Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ⓦ vantar í Ytri-Njarðvík í Hólagötuhverfi Upplýsingar veitir umboðsmaður, Eva Gunnþórsdóttir, í síma 421 3475 og 868 3281. FJÖRUTÍU og fimm nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Íslands en skólaslit haustannar fóru fram í gær. 36 stúdentar útskrif- uðust, 4 meistarar, 4 iðnnemar og einn af starfsnámsbraut. Guðný Björg Kjærbo (til hægri) og Elísabet Rúnarsdóttir sópuðu til sín verðlaunum við brautskrán- inguna. Guðný fékk viðurkenningu Sparisjóðsins í Keflavík fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og einnig fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og íslensku. Þá fékk hún fjölda viðurkenninga frá skól- anum. Ragnar Már Skúlason og Magnús Sveinsson, sem standa vinstra meg- in á myndinni, fengu fjölmargar viðurkenningar Sparisjóðsins og skólans fyrir góðan árangur. Fjöl- brautaskólinn verðlaunaði Hall- björn Valgeir Rúnarsson og Hilmar Kristinsson fyrir störf í þágu nem- enda og Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis veitti Leifi Kristjánssyni viðurkenningu fyrir besta árangur til fyrsta stigs vélstjóra . Ljósmynd/Víkurfréttir 45 nem- endur braut- skráðir Keflavík BÆJARFULLTRÚAR Sam- fylkingarfélags Grindavíkurlist- ans vilja láta skoða möguleikana á því að Grindavíkurbær taki að sér að annast löggæsluna í bæn- um. Tilgangurinn er að bæta löggæsluna í Grindavík. Fulltrúar listans létu bóka þá skoðun sína á fundi bæjar- stjórnar í fyrradag að skoða ætti það fyrir alvöru hvort Grindavík gæti orðið tilrauna- sveitarfélag í löggæslumálum. Þannig yrði Grindvíkingum tryggð viðunandi þjónusta, svo sem grenndarlöggæsla. Pálmi Ingólfsson, einn full- trúa listans, sagði að Grindavík hefði orðið útundan eftir að starfsstöð lögreglunnar var flutt til Keflavíkur og grenndarlög- gæslu væri minna sinnt. Vaxandi vandamál vegna fíkniefnaneyslu eru í Grindavík, eins og annars staðar, að sögn Pálma, og þótt hann segi að ekki sé hægt að skella skuldinni á lögregluna hljóti bætt lög- gæsla að vera hluti af lausninni. Lögreglumenn sem hafi þekk- ingu á aðstæðum geti gripið fyrr inn í atburðarásina en þeir sem fjær búi. „Ég er þess einn- ig fullviss að við getum rekið löggæsluna hér betur en ríkið gerir í dag,“ segir Pálmi. Bærinn taki að sér löggæsluna Grindavík BÆJARSJÓÐUR Reykjanesbæjar greiðir niður lán um 585 milljónir kr. á næsta ári. Til þess er aðallega notaður arður sem Hitaveita Suð- urnesja greiðir út og tekjufærður er í ár. Bæjarstjóri segir að álögum á íbúana sé haldið í skefjum og aðhald í rekstri. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2002 var lögð fyrir bæj- arstjórn í vikunni, til fyrri umræðu. Seinni umræða verður 8. janúar næstkomandi. Þá verður jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun. Stórt skref í greiðslu lána Áætlað er að skatttekjur verði 2,6 milljarðar á næsta ári og að liðlega 600 milljónir verði afgangs þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreg- inn frá. Fjármagnsgjöld eru áætlun 220 milljónir kr. og gjaldfærðar og eignfærðar fjárfestingar, að frá- dregnum sértekjum, eru 335 millj- ónir. Verða því liðlega 60 milljónir eftir til lækkunar skulda, af tekjum næsta árs. Afborganir langtímalána á næsta ári verða 585 milljónir kr. Greiðslur þeirra verða fjármagnaðar að stærstum hluta með afgangi af rekstri samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2001 en einnig kemur til 135 milljóna króna greiðsla frá varnar- liðinu vegna þátttöku þess í sameig- inlegum holræsaframkvæmdum. Af- gangur af rekstri á árinu 2001 skýrist að stórum hluta af greiðslum af höfuðstól Hitaveitu Suðurnesja, 584 milljónum króna, sem koma til Reykjanesbæjar á þessu ári og því næsta en eru að fullu tekjufærðar á yfirstandandi ári. Greiðslur þessar voru ákveðnar þegar Hitaveitu Suðurnesja var breytt í hlutafélag. Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir að þegar ákveðið hafi verið að taka lán til fjárfestinga í skólamálum, til að byggja nýjan grunnskóla og end- urnýja hina, hafi því verið lýst yfir að um væri að ræða tímabundna skuldsetningu bæjarins og að skuld- irnar yrðu greiddar niður á næstu árum. Við þetta loforð yrði staðið á næsta ári. Telur hann að greiðsla lánanna sé eitt stærsta skref sveit- arfélags á Íslandi til að greiða niður skuldir sínar. Skattheimtu stillt í hóf Ellert leggur áherslu á að skatt- heimtu sé haldið niðri. Útsvör og fasteignagjöld séu óbreytt frá fyrra ári, þrátt fyrir heimildir til hækk- unar. Þá sé gætt hófs í hækkun al- mennrar gjaldskrár fyrir þjónustu sveitarfélagsins. „Með því viljum við láta bæjarbúa fá beint í sinn vasa hlutdeild í þeim arði sem Hitaveita Suðurnesja skilar í bæjarsjóð,“ seg- ir bæjarstjóri. Hann segir að mikið aðhald sé að rekstrarútgjöldum í fjárhagsáætlun næsta árs. Þrátt fyrir mikla hækk- un launakostnaðar, sem vegi mikið í útgjaldahliðinni, takist að koma rekstrarútgjöldum niður í 76,3% af tekjum. Launaútgjöldin verða sam- tals 1.538 milljónir kr. og deilast á tæplega 600 starfsmenn sem ekki eru allir í fullu starfi. Heimiluð verða 475 stöðugildi hjá Reykja- nesbæ, aðeins 1,83 stöðugildum meira en í ár. Segir Ellert að vissu- lega séu miklar kröfur um fjölgun starfsfólks en mikilvægara hafi ver- ið talið að spara til þess að geta greitt niður skuldir. Endurbætur Hafnargötu hannaðar Þrátt fyrir mikið aðhald mun Reykjanesbær leggja 427 milljónir kr. í fjárfestingar, jafnt eignfærðar og gjaldfærðar fjárfestingar. Hluti þeirrar fjárhæðar skilar sér til baka í innheimtum gatnagerðargjöldum, með styrkjum og á annan hátt. Af gjaldfærðum fjárfestingum má nefna að 83,7 milljónir verða lagðar í nýbyggingu og viðhald gatna. Af nýjum götum vegur Klettás þyngst. Þá verður lokið við uppbyggingu gatna í gamla bænum í Keflavík. Jafnframt verður hafin hönnun á langþráðum endurbótum á Hafnar- götu, aðalverslunargötunni í Kefla- vík. Að sögn Ellerts er áformað að hefja endurbætur á götunni á árinu 2003. Lagðar verða 8 milljónir í endurbyggingu gömlu þurrabúðar- innar Stekkjarkots í Innri-Njarðvík. Loks má nefna að vatnsveitan mun byggja nýja þrýstidælustöð fyrir efri íbúðarhverfi Keflavíkur. Það er fjárfesting upp á 27 milljónir kr. Af eignfærðum fjárfestingum skal nefnt að leikskólinn Garðasel í Keflavík verður endurbyggður á næsta ári. Kostar sú framkvæmd liðlega 45 milljónir kr. Lagðar verða liðlega 50 milljónir í framkvæmdir við íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík þar sem lagt verður park- etgólf á íþróttasalinn og fimleikasal- urinn stækkaður. Þá verður 17 milljónum varið til endurbóta á Du- us-húsunum en þar verður sem kunnugt er meðal annars komið upp sýningu á bátalíkanasafni Gríms Karlssonar. Lán greidd niður um 585 milljónir Reykjanesbær SKÓLANEFND Gerðahrepps legg- ur til að samþykkt verði ósk Jóns Ögmundssonar, aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla, um að hann fái að draga uppsögn sína til baka. Ein umsókn liggur fyrir um starf aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla en skólanefnd hafði áður frestað af- greiðslu hennar. Nefndin samþykkti einróma að mæla með því að Jón Ög- mundsson gegndi stöðunni áfram. Hreppsnefnd Gerðahrepps mun afgreiða málið á fundi sínum fyrir áramót. Vilja að að- stoðarskóla- stjóri starfi áfram Garður RÍKIÐ og ríkisfyrirtæki hafa spennt upp verðið á rafveitum að undan- förnu og það spillti fyrir samruna Selfossveitna við Hitaveitu Suður- nesja og Bæjarveitur Vestmanna- eyja, að mati Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Bæjaryfirvöld í Árborg ákváðu að draga sig út úr samrunaferli veitu- fyrirtækjanna þriggja og freista þess að selja rafveitu sína. Júlíus segir að ýmislegt hafi haft áhrif á þá ákvörðun og nefnir sérstaklega kaup ríkisins á rafveitum á uppsprengdu verði. Hann segir að menn hafi einfald- lega hlegið að háu tilboði sem ríkið gerði sveitarfélögum á Vestfjörðum í hlut þeirra í Orkubúi Vestfjarða því þar hafi augljóslega verið um fé- lagslega aðstoð að ræða. Það hafi hins vegar breyst þegar Rafmagns- veitur ríkisins keyptu Rafveitu Sauðárkróks á 330 milljónir kr. á sama tíma og fyrir Alþingi lá frum- varp um 500 milljóna króna aðstoð við RARIK með skattlagningu á önnur orkufyrirtæki í landinu. Þá hafi mönnum ekki verið skemmt. Telur Júlíus að RARIK hafi greitt að minnsta kosti tvöfalt eðlilegt verð fyrir Rafveitu Sauðárkróks. Tíminn skipti máli Hann segir að í þessu ljósi hafi skipt litlu hvernig rafveita Selfoss- veitna hafi verið verðlögð við fyrir- hugaðan samruna orkuveitnanna þriggja. Þá hafi tíminn líka skipt máli. Sveitarfélagið væri skuldugt og mikil verkefni framundan og það hefði ekki treyst sér til að bíða eftir því að hlutabréf í sameinuðu orku- fyrirtæki hækkuðu, þó menn hefðu verið bjartsýnir á að það gæti gerst, og eftir því að selja bréfin, þegar þeir teldu sig geta selt rafveituna strax á tvö- til þreföldu yfirverði og fengið peningana sama daginn. Júlíus er bjartsýnn á að samninga- menn Hitaveitu Suðurnesja og Bæj- arveitna Vestmannaeyja nái saman. Það ráðist síðan af vilja eigenda hvort þeir telji sér hagfellt að sam- eina fyrirtækin. Kaup rafveitna á yfirverði spilltu fyrir samruna Reykjanes D-ÁLMA Heilbrigðsstofnunar Suð- urnesja í Keflavík verður formlega opnuð í dag, föstudag, klukkan 16. Lengi hefur verið unnið að undir- búningi og byggingu D-álmu við sjúkrahúsið í Keflavík. Er verið að taka fyrstu hæð viðbyggingarinnar í notkun og langlegudeild á annarri hæðinni verður tekin í notkun á næsta ári. Er því langþráðu takmarki náð þegar unnt er að opna húsið formlega. D-álma form- lega opnuð Keflavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.