Morgunblaðið - 09.12.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 09.12.2001, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 11 ÞÆR hafa lengi gengið með þáhugmynd, eða allt frá þvíþær kenndu við sérdeild fyr-ir börn með einhverfu í Digranesskóla, að stofna ráðgjafar- þjónustu vegna einstaklinga með ein- hverfu, Aspergerheilkenni og skyldar fatlanir. Þetta eru þær Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari við sérdeild fyrir fatlaða nemendur við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ, og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sem hafa stofnað fyrirtækið Einhverfuráðgjöf- in ÁS, þar sem boðið er upp á ráðgjöf til skóla, stofnana og einstaklinga og námskeið fyrir kennara og foreldra. Breiðari hópur „Við vitum að þörfin er mikil fyrir mun meiri ráðgjöf heldur en í boði er og fyrir breiðari hóp,“ sagði Sigrún. „Eins og staðan er í dag er lítil sem engin ráðgjöf veitt vegna barna með einhverfu á grunnskólaaldri og þeirra, sem eldri eru eða vegna ein- staklinga með Aspergerheilkenni og þar ætlum við m.a. að bjóða upp á okkar þjónustu. Því verður ekki neit- að að ástandið er mjög alvarlegt í grunnskólunum og lítil sem engin ráðgjöf er í boði fyrir foreldra og kennara.“ Greiningin mikilvæg Biðlisti er hjá Greiningarstöð rík- isins eftir greiningu og getur tekið langan tíma að komast að en mjög mikilvægt er að greina einhverfu sem fyrst. Algengast er að börn greinist 3–4 ára gömul og jafnvel fyrr. Yngstu börnin hafa því forgang hvað varðar eftirfylgd og ráðgjöf til leikskólanna. „Við erum tilbúnar til að sinna mun breiðari hópi heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Ásgerður. „Það þarf ekki endilega að liggja fyrir greining á einhverfu eða Asperger- heilkenni áður en leitað er til okkar. Við ætlum ekki að binda okkur við ákveðna skilgreiningu og munum bjóða upp á ráðgjöf vegna einstak- linga með erfiðleika í félagslegum samskiptum, boðskiptum og hegðun þótt formleg greining liggi ekki fyr- ir.“ „Það eru mun fleiri börn, sem greinst hafa með Aspergerheilkenni heldur en með einhverfu,“ sagði Sig- rún. „Það sem greinir Aspergerheil- kenni frá einhverfu er að hjá þeim er oftast ekki um neina greindarskerð- ingu að ræða og ekki heldur seinkun í málþroska en þau eiga við álíka fé- lagsleg vandamál að stríða og ein- hverfir. Þessir einstaklingar greinast oft seinna og oft ekki fyrr en liðið er á skólagönguna þegar vandamálin fara að koma upp og stundum greinast þau mun seinna. Aspergerheil- kenninu fylgir oft ekkert minna vandamál því umhverfið gerir mun meiri kröfur til þeirra heldur en þau ráða við og það sem gerir illt verra er að þau átta sig á því sjálf að eitthvað er að. Þau eru ekki eins og hinir krakkarnir í bekknum. Oft og tíðum fylgir depurð þessu fólki og jafnvel þunglyndi.“ Aukinn skilning „Það besta sem hægt er að gera til að hjálpa þeim er að auka skilning allra, kennara á vandamálum þeirra og hvernig þessi félagslega skerðing er og félagslegu samskipti,“ sagði Ás- gerður. „Það eru til ýmsar aðferðir sem hafa reynst vel við að efla fé- lagslegan skilning hjá þeim og skipu- leggja lífið.“ Ásgerður sagði að meirihluti þeirra, sem þær hefðu haft afskipti af, væri grunnskólanemendur í almenn- um skólum. „Þau eru alveg að sligast undan kröfunum, sem gerðar eru til þeirra í skólanum, ekki síst félagsleg- um kröfum,“ sagði Ásgerður. „Því hefur verið haldið fram að þessir nemendur séu í raun með tvær nám- skrár. Eina frá skólanum og aðra fé- lagslega námskrá, uppfulla af óskráð- um reglum, sem aðrir nemendur hafa nær ekkert fyrir og læra að mestu leyti sjálfkrafa með því að fylgjast með athöfnum annarra. Við fáum oft að heyra að þau komi örmagna af þreytu heim úr skólanum.“ Meðferð- in hefst oftast á því að létta álagið hjá nemandanum. Margir eiga til dæmis erfitt með að fara út í frímínútur vegna ringulreiðarinnar sem þar rík- ir. Þau eiga erfitt með að átta sig á leik hinna og öllum þeim reglum sem ríkja. Stundum er því nauðsynlegt að beina þeim á einhvern rólegan stað í frímínútunum, t.d. bókasafnið. Hópverkefnin erfið „Svo eru það hópverkefnin sem reynast þeim erfið,“ sagði Sigrún. „Þeim líður illa þegar kemur að þeim og þannig verkefnum fjölgar stöðugt eftir því sem líður á skólagönguna að ógleymdum huglægum námsgreinum eins og samfélagsfræði, sem geta reynst þeim erfiðar.“ „Það verður að kenna þeim fé- lagslega hegðun og reglur á ákveðinn hátt,“ sagði Ásgerður. „Ein aðferð, sem hefur dugað vel við kennslu á fé- lagshæfni eru einfaldar dæmisögur úr daglega lífinu, sagðar í fyrstu per- sónu.“ Börn með einhverfu og Asperger- heilkenni verða að hafa yfirsýn yfir það sem í vændum er t.d. með því að fá sjónræna stunda- skrá fyrir daginn eða alla daga vikunnar, sem sýnir þeim hvað er í vændum. Ef bregða á út af henni verður að reyna að undirbúa það með fyrirvara. Greindist um tvítugt Þær Ásgerður og Sigrún segja að dæmi séu um að að einstaklingar með Aspergerheilkenni hafi leynst í skóla- kerfinu og ekki fengið rétta greiningu fyrr en á fullorðinsárum. Ung kona sem þær hittu greindist með Asper- gerheilkenni um tvítugt en hafði verið greind misþroska í mörg ár. Henni fannst misþroskagreiningin aldrei hafa átt við sig og átti í miklum erf- iðleikum með öll félagsleg samskipti. Rétt greining er því mjög mikilvæg til að tryggja markvissa meðferð og kennslu. Þær eru sammála um að viðhorf til einhverfu og Aspergerheilkennis hafi tekið verulegum breytingum sl. 20 ár en þá kenndu þær börnum með ein- hverfu við skóla sem rekinn var af Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Kennsla var ekki sjálfgefin „Við þurftum að berjast fyrir að fá þessi börn í skólann,“ sagði Ásgerður. „Það þótti ekki sjálfgefið að þau gætu tekið við kennslu. Þau voru höfð inni á stofnunum og alls ekki sjálfsagt að þau gengju í skóla. Viðhorfið í dag er gjörbreytt. Kennslan hefur alstaðar forgang en ég man að við þurftum að berjst fyrir að fá að kenna sumum þeirra lengur en í hálftíma á dag. Það þótti engin ástæða til að vesenast með þessi börn.“ Samkvæmt lögum eiga einhverfir og einstaklingar með Aspergerheil- kenni, rétt á grunnskólanámi og fjög- urra ára framhaldsskólanámi og er Ásgerður að kenna fjórða árs nem- endum í fyrsta sinn í vetur. Þegar skólagöngu þessara einstaklinga lýk- ur tekur við starfsþjálfun á vegum Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á viðkomandi svæði. „Það er þeirra hlutverk að þjálfa þau og finna handa þeim starf við hæfi,“ sagði Ásgerður. „En þau þurfa í raun kennslu allt sitt líf og félagslegan stuðning. Það eru til mörg dæmi um að einstaklingar með Aspergerheilkenni geti lifað sjálf- stæðu lífi og sumir einhverfir en það er fátítt að þau þurfi ekki einhvern stuðning. Fólk með einhverfu og Aspergerheilkenni býr yfir mörgum jákvæðum og sterkum eiginleikum og það er því okkar að hjálpa þeim við að nýta þessa styrkleika sína og finna leiðir til að lifa eins innihaldsríku lífi og kostur er.“ Morgunblaðið/Þorkell Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi, hafa stofnað nýtt fyrirtæki, Einhverfuráðgjöfina Ás. Þær segja meiri þörf fyrir ráðgjöf en í boði er. Mikil þörf fyrir ráðgjöf og hjálp Lítil sem engin ráðgjöf er veitt vegna barna með ein- hverfu eða Aspergerheil- kenni á grunnskólaaldri. eiga fullt í fangi með að aðlagast fötlun barnsins og vinna heima með barninu. Í flestum tilfellum eru önn- ur börn á heimilinu og þeim þarf líka að sinna. Það er hins vegar ótrúlegur mun- ur á því að vera með veikt barn eða fatlað. Það er eins og viss hræðsla sé í gangi gagnvart fötluninni. Það þarf ekki að fjölyrða um það, en það er undarleg lífsreynsla að finna hvernig við öll erum í raun illa upplýst almennt um fötlun. Þess vegna er líklegt að foreldrar fatl- aðra barna verði á vissan hátt ein- angraðir. Freistandi að flytja í sveit Stundum rifja ég upp hvað mér þótti í fyrstu freistandi að flytja bara upp í sveit. Þar yrðum við fyrir svo litlu áreiti. Þannig þýðir ekki að hugsa. Barnið verður að vera sem mest meðal fólks og þótt það geti reynst því erfitt þá eru samskipti við annað fólk mikilvæg. Ef þekk- ing, skilningur og samkennd væri almennari í samfélaginu væri allt svo miklu auðveldara en til þess að svo geti orðið þarf að upplýsa okkur öll mikið betur almennt um fötlun barna og fullorðinna. Í þessum tveimur tilfellum er ótrúlegur munur á hvernig kerfið og samfélagið virkar. Hvað er hægt að gera? Hvað kæmi sér best? Gott væri að sér- fræðingar, fagfólk og foreldrar sett- ust niður og reyndu að sjá hvernig best væri að upplýsa og fræða al- menning um einhverfu og aðra fötl- un. Þetta er vandmeðfarið því fólk í þessari stöðu er ekki að kalla eftir vorkun heldur einfaldlega skilningi. Örugglega tala ég fyrir munn margra þegar ég segi að gott væri að einhver innan kerfisins tæki að sér að berjast fyrir rétti þessara barna í skóla og annars staðar. Ég vil taka fram að Umsjónar- félag einhverfra barna er að vinna frábært starf í þágu foreldra og þar er hægt að nálgast mikinn fróðleik um einhverfu. Hins vegar er það ótrúlegt en satt að um þessar mundir er verið að draga úr fjárframlögum til Grein- ingarstöðvar ríkisins og ég sem hafði vonað að framundan væri bætt þjónusta.“ EINHVERFA er afar sérstök þroskaröskun og einkenni hennar stafa af frávikum í ákveðnum þroskaþáttum á vitsmunasviðinu. Þeir þættir sem hér um ræðir eru: Mál, tjáskipti, félagsleg samskipti og tengsl við annað fólk. Fólk með einhverfu getur verið mjög ólíkir einstaklingar, bæði hvað varðar vits- munaþroska og það hversu al- varleg einhverfueinkenni þeirra eru. Einhverfuróf Á síðari tímum hefur mynd- ast sú hefð að tala um „ein- hverfuróf“ (sbr. litróf) þar sem einhverfu og skyldum röskunum er skipt niður í ákveðna greiningarflokka undir yfirheitinu gagntækar þroskaraskanir. Á einhverfurófinu eru m.a. greiningarflokkarnir ein- hverfa, ódæmigerð einhverfa, Asperger-heilkenni, Retts- heilkenni o.fl. Einnig geta margir verið með einkenni á einhverfurófi án þess að upp- fylla öll greiningarviðmið fyr- ir einhvern af þessum áð- urnefndu flokkum. Þrátt fyrir þennan breytileika eiga allir einstaklingar með raskanir á einhverfurófi það sameig- inlegt að eiga í erfiðleikum með félagsleg samskipti, tjá- skipti og ýmiskonar hegðun. Í spor annarra Þeir sem greinast á ein- hverfurófinu eiga oftast í erf- iðleikum með að setja sig í spor annarra og gera sér grein fyrir að aðrir hugsa öðruvísi, sem er forsenda fé- lagslegs samspils. Venjulega þróa börn þennan hæfileika snemma á lífsleiðinni og smám saman öðlast þau áhuga á samskiptum við ann- að fólk eins og fram kemur í hlutverkaleikjum, þar sem mannleg hegðun skiptir miklu máli. Hjá einhverfum börnum er þróunin önnur. Í stað þess að leika þykjustuleiki velja þau oftast leiki, þar sem á að stafla hlutum eða raða saman. Flestir aðrir hópar fatlaðra en einhverfir búa yfir hæfni til að skilja félagshegðun og eiga ekki í erfiðleikum með að skilja og túlka tilfinningar. Þessu er öðruvísi farið hjá einhverfum. Þeir lenda einnig í erfiðleikum með að sjá sam- hengi í hlutunum og skilja umhverfi sitt. Á það einkum við um tilfinningar, boðskipti og félagsleg samskipti. Þau eiga auðvelt með að skilja lát- bragð í sjónrænu samhengi eins og bendingar um að koma eða fara en geta ekki skilið hvaða þýðingu það hef- ur ef einhver leggur höndina á öxl annars manns. Skert geta Það sem er sameiginlegt með fólki með einhverfu og Asperger-heilkenni er skert geta þeirra til félagslegra samskipta og að skilja um- hverfi sitt út frá félagslegu samhengi ásamt sérkennilegri og áráttukenndri hegðun. Ekki er um marktæka skerð- ingu að ræða í mál- eða vits- munaþroska. Algengt er að einstaklingar með Asperger- heilkenni hafi væga skerð- ingu í hreyfifærni, séu klunnalegri í hreyfingum, en það er ekki skilyrði fyrir greiningunni. Erfið- leikar í félags- legum sam- skiptum ’ Mjög mikilvægt erað greina einhverfu sem fyrst ‘ ’ Í stað þess að lítaá ný tilvik sem grein- ast sem neyðar- ástand er niður- skurður látinn bitna á öllum. Sparnaður samfélagsins í fram- tíðinni hlýtur að fel- ast í þjálfun ‘ ’ Ætli nokkur sættisig við 200 nem- enda skóla í 400 nemenda bæjarfélagi og að helmingur nemenda væri settur á biðlista til fimm ára? ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.