Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnlaugur JónIngason fæddist á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum 20. mars 1924. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 13. des- ember síðastliðinn. Foreldrar Gunn- laugs voru hjónin Ingi Gunnlaugsson frá Kiðjabergi í Grímsnesi, f. 19.8. 1894, d. 10.2. 1973, og Ingibjörg Jóns- dóttir frá Álfhólum í Vestur-Landeyjum, f. 20.7. 1887, d. 23.1. 1977. Gunnlaugur var næstelstur fjögurra systkina. Hin eru: Sigurður, fyrrv. póst- rekstrarstjóri, f. 25.9. 1920, kvæntur Ernu Jónsdóttur, Sigur- jón Ágúst, fyrrv. starfsmaður Áburðarverksmiðjunnar, f. 28.5. 1927, kvæntur Soffíu Jónsdóttur, og Soffía, fyrrv. deildarstjóri á Hagstofu Íslands, f. 6.5. 1932, gift Tryggva Árnasyni. Gunnlaugur kvæntist 26.12. 1952 Helgu Guðmundsdóttur, síðast ritara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, f. 3.7. 1927, d. 6.1. 1992. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðbjörns- son, skipstjóri frá Sveinsstöðum á Snæfellsnesi, og Guðrún Ás- björnsdóttir frá Hellissandi. Þau fluttust til Hafnarfjarðar árið laugur, Steinar og Lárus Helgi. 6) Guðrún Ingibjörg, hjúkrunar- fræðingur í Hafnarfirði, f. 3.2. 1966, gift Inga Má Ljótssyni, húsasmið, f. 13.6. 1966. Börn þeirra eru: Sigurbjörg Helga og Gunnlaugur Arnar. Gunnlaugur fluttist tveggja ára gamall ásamt foreldrum sín- um að Vaðnesi í Grímsnesi. Eftir skyldunám fór hann í Íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Um tvítugsaldur flutt- ist Gunnlaugur til Reykjavíkur. Hann vann fyrst í byggingavinnu hjá Haraldi Bjarnasyni og síðan stundaði hann akstur vörubif- reiða og leigubifreiða. Hann var lögreglumaður í Reykjavík á ár- unum 1950–57, en fluttist þá til Hafnarfjarðar og bjó þar alla tíð síðan. Hann starfaði fyrst í lög- reglunni þar, en stofnaði síðan og rak verslunina Hamarsbúð við Hringbraut, sem var kjöt- og ný- lenduvöruverslun. Gunnlaugur stofnsetti byggingafyrirtæki árið 1964 og stóð m.a. fyrir byggingu allmargra fjölbýlishúsa í Hafnar- firði. Enn breytti Gunnlaugur um starfsvettvang árið 1981, er hann gerðist starfsmaður Alþingis og starfaði þar sem þingvörður allt til 70 ára aldurs. Gunnlaugur tók mikinn þátt í íþróttum og keppti bæði í glímu og frjálsum íþrótt- um. Hann vann Skarphéðins- skjöldinn í glímu árin 1951–52 og fór ásamt glímumönnum í tvær sýningarferðir til Svíþjóðar, 1946 og 1949, þar sem sýnd var íslensk glíma. Útför Gunnlaugs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1926 og var Helga næstyngst sex barna þeirra. Faðir hennar drukknaði í septem- ber 1934, en móðir hennar dó 20.3. 1996. Gunnlaugur og Helga eignuðust sex börn: 1) Guðmundur, arkitekt í Reykjavík, f. 19.5. 1954, kvæntur Auði Leifsdóttur, cand.mag., f. 7.11. 1958. Börn þeirra eru: Eva Dögg, Ingi Vífill og Helgi Reyr. 2) Ingi, tannlæknir í Hafnarfirði, f. 19.5. 1954, kvænt- ur Erlu Eyjólfsdóttur snyrtifræð- ingi, f. 14.2. 1958. Börn þeirra: Helga Björt, Harpa Mjöll og Gunnlaugur Jón. 3) Gunnlaugur Helgi, dúklagningameistari í Hafnarfirði, f. 23.4. 1956. Var kvæntur Hrund Eðvarsdóttur hárgreiðslumeistara, f. 6.4. 1960. Þau skildu. Synir þeirra eru Þor- steinn og Birgir. 4) Halldór, smiður og listamaður á Eyrar- bakka, f. 20.5. 1958, kvæntur Helene Marie Dupont, f. 26.11. 1961. Dóttir þeirra: Íbera Sophie Marie. Halldór á einnig eldri dóttur í Frakklandi: Elenore Höllu. 5) Þorsteinn, rekstrar- verkfræðingur í Hafnarfirði, f. 24.9. 1952, kvæntur Sigríði Lár- usdóttur meinatækni, f. 28.11. 1964. Synir þeirra: Þráinn Gunn- Hann var óðfleygur örn með sitt eldlega fjör flaug hann ofar en smáfugla hjörð. Hún var lóan svo ljúf, sem að lofandi guð boðar lífið og vorið á jörð. (V. Briem.) Þetta fagra ljóð var ort fyrir rúm- um hundrað árum í minningu Þor- steins Jónssonar sýslumanns, lang- afa Gunnlaugs Jóns Ingasonar sem í dag er til grafar borinn. Ljóðlínurnar þykja okkur lýsa vel ástkærum föður okkar sem sannarlega var eins og örn en einnig móður okkar heitinni, Helgu Guðmundsdóttur, sem var ló- an svo ljúf í fjölskyldulífi okkar, hin milda móðir sem allt bætti og alla kætti. Faðir okkar var um flest einstakur maður. Að honum stóðu í föðurætt embættismannastétt Thorarensen- ættar og sunnlenskra höfðingja en í móðurætt hin styrka Landeyjaætt, þar sem lundin líkist briminu við sandinn. Hann fæddist vorið 1924 í síðasta torfbænum sem stóð á bæj- arhóli Njáls að Bergþórshvoli. Það fór vel á því að fæðingarstaður hans skyldi vera þar sem kappinn Skarp- héðinn lét líf sitt, því á margan hátt líktist pabbi fornum kappa, allra manna vaskastur, glímukóngur á yngri árum og atorkusamur með ein- dæmum. Bundinn í hnakk móður sinnar fluttist hann ársgamall með foreldrunum, Inga og Ingibjörgu, vestur yfir stórfljót Suðurlands að Vaðnesi í Grímsnesi. Fjölskyldan var ekki fátæk en víst er að almennur skortur kreppuáranna mótaði pabba og hans sterka vilja til að standa sig og helst skara fram úr. Ungur fylltist hann eldmóði ungmennafélaganna og fór í íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar að Geysi í Haukadal. Þar gilti heragi og strangar æfingar meitluðu kjark og stæltu þor. Við tóku margir sigrar á frjálsíþrótta- og glímumót- um og margir óttuðust glímukónginn unga úr Grímsnesinu sem þótti svo handsterkur að beltin skárust inn í lendar andstæðinganna. Traustir lík- amsburðir komu sér líka vel þegar haldið var til Reykjavíkur með örfáar krónur í vasanum í stríðsbyrjun. Þar voru unnin þau verk er til féllu, hand- mokað á heilu vörubílana, steypu- vinna og uppskipun um helgar, oft unnið átján tíma á sólarhring. Þannig var líka lífið á uppvaxtarárum okkar systkina, faðir okkar að vinna fyrir stóru heimili en móðir okkar heima til að styðja til náms og þerra tár. Af mörgum störfum sem hann vann kunni hann best við sig í umsvifamik- illi byggingastarfsemi. Þar fékk atorkusemin útrás og mörg fjölbýlis- hús í Hafnarfirði eru til vitnis um það. Síðan var líka hin hliðin á pabba sem kom æ betur í ljós á síðari árum. Fyrir innan hina hrjúfu skel var hlýr og blíðlyndur persónuleiki sem gat meira að segja verið býsna viðkvæm- ur á stundum. Elskaði allt sem ís- lenskt var og talaði ætíð um fóstur- jörðina sem besta land í heimi. ,,Ísland er landið!“ var honum tamt á tungu og vísar þá bæði til fegurðar ljóðsins og landsins. Hann var ótrú- legur ljóðamaður, kunni flest bestu kvæði Einars Ben. utan að og hreifst mjög af framsýni og kjarki skáldsins. ,,Reistu í verki viljans merki, vilji er allt sem þarf“ voru einkunnarorð föður okkar og lífssýn meitluð í eina setningu. Hugljúf kvæði Tómasar runnu fram úr munni hans á góðum stundum flutt af innlifun, ætíð utan bókar. Raunar sást hann sjaldan opna bók og aldrei til þess að læra ljóð, hann sagðist muna þetta allt frá gamalli tíð. Allir fjölskylduvinir sjá hann í anda flytja Stjána bláa, öll átján er- indin án þess að hika eða syngja Hagavagninn með glampa í augum, blik þess sem elskar lífið og kann svo sannarlega að njóta þess. Móðir okkar Helga varð honum harmdauði fyrir tíu árum, er hún lést úr krabbameini. Nú hefur sami skað- valdur tekið hann, góðan föður, tengdaföður og elskulegan afa. Við sitjum hnípin eftir og söknum sam- vistanna og þess að hann skyldi ekki fá að teyga lífsbikarinn til botns, njóta fallegu íbúðarinnar lengur og ferðast eins og hugurinn stóð til. Það var honum mikið áfall að greinast með illkynja sjúkdóm síðastliðið vor en hann barðist til þrautar, gaf aldrei upp alla von og stóð eins og hetja uns síðasta glíman varð ekki unnin. Ný- lega stofnaði hann af stórhug minn- ingarsjóð um eiginkonu sína, við tón- listarskóla Hafnarfjarðar, með verulegri upphæð og sýnir það vel rausnarskap hans. Hann hlaut frið- sælt andlát á líknardeild Landspít- alans umvafinn kærleik afkomenda sinna og elskulegs starfsfólks stofn- unarinnar. Þar er unnið göfugt starf, sem seint verður fullþakkað. Þá var umönnun heimahjúkrunar Heilsu- gæslu Hafnarfjarðar ómetanleg og viljum við þakka af alhug þá aðstoð. Með söknuð í hjarta kveðjum við elskulegan föður og kæran vin. Við munum stolt bera eiginleika hans og hugsjónir áfram til afkomenda okkar og trúum á ljúfa endurfundi síðar. Fyrir hönd barna hans, Ingi Gunnlaugsson. Þegar kaflaskil verða með ein- hverjum hætti í tilverunni, líf kviknar eða deyr hjá samferðamönnum okk- ar, held ég að flestir staldri við og líti í þau spegilbrot minninganna sem líf- ið samanstendur af. Það var fyrir rúmum 24 árum að Guðmundur, elsti sonur Gunnlaugs Ingasonar og Helgu Guðmundsdóttur, bauð mér inn á heimili foreldra sinna í Hafn- arfirði til viðkynningar, áður en að við fórum út að borða saman í fyrsta sinn. Ég var svolítið feimin, og ekki laust við að ég hugsaði með mér, svona þegar á hólminn var komið, að það hefði nú alveg mátt bíða obbolítið með að heilsa upp á foreldrana; málin voru nú þrátt fyrir allt ekki komin á svo alvarlegt stig ennþá. Þegar ég í dag loka augunum og hugsa um þessa stund, þá er sem ég sjái Gunn- laug fyrir mér, þar sem að hann stóð í eldhúsinu á Klettahrauninu, lagði frá sér viskustykkið og sagði: „Komdu sæl, hvað heitir þú, elskan mín?“ Síð- an rétti hann mér stóru höndina, heilsaði mér þéttingsfast og lagði hina höndina yfir. Þegar við svo fór- um út seinna um kvöldið og ég kvaddi, þá kyssti hann mig á kinnina og sagði „Mikið er gaman að hitta svona unga dömu,“ þetta þótti mér, 19 ára stelpukjána, ákaflega merki- legt. Í huganum á ég margar svona „skyndimyndir“ af samskiptum okk- ar Gunnlaugs í áranna rás. Gunn- laugur fór nefnilega ekki framhjá neinum þar sem hann staldraði við í lífinu. Hann var sú manngerð sem skilur eftir sig bæði farveg og spor. Gunnlaugur Ingason fæddist árið 1924 á Bergþórshvoli, sem þá var torfbær, en síðasta heimilið hans var á Fjarðargötu 19, þar sem hann hafði komið sér smekklega fyrir í nýrri og glæsilegri íbúð þegar veikindin börðu að dyrum. Gunnlaugur til- heyrði því þeirri kynslóð sem var í senn afsprengi gamla og nýja tímans; fólkið sem var að hefja lífsbaráttuna í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, þekkti vöntun og fátækt millistríðs- áranna en upplifði og tók þátt í upp- byggingu þess samfélags sem við nú búum við. Þessi kynslóð foreldra okkar sem erum nú „á besta aldri“ hefur því hlotið ákaflega sérstaka þjálfun í lífsins ólgusjó. Þau lærðu svo mikið vel að bjarga sér, einfald- lega vegna þess að það var ekki neina hjálp að fá annars staðar en hjá sjálf- um sér og sínum nánustu ef svo bar undir. Þeirra lífssýn mótaðist á upp- gangstímum kalda stríðsins, þegar heimurinn, a.m.k. hér á Íslandi, stjórnaðist af því hvort innflutnings- höftunum yrði aflétt, fiskurinn myndi halda áfram að veiðast og Ameríkön- unum myndi takast að halda Rúss- unum á mottunni. Fyrir þá sem voru tilbúnir til að leggja á sig ótakmarkaða vinnu og af- segja margar af þeim lífsins lysti- semdum sem okkur þykja svo sjálf- sagðar í dag, voru til tækifæri. Gunnlaugur Ingason var mikill bar- áttumaður, og eftir að hafa starfað við lögregluna í Reykjavík um ára- raðir hóf hann byggingarstarfsemi í Hafnarfirði á 7. áratugnum. Það hef- ur ekki verið auðvelt að standa með tvær hendur tómar, fullt af börnum og ekkert annað öryggisnet en vilj- ann til að sanna sig og standa sig. Hart var barist í mörg ár og svo kom að Gunnlaugur varð stöndugur mað- ur og saman ráku þau Helga stórt heimili með miklum myndarbrag. Svo sannarlega voru þessi jarð- vegur og þessar kringumstæður at- ferlismótandi, og seint verður sagt að Gunnlaugur hafi oft verið sammála síðasta ræðumanni – öðru nær. Hann hafði skoðanir á flestu og, að því er okkur yngri kynslóðinni fannst, þá hefði oft minna mátt gagn gera. Það var engin lognmolla, hvort sem verið var að ræða pólitík, brjóstagjöf, mat- aræði, fæðingar, fótsnyrtingu eða fjármál ríkisbúskapsins, ekkert var honum óviðkomandi. Gunnlaugur Ingason lét sig varða um hag ann- arra. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð barna sinna og þeirra fjöl- skyldna og nutum við þar atorkusemi hans í ríkum mæli. Gunnlaugur var stórhuga framkvæmdamaður og höfðingi heim að sækja. Þegar hann taldi ástæðu til að fagna og halda há- tíð, þá var það gert með „grandeur“. Nú síðast þegar að hann varð 75 ára fyrir tæpum 3 árum, bauð hann öllum börnunum sínum 6 ásamt mökum til Kanaríeyja í eina viku, þar sem hann hélt okkur stórveislu. Hann var sí- fellt að hygla sínu fólki og var stoltari en sjálfur páfinn í Róm þegar ein- hverjum úr stórfjölskyldunni vegn- aði vel eða var með öðrum hætti til sóma. Aðstæður höguðu því þannig að Gunnlaugur naut ekki mikillar skóla- göngu. Þess vegna vakti það oft að- dáun mína hvað hann var mikill heimsborgari í sér og kunni að meta allt sem hét list og fegurð. Hann elsk- aði tónlist, dáði fallega myndlist og í desember fyrir ári áttum við fjögur saman ógleymanlega kvöldstund í Det Kongelige Teater í Kaupmanna- höfn þar sem við sáum Svanavatnið í uppfærslu ballettsins þar. Fjórði parturinn í þessu skemmtilega kvöldi var vinkona og ferðafélagi Gunn- laugs síðustu árin, Sigrún Sigurjóns- dóttir bankastarfsmaður. Saman lögðu þau Gunnlaugur land undir fót, ekki sjaldnar en tvisvar á ári, og upp- lifðu bæði Prag og Búdapest, Kýpur, Kanaríeyjar og siglingu meðfram Noregsströndum um miðsumar. Gunnlaugur Ingason var svipmikill karakter sem bar næmt skynbragð á litbrigði lífsins og kunni að hefja stað og stund yfir argaþras hvunndags- leikans þegar að það átti við. Þannig einstaklingar lifa í minningunni. Ég þakka Gunnlaugi Ingasyni skemmtilega og lærdómsríka sam- fylgd í 25 ár. Blessuð sé minning hans. Auður Leifsdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þetta ljóð Tómasar Guðmundsson- ar kom upp í huga mér og Guðrúnar konu minnar þegar kær tengdafaðir minn var að kveðja þennan heim. Við Guðrún eigum von á okkar þriðja barni og höfum verið að finna fyrir hreyfingum í því nýja lífi sem hún ber, þegar faðir hennar kveður. Gunnlaugur talaði um að hann langaði að lifa áfram og sjá 16. barna- barnið sitt koma í heiminn en af því verður ekki, því enginn ræður för. Ég var ungur að árum þegar ég vissi hver Gunnlaugur Jón Ingason var, því ég hafði verið bekkjarfélagi Guðrúnar dóttur hans allan barna- skólann. Það var sambland af virð- ingu og smáhræðslu sem smástrákur eins og ég bar fyrir Gunnlaugi, því hann var alls ekki hrifinn af því að strákar væru að þvælast í kringum húsið sitt í leit að Guðrúnu einka- dóttur hans sem hann ætlaði að passa vel. Það var síðan 1988 sem við Gunn- laugur kynntumst fyrst í raun og veru þegar við Guðrún Ingibjörg dóttir hans felldum hugi saman. Mik- ið var vel tekið á móti mér í fyrsta sinn er ég kom á Klettahraun 3 og hitti Helgu og Gunnlaug. Þau áttu fallegt heimili og allt var mjög snyrti- legt. Þau voru samt laus við öll form- legheit og pjátur. Í þessari fyrstu heimsókn minni virtist Gunnlaugur ánægðastur með að ég skyldi koma beint úr vinnu og í vinnugallanum og það á sunnudegi. Hann sagði strax að sér líkaði vel við vinnandi menn. Ég áttaði mig líka á því síðar þegar ég fór að kynnast Gunnlaugi að hann hafði sjálfur unnið mikið um dagana. Það var engin lognmolla á Kletta- hrauninu, mikill gestagangur og oft fjörugar umræður. Við Gunnlaugur vorum báðir ákveðnir og stundum dálítið þverir og hvað pólitík varðaði þá vorum við á sitthvorum vængnum. Við áttum það báðir til að rjúka upp þegar við ræddum pólitík og ég rauk stundum út. Reyndar var stutt að fara því við Guðrún bjuggum okkar fyrstu ár í íbúð á neðri hæðinni hjá Gunnlaugi og Helgu. En við vorum hvorugur langrækinn og alltaf fljótir að jafna okkur. Svo leið tíminn, við lærðum hvor á annan og urðum rólegri í skapi. Við Gunnlaugur áttum margt sam- eiginlegt, báðir Grímsnesingar og gátum talað um sunnlenskar byggðir og fólkið í sveitinni, suma sem voru löngu dánir áður en ég fæddist en ég hafði verið fræddur um fólk og bæi í Grímsnesinu þau sumur sem ég dvaldi í sveit hjá frænda mínum Guð- mundi Kristjánssyni í Arnarbæli. Gunnlaugur hafði langa reynslu af byggingarvinnu, það var hans aðal- atvinna yfir 20 ár. Eftir að ég fór sjálfur að starfa sjálfstætt við hús- byggingar vildi Gunnlaugur gjarnan fá að miðla reynslu sinni til mín og gefa mér góð ráð. Það var ætíð gott að leita ráða hjá honum og vildi hann frekar fá að gefa fólki ráð áður en það framkvæmdi heldur en að fólk leitaði til hans eftir á og þá kannski komið í vandræði. Hann kynnti mig fyrir for- stjórum ýmissa fyrirtækja í bygging- ariðnaðnum og það var gaman að sjá hvað honum var alls staðar vel tekið. Hann lagði á það ríka áherslu við mig að vera heiðarlegur í viðskiptum, skila öllu vel frá mér og standa við það sem maður segir. Þetta hef ég haft að leiðarljósi í minni atvinnu. Gunnlaugur studdi okkur Guðrúnu heilshugar í öllu sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Þegar við byrjuðum að byggja húsið okkar hér í Hafn- arfirði þá var hann oft mættur og vildi fá að slá frá, nagldraga eða skafa timbur. Hin síðustu ár fylgdist hann vel með því sem ég var að byggja. Hann kom á byggingarstað- inn, vildi ætíð vita hvað notað var mikið af steypu, hversu margir menn væru að slá upp og hver kostnaður- inn væri. Hann var mikill áhugamað- ur á þessu sviði og hafði mikið vit á viðskiptum. Hann var næstum daglegur gestur á heimili okkar Guðrúnar, kom iðu- lega með eitthvað góðgæti fyrir krakkana og fylgdist vel með því sem þau voru að gera hverju sinni. Honum var mjög umhugað um hag barna sinna og sumir hefðu kannski sagt að hann hafi næstum verið eig- ingjarn á börnin sín og hafi viljað vera sem mest með þeim og þá helst þeim einum. Það má því segja að það hafi verið einstakur tími og gefið Gunnlaugi mikið að geta verið heima í nýlegri íbúð sinni þær síðustu þrjár vikur sem hann lifði. Til að gera það mögulegt skiptust börnin hans á að vera hjá honum, þar náðu þau góðum tíma með honum og gátu spjallað við hann og notið góðrar nærveru með honum. Ég veit að hann var þakk- látur fyrir það. Tengdafaðir minn lifði með reisn og hélt þeirri reisn til dauðadags. Ég er þakklátur fyrir að GUNNLAUGUR JÓN INGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.