karl Haraldsson Neyðaraðstoð Umboð og hlutverk hjálparsamtaka, frið- argæslusveita og herja, segir Einar Karl Har- aldsson, þurfa að vera skýrt afmörkuð.                                
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.