Morgunblaðið - 09.12.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.12.2001, Qupperneq 33
hryðjuverk á oddinn sýni það svart á hvítu að hlutverk NATO og eðli sé gerbreytt. Atlants- hafsbandalagið var stofnað sem varnarbandalag eingöngu gegn ógninni í austri og átti að láta til skarar skríða ef utanaðkomandi aðili réðist inn fyrir landamæri einhvers aðildarríkjanna. Bandaríkjamenn hafa þrýst mjög á um að hlut- verki NATO yrði breytt í þá veru að það yrði skilgreint mun víðar, meðal annars með það fyr- ir augum að geta brugðist við um heim allan. Lögðu Bandaríkjamenn ríka áherslu á þetta á árunum 1998 og 1999, en lutu í raun í lægra haldi fyrir Evrópuríkjunum í NATO. Það var þó ekki að öllu leyti því að aðgerðir NATO í Kosovo voru ekki í samræmi við hina upprunalegu skil- greiningu á varnarhlutverki bandalagsins. Þar gátu ríki Evrópu þó réttlætt það að bandalaginu var beitt með þessum nýja hætti með því að um var að ræða neyðarástand innan Evrópu, sem gæti raskað jafnvægi í álfunni og ógnað öryggi. Nú er hins vegar svo komið að NATO er að þróast í þá átt, sem Bandaríkjamenn hafa viljað og má því segja eins og málum er nú komið að ein afleiðing hryðjuverkanna 11. september hafi verið að draga fram svo ekki yrði um villst yf- irburðastöðu Bandaríkjanna sem heimsveldis. Evrópa, hins vegar, er ósamstæð og tilraunir til að efla samstöðu innan Evrópusambandsins eru enn ekki farnar að skila raunverulegum árangri. Þrýstingur á Evrópuríkin að snúa bökum saman Það er kannski engin furða að Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, skyldi segja í síðustu viku að framtíð NATO yrði þyrnum stráð ef Evrópa yrði áfram sundruð. Hann sagði að það yrði að styrkja bandalagið með aukinni samræmingu utanríkis- og öryggismálastefnu innan Evrópu. Það er á stefnuskrá Atlantshafsbandalagsins að þróa sérstaklega Evrópustoðina með því að efla hina evrópsku öryggis- og varnamálastefnu, sem gæti uppfyllt kröfur og þarfir Evrópuríkj- anna í NATO og um leið aukið öryggi banda- lagsins. NATO hefur sérstaklega lýst yfir vel- þóknun á því að það sé ásetningur Evrópusambandsins að koma sér upp mögu- leikanum á því að geta tekið ákvarðanir og grip- ið til aðgerða án þess að allt NATO blandist í málið. Hluti af þessu er að efla hernaðargetu Evrópuríkjanna, en í þeim efnum eru þau veru- lega á eftir Bandaríkjunum vegna þess að áherslur eru aðrar og himin og haf ber á milli í hátæknihernaði. Liður í því er sú stefna að að- ildarríki ESB eigi árið 2003 að hafa komið sér upp nægri hernaðargetu til að geta á 60 dögum sent á vettvang milli 50 og 60 þúsund manna herlið til að sinna mannúðar- og björgunarverk- efnum og jafnframt sinnt friðargæsluverkefnum og látið að sér kveða þar sem ríkir neyðarástand og haldið slíkum herstyrk í minnst eitt ár. Spurningin er hins vegar sú hvort Evrópa geti öðlast sjálfstæða rödd undir formerkjum NATO þar sem Bandaríkjamenn hafa tögl og hagldir eða hvort það geti aðeins orðið undir formerkj- um ESB. Það er alveg ljóst að Evrópusambandið mun koma sér upp þessum her og það hefur ekki skaðað stöðu sambandsins í þessum efnum að Javier Solana, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO, var gerður að sérlegum fulltrúa hinnar sameiginlegu utanríkis- og öryggisstefnu Evr- ópusambandsins. Embættismaður einn innan NATO benti á því til stuðnings hversu vel á veg þróun hinnar sam- eiginlegu utanríkis- og öryggisstefnu ESB væri komin að á Balkanskaga væru Robertson lávarður og Solana nánast tvíeyki. Hvar sem Robertson færi væri Solana skammt undan og þessi samstaða væri mjög jákvætt merki. Það var hins vegar annað uppi á teningnum þegar verið var að leggja drögin að auknum tengslum NATO við Rússa. Þá fór Robertson lávarður til Moskvu að hita Vladímír Pútín for- seta, en Solana var hvergi sjáanlegur. Í stað hans birtist Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, á sjónarsviðinu í hlutverki einhvers konar ofurerindreka. Útspil Blairs undirstrikaði hve langt hin sameiginlega utanríkis- og öryggis- stefna ESB á í land. Embættismaður NATO vildi með því að segja hvað Robertson lávarður og Solana væru samhentir sýna að ríki Evrópu- sambandsins væru farin að tala einni röddu í ut- anríkismálum. Atburðarásin í Rússlandi sýndi hins vegar að þótt sú geti verið raunin þegar um er að ræða fremur fastmótað ferli gegnir öðru máli þegar taka þarf frumkvæði. Á hinn bóginn má ekki horfa fram hjá því að Solana hefur verið ötull við að reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs og stærstu rík- in þrjú í ESB hafa að miklu leyti samræmt að- gerðir, en það hefur reyndar vakið óánægju ann- arra aðildarríkja. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varð æfur af bræði þegar Bretar, Frakkar og Þjóð- verjar héldu fund sín á milli fyrir leiðtogafund ESB í Ghent og sagði að það hefði ekki verið í anda sambandsins. Munurinn á hugsjóninni og veruleikanum Breski fræðimaðurinn Timothy Garton Ash dregur fram muninn á hugsjóninni um sameiginlega utanrík- isstefnu ESB og framkvæmdinni í grein í tímaritinu New York Review of Books í lýsingu sinni á því þegar Tony Blair hugðist halda vinnufund með Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Lionel Jospin, forsætis- ráðherra Frakklands. Þá krafðist Silvio Berlus- coni, forsætisráðherra Ítalíu þess að fá að vera með. Blair fannst hann þá ekki geta annað en að bjóða José María Aznar, forsætisráðherra Spán- ar, og ákvað þá Guy Verhofstadt, forsætisráð- herra Belgíu, að bjóða sjálfum sér á þeirri for- sendu að Belgar eru um þessar mundir í forsæti Evrópusambandsins. Þá var ekki hægt að skilja Solana útundan. Að síðustu bættist við Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, sem hafði frétt af fundinum hjá Verhofstadt og taldi að það væri þjóðráð að hann yrði einnig viðstaddur. Kok kom síðan í leigubíl og lögreglufylgd til fund- arins, reyndar 45 mínútum of seinn. Hugmyndin er sú að öll aðildarríkin fimmtán móti utanrík- isstefnuna í gegnum Solana, en í raun eru það Bretar, Frakkar og Þjóðverjar, sem leiða stefnumótunina og forystumenn annarra ríkja standa utan við og reyna eftir bestu getu að komast inn í hinn innsta hring. Á sama tíma eru Evrópuveldin að reyna að gera sig gjaldgeng á heimssviðinu og eiga við ramman reip að draga. Sumir halda því meira að segja fram að NATO sé að verða nokkurs kon- ar pólitískt félag, sem geti líkt og ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna veitt Bandaríkjamönnum pólitískan stuðning þegar þeir þurfa á honum að halda í snatri til að láta til skarar skríða. Laugardagur 8. desember Morgunblaðið/SverrirGaman í strætó. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.