Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Inga Ill-ugadóttir (Lóló) fæddist í Landlyst í Vestmannaeyjum 28. júní 1920. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 16. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Illugi Hjört- þórsson, f. á Eyrar- bakka 26.7. 1886, d. 31.11. 1930, og kona hans Margrét Eyj- ólfsdóttir, f. á Núpi undir Eyjafjöllum 26.6. 1883, d. 24.6. 1945. Systkini Guðnýjar eru Elías Óskar skip- stjóri, f. 1.11. 1909, Einar Sölvi vélvirkjameistari, f. 1.4. 1911, Gréta Vilborg, f. 13.5. 1912, þau eru látin; og Þóra, f. 2.3. 1928, búsett í Bandaríkjunum. Guðný giftist 1939 Einari Ingi- mundarsyni, f. 28.6. 1906, d. 4.1. 1971. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Ingi, f. 6.5. 1940, maki Emilía Björnsdóttir, f. 11.5. 1945. Börn Jóhanns af fyrra hjónabandi eru: Anna Margrét, f. 19.11. 1959, maki Svanur Elísson, f. 18.1. 1955, synir þeirra eru Páll Örv- ar, f. 5.12. 1982, og Einar Orri, f. 24.2. 1990; Einar Örn, f. 11.8. 1964, maki Hildur Erlingsdóttir, f. 20.12. 1962, sonur þeirra er Erlingur, f. 30.11. 1992; dætur Emilíu eru Þóra Stefánsdóttir, f. 17.2. 1967, maki Sigurður Hansen, f. 4.12. 1967, börn þeirra eru Emilía Jónsdóttir, f. 28.11. 1991, og Finn Axel Sigurðsson, f. 17.5. 1996; og Lovísa Stefánsdóttir, f. 17.8. 1970, maki Jón Björnsson, f. 18.12. 1968, börn eru hennar eru Daníel Ingi Ragnars- son, f. 2.5. 1991, Andri Björn Jónsson, f. 10.3. 1996, og Erna Ósk Jónsdóttir, f. 13.9. 2001; og 2) Erla, f. 9.2. 1943, maki Hans Indriðason, f. 2.1. 1943. Börn þeirra eru: Ingunn, f. 25.10. 1964, maki Haraldur S. Þorsteinsson, f. 18.11. 1964, og eiga þau eina dóttur, Ásgerði Erlu, f. 14.11. 1998; Guðný, f. 30.1. 1967, maki Kristján Grétarsson, f. 21.11. 1966, sonur þeirra er Hans Grét- ar, f. 28.12. 1990; Gunnar Ingi, f. 20.4. 1968, synir hans eru Ingi Þór, f. 14.12. 1989, og Þröstur, f. 12.4. 2000. Útför Guðnýjar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mig langaði til að skrifa nokkur orð um hana tengdamóður mína, Guðnýju Ingu Illugadóttur, en hvar á að byrja og hvað á að segja? Endurminningarnar eru svo ótal margar og ánægjulegar. Fyrir 39 árum þegar ég byrjaði að skjóta mér í henni Erlu dóttur hennar og Einars Ingimundarson- ar, þá kom ég inn á afar fallegt og hlýlegt heimili á Lynghaga 10, en þar var tengdamamma í aðalhlut- verki. Hún gerði þetta af lífi og sál, og hugsaði vel um heimilið og hlúði að fjölskyldunni með bestu prýði. Andinn á heimilinu var al- veg frábær, og mér stráklingnum var tekið opnum örmum. Einar og Lóló voru höfðingjar heim að sækja, og ég man alltaf að það var bakað í hverri viku og engar smá tertur. Uppáhaldið mitt var terta með jarðarberjasultu og kókos- mjöli, hreint lostæti. Tengdamamma var afar næm á tilfinningar fólks, og gat aldrei setið á sér ef hún hélt að einhver ætti bágt, hún var alltaf tilbúin að hjálpa. Ég gleymi aldrei þegar hún Erla mín veiktist skyndilega og fór á spítala og ég var erlendis. Þá voru börnin orðin þrjú, það yngsta aðeins 8 mánaða og það elsta fjög- urra ára. Tengdamamma tók þau að sér og fór létt með. Mér finnst þetta lýsa henni svo vel. Hún var börnum okkar góð amma, en ekki síður góður vinur. Stundum þurfti að ræða mál við hana sem kannski voru ekki alveg fyrir pabba og mömmu. Hún naut þess að leysa úr vandamálum hjá þeim. Við Erla dvöldum erlendis í mörg ár og komu Einar og Lóló oft til okkar í heimsókn. Voru það unaðsstundir hjá okkur öllum. Þó að það sé fyrst og fremst ást hennar og umhyggja sem ég hugsa um á þessari saknaðarstund, þá átti tengdamamma aðrar hliðar. Hún var söngelsk og kunni reið- innar ósköp af vísum og kvæðum, og það var mjög gaman að skemmta sér með henni. Hún kunni að skemmta sér og öðrum. Hún var mjög pólitísk og var gott dæmi um alvöru krata. Hún fylgd- ist alltaf vel með stjórnmálum og heimsmálum, alveg fram í andlát- ið. Hennar hugsun var alltaf skýr og mjög skemmtilegt að rökræða við hana. Það var ekkert sem henni var óviðkomandi. Hún las blöð og fylgdist með sjónvarps- þáttum, en undir lokin var það gamla góða Gufan sem hélt verald- arglugganum opnum fyrir hana. Tengdamamma missti mikið þegar tengdapabbi dó, langt um aldur fram, er hann var 64 ára gamall. En hún hélt reisn sinni og lagði enn meiri áherslu á barna- börnin sín 5, og barnabarnabörnin sem eru orðin 7, og þau sakna hennar mikið. Það var alltaf nota- legt að heimsækja ömmu og spjalla og fá eitthvert góðgætið. Alltaf hlustaði hún og gaf góð ráð, en það gerði hún af einlægni. Tengdamamma var ákveðin kona og föst fyrir, ef henni mislík- aði eitthvað. Skjót og hispurslaus í svörum. Maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Hún taldi að til lengri tíma litið væri best að vera hreinskilin og þannig var hún alla ævi. Það er skrýtið að hún skuli öll. Nú heimsækir maður hana ekki meir í Sunnuhlíð til að spjalla um heimsmálin. En endurminningin um hana er svo sterk, að við get- um ímyndað okkur hennar skoð- anir og hispurslaus svör. Það fer aldrei frá okkur. Hún sáði sterkum fræjum í huga okkar og hjörtu sem við munum búa lengi að. Síðustu árin var hún í Sunnuhlíð í Kópavogi og ég get ekki skrifað um tengdamömmu án þess að þakka af alhug starfsfólki Sunnu- hlíðar fyrir framúrskarandi þjón- ustu og umönnun. Hún kunni líka að meta það. Allt starfsfólkið var henni afar gott. Þó hún hafi verið mikið veik og allir vissu hvert stefndi, þá er áfallið mikið fyrir okkur sem eftir lifa. Það var einhver hola í hjart- anu og kökkur í hálsi þegar maður kvaddi hana við kistulagninguna. En þegar tíminn líður breytist þetta í sterka og hjartnæma end- urminningu. Þannig vil ég muna tengdamömmu mína; hjartahlýja og hjálpfúsa. Guð fylgi þér. Það er gott að vita af þér hjá tengdapabba, en þú varst lengi búin að þrá að komast til hans. Þinn tengdasonur Hans. GUÐNÝ INGA ILLUGADÓTTIR ✝ Rósa Stefáns-dóttir Martin fæddist á Auðnum á Vatnsleysuströnd 30. ágúst 1920. Hún lést á sjúkrahúsi í Bas- ingstoke á Englandi 21. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurfinnsson, út- vegsbóndi á Auðn- um, f. 1.3. 1888, d. 20.8. 1970, og Jó- hanna Sigurðardótt- ir, f. 23.12. 1895, d. 17.10. 1977. Systkini Rósu eru Anna, f. 4.8. 1917, d. 10.11. 1985, Sigríður, f. 22.12. 1918, d. 11.4. 2001, Sigurður, f. 28.6. 1923, Margrét Arngerður, f. 22.12. 1926, d. 19.9. 1948, og Guð- rún, f. 24.1. 1930. Rósa flutti með foreldrum sín- um til Innri-Njarðvíkur árið 1929, þar sem faðir hennar varð fram- kvæmdastjóri hjá Eggerti Jóns- syni frá Nautabúi. Árið 1935, eft- ir fermingu, fór hún til föðursystur sinn- ar, Guðrúnar Jónínu Walton, sem bjó í Hull í Englandi. Þar lærði hún hár- greiðslustörf, sem hún vann meira og minna við til sjötugs. Árið 1940 giftist Rósa eftirlifandi manni sínum Alfred Martin, f. 15.8. 1916. Sonur þeirra er John Stefan, f. 8.1. 1946. Rósa og Alfred bjuggu í Hull fyrstu árin, en þar gegndi Alfred lögreglustörfum á stríðsárunum. Eftir stríð fluttu þau til Sunderland, þar sem Alf- red var skrifstofustjóri hjá orku- veitum staðarins. Þegar Alfred fór á eftirlaun fluttu þau til Suð- ur-Englands og hafa búið í Bas- ingstoke undanfarin ár. Útför Rósu fór fram frá kirkju í Basingstoke 30. nóvember. Ég á minni yndislegu frænku, Rósu Martin, mikið að þakka og er það í sambandi við frama minn. Eftir Gagnfræðaskólann í Keflavík fór ég í framhaldsnám til Hull í Bretlandi og bjó hjá afasystur minni. Sumarið áður en námið hófst í Hull dvaldi ég hjá Rósu móðursystur minni, eiginmanni hennar og syni, sem þá bjuggu í Sunderland. Þetta var ógleyman- legt sumar fyrir mig. Rósa var svo mikið skemmtileg kona, allir vildu vera hennar vinir. Rósa rak hár- greiðslustofu í borginni ásamt vin- konu sinni Gladis. Okkur kom svo vel saman að Rósa bauð mér að vera í Sunderland í öllum mínum fríum. Að loknu skólaári í Hull kom ég til Rósu og sagði henni frá áformi mínu um að mig langaði til að verða ljósmyndafyrirsæta og spurði hvað ég ætti að gera til að verða svolítið spennandi. Hún horfði á mig og sagði rauðhærð. Ég, sallaánægð, settist í stólinn og leyfði Rósu að framkvæma athöfn- ina. Í gegnum lífið höfum við haft mjög náið samband. Heilsu hennar tók að hraka þegar hún stóð á sjö- tugu, en hún var alltaf jafn ynd- isleg kona. Þegar ég hringdi í Rósu sunnudaginn 18. nóvember og sagði henni að ég kæmi næst- komandi þriðjudag í stutta heim- sókn, grunaði mig ekki að hún ætti eins stutt eftir ólifað sem raun bar vitni og að mér hlotnaðist að vera hjá henni ásamt Alf eiginmanni hennar, við dánarbeð hennar þann 21. nóvember. Guðrún Bjarnadóttir Bergese. RÓSA STEFÁNSDÓTTIR MARTIN                   23 237 5( ! %  # -"  BC ,9/&%     %       !!" 5   *    % % / 0"#  ,''  / 0"# / & !% 3 / /  ,''  / , &   1  ,''  3  3  ,''  ' &% 5"#  * +        3$ 2)D E /    0( 2!    5  ( $    & $(       6  2 %5& %  2 %5 ,''   %5 , 2 %5 ,'' * +            '.          -  F   0&   ' $'  (    2           ( ,   !!" #    $  /     !"#% !"#  ,''  +"#'  &  5   ,''  $   ,''  &55   ,''     ,''   % 0"#%   ,''  ,  &  % +" ' ,''  , +" '& +# +" ' ,''  .&' +" '& ' % 0# 0 0# &% 0 0 0 *     +   3  37 '8 5 ' -"( 2 5'  '    &%5& : "/    )( $       *        "   9""  " 3  ,'' * +           !   7 5( +&5 G851  $' $  1  %(  ( !"         %   :  3   4""  % '5(  ,''    6* !" &  % 0"#%  % 1  ,''   %",   !" &   !"  ,''  , * !" &  % .* 1  ,''  '5( !" & $%>' 0  ,''  &% 0 0# *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.