Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 51

Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 51 DAGBÓK Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðartorg 3, sími 565 6688 Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14. Póstlistinn sími 557-1960 Íslenski www.postlistinn.is auðvelt-hringdu! Sérmerkt handklæði 70x140 cm. Margir litir. Frábær fyrir hressa krakka í íþróttirnar Merking áberandi og endingargóð 10 ára reynsla FLJÓT AFGREIÐSLA Ertu með starfsemi erlendis? Viltu ÖRUGGT netsamband allan sólarhringinn? Við höfum lausnina fyrir þig. Sítengt, öruggt og óháð gagnasamband um gervihnött, hvar sem er, hvenær sem er. IOsat ehf. Borgartúni 31 • 105 Reykjavík Sími: 561 9600 • Fax: 561 9610 iosat@iosat.net • www.iosat.net ÚRVINNSLAN í sex spöð- um suðurs snýst að mestu leyti í kringum svörtu drottn- ingarnar, sem báðar liggja í felum á höndum andstæðing- anna: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 643 ♥ D97 ♦ ÁK72 ♣Á75 Suður ♠ ÁKG82 ♥ -- ♦ 943 ♣KG1083 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 3 hjörtu * Pass Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass * Hindrun. Útspil vesturs er hjarta- gosi. Hvernig er best að spila? Eitt er allavega víst – það borgar sig ekki að taka „æf- ingasvíningu“ í spaðanum, spila tígli á ás og spaða á gos- ann. Hugtakið „æfingasvín- ing“ er notað um svíningu sem gefur ekkert í aðra hönd, jafnvel þótt hún heppnist, en leiðir til taps ef hún mis- heppnast. Tromp varnarinn- ar verður að skiptast 3-2 og þriðja tromp blinds ber að nota til að trompa tígul á síð- ari stigum – þegar búið er að finna laufdrottninguna. Norður ♠ 643 ♥ D97 ♦ ÁK72 ♣Á75 Vestur Austur ♠ D105 ♠ 97 ♥ G10832 ♥ ÁK654 ♦ G1065 ♦ D8 ♣2 ♣D964 Suður ♠ ÁKG82 ♥ -- ♦ 943 ♣KG1083 Best er að taka strax ÁK í spaða og fara svo með líkum í laufið, spila litlu á ásinn og svína gosanum. Hvort sem vestur trompar eða ekki, mun sagnhafi nú geta svínað aftur í laufi og hent síðan tveimur tíglum blinds niður í lauf og trompað svo tígul. Vörnin fær aðeins einn slag á spaðadrottningu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð áræðin og útsjón- arsöm og farið það sem þið ætlið ykkur án þess þó að troða öðrum um tær. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið hafið orðið fyrir vonbrigð- um og þurfið því að gera ykk- ur grein fyrir hvaða vænting- ar þið gerið til annarra. Verið ekki ósanngjörn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það kæmi sér betur fyrir ykkur að halda ykkur til hlés og leyfa öðrum að ráða ferð- inni um tíma. Þið þurfið að hvíla ykkur og endurnæra sálarlífið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Öryggi í einkalífi og starfi er ykkur afar mikilvægt en það má ekki hindra ykkur í að tjá skoðanir ykkar því þið hafið ýmislegt til ykkar máls. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið verðið beðin um að leið- beina öðrum í starfi og skuluð taka því fegins hendi. Þið haf- ið það sem þarf til að laða fram það besta í öðrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt ykkur leiðist að fara ofan í saumana á málum aftur og aftur er það nauðsynlegt ef þið viljið hafa allt á hreinu. Verið því þolinmóð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þið eruð örugg með sjálf ykk- ur og þið vitið hvert þið stefn- ið. Þið kunnið að raða hlut- unum upp eftir mikilvægi þeirra og nýtið tíma ykkar vel. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Erfitt verkefni bíður ykkar og þið þurfið að velja fólk í lið með ykkur sem þið vitið að má treysta og getur veitt ykkur andlegan stuðning. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið búið yfir miklum fróðleik sem þið getið miðlað til ann- arra ef þið eruð tilbúin að gefa af sjálfum ykkur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gerið ekki meiri kröfur til sjálfra ykkar en þið eruð fær um að standast. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að bíða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið eruð ekki alveg eins og þið eigið að ykkur og þurfið að vera á varðbergi varðandi hvað þið látið út úr ykkur svo þið særið ekki tilfinningar annarra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eigið auðvelt með að kom- ast að kjarna hvers máls fyrir sig því þið eruð lagin í því að finna réttu stundina til að spyrja réttu spurninganna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið þurfið að koma lagi á fjár- málin og þurfið því að beita ykkur aga og sleppa öllu sem kallar á óþarfa eyðslu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í Reykjavíkurbréfi Mbl. 25. nóv. sl. rakst ég á tveimur stöðum á eftir- farandi orðalag: „Þegar horft er til baka má ætla, að menn í viðskiptalífinu hafi byrjað að marka samdrátt í verzlun og þjónustu undir lok síð- asta árs.... “ Nokkru síð- ar stóð þetta: „Breytingu á viðskiptaháttum al- mennings ... mátti líka marka í byrjun ársins“. Hér er það notkun so. að marka, sem kom mér ókunnuglega fyrir sjónir, enda minnist ég ekki að hafa fyrr rekizt á hana í þessu sambandi. Á báð- um þeim stöðum, sem hún kom fyrir, hefði ég notað annað sagnorð, þ.e. so. að merkja. Þess vegna vil ég vekja athygli á þessum sagnorðum. Samkv. OM (1983) eru fjórar merkingar í so. að marka: 1) afmarka, draga markalínu, setja takmörk ... , 2) gera, setja mark (merki) á e-ð, 3) taka eft- ir e-u og síðast er so. ópersónulegt: það mark- ar fyrir e-u. Helzt gæti sú merking átt við ofan- greint orðalag, og þó ekki, þegar að er gáð. Ég held, að höfundur bréfs- ins hafi hér ruglazt svo- lítið í ríminu og í raun haft í huga so. að merkja í sérstakri merkingu, þ.e. að taka eftir e-u. Hún á einmitt vel við í þessum dæmum. Þá tölum við um að merkja samdrátt í verzlun og þjónustu. Og svo aftur: Breytingu á viðskiptaháttum almenn- ings ... mátti líka merkja í byrjun ársins. Ég býst við, að margir geti verið mér sammála um þetta. Ég tel, að óþarft sé að rugla merkingum þess- ara sagnorða saman og því hafi verið ástæða til að fjalla um þennan rugl- ing í ofangreindu bréfi og þá ekki sízt, ef hann skyldi vera orðinn eitt- hvað útbreiddur meðal þorra fólks. – J.A.J. ORÐABÓKIN Marka – merkja LJÓÐABROT STÖKUR Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. – – – Sigurður Breiðfjörð 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Bd3 O-O 8. O-O dxc4 9. Bxc4 b5 10. Be2 Bb7 11. Hd1 Dc7 12. Bd2 a6 13. b4 a5 14. a3 axb4 15. axb4 Rd5 16. Rxd5 exd5 17. Df5 Rf6 18. Dc2 De7 19. Db2 Rd7 20. Hxa8 Hxa8 21. Ha1 Hxa1+ 22. Dxa1 Rb6 23. Re5 Dc7 24. h3 Rc4 25. Bc3 Db6 26. Bg4 Rxe5 27. dxe5 Be7 28. Bd7 Dd8 29. e6 f6 30. Da7 Da8 31. Db6 Bd6 32. f4 h6 33. Bd4 Be7 34. Kh2 Kh8 35. Bc5 Bd8 Staðan kom upp í Heimsmeistara- keppni FIDE sem stendur nú yfir í Moskvu. Alexander Beljavsky (2659) hafði hvítt gegn indverska táningnum P Harikrishna (2522). 36. e7! Bxb6 37. Bxb6 c5 38. Bd8 og svartur gafst upp enda fátt til varn- ar. Hægt er að nálgast nán- ari upplýsingar um mótið á skak.is en í dag er frídagur. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 80ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 10. desember, er áttræð Mál- fríður Einarsdóttir, Jökul- grunni 4, Reykjavík. Af því tilefni taka hún og eiginmað- ur hennar, Herbert Guð- brandsson, á móti ættingj- um og vinum milli kl. 16 og 19 í dag, sunnudag, í Helga- felli, samkomusal á 4. hæð Hrafnistu í Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Í dagsunnudaginn 9. des- ember er fimmtugur Sig- urður Sigurðsson, Sléttu- vegi 9, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í dag kl. 15-17 á heimili sínu, Sléttu- vegi 9, íbúð 301. Þetta er svipað og á verkstæði þar sem gert er við bíla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.