Morgunblaðið - 05.12.2001, Page 54

Morgunblaðið - 05.12.2001, Page 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁIR hafa haft jafnmikil áhrif á dægur- og afþreyingarmenningu heimsins og Walter Ellias Disney, betur þekktur sem Walt Disney. Með teikningum sínum af Andrési Önd, Mikka mús og félögum þeirra, teiknimyndum eins og Mjallhvíti og dvergunum sjö og kvikmyndum á borð við Mary Poppins, að ekki sé minnst á Disn- ey-garðana frægu, hefur þessi maður og skemmtanaveldið sem hann kom á fót glatt hjörtu millj- óna í gegnum tíðina. Í dag eru liðin nákvæmlega hundrað ár frá því að þessi áhrifa- mikli maður fæddist í bænum Marceline í Missouri-ríki en Disn- ey lést árið 1966. Afmælisins verður minnst á táknrænan hátt í Disneylandi í Kaliforníu og í Disney World í Florida. Einnig verður mikið um hátíðarhöld í heimabæ hans þar sem verður m.a. boðið upp á ferðir í skólann sem Disney gekk í og myndatöku fyrir framan tré eitt þar sem Disney sat löngum stund- um sem drengur og lét sig dreyma. Aldarafmæli Walt Disney 100 ár liðin frá fæðingu Disney Reuters Mikil hátíðarhöld verða í fæð- ingarbæ Walt Disney í dag. Gaukur á Stöng Tvíhöfði, þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, munu halda útgáfutónleika í kvöld vegna plötu sinnar, Konungleg skemmtun. Miðaverð er 1000 kr. og hefst kvöld- ið kl. 22.00. Húsið opnar kl. 21.00. Salurinn, Kópavogi Útgáfu- tónleikar hljómsveitarinnar Manna- korna verður kl. 21. Á plötunni eru upptökur af afmælistónleikum Mannakorna í Salnum fyrir skemmstu. Þeir félagar Magnús Ei- ríksson og Pálmi Gunnarsson flytja lög Magnúsar með aðstoð Davíðs Þórs Jónssonar píanó- og hljóm- borðsleikara frá Akranesi og Bene- dikts Brynleifssonar trommuleikara frá Akureyri. Í DAG SÍÐASTLIÐINN föstudag voru haldnir tónleikar í félagsmiðstöð- inni Tónabæ, með það að markmiði að safna fé fyrir tónleikaaðstöðu þar. Tónabær á sér langa sögu sem uppeldisstöð rokk- og poppsveita en Músíktilraunir Tónabæjar hafa sem kunnugt er verið haldnar þar frá árinu 1983. Fram komu hljóm- sveitirnar Sign, Noise, Dice, Coral, Streymi og Billarnir; allt saman ungar sveitir og efnilegar. Rokkað fyrir tónleikaaðstöðu í Tónabæ Rokkið endurnýjast sífellt; alltaf leggst því til nýtt og ferskt blóð. Áheyrendur réðu sér ekki fyrir kæti. Hljómsveitin Coral í ham. Útrás ungviðisins Morgunblaðið/Golli SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn!  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur  DV Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. * á m eð an b ir g ð ir e n d as t. Fróðleiksmolar frá VICHY V I C H Y •H E I L S U L I N D H Ú Ð A R I N N A R Glæsilegur kaupauki* VICHY KYNNING Í Lyfju Spönginni Í dag miðvikudag 5. des. frá kl. 14–18. VICHY snyrtifræðingur býður þér húðgreiningu og góð ráð. Vichy er bað- og heilsubótarbær í hjarta Frakklands. Þekktur fyrir varmalaugar og heilsulindir sínar sem renna um samnefndan smábæ. Lindarvatnið er ríkt af stein- og snefilefnum. Vísindalega hefur verið sannað að vatnið • rói og sefi viðkvæma, erta húð • örvi starfsemi húðfrumna • styrki varnarkerfi húðarinnar GESTUM mbl.is var boðið að gera vefinn að upphafs- síðu sinni með einfaldri að- gerð á dögunum. Þeir gest- ir, sem þekktust það boð, gátu jafnframt skráð sig í lukkupott og átt kost á að vinna ferð fyrir tvo til Evr- ópu með Flugleiðum. Þegar nafn var dregið upp úr pott- inum reyndist sá heppni vera Svavar Guðmundsson og er hann á leiðinni á einn af fjölmörgum skemmtileg- um áfangastöðum Flugleiða í Evrópu. Vann ferða- lag á mbl.is Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.