Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 1

Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 9. DESEMBER 2001 283. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 10 Einhverfa og samfélagið 16 Deilan um rússneska drenginn 24 Morgunblaðið/ Ævintýri á úthöfum ristján Óskarsson, skipstjóri í Hamborg, hefur tt farsælan og ævintýralegan feril í siglingum m öll heimsins höf á stærðar frakt- og farþega- kipum, alveg frá því að hann laumaði sér 17 ára m borð í kolaskip á leið frá Siglufirði til Am- ríku. Kominn á áttræðisaldur er hann enn að g lóðsaði nýlega Björn RE frá Kína til lands. Björn Jóhann Björnsson náði ali af Kristjáni áður en hann hélt eim til Þýskalands á ný. / 2 Prentsmiðj Morgunblaðsin nnudagur desember 2001 BAllt gat gerst UNGUR drengur, sem hefur misst annan fótinn, gengur inn í mosku í Kabúl. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hóf í gær mestu mat- væladreifingu í afgönsku höfuðborginni til þessa. Hveitipokum verður dreift til meira en 75% íbúanna. Reuters Skriður kemst á hjálparstarfið í Kabúl BANDARÍKJAMENN minntust þess á föstudag að 60 ár eru liðin frá árás Japana á Pearl Harbor sem varð kveikjan að þátttöku Bandaríkjanna í síðari heimsstyrj- öldinni. 2.390 manns biðu bana og 1.178 særðust í árásinni, auk þess sem 21 herskip og 323 flugvélar eyðilögðust eða skemmdust. Gamall hermaður, sem lifði af árásina, er hér við minningar- athöfn um borð í bandarísku her- skipi í Alabama. AP Árásarinnar á Pearl Harbor minnst ÍSRAELAR gerðu loftárásir á bæki- stöðvar palestínskra öryggissveita í gær þótt Yasser Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, hefði lofað í viðtali við ísraelska ríkissjónvarpið að skera upp herör gegn palestínskum hryðjuverkamönnum. Talsmaður Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, sagði að markmiðið með árásunum væri ekki að knésetja palestínsku heima- stjórnina, heldur að sýna Arafat að Ísraelum væri „bláköld alvara“ með kröfunni um að hann byndi enda á hryðjuverk og árásir á Ísraela. Í sjónvarpsviðtalinu kvaðst Arafat vilja rétta Ísraelum útrétta sátta- hönd þrátt fyrir það sem á undan væri gengið. Hann sagðist hafa látið handtaka 17 af 33 Palestínumönnum, sem Ísraelar gruna um hryðjuverk. Tvær ísraelskar herþyrlur skutu í gær níu flugskeytum á byggingar ör- yggissveita heimastjórnarinnar í Rafah á Gaza-svæðinu. Ekkert mannfall varð þar sem byggingarnar höfðu verið rýmdar. Her Ísraels sak- aði palestínsku öryggissveitirnar um að hafa skotið alls ellefu sprengjum að byggð gyðinga á Gaza-svæðinu frá því á fimmtudag. Árásir á öryggis- sveitir Arafats Gazaborg. AFP, AP. HAMID Karzai, leiðtogi afgönsku bráðabirgðastjórnarinnar, hvatti í gær Afgana til að handtaka Osama bin Laden og leiðtoga talibana, múll- ann Mohammed Omar, og sagði að þeir yrðu báðir dregnir fyrir „alþjóð- legan rétt“. Afganskur herforingi sagði að bin Laden væri í felum í fjöllum Tora Bora í austurhluta landsins og spáði því að hann yrði handtekinn á næstu dögum. Breskir fjölmiðlar höfðu eftir Khaled Pastoon, talsmanni andstæð- inga talibana, að Mohammed Omar væri í Kandahar og nyti verndar múllans Naqibullah, sem er sagður hallur undir talibana. Bráðabirgða- stjórnin hefur skipað Naqibullah héraðsstjóra í Kandahar. Hörð valdabarátta hefur blossað upp milli ættbálkahöfðingja í Kan- dahar. Einn þeirra, Gul Agha, kvaðst í gær hafa náð mestum hluta borg- arinnar á sitt vald og hótaði árásum á Naqibullah ef hann afsalaði sér ekki völdum. Andrew Card, skrifstofustjóri Hvíta hússins í Washington, sagði að Bandaríkjastjórn væri „nokkuð viss“ um að Mohammed Omar væri enn í Kandahar. Hamid Karzai sagði hins vegar að ekki væri vitað hvar talib- analeiðtoginn væri niðurkominn. Hann neitaði því að Mohammed Om- ar væri undir vernd Naqibullah. Karzai kvaðst hafa hvatt alla Afg- ana og afganska hermenn til að að- stoða við að handtaka þúsundir er- lendra liðsmanna al-Qaeda, samtaka bin Ladens. Hann lofaði því að bin Laden og Mohammed Omar yrðu leiddir fyrir alþjóðlegan rétt, en út- skýrði það ekki frekar. Talsmaður talibana hélt því fram á fimmtudag að Karzai hefði lofað að láta ekki handtaka Omar ef hermenn hans í Kandahar gæfust upp en Banda- ríkjastjórn hafnaði því að honum yrði veitt sakaruppgjöf. Átök í fjöllum Tora Bora Einn af herforingjum andstæð- inga talibana, Hazrit Ali, kvaðst hafa fengið áreiðanlegar upplýsingar um að bin Laden væri í felum í fjöllum Tora Bora. „Við vonumst til að geta handtekið hann mjög bráðlega,“ sagði hann. „Við teljum að við náum þeim núna um helgina.“ Bandarískar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á hella Tora Bora og stuðningsmenn bráðabirgðastjórn- arinnar börðust með sprengjuvörp- um við arabíska liðsmenn al-Qaeda í fjöllunum. Tilkynnt var í gær að mikilvæg brú milli Úsbekistans og Afganist- ans yrði opnuð í dag, en hún hefur verið lokuð í fimm ár. Hjálparstofn- anir hafa lengi beðið eftir því að Ús- bekar opni brúna til að hægt verði að flytja hjálpargögn til Afganistans en stjórn Úsbekistans hefur verið treg til þess. Hún féllst loks á það á fundi með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Tashkent í gær. Leiðtogi afgönsku bráðabirgðastjórnarinnar herðir leitina að bin Laden Segir að draga eigi leið- toga talibana fyrir rétt Kabúl. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.