Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 48

Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                 !            "         #  $        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NOKKRIR áhyggjufullir vegfar- endur hafa haft samband við Um- ferðarráð vegna þess að fyrirhugað er að opna aust- urenda Hafnar- strætis aftur fyrir umferð nú í svart- asta skammdeg- inu. Ég er sammála þeim sem hafa haft samband við mig að slysa- hætta hjá gang- andi vegfarend- um muni aukast við þessa opnun. Farþegar strætisvagna hafa vanist því að gatan sé lokuð og gönguleið þeirra frá biðskýli við Lækjartorg sé örugg fyrir bílaumferð. Þeir ganga því um svæðið með því hugarfari. Margt eldra fólk notar strætisvagna og er sérstaklega hvatt til þess frek- ar en að aka í eigin bílum þegar færðin er slæm. Margir í þessum hópi eru farnir að missa heyrn og sjón og ekki hjálpar skammdegið til. Af þessum sökum á eldra fólk erf- iðara með að vara sig á því að einka- bílar munu nú aka yfir gönguleið þeirra að vögnunum, gönguleið sem er sérhönnuð til þess að þjóna far- þegum strætisvagna. Eldri borgarar eru ekki hávær þrýstihópur. Ég tel ólíklegt að þeir geri meira en hringja í Umferðarráð og biðja um aðstoð. Ef Hafnarstræti verður opnað aftur gæti því svo farið að margt eldra fólk hætti að taka strætisvagn á Lækjartorgi. Þá fækkar þeim enn sem nota almenn- ingsvagna. Ungt skólafólk er annar hópur sem nýtir sér þjónustu al- menningsvagna. Ungt fólk er, eins og allir vita, stundum ærslafengið og mjög oft að flýta sér að ná strætó. Þessi hópur hefur líka vanist því að gönguleiðin yfir torgið og að biðstöð vagnanna sé vel varin. Það er því líka í hættu og svo eru það allir hinir sem nýta sér þjónustu strætisvagna. Ég hef farið og fylgst með umferðinni við bið- stöðvarnar á Lækjartorgi og séð með eigin augum að þar eru margir á ferð á annatímum. Ég tel í fyllstu einlægni að borgaryfirvöld séu að bjóða hættunni heim með þessari ráðstöfun og –séu að taka minni hagsmuni fram fyrir meiri. Ennþá er tími til þess að hætta við þessi áform og ég beini þeim tilmæl- um til borgaryfirvalda að þau stefni ekki gangandi vegfarendum í hættu að nauðsynjalausu. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, fræðslufulltrúi Umferðarráðs. Tökum ekki meiri hagsmuni fram fyrir þá minni Frá Margréti Sæmundsdóttur: Margrét Sæmundsdóttir EKKI þarf að útskýra fyrir þér í löngu máli það skammarlega ástand sem ríkir víða í málefnum fólks með fötlun og aðstandenda þeirra hér á landi. Á biðlistum eftir þjónustu eru hundruð manna og hafa verið um margra ára bil. Um er að ræða þjón- ustu vegna búsetu, skammtímavist- unar, dagþjónustu og þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins svo eitthvað sé nefnt. Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarin ár beitt sér fyrir því að stjórnvöld færu að lögum og sæju til þess að umræddir biðlistar heyrðu sögunni til. Þrýstingur okkar hefur leitt til þess að stjórnvöld hafa við- urkennt vandann og gert áætlanir til að leysa hann. Hins vegar hefur ekki verið staðið við þær áætlanir. Þvert á móti eru biðlistar að lengjast og nýir að verða til. Það er ljóst að fara verð- ur nýjar leiðir í baráttunni. Það er mikilvægt að við sem leið- um þá baráttu séum í sem bestu sambandi við þá sem á biðlistunum eru. Við fengum því þá hugmynd að biðja svæðisskrifstofur málefna fatl- aðra og sveitarfélög þau, sem hafa tekið við þjónustu við fatlaða, um að- stoð við að ná sambandi við þig og aðra þá sem eru í sömu sporum. Að- ferðin var í okkar huga einföld. Við myndum skrifa bréf þar sem þið væruð hvött til að hafa samband við skrifstofu okkar svo við gætum haft samráð um framhaldið. Síðan var ætlunin að setja bréfin í frímerkt umslag. Þar sem nöfn ykkar eru á skrá á þessum stöðum litum við svo á að lítið mál væri að prenta út lím- miða með nafni og heimilisfangi og skella bréfinu í póstkassa. Til að gæta alls trúnaðar við ykkur kæmu límmiðar þessir aldrei fyrir okkar sjónir og ykkur væri svo í sjálfsvald sett hvort þið svöruðuð eða ekki. Þetta hefur nú vafist eitthvað fyrir sumum svæðisskrifstofum. Félags- málaráðuneytinu var sent bréf okkar til umsagnar. Þar er þetta mál í at- hugun og við vitum ekki nú einum og hálfum mánuði síðar hvort eða hve- nær endanlegt svar kemur. En okk- ur liggur á. Þá er ég loks kominn að efni þessa bréfs. Hafið endilega samband við okkur á skrifstofu Landssamtakanna Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22, í síma 588 9390, með tölvupósti afgreidsla@throskahjalp.is, skrifið sendibréf með gamla laginu eða ein- faldlega lítið inn. Berum saman bæk- ur okkar og ráðum ráðum okkar! HALLDÓR GUNNARSSON, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Opið bréf til fólks á biðlistum Frá Halldóri Gunnarssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.