Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SIV Friðleifsdóttir umhverf-isráðherra kynnti úrskurðsinn varðandi mat á um-hverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar á blaðamanna- fundi í Iðnó síðdegis í gær. Ráðherra hefur fallist á fyrirhug- aða framkvæmd við Kárahnjúka- virkjun að uppfylltum skilyrðum og fellt þar með úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar frá 1. ágúst sl. þar sem framkvæmdinni var hafnað vegna umtalsverðra umhverfis- áhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdar- innar um umhverfisáhrif þeirra. Í úrskurði ráðherra segir að þau tutt- ugu skilyrði sem sett eru minnki verulega umhverfisáhrif virkjunar- innar frá tillögum framkvæmda- raðila sem sett voru í matsskýrslu. Meðal þeirra skilyrða sem sett eru fyrir framkvæmdinni er að framkvæmdaraðila, þ.e. Lands- virkjun, er gert að falla frá fram- kvæmdum við Hafursárveitu, Laugarfellsveitu og Bessastaðaár- veitu og Gilsárvötn. Einnig verði fallið frá hluta Hrunaveitu, þ.e. framkvæmdum við Sultarranaár- og Fellsárveitu. Með þessum breyt- ingum er svæðinu í kringum Snæ- fell hlíft við raski vegna fram- kvæmda, en á móti er ljóst að orkuvinnslugeta Landsvirkjunar minnkar nokkuð, eða um 4%. Til að vega upp á móti minni orkuvinnslu- getu er framkvæmdaraðila heimilt að breyta hönnun aðrennslisganga frá Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljóts- dal. „Gífurlegt álag á ráðuneytið“ Í úrskurði umhverfisráðherra er fyrirkomulagi á yfirfalli úr Hálslóni í Desjarárdal hafnað og gerð krafa um að yfir- fallsvatn verði leitt í Hafrahvammagljúfur. Þannig yrði Desjarár- dal hlíft og dregið úr umhverfisáhrifum á Hafrahvammagljúfur. Fram- kvæmdaraðila eru einnig sett ýmis skilyrði til að minnka jarðvegsrof og áfok úr Hálslóni. Honum er einn- ig gert að lækka klapparhaft ofan Lagarfossvirkjunar til mótvægis við aukið vatnsmagn vegna virkj- unarinnar. Til viðbótar eru sett fjöl- mörg skilyrði vegna rannsóknar og vöktunar á náttúru og lífríki. Upplýsti hún á fundinum að end- anleg ákvörðun í málinu hefði verið tekin „á síðasta sólarhring“. Hún hefði tjáð öðrum ráðherrum í rík- isstjórninni niðurstöður sínar á fundi í gærmorgun og eftir hádegið hefði úrskurðurinn verið kynntur fulltrúum Landsvirkjunar. Varð ráðherranum tíðrætt um þá miklu vinnu sem staðið hefði yfir í um- hverfisráðuneytinu vegna úrskurð- arins, 6–8 manns hefðu sinnt þess- ari vinnu eingöngu í á þriðja mánuð og þá hefði fjöldi sérfræðinga veitt ráðuneytinu ráðgjöf á ýmsum stig- um vinnunnar, innlendir og erlend- ir. Sagði hún engum vafa undirorp- ið að gífurlegur kostnaður væri við umhverfismat vegna virkjunarinn- ar, frá hendi framkvæmdaraðila, Skipulagsstofnunar, ráðuneytisins og einnig fjölmargra félagasamtaka og einstaklinga sem létu sig málið varða. Taldi hún fullvíst að af þess- ari vinnu allri mætti margt læra. „Þessi vinna hefur falið í sér gíf- urlegt álag á ráðuneytið, enda er hér um að ræða mjög stóra fram- kvæmd sem hefði talsverð um- hverfisáhrif í för með sér. Ég tel hins vegar að skilyrði ráðuneytisins ættu að tryggja að umhverfisáhrif- in yrðu innan hóflegra marka, með þeim væri framkvæmd- in hamin og viðkvæm- ustu svæðunum hlíft. Ágallar á meðferð Skipulagsstofnunar Í úrskurði umhverfis- ráðherra segir, að ágallar hafi verið á meðferð Skipulagsstofnunar á málinu en þó ekki það stórvægilegir eða þess eðlis að ómerkja beri úr- skurðinn og vísa málinu til meðferð- ar hjá stofnuninni að nýju. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að bætt hafi verið úr helstu ágöllunum með því að Landsvirkjun hafi lagt fyrir ráðuneytið ný gögn um umhverfis- áhrif hinnar fyrirhuguð kvæmdar til að koma í veg draga úr þeim áhrifum. Fram kemur að ráðhe svo á að málsmeðferð S stofnunar hafi ekki verið í við rannsóknarskyldu hen mælt er fyrir um í stjórn um. Úr því að stofnunin talið málið að fullu upp henni borið skylda til að sér heimild í lögum og far að Landsvirkjun legði fram gögn eða kannaði tilgrei betur áður en málið væri leitt. Ef Landsvirkjun h orðið við rökstuddum t stofnunarinnar þessa efn það getað leitt til þess kvæmdinni væri hafnað. Sökin bæði hjá Skipu stofnun og Landsvir Hins vegar segir umhv herra að Landsvirkjun vir hafa farið að öllu leyti eftir hugasemdum sem Skipul un gerði við tillögu fyrirtæ matsáætlun og drög þess skýrslu. Því virðist sem La un hafi þrýst mjög á að má hraðað og því beri báð nokkra sök. Ráðherrann benti einni vinnu ráðuneytisins hefð berlega í ljós að lög um ismat hér á landi væru e Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kveðst h Skilyrð hverfisáhr Siv Friðleifsdóttir útskýrir áhrif þeirra skilyrða sem sett eru fyrir Kárahnjúkavirkjun í úrskurði hen Iðnó í gær. Skyggðu svæðin á kortinu eru þau sem hlífa á, verði af fram Umhverfismat hverfisráðher isins vegna úr sem úrskurðu sem segir að ný miklu um þe Okkur kleift að nýta end- urnýjanlegar orkulindir ÚRSKURÐUR UMHVERFISRÁÐHERRA Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-herra hefur snúið við úrskurðiSkipulagsstofnunar ríkisins frá í ágúst, en þá lagðist stofnunin gegn Kárahnjúkavirkjun, sem hugmyndir eru um að reisa til að sjá áformuðu ál- veri á Reyðarfirði fyrir raforku. Úr- skurður stofnunarinnar var ýtarlega rökstuddur, en alla tíð hefur legið fyrir að endanlegt ákvörðunarvald um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar er í höndum ráðherra, í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda. Í forystugrein hér í blaðinu 2. ágúst síðastliðinn sagði: „Í kjölfar þessa úrskurðar er ráðherra hins vegar vandi á höndum. Gangi hann þvert á niðurstöðu, sem studd er sterkum fag- legum rökum og taki ákvörðun, sem byggist fyrst og fremst á pólitískum sjónarmiðum, mun verða spurt til hvers lögin um mat á umhverfisáhrifum séu og hvert markmið Alþingis með setn- ingu þeirra hafi verið … Ráðherra sem gengur gegn ýtarlega rökstuddum úr- skurði Skipulagsstofnunar verður að hafa mjög sterk rök fyrir slíkri ákvörð- un.“ Þegar úrskurður umhverfisráðherra er lesinn hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu að hann einkennist ekki af pólitískum geðþóttaákvörðun- um, heldur af ýtarlegum og faglegum rökstuðningi, líkt og álit Skipulags- stofnunar. Rökum Skipulagsstofnunar er svarað með efnislegum málflutningi, að undangenginni vandlegri skoðun á málinu. Meginniðurstaða stofnunarinnar var sú, að virkjunin myndi hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki hefði verið sýnt fram á að annar ávinningur af þeim framkvæmdum yrði slíkur að hann vægi upp þau „verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfis- áhrif“ sem virkjunin hefði í för með sér. Jafnframt átaldi stofnunin mjög að upplýsingar vantaði um framkvæmdina frá Landsvirkjun og gekk þá iðulega út frá því að þegar þannig háttaði til yrði að gera ráð fyrir hinu versta í mati á áhrifum. Ráðherra telur hins vegar að með því að láta hjá líða að kalla eftir frekari upplýsingum frá Landsvirkjun hafi Skipulagsstofnun brugðizt bæði rann- sóknar- og leiðbeiningarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum. Þá telur ráðherra ámælisvert, að stofnunin hafi ekki fjallað um þann möguleika að leyfa framkvæmdina að settum skilyrðum, sem drægju úr umhverfisáhrifum henn- ar. Aukinheldur styðjist það ekki við markmið laga um umhverfismat að taka alltaf mið af verstu spá, heldur sé hún aðeins eitt þeirra atriða, sem taka eigi tillit til, t.d. að hve miklu leyti sé líklegt að slík spá gangi eftir, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða. Fleiri formlega ágalla finnur ráð- herra á málsmeðferð Skipulagsstofnun- ar en ekki svo mikla, að ástæða sé til að ómerkja úrskurð stofnunarinnar og vísa málinu til hennar aftur. Umhverf- isráðherra telur hluta ábyrgðarinnar á formgöllunum liggja hjá Landsvirkjun, sem ekki hafi sinnt tilmælum Skipu- lagsstofnunar sem skyldi. Hins vegar hafi fyrirtækið nú bætt úr því með því að leggja fyrir ráðuneytið nýjar upplýs- ingar og gögn, m.a. um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir. Skipulagsstofnun reisti niðurstöðu sína m.a. á því að verðmæti þess lands, sem yrði fyrir hnjaski vegna virkjunar- framkvæmda, hefði ekki verið reiknað út. Ekki hefði heldur verið gerð full grein fyrir fjárhagslegum ávinningi og arðsemi virkjunarinnar. Umhverfisráð- herra færir fram athyglisverð rök gegn þessum sjónarmiðum, sem hljóta að verða tilefni umræðna. Annars vegar telur ráðherra að það samrýmist ekki ákvæðum stjórnar- skrár um atvinnufrelsi að opinber aðili leggi mat á arðsemi fyrirhugaðrar at- vinnustarfsemi án skýrrar lagaheimild- ar. Ráðuneytið telur líka að skýra eigi ákvæði í lögum um að líta skuli til áhrifa framkvæmda á samfélag og atvinnu þröngt, vegna þess að ella væri raskað verkaskiptingu umhverfis- og skipu- lagsyfirvalda sem leggja mat á um- hverfisáhrif og svo þess, sem veitir end- anlegt virkjunarleyfi, þ.e. hins þjóðkjörna Alþingis. Umhverfisráð- herra rökstyður það sjónarmið að það sé þingsins í þessu tilfelli að vega og meta kosti framkvæmdarinnar, þ. á m. áhrif á efnahag og þjóðlíf, og væntan- lega þá umhverfisáhrifin líka, en slíkt sé ekki hlutverk skipulags- og umhverfisyfirvalda. Hins vegar telur ráðherra að aðferðir til að meta náttúrugæði til fjár séu svo óljósar, ónákvæmar og umdeildar að ekki séu forsendur til að gera kröfu til að Landsvirkjun leggi fram slíkt mat sem hluta af mati á umhverfisáhrifum. Þó ættu flestir að geta verið sammála um að æskilegt væri að það tækist að þróa slíkar mælistikur til að auðvelda ákvarðanatöku í málum af þessu tagi. Meginniðurstaða umhverfisráðherra er að fallast á Kárahnjúkavirkjun með 20 skilyrðum, sem eiga að takmarka neikvæð umhverfisáhrif virkjunarinn- ar. Meðal annars er gert ráð fyrir að fallið verði frá veituframkvæmdum og hönnun virkjunarinnar breytt veru- lega, auk þess sem kveðið er á um frek- ari mótvægisaðgerðir, rannsóknir á svæðum og jarðmyndunum sem glatast við framkvæmdina og vöktun á áhrifum hennar á tiltekna þætti lífríkisins. Frið- rik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, lét í gær hafa eftir sér að það myndi kosta fyrirtækið milljarða króna að fara eftir þessum skilyrðum. Með úrskurði Skipulagsstofnunar annars vegar og úrskurði umhverfis- ráðherra hins vegar hefur verið lagður grunnur að víðtækum umræðum um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar, sem hljóta að fara fram á næstu vikum og mánuðum. Hafa verður í huga að úrskurður ráð- herra í gær er langt í frá síðasta orðið í málinu og það er engan veginn ljóst að virkjunin verði reist. Þar kemur margt til. Landsvirkjun hlýtur t.d. að þurfa að meta, í ljósi aukins kostnaðar, hvort virkjunin skili tilætlaðri arðsemi og hvort þá sé nauðsynlegt að fara fram á hærra raforkuverð, en slíkt getur auð- vitað haft áhrif á viðhorf fjárfesta sem standa að Reyðarálsverkefninu. Líkt og umhverfisráðherra bendir á kemur til kasta Alþingis að vega saman þau um- hverfisáhrif, sem gerð er grein fyrir í úrskurði hennar, og þær mótvægisað- gerðir sem unnt er að grípa til annars vegar og hins vegar hina þjóðhagslegu þýðingu virkjunar og álvers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.