Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 13
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
hefur dæmt tæplega þrítugri konu
forsjá yfir 10 ára systur sinni í
samræmi við ósk móður þeirra
sem lést úr illkynja sjúkdómi í nóv-
ember 1998.
Móðirin hafði áður skrifað undir
tvær yfirlýsingar. Þá fyrri rúmu
ári áður en hún lést þess efnis að
það væri einlægur vilji sinn og
ásetningur að fela eldri dótturinni
umsjón yfir þeirri yngri í veik-
indum sínum með það í huga að
hún fengi forsjá barnsins félli móð-
irin frá. Væri sú ráðstöfun ein-
ungis gerð með velferð barnsins og
hagsmuni í huga. Þessi yfirlýsing
var undirrituð í viðurvist lögfræð-
ings, félagsráðgjafa og sérfræðings
í krabbameinslækningum kvenna.
Stúlkan flutti sex sinnum
á þremur árum
Um tveimur vikum áður en hún
lést lýsti hún því yfir að félli hún
frá áður en yngri dóttir hennar
yrði lögráða skyldi eldri dótturinni
falin forsjá hennar þar sem sú
skipan væri barninu fyrir bestu.
Þá yrði hún fjárhaldsmaður yngri
systur sinnar.
Yngri dóttirin var í umsjá systur
sinnar er móðir þeirra lést, en að
kröfu föður hennar og eftir inn-
setningu fluttist hún til föður síns
og bjó hjá honum lengst af við
mjög misjafnt atlæti. Hann á við
drykkjuvandamál að stríða og
leiddi það til þess að barnavernd-
arnefndir þriggja sveitarfélaga
þurftu að hafa afskipti af honum til
að tryggja öryggi og umönnun
telpunnar.
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness
segir að þrátt fyrir hinstu ósk
móður og mótmæli eldri dótturinn-
ar hafi faðir yngri stúlkunnar kraf-
ist þess að fá telpuna til sín. Hafði
hún ekki haft neina umgengni við
hann í rúm fjögur ár er hún fluttist
til hans í janúar 1999. Var hún þá 7
ára og frá þeim tíma hefur hún bú-
ið í þremur sveitarfélögum og
skipt að minnsta kosti sex sinnum
um skóla á þessu tímabili og verið
á flakki milli vistmæðra, föðurins
og frændfólks hans.
Barnaverndarnefnd
fékk forsjá
Þegar Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur þótti fullreynt að fað-
irinn myndi bæta ráð sitt fékk
nefndin hann til þess að sam-
þykkja að nefndin tæki við forsjá
dótturinnar. Í framhaldi af því fór
hún í varanlegt fóstur til frænd-
fólks föðurins norður í landi í
haust.
Á þessu stigi var dómsmálið
komið á lokastig og þótti dómara
ekki tæk sú niðurstaða í forsjár-
máli að stefnendur neyddust til
þess að fella mál niður vegna
breyttrar aðildar varnarmegin
stuttu fyrir aðalmeðferð og þyrftu
að hefja nýja málsókn gegn nýjum
aðila. Fyrir dómi krafðist Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur að sér
yrði úrskurðuð forsjá yfir telpunni
og byggði á því að úrskurðir sínir
og ákvarðanir hafi verið byggð á
lögmætum sjónarmiðum.
Ekki var deilt um ráðstafanir
nefndarinnar í málefnum stúlkunn-
ar og sagði dómari það einungis
liggja fyrir að skera úr um hvor
ætti að fara með forsjá telpunnar,
Barnaverndarnefndin eða systir
hennar. Til þess að meta þessi at-
riði dómkvaddi dómari tvo sér-
fræðinga og segir hann niðurstöðu
þeirra hafa verið á einn veg. Telji
þeir að það þjóni hagsmunum
barnsins best að systirin og maður
hennar fái forsjá telpunnar. Þau
séu vel hæf sem uppalendur. Telp-
an sé í mestum tilfinningatengslum
við systur sína. Henni líki vel í
heimabæ hennar þar sem hún eigi
bræður, afa og ömmu, frændfólk
og vini. Síðast en ekki síst sé það
einlægur vilji hennar að flytjast til
systur sinnar. Sú ósk hennar komi
víða fram, hjá vistmæðrum, barna-
verndarstarfsmönnum, kennara,
skólastjóra, sálfræðingi og mats-
mönnum. Matsmenn sögðu engan
vafa um þennan vilja hennar.
Þá hafi Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur á engan hátt hnekkt
þessu mati eða á nokkurn hátt
sýnt fram á að hagsmunum barns-
ins geti í bráð eða lengd verið bet-
ur borgið í umsjón og undir forsjá
barnaverndarnefndarinnar. Yrði
því talið að það sé stúlkunni fyrir
bestu að systir hennar og mágur
fengju forsjá hennar. Felldi dóm-
urinn niður forsjá Barnaverndar-
nefndar Reykjavíkur og dæmdi
föðurinn og nefndina til að borga
hjónunum samtals 600.000 krónur í
málskostnað. Kostnaður vegna öfl-
unar sálfræðimats að fjárhæð
825.400 krónur var hins vegar
felldur á ríkissjóð.
Gunnar Aðalsteinsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
Konu dæmd forsjá
yngri systur sinnar
Móðirin undirritaði yfirlýsingu þess efnis skömmu
fyrir andlátið með velferð barnsins og hagsmuni í huga
AÐALSKIPULAG Reykjavíkur
fyrir árin 2001 til 2024 var afgreitt
til auglýsingar eftir aðra umræðu á
fundi í borgarstjórn Reykjavíkur í
gærkvöld. Aðalskipulagið verður
auglýst á næstu vikum og gefst
frestur til athugasemda í tvær vikur
eftir fjögurra vikna auglýsingatíma.
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans, kynnti á
fundinum nokkrar breytingartillög-
ur við aðalskipulagið og voru þær
allar samþykktar. Snertu þær m.a.
breytingu á texta í greinargerð,
breytingu á þéttbýlisuppdrætti og
breyttan uppdrátt að meginleiðum
almenningssamgangna.
Sjálfstæðismenn kynntu einnig á
fiundinum 21 breytingartillögu við
aðalskipulagið en greint var frá
þeim í Morgunblaðinu í gær. Þá
lögðu þeir einnig fram tillögu um
breytingu á notkun tveggja reita í
miðborginni sem hefur það í för með
sér að heimila megi þar lengri af-
greiðslutíma áfengis. Var þessari
síðastnefndu tillögu vísað til borg-
arráðs.
Minnihlutinn segir tillöguna
byggjast á gömlum forsendum
Tillögum sjálfstæðismanna var
ýmist vísað frá eða til nánari með-
ferðar á auglýsingatímanum hjá
skipulags- og bygginganefnd eða
nefnd um svæðisskipulag höfuð-
borgarsvæðisins. Tvær tillagnanna
voru hins vegar samþykktar, önnur
um stækkun íþróttasvæðis Fjölnis í
Grafarvogi og hin um að skipulögð
yrði íbúðarbyggð með stórum lóðum
á Kjalarnesi.
Í bókun borgarfulltrúa sjálfstæð-
ismanna í framhaldi af samþykkt
skipulagsins segir m.a. að skipulag-
stillagan gangi í veigamiklum atrið-
um gegn hagsmunum Reykvíkinga
og byggist á forsendum gærdagsins.
Borgarstjórn sam-
þykkir að auglýsa
aðalskipulag
ÓLAFUR F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kvaddi
sér hljóðs í upphafi borgarstjórnar-
fundar í gær og kvaðst hafa tekið
ákvörðun um að segja sig úr Sjálf-
stæðisflokknum. Las hann bréf sem
hann hafði sent Davíð Oddssyni, for-
manni Sjálfstæðisflokksins, í gær-
morgun þar sem hann rakti ýmis at-
riði er tengdust umhverfismálum og
starfi hans sem sjálfstæðismanns.
Kvað hann rökrétt og tímabært að
segja sig nú úr flokknum. Inga Jóna
Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn kvaðst harma
ákvörðun Ólafs.
Í bréfi sem Ólafur afhenti for-
manni Sjálfstæðisflokksins segist
hann hafa haft áhyggjur haustið
1998 þegar flokkssystkin sín sem átt
hafi hagsmuna að gæta hafi haft í
hótunum við sig ef hann hætti ekki
að tjá sig um forgangsröðun virkjana
með tilliti til hagkvæmni og um-
hverfisáhrifa. Hann segir málið hafa
orðið enn alvarlegra þegar hann
leiddi baráttu Umhverfisvina um
málefni Eyjabakka. Þá hafi komið í
ljós hræðsla stuðningsmanna Sjálf-
stæðisflokksins og annarra við að
ganga til liðs við Umhverfisvini.
„Fólk var ekki einungis hrætt um
stöðu sína innan flokksins heldur
einnig um atvinnumöguleika sína,“
segir Ólafur í bréfinu. Ólafur segir
þar einnig að harka og einbeittur
ásetningur stjórnvalda í að ráðast í
óhagkvæma og skaðlega Fljótsdals-
virkjun hafi komið sér óþægilega á
óvart. Harka og óbilgirni ríkisstjórn-
arflokkanna og hagsmunaaðila með
Landsvirkjun í broddi fylkingar í
Eyjabakkamálinu hafi endurtekið
sig í deilunni um fyrirhugaða Kára-
hnjúkavirkjun.
Ráðist að persónu hans og sjón-
armiðum af óvenjulegri heift
Ólafur kvaðst hafa flutt tillögu til
sátta og málamiðlunar í virkjanamál-
um á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins. Henni hafi ekki einungis verið
hafnað heldur hafi einnig verið ráðist
að persónu sinni og sjónarmiðum af
óvenjulegri heift. Ólafur segir sér
einnig hafa mislíkað á landsfundin-
um tillögur í skattamálum sem hann
segir að hafi þann augljósa tilgang
að hygla stóreignafólki og stórfyr-
irtækjum. „Þannig virðist einnig
komið fyrir ýmsum baráttumálum
mínum í anda gamalla gilda
sjálfstæðisstefnunnar, þar sem
manngildi og réttlætissjónarmið eru
sett ofar auðgildi og skammsýnni
sérhyggju.“
Ólafur kvaðst láta af störfum
skrifara borgarstjórnar og vara-
manns í borgarráði en starfa að öðru
leyti óbreytt út kjörtímabilið, m.a.
sitja áfram í heilbrigðis- og umhverf-
isnefnd, félagsmálaráði, stjórn
heilsugæslunnar í Reykjavík og
svæðisstjórn um málefni fatlaðra í
Reykjavík. Í samtali við Morgun-
blaðið sagði Ólafur að teningunum
hefði verið kastað á landsfundinum
og hefði hann ígrundað þessa
ákvörðun sína eftir hann.
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
kvaðst harma að flokksbróðir og vin-
ur um árabil skuli telja sig knúinn til
að segja sig úr flokknum. Hún sagði
oft tekist á um málefni, bæði milli
flokka og innan, menn tefldu fram
ólíkum skoðunum og deildu um þær
en lýðræðisleg vinnubrögð þýddu að
meirihlutinn réði málum til lykta.
Harmaði hún að Ólafur skyldi vera
svo ósáttur við hvernig tekið var á
málum á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins. Hún sagði þetta vera per-
sónulega ákvörðun hans og hefði
hann ekki rætt hana í borgarstjórn-
arflokknum. Kvaðst Inga Jóna að
lokum vilja nota tækifærið til að
þakka Ólafi margháttuð störf fyrir
flokkinn en honum hefðu verið falin
ýmis trúnaðarstörf gegnum árin.
Óskaði hún honum velfarnaðar á
nýjum brautum.
Borgarfulltrúi segir sig
úr Sjálfstæðisflokknum
Morgunblaðið/Þorkell
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til margra ára.
KANNA á hvort mögulegt verður
að flytja starfsemi Hins hússins,
miðstöðvar ungs fólks í Reykjavík,
úr Geysishúsinu við Vesturgötu í
gömlu lögreglustöðina við Póst-
hússtræti 3–5. Verður tillaga þess
efnis lögð fram í Íþrótta- og tóm-
stundaráði í dag.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans
og formaður Íþrótta- og tóm-
stundaráðs, sagði á borgarstjórn-
arfundi í gær að hún hefði skoðað
húsið ásamt forstöðumanni Hins
hússins. Væri það samdóma álit
þeirra að húsið hentaði vel starf-
seminni.
Samningur að renna út
Samningur við Minjavernd um
starfsemi Hins hússins í Geysishús-
inu er að renna út og þarf að finna
starfseminni nýjan samastað á
næstu mánuðum. Kvaðst hún bjart-
sýn á að húsnæðisvandi Hins hússins
myndi leysast fljótlega á nýju ári.
Hitt húsið
í gömlu
lögreglu-
stöðina?
BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness
hefur samþykkt að beina þeim til-
mælum til skipulagsnefndar bæjar-
ins að við umfjöllun um fyrirhugaðar
byggingar á Hrólfsskálamel verði
tekið fullt tillit til athugasemda sem
komu fram á borgarafundi um skipu-
lagsmál, m.a. um nýtingarhlutfall og
útlit. Mjög hörð gagnrýni kom fram
á fundinum, sem haldinn var 12. des-
ember, á áform um byggingu á þess-
um stað.
Jónmundur Garðarson, bæjar-
fulltrúi sem kemur til með að vera
efstur á lista sjálfstæðismanna í
næstu kosningum, lagði fram tillög-
una. Hann sagði að með þessari til-
lögu væri verið að leggja áherslu á að
málið væri alls ekki komið á lokastig.
Það væri enn í vinnslu og skipulags-
nefndinni væri ætlað að ígrunda þær
athugasemdir sem fram hafa komið
á áformin.
Tillagan var samþykkt samhljóða í
bæjrstjórn á miðvikudag.
Tekið verði
tillit til at-
hugasemda
Bæjarstjórn
Seltjarnarness