Morgunblaðið - 09.12.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.12.2001, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 45 GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 BRAGAGATA 31B - EINB. Í ÞINGHOLTUNUM OPIÐ HÚS Nýtt á skrá í hjarta Þingholtanna mikið endurnýjað einbýli á einni hæð ásamt nýbyggðu 20 fm stúdíói sem er teiknað af Eon-arkitektum og nýtt sem vinnu-aðstaða í dag. Húsið sjálft er skráð 70,5 fm hjá Fasteignamati ríkisins en sam- kvæmt mælingu á staðnum er það 80 fm. Húsið er mjög vel skipulagt og snyrtilegt að innan, parket á öllu rýminu nema á forstofu og baðherbergi en þar er gólfið flísalagt. Húsinu hefur verið vel viðhaldið síðustu ár, m.a. búið að endurnýja rafmagn, skólp, gera við sprungur og mála innan sem utan, plan hellulagt með hita undir, nýlegir gluggar og fleira. Spennandi eign á afar eftirsóttum stað. Verð 14,2 millj. Áhv. 6,1 millj. Eigendur taka vel á móti ykkur í dag frá kl. 14-17. Ath. að húsið stendur við Válastíg og ekið/gengið niður frá Freyjugötu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Vandað 318 fm tvílyft einbýlishús auk 26 fm bílskúrs. Á neðri hæð er anddyri, 2 herbergi, skáli, baðherbergi, geymsla og innb. bílskúr auk 2ja herb. íbúðar, með sérinngangi, einnig er innangengt úr íbúð í stærri hluta hússins. Á efri hæð eru skáli, eldhús með góðri borðaðstöðu, þvottaherbergi, stórar saml. stofur, 3 herbergi og baðherbergi. Þrennar svalir. Mikil lofthæð, m.a. í stofum, skála og eldhúsi. Fallegur ræktaður garður með trjám og runnum. Nuddpottur á lóð umlukinn skjólveggjum. Hellulagt terrasse. Hiti í stéttum. Frábær staðsetning. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Seljugerði – vandað einbýli m/aukaíbúð Einbýlishús - Mosfellsbæ Fallegt 276 fm einbýlishús með bílskúr, við Leirutanga 2 í Mosfellsbæ. 5 svefnherbergi, fallegur garður með timbur- verönd og heitum potti. Verð 22,9 m. Áhv. 9,9 m. Ekkert greiðslumat. Þverholti 2  270 Mosfellsbæ  Sími 586 8080  Fax 586 8081  www.fastmos.is OPIÐ HÚS - Ásta og Atli bjóða ykkur velkomin í dag á milli kl. 14-17, uppl. í síma 565 9072 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Bæjargil - Garðabæ. endaraðh. Nýkomið í einkasölu glæsi- legt pallabyggt endaraðhús auk góðs bílskúrs, samtals 220 fm. 4 svefnherbergi. Stofa og borðstofa, sólskáli o.fl. Glæsilegur garður, verönd, nuddpottur o.fl. Frábær staðs. Fullbúin eign í sérflokki. Myndir á netinu. Áhv. Byggingasj. ríkisins ca 5,6 millj. Verð 23,4 millj. Til sölu 416 fm glæsilegt steinsteypt verslunar-, þjónustu- og skrifstofu- húsnæði við Fiskislóð. Húsnæðið skiptist í 240,5 fm jarðhæð og 176,4 fm skrifstofur á 2. hæð. Hægt að nýta húsnæðið sem 3 einingar. Seljandi vill leigja húsnæðið til 8 ára og greiða í leigu 1% af söluverði á mánuði. Verð 37 millj. FJÁRFESTAR – LEIGUSAMNINGUR Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446 ÁSBYRGI KVENNADEILD Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands var stofnuð 12. desember 1966 og er því 35 ára núna. Ragnheiður Guð- mundsdóttir augnlæknir átti hug- myndina að stofnun deildarinnar, en Ragnheiður hafði kynnst sjálf- boðastörfum kvenna í Rauðakross- starfi í Bandaríkjunum og Bret- landi, og vissi að mikil þörf var fyrir slíka starfsemi hérlendis. Frá upphafi hefur meginmark- mið deildarinnar verið að bæta líð- an sjúkra og aldraðra og stuðla að bættri læknisþjónustu við almenn- ing með kaupum á fullkomnum tækjum til rannsókna og aðgerða. Í tilefni 35 ára afmælisins gaf kvennadeildin allan húsbúnað í níu sjúkrastofur á líknardeild öldr- unardeildar Háskólasjúkrahúss Landakoti, en deildin var formlega opnuð 26. október sl. Andvirði gjaf- arinnar er þrjár milljónir króna. Einnig styrkti kvennadeildin fyrr á þessu ári félagið „Einstök börn“ með framlagi að upphæð einni milljón króna. Kvennadeildin rekur sölubúðir á fjórum sjúkrastofnunum í Reykja- vík. Þar starfa sjálfboðaliðar og vegna þessa endurgjaldslausa vinnuframlags er nokkur hagnaður af sölubúðunum og honum ver Kvennadeildin til kaupa á ýmsum lækninga- og rannsóknartækjum og til stuðnings öðrum líkn- arfélögum. Sjálfboðaliðar kvennadeild- arinnar sjá einnig um sjúklinga- bókasöfn sjúkrahúsanna, fara viku- lega á deildir þeirra og lána sjúklingum bækur. Einnig er starf- rækt heimsóknarþjónusta, en hún hefur það markmið að rjúfa ein- angrun sjúkra og aldraðra í heima- húsum. Föndur og kökubasar er árlega, og þar eru seldir handunnir munir sem kvennadeildarkonur útbúa og fyrir ágóðann af basarnum eru keyptar bækur fyrir bókasöfnin. Í dag starfa um 270 sjálfboðaliðar innan kvennadeildarinnar, segir í frétt frá Kvennadeild Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands. Kvenna- deild RKÍ 35 ára Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir, Guðlaug Þórsdóttir læknir, Bryndís Gestsdóttir deildarstjóri og Hulda Ó. Perry, formaður kvennadeildar RKÍ, við afhendingu á húsbúnaði sem gefinn var líknardeild öldrunar- deildar Landakots – Háskólasjúkrahúss. LITBRÁ hefur gefið út 8 kort eftir listakonuna Þorbjörgu Höskulds- dóttur. Kortin eru gerð eftir olíu- og akrílmyndum Þorbjargar. Einnig er komið út kort af mál- verki eftir Jóhannes Kjarval, sem heitir Móðurást, það er málað 1950 og er í eigu Listasafns Reykajvíkur. Þetta er 19. kortið sem Litbrá gefur út eftir Kjarval. Kortin eru –til sölu í flestum bóka-, blóma-, og gjafa- vöruverslunum, segir í frétta- tilkynningu. Lista- verkakort LJÓSMYNDASAMKEPPNI stendur yfir á vefsíðunni www.ljos- myndari.is sem allir geta tekið þátt í. Hver einstaklingur getur sent inn allt að 3 myndir í tölvupósti. Hægt er að senda inn myndir til 23. des- ember, en á milli jóla og nýárs fer fram kosning á netinu um bestu myndirnar. Úrslit munu svo liggja fyrir strax á nýju ári. Þrjár stigahæstu myndirnar verða verðlaunaðar. Í verðlaun eru ljósmyndabækurnar „Land“ og „1881 km“ eftir Pál Stefánsson, sem Iceland Review gefur út og ljósmyndabókin „Land birtunnar““ með myndum eftir Hauk Snorra- son, sem Snerruútgáfan gefur út. Allar nánari upplýsingar um fyr- irkomulag keppninnar er svo að finna á vefsíðunni www.ljosmynd- ari.is Ljósmynda- samkeppni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.