Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORSTJÓRAR olíufélaganna
þriggja vísa því algerlega á bug að
þeir hafi haft samráð um verðlagn-
ingu á olíuvörum. Þessu heldur Sam-
keppnisstofnun fram í húsleitarúr-
skurði sem féll í Héraðsdómi
Reykjavíkur sl. mánudag.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins, segist ekki hafa setið á reglu-
legum fundum með forstjórum hinna
olíufélaganna til að ræða um verð-
lagsmál. Því væri hins vegar ekki að
leyna að hann hefði t.d. átt fund með
forstjóra Skeljungs til að ræða um
sameiginlegar eignir félaganna í
Keflavík.
Geir sagði að olíufélögin
ættu í bullandi samkeppni sín
á milli. Bensín væri hins vegar
þannig vara að þess væri ekki
að vænta að það væri mikill
verðmunur á markaðinum.
Það þýddi hins vegar alls ekki
að félögin hefðu samráð um
verðlagningu.
Geir sagðist ekki treysta sér
til að fullyrða fyrirfram að
Samkeppnisstofnun myndi
ekki finna neitt í athugun sinni sem
væri athugavert. Hann minnti í því
sambandi á að Landssíminn, sem
væri í eigu ríkisins, hefði ítrekað ver-
ið gagnrýndur af samkeppnisyfir-
völdum fyrir brot á samkeppnis-
reglum. Það væri því ekki hægt að
útiloka að yfirvöldum tækist að finna
eitthvað í starfsemi olíufélaganna
sem vafi léki á hvort væri að fullu í
samræmi við samkeppnisreglur.
Geir sagði að það blasti við öllum
að olíufélögin væru með samstarf á
vissum sviðum. Olíufélagið og Olís
rækju saman Olíudreifingu ehf., sem
samkeppnisyfirvöld hefðu fallist á að
yrði stofnuð. Á nokkrum stöðum á
landinu rækju olíufélögin þrjú sam-
eiginlega bensínstöðvar. Þetta fyrir-
komulag hefði hafist áður en sam-
keppnislög tóku gildi. Félögunum
hefði ekki verið gert að breyta þessu
fyrirkomulagi þrátt fyrir að óljóst
væri hvort þetta samrýmdist lögun-
um.
Geir sagði að stjórnendur Olíufé-
lagsins hefðu samviskusamlega reynt
að reka fyrirtækið í samræmi við
gildandi lög og reglur. Hann benti á
að ef afkoma olíufélaganna væri skoð-
uð mörg ár aftur í tímann kæmi í ljós
að arðsemi þeirra væri umtalsvert
fyrir neðan þá arðsemiskröfu sem
markaðurinn gerði til fyrirtækjanna.
Ef einhver fótur væri fyrir ásökunum
um samráð olíufélaganna hefði það
a.m.k. ekki skilað miklum árangri.
Í úrskurðinum kemur fram hjá
Samkeppnisstofnun að forstjórar ol-
íufélaganna hafi hist reglulega til að
ræða sameiginleg hagsmunamál fé-
laganna. Kristinn Björnsson, for-
stjóri Skeljungs, sagði að það væri
ekkert launungarmál að forstjórar ol-
íufélaganna hefðu hist til að ræða um
sameiginlegar eignir félaganna.
Þurfa að hittast til að ræða
um sameiginlegar eignir
„Við eigum saman margar eignir.
Við eigum saman olíustöðvar. Við eig-
um saman olíustöðina í Örfirisey. Við
eigum saman eldsneytisafgreiðslu-
stöð og birgðastöð í Keflavík ásamt
Flugleiðum. Við eigum saman fjölda
bensínstöðva og við eigum saman
gasafgreiðslustöðina í Straumsvík.
Um þessar eignir eru til sérstök félög
sem lúta sérstakri stjórn og lögum
samkvæmt þarf að halda fundi í þess-
um félögum. Við þurfum að halda að-
alfundi og bóka þá. Á sumum þessara
funda höfum við hist, en við höfum
ekki hist til að ræða verðlagsmál. Það
er alveg á hreinu og sú fullyrðing er
röng,“ sagði Kristinn. Hann sagðist
telja að þessar aðgerðir Samkeppn-
isstofnunar væru mjög harkalegar og
ef þær væru eingöngu byggðar á
þeim upplýsingum sem kæmu fram í
húsleitarúrskurðinum væru
forsendur þeirra mjög veikar.
Einar Benediktsson, for-
stjóri Olís, sagði að þessar
hörðu aðgerðir Samkeppnis-
stofnunar kæmu sér mjög á
óvart. Hann sagði að sér skild-
ist að íslensku samkeppnislög-
in veittu samkeppnisyfirvöld-
um rýmri heimildir til aðgerða
en þekktist í löndum ESB.
„Menn verða að hafa það í
huga að íslensku olíufélögin hafa
starfað í þessu litla umhverfi í 75 ár
og þau hafa í gegn um áratugina haft
með sér mjög náið samstarf um
marga hluti. Það hefur verið samstarf
milli þeirra um innflutning á elds-
neyti, birgðastöðvar, dreifingu, sam-
rekstur bensínstöðva og ýmislegt
fleira. Samkeppnislög voru samþykkt
1993 og eru því aðeins sjö ára gömul.
Það er ljóst að það er ýmislegt í sam-
starfi olíufélaganna frá fyrri tíð sem
braut í bága við lögin þegar þau voru
sett og það var því eitt og annað sem
þurfti að laga að lögunum. Sumt hef-
ur ekki enn verið klárað fullkomlega,
eins og t.d. samrekstur á bensín-
stöðvum. Ég vísa hins vegar alger-
lega á bug ásökunum um samráð um
verðákvarðanir.“
Einar var spurður hvort sú stað-
reynd að olíufélögin væru alltaf með
sama verð benti ekki til samráðs.
Einar sagði að fullyrðingar um að
félögin verðbreyttu alltaf á sama tíma
og væru alltaf með sama verð væri
alls ekki merki um samráð. Stað-
reyndin væri sú að bensín og annað
eldsneyti væri einsleit vara og að við-
skiptin flyttust mjög hratt eftir verði
og því hefði engin úthald eða getu til
að bjóða hærra verð en það sem lægst
væri boðið á hverjum tíma. Þetta
væri ekki aðeins staðreyndin hér-
lendis, heldur líka erlendis.
Forstjórar olíufélaganna um forsendur Samkeppnisstofnunar vegna húsleitar
Vísa ásökunum um
verðsamráð á bug
Geir
Magnússon
Kristinn
Björnsson
Einar
Benediktsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýr skírnarfontur í Hallgrímskirkju eftir Leif Breiðfjörð.
Nýr skírn-
arfontur í
Hallgríms-
kirkju
VÍGÐUR hefur verið nýr skírn-
arfontur í Hallgrímskirkju sem
Leifur Breiðfjörð myndlist-
armaður hefur gert. Kvenfélag
Hallgrímskirkju gaf skírnarfont-
inn og var hann vígður fyrsta
sunnudag í aðventu.
Skírnarfonturinn er úr glærum
kristal og stuðlabergi. Segir Leif-
ur Breiðfjörð að þetta sé stærsti
glerskúlptúr sem hér hafi verið
settur upp. Stuðlabergið er í
neðri hluta skírnarfotnsins en
efri hlutinn er úr kristalnum.
Leifur Breiðfjörð segist hafa
fengið kristalinn steyptan í Tékk-
landi enda séu þar hæfir gler-
listamenn og glerblásarar. Komu
sérfræðingar frá verksmiðjunni
til landsins til að koma skírn-
arfontinum fyrir, en hann vegur
alls 270 kg.
Leifur segist hafa byrjað að
huga að þessu verkefni fyrir um
fimm árum og fór hann m.a. til
Tékklands til að fylgjast með
glersteypunni. Eftir kælingu í 5
til 6 vikur er glær kristallinn
slípaður og síðan var verkið sett
saman og segir Leifur hugmynd-
ina með kristalnum þá að fá sér-
stakt ljósbrot gegnum skírn-
arfontinn.
STJÓRN SkjáVarpsins hf.
hefur óskað eftir greiðslu-
stöðvun og hefur Héraðsdóm-
ur Austurlands fallist á ósk
félagsins.
Í yfirlýsingu frá Hlyni
Jónssyni hdl. fyrir hönd
stjórnarinnar, kemur fram að
verulegir erfiðleikar hafi verið
í rekstri SkjáVarpsins hf. á
undanförnum mánuðum og
ljóst sé að staða þess sé mun
verri en reiknað hefur verið
með. Vegna þessa hafi stjórn
SkjáVarpsins óskað eftir
greiðslustöðvun svo tími vinn-
ist til að vinna úr þeim erf-
iðleikum sem blasa við.
Næstu vikur verði notaðar til
fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar á rekstri félagsins.
SkjáVarp
hf. í
greiðslu-
stöðvun
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt karlmann í 18 mánaða fang-
elsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur
stúlkum. Brotin áttu sér stað seinni
hluta ársins 1999. Yngri telpan, fædd
1990, var þá gestkomandi á heimili
hans en sú eldri, fædd árið 1982, var
búsett þar þegar brotin áttu sér stað.
Héraðsdómur segir brot mannsins
alvarleg og til þess fallin að hafa al-
varlegar afleiðingar fyrir stúlkurnar
og var manninum gert að greiða eldri
stúlkunni 300 þúsund krónur í miska-
bætur og þeirri yngri 600 þúsund kr.
Fyrir átta árum, árið 1993, dæmdi
Hæstiréttur manninn í 12 mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Maðurinn var nú dæmdur fyrir að
hafa tvívegis brotið gegn yngri telp-
unni, í fyrra skiptið með því að sleikja
kynfæri hennar en í seinna skiptið
stakk hann fingri inn í kynfæri henn-
ar svo úr blæddi. Fram kom að telpan
svaf í rúmi með sex ára syni mannsins
í seinna skiptið. Hún sagði manninn
hafa sagt sér að hann yrði „öskureið-
ur“ ef hún myndi ekki hlýða honum
eða segja frá atvikinu. Móðir yngri
telpunnar kærði manninn eftir að hún
varð þess vör að nærbuxur dóttur
hennar voru blóðugar eftir næturgist-
inguna. Móðir hennar lýsti afleiðing-
um brotsins fyrir dómi og sagði að svo
virtist sem „það hefði slokknað á
henni, sem alltaf hefði verið svo bros-
mild og glöð“. Telpan hefði átt við
svefntruflanir að stríða og hefði geng-
ið illa í skóla.
Maðurinn neitaði sök
Þá var maðurinn dæmdur fyrir að
þukla á kynfærum eldri stúlkunnar
og stinga fingrinum inn í leggöng
hennar meðan hún var sofandi.
Maðurinn neitaði sök en dómurinn
taldi að vitnisburður stúlknanna,
vitna og önnur gögn málsins sönnuðu
að maðurinn hefði gerst sekur um þau
brot sem hann var ákærður fyrir.
Manninum var gert að greiða 300.000
krónur í málsvarnarlaun verjanda
síns, Þorvaldar Jóhannessonar hdl.,
og 240.000 þóknun til Helgu Leifs-
dóttur hdl., réttargæslumanns
stúlknanna, auk annars sakarkostn-
aðar. Guðjón St. Marteinsson, Skúli J.
Pálmason og Sigríður Ingvarsdóttir
kváðu upp dóminn.
18 mánaða
fangelsi fyrir
kynferðisbrot
Áður dæmdur fyrir kynferðisbrot